Dagur - 11.03.1988, Blaðsíða 3
RP<P - »n,Rrn r l - «| JF)AO - 's
11. mars 1988 - DAGUR - 3
Utivistardagur í Hlíðar-
fjalli á morgun
Á morgun verður útivistardag-
ur í Hlíðarfjalli. Tvö ár eru síö-
an slíkur dagur var síðast hald-
inn og heppnaðist hann með
afbrigðum vel. Búast má við
að fjölmennt verði í Fjallinu á
morgun ef veður verður hag-
stætt en ákveðið er að útivist-
ardagurinn verði á sunnudag-
inn ef ekki viðrar til skíðaiðk-
ana á morgun.
Gert er ráð fyrir að lyftugjöld
veði felld niður á útivistardaginn
og fólki gefinn kostur á ókeypis
barnagæslu milli kl. 13 og 15. Þá
verður boðið upp á ókeypis
skíðakennslu milli kl. 12 og 15
svo og leiðbeiningar um smurn-
ingu gönguskíða milli kl. 13 og
15.
Skíðaráð Akureyrar verður
með opið hús í Hlíðarfjalli á
moi;gun og aðilar frá Skátabúð-
inni í Reykjavík kynna fjallaskíði
og annan búnað frá versluninni.
Á vegum Skíðaráðs Akureyrar
fer um helgina fram í Hlíðarfjalli
Pepsi-mót Bikarmóts SKÍ í alpa-
greinum 15-16 ára. Mótið hefst
kl. 10 á morgun og er áætlað að
fyrri keppnisdegi ljúki um kl. 15.
Keppninni verður fram haldið á
sama tíma á sunnudag. JÓH
Opnir dagar í fjölbraut á Sauðárkróki:
Þekktir listamenn taka
þátt í fjölbreyttri dagskrá
Það verður mikið um að vera í
Fjölbrautaskólanum á Sauðár-
króki í næstu viku. Seinni
hluta vikunnar, frá fimmtudegi
til laugardags, verða svokall-
aðir opnir dagar í skólanum.
Jón Hjartarson skólameistari
segir tilganginn með opnu
dögunum þann að kynna og
efla skólann bæði innan veggja
hans og út á við. Og með þessu
sé reynt að ná fram þeim
markmiðum í skólastarfinu
sem ekki er unnt að ná með
kennslunni í skólanum.
Dagskráin er fjölbreytt og má
af henni ráða að heilmikil menn-
ingarhátíð verður í skólanum
þessa daga. Er bæjarbúum og
nágrönnum boðið að taka þátt í
nokkrum dagskrárliða. Svo sem
námskeiði Péturs Einarssonar
leikhússtjóra í leikrænni tjáningu
og framsögn alla dagana. Og
menningarkvöld á fimmtudags-
kvöld verður öllum opið. Þar
koma fram meðal annarra lista-
manna rithöfundarnir Einar Már
Guðmundsson og Sjón, sem kynna
verk sín. Þá verður Sigtryggur
Jónsson sálfræðingur með nám-
skeið í félagslegum samskiptum
miðvikudaginn 16. mars frá kl.
16-22. íþróttirnar skipa veglegan
sess og verður íþróttahátíð í
skólanum á föstudeginum.
Útvarpað verður frá skólanum
þessa daga á FM 93,7 frá 9 árdeg-
is til miðnættis.
Auk þessa verða starfandi í
skólanum ýmsir starfshópar sem
vinna að afmörkuðum verkefn-
um. Má þar nefna umhverfismál,
teikningar bóknámshússins verða
metnar, og fjallað um samskipti
innan skólans og hans innra starf.
Þá verða gerðar kannanir á við-
horfum Skagfirðinga til skólans
og einnig á afdrifum fyrrverandi
Við sögðum frá góðum árangri
keppenda úr UMSE á Meist-
aramóti Islands í frjálsum
íþróttnm innanhúss í flokki
unglinga 12-14 ára. Sérstak-
lega vakti frábær árangur Stef-
áns Gunnlaugssonar mikla
athygli en hann varð þrefaldur
íslandsmeistari í flokki 12 ára
drengja.
En það voru fleiri Norðlend-
ingar sem kepptu fyrir sunnan en
frá UMSE. HSÞ sendi átta kepp-
endur á mótið og komu þeir einn-
ig hlaðnir verðlaunum heim en
alls unnu þeir til sjö verðlauna,
þrjú gull, þrjú silfur og eitt brons.
Jóhanna Kristjánsdóttir sigraði
í kúluvarpi, kastaði 8,25 m, Katla
Skarphéðinsdóttir sigraði í 50 m
hlaupi á 7,4 sek. og Skarphéðinn
Ingason sigraði í hástökki, stökk
1,45 m og varð í öðru sæti í lang-
stökki, stökk 4,50 m. Erna Þórar-
insdóttir hafnaði í öðru sæti í há-
stökki, stökk 1,33 m, Sigurrós
Friðbjarnardóttir hafnaði í öðru
| nemenda skólans. Niðurstöður
þeirra kannana verða birtar í
blaði sem nemendur og kennarar
munu standa að og dreift verður
| á öll heimili í kjördæminu. -þá
Stefán Gunnlaugsson úr UMSE,
þrefaldur íslandsmeistari í frjálsum
íþróttum innanhúss,
sæti í langstökki án atrennu,
stökk 2,24 m og Hákon Sigurðs-
son hafnaði í þriðja sæti f lang-
stökki án atrennu, stökk 2,67 m.
Þingeysku keppendurnir voru
mjög nærri því að komast á verð-
launapall í mörgum öðrum grein-
um en ekki er hægt að segja ann-
að en að þessi árangur þeirra sé
mjög góður.
Meistaramót fslands í frjálsum íþróttum:
Keppendur frá HSÞ
unnu til 7 verðlauna
Nýtt fyrirtæki
í tölvuþjónustu býður til sýningar
í dag föstudag kl. 14.00 - 18.00
Kynntar verða
nýjar hagkvæmar lausnir sem henta
sérlega vel smærri og meðalstórum
fyrirtækjum
Tölvunet
fýrlr P.C. staðal
Mögulegt
)9 tengja saman
2-100 vélar
zs;
J
Sölukerfi
fyrlr
verslanir
og margt fleira
izk:
Allt
eftlr þörfum
Lager-
bókhald
Launakerfi
D
D
Tryggvabraut 22, síml 25455
^Fellhf.