Dagur - 11.03.1988, Blaðsíða 4

Dagur - 11.03.1988, Blaðsíða 4
4 - DAGl/R -11. mars 1988 DAðUR ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SfMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 660 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 60 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 465 KR. RITSTJÓRAR: ÁSKELL ÞÓRISSON (ÁBM.) BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERT TRYGGVASON, EGILL BRAGASON, FRlMANN HILMARSSON (Blönduósi vs. 95-4070), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, KRISTJÁN JÓSTEINSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON (íþróttir), STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauðárkróki vs. 95-5960), LJÓSMYNDARAR: GUÐMUNDUR HRAFN BRYNJARSSON, TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Virkasta verðlagsefti rl itið Undanfamar vikur hefur Verðlagsstofnun framkvæmt verðkannanir reglulega. Þær hafa sýnt fram á það með óyggjandi hætti að ótrú- lega mikill munur er á vöruverði milli versl- ana, þótt um sömu eða sambærilega vömteg- und sé að ræða. Útkoman er hliðstæð hvað varðar gjald fyrir veitta þjónustu. Það er sama hvar borið er niður; verðmunurinn er gífur- legur. Sem dæmi um það má nefna að í síð- ustu verðkönnun Verðlagsstofnunar kom fram allt að 285% verðmunur á bílavarahlut- um milli verslana og helmings verðmunur er mjög algengur. Neytendum hefur þannig ver- ið sýnt fram á að þeir geta sparað verulegar fjárhæðir með því að vera á verði gagnvart hinni mjög svo frjálsu álagningu sem leyfð er á flestum sviðum verslunar og þjónustu. Niðurstöður þessara verðkannana koma fáum á óvart. Þær staðfesta það sem flestir vissu fyrir, að frjáls álagning er alls engin trygging fyrir því að verði vöru og þjónustu sé haldið í lágmarki. Þvert á móti hefur komið í ljós að óheyrilega há álagning er tiltölulega algeng og að fyrirmæli um að samræma ekki verðlagningu eru í sumum tilfellum virt að vettugi. Lærdómurinn sem neytendur hljóta að draga af þessu er sá, að stöðugur verðsaman- burður sé vænlegasta leiðin til að halda útgjöldum í lágmarki. Ef til vill hefur sjaldan verið brýnna en einmitt nú að hafa augun hjá sér við innkaup, hvaða nafni sem þau nefnast. Verðskyn almennings er brenglað eftir langvarandi verðbólguskeið, auk þess sem veigamiklar breytingar á skattheimtu ríkissjóðs hafa haft veruleg áhrif á verðlag í landinu. Er þar átt við breytingu á tollum og vörugjaldi og aukna álagningu söluskatts. Þó svo starfsmenn Verðlagsstofnunar hafi verið iðnir við að gera verðkannanir síðustu mánuði, dugir það hvergi nærri til. Slíkar kannanir veita aðhald og stuðla að aukinni samkeppni milli verslana, auk þess sem þær hljóta að leiða til þess að neytendur beini við- skiptum sínum til þeirra sem bjóða lægsta verðið. En almenningur verður jafnframt að leggja sitt af mörkum. Það verður best gert með því að hver og einn kappkosti við að efla eigið verðskyn og gera eigin verðkönnun hve- nær sem því verður við komið. Þegar öllu er á botninn hvolft er betra verð- skyn leið til betri kjara. Það eru neytendurnir sjálfir sem hafa virkasta verðlagseftirlitið með höndum. BB. Umsögn Áfengisvarnaráðs - sem send var allsherjarnefnd neðri deildar Alþingis vegna bjórfrumvarpsins Áfengisvarnaráð telur að með bjórfrumvarpinu sé gert ráð fyrir að auka áfengisneyslu landsmanna og það stríði gegn þeim markmiðum sem sett eru fram í íslensku heilbrigðisáætluninni. „í apríl 1984 sendi Áfengisvarna- ráð allsherjarnefnd sameinaðs Alþingis ýtarlega umsögn um til- lögu til þingsályktunar um almenna atkvæðagreiðslu um áfengt öl en nefndin var þá að fjalla um hana. Leyfum við okk- ur að senda hana aftur þar eð allt sem þar er sagt er enn í fullu gildi. Auk þess sem þar er að vikið bendum við á eftirtalin atriði: 1. Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunin hefur beint til aðildar- þjóðanna að minnka áfengis- neyslu um fjórðung til aldamóta. Þess vegna er nauðsynlegt að huga að því hvaða ráð eru líkleg- ust til að stuðla að því a„ slíkt takist. Þar þarf að mörgu að hyggja og vafasamt að taka út úr einn þátt áfengismála eins og gert er í frumvarpinu og það því frem- ur að líklegt er „að til þess geti komið að heildaráfengisneysla á hvern íbúa aukist eitthvað við til- komu áfengs öls“ eins og svo hógværlega er komist að orði í greinargerð með því. - Tæpast er við hæfi að stuðla að aukinni neyslu meðan nágrannaþjóðir vorar berjast við að draga úr henni. 2. Hinn 7. maí 1981 samþykkti Alþingi samhljóða þingsályktun um mörkun opinberrar stefnu í áfengismálum. Fyrsti flutnings- maður var Árni Gunnarsson. Ríkisstjórnin samþykkti síðan 30. desember 1982 að skipuð yrði nefnd á hennar vegum og skyldi hún vinna að undirbúningi til- lagna í samræmi við þingsálykt- unina. Með bréfi 19. maí 1983 skipaði heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra nefndina. Páll Sig- urðsson ráðuneytisstjóri var for- maður hennar en auk hans áttu 16 menn sæti í henni, m.a. full- trúar allra þingflokka. Nefndin vann mjög gott starf. Hún skipti sér í þrjá starfshópa. Þeir könn- uðu ýtarlega og samviskusamlega mismunandi þætti áfengismála og skilaði nefndin samhljóða áliti til heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra 6. janúar 1987. Þessar tillögur um áfengismálastefnu, sem unnið var að samkvæmt þingsályktun Alþingis, hafa enn ekki verið ræddar þar. Hins vegar er í þessu frumvarpi einn þáttur áfengis- mála slitinn úr samhengi við aðr- ar aðgerðir og látið svo heita í greinargerð að það sé gert til „að samræma áfengislöggjöfina“. - Þessi vinnubrögð eru í meira lagi vafasöm, svo að vægilega sé til orða tekið, og það því fremur sem í frumvarpinu er stefnt í þveröfuga átt við tillögur áfengis- málanefndar en þar segir um áfengt öl: „Áfengismálanefnd ríkisstjórnarinnar er falið að gera tillögur í samræmi við markaða stefnu Aiþjóðaheilbrigðismála- stofnunarinnar, sem er m.a. að minnka áfengisneyslu um fjórðung. Kemur því ekki til greina að bæta nýjum gerðum af áfengi við þær sem fyrir eru.“ 3. í vor lagði heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra fram á Alþingi skýrslu sem nefnist íslensk heilbrigðisáætlun. Var hún samin eftir að ríkisstjórnin hafði á fundi 20. mars 1986 sam- þykkt að tillögu heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra að slík áætlun skyldi gerð „með hliðsjón af stefnu Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunarinnar sem nefnd er „Heilbrigði allra árið 2000“.“ í þessari áætlun er talað um að „gera markvissa áætlun um sam- drátt í notkun áfengis". í frum- varpi því sem hér er um ritað er gert ráð fyrir hinu gagnstæða. - Þá segir í íslenskri heilbrigðis- áætlun. „Ríkið hætti að vera háð tekjum af áfengissölu og meiri hagnaður af áfengissölu renni til áfengisvarna." í greinargerð með frumvarpinu segir að tilgangur- inn með að heimila bruggun og sölu áfengs öls sé m.a. „að afla ríkissjóði tekna“. Að vísu rekur eitt sig á annars horn í greinar- gerðinni en ljóst er þó að hún er öll leikin á öðrum nótum en þeim sem slegnar eru í íslenskri heil- brigðisáætlun. Með tilliti til „samræmis“ og þess að leitast við að grafast fyrir um samhengi hlutanna væri eðlilegt að fjalla ýtarlega um heilbrigðisáætlunina áður en stórfelld skemmdarverk yrðu unnin á þeim vettvangi sem hún beinist að. 4. Jakob Söderman landshöfð- ingi í Nýlandsléni í Finnlandi - en þar er m.a. höfuðborgin Hels- inki - leggur nú til að farið verði að dæmi Svía og milliöl bannað. Orsakir þess að hann leggur slíkt til er síaukin áfengisneysla (1986 var hún 8,6 lítrar af hreinu áfengi á hvern íbúa 15 ára og eldri) og þar af leiðandi stóraukið tjón af hennar völdum. (Hufvudstads- bladet 4. okt. 1987). - Þetta segir okkur kannski meira en flest ann- að um áhrif frjálsrar sölu milliöls í Finnlandi. 5. Norska Stórþingið virðist ekki ætla að láta tilmæli Alþjóða- heilbrigðismálastofnunarinnar um að minnka áfengisneyslu um fjórðung til aldamóta sem vind um eyru þjóta. - Þeir grípa nú til ýmissa aðgerða, m.a. að stemma stigu við fjölgun áfengisdreifing- arstaða. 6. Bandaríkjamenn og Sovét- menn stefna í sömu átt, hafa m.a. hækkað lögaldur til áfengiskaupa í 21 ár (hér 20 ár) en hann hafði áður verið lækkaður í 18 ár víðást hvar í ríkjum þeirra. Og nú virð- ast Bretar hafa fengið nægju sína af „frelsinu“ í ölmálum. 7. Athygli hefur vakið áskorun 16 prófessora við læknadeild Háskóla íslands til alþingis- manna. Þar tala þeir sem gerst þekkja til heilsufarslegs tjóns af völdum áfengis. í því sambandi er rétt að minna á að nýjar rann- sóknir benda til að áfengi geti skaðað flest líffæri, svo og fóstur á meðgöngutíma, auk þess sem það veldur oft slysum sem hafa líkamsáverka eða dauðsföll í för með sér. - Kunnáttumenn segja að þekking okkar á áhrifum áfengis hafi aukist meira á síðasta áratug en frá upphafi vega fram til þess tíma. Það ætti að gefa okkur vísbendingu um að nauð- syn er að hrapa ekki að neinu í þessum efnum heldur fara að öllu með gát. Að lokum minnum við á að meðalævi íslendinga er lengri en annarra þjóða. Áfengisneysla á íslandi er minni en annars staðar í Evrópu og áfengt öl ekki á boðstólum. Er út í bláinn að tengja þetta saman?- Kunnugt er að áfengisneysla veldur fleiri ótímabærum dauðsföllum í Evrópu en aðrar orsakir sem menn geta haft áhrif á. Væri ekki verðugt viðfangsefni að rann- saka, hvern þátt lítil áfengis- neysla og sérstaklega afar tak- mörkuð neysla áfengs öls hefur átt í því að stuðla að langlífi íslendinga? - Það gætum við gert á þeim tíma sem eftir lifir aldar- innar meðan við vinnum að því að draga úr áfengisneyslu um fjórðung." Áfengisvarnaráð.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.