Dagur - 08.03.1988, Blaðsíða 15
íþróttir
ös&n^ft,1,8*8 in-15
Skógargangan:
Akureyringar
sigursælir
Skógargangan, þriðji hluti
Islandsgöngunnar í skíðagöngu
fór fram á Egilsstöðum á laug-
ardag. Keppt var í þremur
flokkum og voru gengnir 25
Aðalfundur Þórs:
Öll stjórnin
endurkjörin
Stjórn íþróttafélagins Þórs á
Akureyri var öll endurkjörin á
aðalfundi félagsins á föstudag-
inn í síðustu viku. Aðalsteinn
Sigurgeirsson mun því sitja
áfram sem formaður félagsins
næsta starfsár.
Aðrir í stjórninni eru Rúnar
Gunnarsson varaformaður,
Ragnar B. Ragnarsson gjaldkeri,
Páll Baldursson ritari, Kristján
Torfason spjaldskrárritari og
Gunnþór Hákonarson með-
stjórnandi. Varamenn eru þeir
Árni Gunnarsson, Reynir Karls-
son og Ævar Jónsson.
Þá var Hallgrímur Skaptason
kjörinn fulltrúi Pórs í stjórn ÍBA.
km. Keppendur voru 16 en
auk þess tóku 28 göngumenn
þátt í trimmgöngu án tíma-
töku.
Gengið var í Egilsstaðaskógi
en upphaf göngunnar og endir
var á sjúkrahústúninu á Egilsstöð-
um. Aðstæður voru hinar bestu,
færið ágætt og veður með ein-
dæmum gott. Akureyringar sigr-
uðu í öllu flokkunum þremur en
úrslit urðu þessi:
Karlar 17-34 ára:
1. Haukur Eiríksson A 1:31,17
2. Ólafur H. Björnsson Ó 1:36,08
3. Sigurgeir Svavarsson Ó 1:36,10
Karlar 35-49 ára:
1. Sigurður Aðalsteinss. A 1:40,17
2. Ingþór Bjarnason f 1:52,09
3. Sigurður Bjarklind A ■ 1:52,16
Karlar eldri en 50 ára:
1. Rúnar Sigmundsson A 1:54,14
2. Sigurður Jónsson í 2:12,00
Bláfjallagangan, fjórði hluti
íslandsgöngunnar fer fram í Blá-
fjöllum laugardaginn 19. mars en
fimmti og síðasti hluti göngunnar
er Fossavatnsgangan og fer hún
fram á ísafirði laugardaginn 30.
apríl.
Ársþing HSÞ:
Ingólfur Freysson
kjörínn formaður
- Ágústa Pálsdóttir
kjörin íþróttamaður ársins 1987
Ársþing Héraðssambands Suð-
ur-Þingeyinga var haldið að
Sólvangi á Tjörnesi sl. sunnu-
dag. Ingólfur Freysson var ein-
róma kjörinn formaður HSÞ
við mikinn fögnuð fundar-
manna en Kristján Yngvason
fráfarandi formaður gaf ekki
kost á sér til endurkjörs. Tals-
verðar breytingar urðu á stjórn
sambandsins.
Að sögn Gunnars Jóhannes-
sonar framkvæmdastjóra HSP
var vel unnið á þinginu. Þingstörf
voru með hefðbundnum hætti,
mikil samstaða ríkti og voru þau
mál sem upp komu leyst á góðan
rnáta. Gott samkomulag náðist
um skiptingu tekna af landsmót-
inu og um skiptingu tekna af
lottóinu og verður hún svipuð og
á síðasta ári.
Ingólfur Freysson formaður HSÞ.
Lýst var kjöri íþróttamanns
ársins, sundmanns ársins og
frjálsíþróttamanns ársins. Ágústa
Pálsdóttir, Bárðardal var bæði
kjörin íþróttamaður ársins og
frjálsíþróttamaður ársins en
sundmaður ársins er Þórhalla
Gunnarsdóttir, Húsavík.
Gestir þingsins voru: Guðni
Halldórsson sem í fyrra gegndi
stöðu framkvæmdastjóra lands-
mótsins, Hermann Sigtryggsson
stjórnarmaður ÍSÍ, Pálmi Gísla-
son formaður UMFÍ og Sigurður
Þorsteinsson framkvæmdastjóri
UMFÍ. IM
Haukur Eiríksson kominn í mark sem sigurvegari í Skógargöngunni á iaug-
ardag. Með honum á myndinni er Mats Westerlund landsiiðsþjálfari í göngu.
Mynd: GB
að leggja
FH að velli?
- Liðin leika í Höllinni
í kvöld
í kvöld kl. 19 fer frani stórleik-
ur í handbolta í íþróttahöllinni
á Akureyri. Þar mætast Þór og
FH í kvennaflokki og er leikur
liöanna liður í bikarkeppni
HSÍ.
FH hefur á að skipa eina besta
liði I. deildarinnar en Þórsstelp-
urnar hafa nýlega tryggt sér sæti í
1. deild að ári. Það gæti því orðið
um fjöruga viðureign að ræða og
spennandi verður að sjá hvort
mikill styrkleikamunur er á lið-
unum.
Þórsstelpurnar ætla sér ekkert
annað en sigur í leiknum og eru
handknattleiksunnendur á Akur-
eyri hvattir til þess að mæta í
Höllina og hvetja þær til dáða.
Knattspyrna:
ÓL-landsliðiö í keppnisferð
- leikur þrjá leiki í Holiandi
íslcnska ólympíulandsliðiö í
knattspyrnu lieldur til Hol-
lands á föstudag, þar sem liðið
mun dvelja í um vikutíma við
æfingar og keppni. Liðið mun
leika þrjá æfingaleiki ytra,
gegn hollensku áhugamanna-
liði á sunnudag, gegn 1. deild-
ar liði Spörtu Rotterdam á
þriðjudag eftir viku og loks
gegn 1. deildar liði Haarlem á
fimmtudaginn.
Þessi ferð er liður í undirbún-
ingi liðsins fyrir lokaátökin í
undankeppni ólympíuleikanna.
íslenska liðið á eftir að leika fjóra
leiki í keppninni og fara þeir allir
fram á mánaðartíma nú í vor.
Liðið á eftir að leika gegn Hol-
lendingum og A.-Þjóðverjum úti
en Portúgölum og ítölum heima.
í ferðina til Hollands voru
valdir 18 leikmenn og þeir eru
eftirtaldir:
Markverðir:
Birkir Kristinsson Fram
Guðmundur Hreiðarsson Víkingi
Aðrir leikmenn:
Guðni Bergsson
FC 1860 Múnchen
Þorsteinn Þorsteinsson Fram
Ágúst Már Jónsson KR
Ingvar Guðmundsson Val
Golfkennsla í
Stefnishúsinu
Það styttist í að golfvertíðin
hefjist og því kominn tími fyrir
þá sem ætla að leika golf í sum-
ar að fara að hefja æfingar.
David Barnwell golfkennari
GA hefur fengið inni hjá Bif-
reiðastöð Stefnis við Óseyri og
þar gefst kylfingum kostur á að
æfa sig, hvort sem er undir
handleiðslu hans eða bara út af
fyrir sig. Þar er opið alla daga
vikunnar á milli kl. 16 og 22.
Þá hefur Barnwell ákveðið að
gefa þeim sem áhuga hafa á því
að kynnast golfíþróttinni fría
kennslu í einn tíma og í fram-
haldi af því getur fólk haldið
áfram að æfa hjá honum. Barn-
well er með alían golfbúnað til
sölu, þannig að ekki þarf fólk að
setja fyrir sig að eiga ekki búnað.
Á sunnudögum er Barnwell
með unglingatíma frá kl. 15-18
og er hún fyrir alla kylfinga 20
ára og yngri, jafnt byrjendur og
þá sem lengra eru komnir. Þeir
sem hafa hug á að fara að æfa,
geta haft samband við Barnwell í
golfskálanum að Jaðri alla daga
vikunnar á milli kl. 10 og 12 og
seinni part dags í húsi Stefnis víð
Óseyri.
Pétur Arnþórsson Fram
Viðar Þorkelsson Fram
Ormarr Örlygsson Fram
Halldór Áskelsson Þór
Ólafur Þórðarson ÍA
Heimir Guðmundsson IA
Þorvaldur Örlygsson KA
Rúnar Kristinsson KR
Sveinbjörn Hákonarson Stjörn.
Guðmundur Steinsson Fram
Jón Grétar Jónsson Val
Kristinn Jónsson Fram
Fjórir leikmenn voru valdir til
vara, þeir Páll Ólafsson KR, Þor-
steinn Guðjónsson KR, Loftur
Ólafsson KR, Kristján Jónsson
Fram og Hlynur Birgisson Þór.
Halldór Áskelsson Þórsari og Rúnar Kristinsson KR-ingur eru í ÓL-hópn-
um sem heldur til HoIIands á föstudag. Þessi mynd er úr leik Þórs og KR í
sumar. Mynd: RÞB
Handbolti yngri flokka:
Þór með fjóra
flokka í úrslit
Keppni í Norðurlandsriðli á
íslandsiuóti yngri flokka í
handbolta lauk á Húsavík um
helgina. Það varð Ijóst hvaða
lið komast í úrslitakeppnina í
hverjum flokki sem hefst innan
skamms.
Þór mun eiga fjóra flokka í
úrslitum að þessu sinni en KA
einn. Þórsarar urðu hlutskarpast-
ir í 5., 4. og 3. flokki karla og 3.
flokki kvenna en KA stóð sig
best í 4. flokki kvenna.
Vegna plássleysis í blaðinu
verður nánari umfjöllun um leik-
ina á Húsavík, að bíða til
morguns.
Bikarkeppni kvenna:
Tekst Þór