Dagur - 11.03.1988, Blaðsíða 2

Dagur - 11.03.1988, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 11. mars 1988 KÍ og HÍK: Norðurland: Knattspyrna: Tindastóll fer til Belgíu um páskana Annarrar dcildar lið Tinda- stóls á Sauðárkróki hefur hafíð æfíngar að krafti. Ákveðið hefur verið að liðið fari í æf- ingabúðir til Belgíu um pásk- ana. Munu 20 leikmenn ásamt þjálfaranum Bjarna Jóhanns- syni og fararstjórum dvelja í vikutíma í Lokeren. Æft verð- ur á æfíngasvæði belgíska liðs- ins og leiknir tveir æfínga- leikir. Tindastóll lék 2 æfingaleiki syðra um síðustu helgi, en um helmingur liðsins dvelst þar við nám í vetur. Fyrri leikurinn var gegn 3. deildar liði Leiknis úr Breiðholti. Sauðkrækingarnir unnu 3:0, með mörkum þeirra Eysteins Kristinssonar, Atla Freys Sveinssonar og Jóns Gunn- ars Traustasonar. Tindastóll tap- aði síðan seinni leiknum, gegn KR 3:0. Báðir leikirnir fóru fram á gervigrasvellinum í Laugardal. Fimm nýir/gamlir leikmenn hafa bæst í raðir Tindastóls. Það eru þeir Eysteinn Kristinsson frá Þrótti Neskaupstað, Ólafur Adolfsson frá Víkingi Ólafsvík (betur þekktur sem körfubolta- maður í Þór og Breiðabliki), Árni Ólason frá Einherja, Björn Sverrisson úr ÍR og Sigurjón Magnússon er þjálfaði og lék með Stokks-Eyrarbakka sl. sumar. Þeir Árni, Björn og Sig- urjón eru ekki ókunnugir í her- búðum Tindastóls. Árni lék með liðinu þegar það lék í annarri deildinni 1984, og þeir Björn og Sigurjón slitu barnsskónum á Króknum og hafa leikið með Tindastól fram á allra síðustu ár. Tveir af leikmannahóp liðsins frá síðasta ári rnunu að öllurn líkind- um ekki klæðast Tindastólspeys- unni í sumar. Gunnar Valdimars- son hefur skipt aftur yfir í ÍR og Birgir Rafnsson ætlar að leggja skóna á hilluna. -þá „Ég er fjúkandi reiður“ - segir Þórður Skúlason sveitarstjóri vegna bréfs frá iðnaðarráðherra Atvinnuástand nokkuð gott Atvinnuástand á Norðurlandi virðist víðast hvar með svipuð- um hætti og á sama tíma í fyrra, samkvæmt þeim upplýs- ingum sem Dagur hefur aflað sér. Á Siglufirði virðist helst hafa orðið breyting á, en þar hefur fjölgað á atvinnuleysisskrá. Ástæður inunu vera þær, að enn hafa ekki allir sem störfuðu hjá Sigló fengið nýja atvinnu og að verkefnaskortur hefur hrjáð saumastofuna á staðnum. Steypustyrktarjárn + bindilykkjur + dillari + mannshönd = sterk grind. Mynd: GB Á Húsavík voru atvinnuleysis- dagar í síðasta mánuði heldur fleiri en í febrúar í fyrra, en lítill fiskur mun hafa borist á land í janúar og febrúar. VG Mývatnssveit: Nýr vegur að flugvellinum byggður í sumar I sumar er fyrirhugaö að byggja nýjan veg í Mývatns- sveit, svokallaðan flugvallar- veg frá Kísilveginum að flug- vellinum. Að sögn Guðmundar Heið- rekssonar umdæmistæknifræð- ings hjá Vegagerð ríkisins á Akureyri verður nýi vegurinn lagður annars staðar en sá gamli. Sá væri orðinn leiðinleg- ur, auk þess sem hann verður all snjóþungur á veturna. Reiknað er með að verkið verði ekki boðið út, heldur muni vinnuflokkur Vegagerðar- innar byggja veginn. VG Hóta verkföllum í apríl - yrði fjórða verkfall sem stúdentsefni ársins lenda í Kennarasamband íslands og Hið tslenska kennarafélag leita nú heimilda til verkfallsboðun- ar til félagsmanna sinna. Hafa forsvarsmenn félaganna til- kynnt, að ef ekki gangi saman í samningaviðræðum, skelli verkfall á um miðjan apríl. Dagur hafði samband við Benedikt Bragason sem sæti á í fulltrúaráði HIK, og bað hann að meta þá stöðu sem nú er komin upp hjá HÍK. Benendikt sagði að tillögur HÍK byggist á niðurstöðu starfskjaranefndar þar sem ríkið hafi m.a. átt sinn fulltrúa. Samn- ingaviðræður hafa staðið yfir frá því fyrir áramót. „Öll sú vinna sem farið hefur fram í samning- um, og þar af leiðandi í undir- nefnd, skilaði engum árangri. Okkur hafði verið gefið í skyn að niðurstöður starfskjaranefndar væru athyglisverðar sem tilraun til að bæta kjör. Þegar kom að úrslitastundu, kvað við annan tón hjá ríkinu. Þar með hefur ríkið óbeint hafnað eigin tillögum," sagði Benedikt. Hann sagði að niðurstaða síð- asta samningafundar hafi verið ákaflega dapurt boð frá ríkinu svo að fulltrúaráð hafi ekki aðra kosti en að sækja sér verkfalls- heimild. „Nú er farið að reikna með því sem föstum lið í samn- ingalotum, að einhvern tíma komi að verkfallstali. Þá fyrst fara hjólin að snúast.“ Næsti samningafundur hjá HÍK verður á laugardaginn kemur. Sama er uppi á teningnum hjá KÍ, en fulltrúar þeirra meta að samningsboð ríkisins þýði 10% kjararýrnun. Á næstunni munu bæði féiögin halda fundi og kynna stöðu mála, jafnframt því að farið verður fram á verkfallsheimild. Ef fer sem boðað hefur verið, skellur verkfall kennara grunn- skóla og framhaldsskóla á á sama tíma. Þar með lenda nemendur á fjórða ári í framhaldsskóla í sínu fjórða verkfalli. VG Ársþing UMSE: Ákveðið að stofna afreksmannasióð Ungmennasamband Eyjafjarð- ar hélt ársþing sitt í Hrísey um síðustu heigi. Um 40-50 þing- fulltrúar sóttu þingið auk gesta. Á þinginu var kosin ný stjórn og varastjórn, útnefndur íþróttamaður síðasta árs og úthlutað þeim fjármunum sem sambandið fær frá UMFÍ og ÍSÍ vegna ágóða af rekstri Lottósins. Jóhann Ólafsson er nýkjörinn formaður UMSE en hann tekur við af Birni Ingimarssyni sem ekki gaf kost á sér til endurkjörs. Aðrir í stjórn eru Sigríður Helga- dóttir varaformaður, Helgi Steinsson gjaldkeri, Stefán Árna- son ritari og Hafdís Rafnsdóttir meðstjórnandi. í varastjórn eru Snorri Finnlaugsson, Brynjólfur Sveinsson og Drífa Matthíasdótt- ir. Á þinginu var ákveðið að stofna afreksmannasjóð UMSE en í þann sjóð eiga að renna 5% af þeim tekjum sem sambandið hefur af Lottóinu. Stjórn UMSE mun síðan meta hvenær úthlutað skuli úr sjóðnum. Einnig var úthlutað á þinginu fjármunum sem koma af rekstri Lottósins til þeirra 14 félaga sem aðild eiga að UMSE. Upphæð hjá hverju félagi ræðst af starfi þess, félagatali og fleiru. Gestir þingsins voru Hermann Sigtryggsson frá ÍSÍ og Pálmi Matthíasson og Sigurður Þor- steinsson frá UMFÍ. Ársþingi UMSE lauk á sunnudag. JÓH „Það, sem mér fínnst hastar- legt er, að þetta kemur frá ríkisstjórninni á sama tíma og þeir eru að leggja á nýjan launaskatt upp á 1%, bæði á fyrirtæki í ullariðnaði og físk- vinnslu. En mér skilst þó að leggja eigi þennan nýja launa- skatt niður 1. júlí sem lið í efnahagsaðgerðum,“ sagði Þórður Skúlason, sveitarstjóri Hvammstangahrepps. í bókunum sveitarstjórnar Hvammstangahrepps í síðasta mánuði má sjá eftirfarandi atriði tekið fyrir: „Bréf iðnaðarráð- herra með tilmælum um niður- fellingu aðstöðugjalda tímabund- ið af fyrirtækjum í ullariðnaði eða að öðrum kosti lækkun á prósentu aðstöðugjalds til jafns við fyrirtæki í sjávarútvegi. Sveit- Tryggja á stöðu Slysa- varnaskóla sjómanna Samgönguráðherra, hefur falið nefnd, sem fjallað hefur um öryggismálanámskeið fyrir sjómenn, að gera tillögu að starfsreglum til að tryggja stöðu Slysavarnaskóla sjó- manna. Nefndin hefur þegar hafíð störf. Þetta er gert í framhaldi af heimsókn ráðherra til Slysa- varnafélagsins hinn 26. febrúar sl., og með hliðsjón af minnis- atriðum sem afhent voru á fund- inum. Þar var rætt um nauðsyn þess að tryggja stöðu Slysavarna- skóla sjómanna til framtíðar. í viðræðum aðila hefur einnig komið fram áhugi á bættum skipu- lagstengslum milli ráðuneytisins og félagsins um starfsemi Til- kynningarskyldunnar, t.d. með stofnun samstarfsnefndar, sem fjalli reglulega um málefni hennar. arstjóri taldi þetta bréf argasta dónaskap þar sem fyrirtæki í ullariðnaði séu að fara á hausinn vegna stjórnaraðgerða." „Ég er fjúkandi reiður vegna þessa, það er argasti dónaskapur að hegða sér svona, að vísa því á sveitarstjórnir að létta af gjöldum á sama tíma og ríkið eykur álög- urnar. Þetta finnst mér heldur óeðlilegt, fyrir utan að það er einnig óeðlilegt að aðstöðugjöld, sem eru mikilvægur tekjustofn sveitarfélaga, skuli vera svo misjöfn. Þar sem undirstaða atvinnulífs er fiskverkun og rekstur fiskiskipa, í stað verslun- ar og þjónustu, eru tekjur sveit- arfélaga miklu minni en á öðrum stöðum, að ég tali nú ekki um staði þar sem atvinnulíf byggist á sláturhúsum og mjólkurstöðvum, sem aldrei hafa greitt nein aðstöðugjöld. Gleggsta dæmið um þetta er Selfoss, sem er mjög tekjulágt sveitarfélag miðað við önnur bæjarfélög, og það stafar m.a. af því að þeir fá ekki fullar aðstöðugjaldatekjur af þeim atvinnurekstri sem er innan þeirra bæjarmarka,1' sagði Þórð- ur að lokum. EHB

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.