Dagur - 11.03.1988, Blaðsíða 7

Dagur - 11.03.1988, Blaðsíða 7
11. mars 1988- DAGUR-7 verið að hafa eitt námskeið í kan- ínurækt í Bændaskólanum á Hvanneyri nú í febrúar eða mars en vegna mikillar aðsóknar hefur verið ákveðið að þessi námskeið verði þrjú. „Það er grundvallaratriði að fólk kynni sér þessa búgrein, fari rólega af stað, byrji með fá dýr og skoði þetta í ró og næði. Allt of margir stökkva upp í byrjun og fá stóran skell. Menn ná ekki að klippa og allt fer í óhirðu og þar með eru þeir búnir að tapa sínum verðmætum sem er ullin. Því bet- ur sem farið er með ullina, því meira hafa menn í sinn vasa. En menn fara með rangt mál þegar þeir segja að þetta sé búgrein sem kalli á vinnu frá morgni til kvölds. Það er langur vegur þar í frá,“ segir Magnús. Fjarri því eðlilegt fólk - Nú var þetta fámennur hópur bænda sem stofnaði landssamtök sumarið 1986. Hvernig var ykkur tekið af ráðamönnum landbún- aðarins og þeim sem stunda aðrar búgreinar? „Við vorum talin fjarri því eðlilegt fólk. Menn sögðu að eng- in framtíð væri í þessu og kanínu- rækt gæti aldrei gengið á íslandi. Við fengum að heyra raddir eins og þær að við þessa búgrein væri allt of mikil vinna og lítið kaup þannig að við værum hreinlega að reisa okkur burðarás um öxl. Þetta var álit ráðunauta og for- svarsmanna bændastéttarinnar og þessir aðilar fylgdu okkur ekki að málum þó frekar sé nú farið að síga til í sumum þeirra í dag,“ segir Magnús. Lengi vel var Magnús einn af fáum kanínuræktendum á Norð- austurlandi. Þó fer þeim nú fjölg- andi sem leggja út í þennan bú- skap og á síðasta ári stofnuðu 14 kanínuræktendur við Eyjafjörð með sér félagsskap þ.e. Kanínu- ræktarfélagið Angóra við Eyja- fjörð. Sem fulltrúi kanínuræktar- félagsins fór Magnús á aðalfund Búnaðarsambands Eyjafjarðar síðastliðið haust. Ekki var laust við að menn litu hann þar horn- auga eftir því sem hann segir sjálfur enda þessi búgrein af mörgum litin hornauga. „Það þótti stórundarlegt þegar lesið var upp að einn þingfulltrú- inn væri frá kanínuræktarfélagi við Eyjafjörð. Svei mér þó að ris- ið hefði upp negri eða indíáni úr sætinu þá hefði fólkið ekki orðið meira hissa. Þarna þótti á ferð- inni algjöriega vitlaus maður og ég fékk ekki eina einustu spurn- ingu á fundinum en aftur á móti fóru menn að hvísla að mér spurningum við matarborðið helst svo að sem fæstir sæju til.“ - Mikið er rætt þessa dagana um nýjar búgreinar, ekki síst vegna þeirra erfiðleika sem loð- dýrabúskapurinn á við að etja. Kanntu einhverjar skýringar á því hvers vegna sumir líta enn niður á þessa búgrein þótt hún hafi aldrei fengið að sanna sig? „Ég held að þessir menn hafi ekki kynnt sér þessa búgrein og þeir slái fram ýmsu um hana án þess að vita hvað þeir eru að tala um. Ég vil nú taka fram í þessu sambandi að ég er alls ekki mót- fallinn öðrum nýjum búgreinum t.d. loðdýrabúskap. Það er ljóst að með samdrætti í hefðbundn- um landbúnaði þá verða að koma til aðrar búgreinar og það þýðir ekki að stara bara á eina búgrein. Því hafa þá menn verið hingað til með blönduð bú? Kannski til þess að styrkja bæði búin og ekki síður sálina." - Hvernig er þá framtíðin fyrir nýbyrjaðan kanínubónda? „Framtíðin er björt. Þetta er lítið bú sem við látum byggja sig sjálft upp á nokkrum árum, við kostum litlu til, byggjum engin hús heldur notum þau hús sem hér eru fyrir. Slíkar aðstæður eru fyrir hendi á mörgum bæjum þannig að margir hafa góðar aðstæður fyrir hendi. Okkur fannst og finnst enn þessi dýr vera falleg og vinaleg og ekki síst róleg. Það fannst okkur skipta miklu máli þegar við ákváðum að fara út í þennan búskap en þrátt fyrir það er ég ekki að segja að ég hafi neitt á móti loðdýrabúskapnum. Þetta var okkar val og við ætlum okkur ekkert að breyta því á næstunni. Ég segi að kanínuræktin eigi að vera aðalbúgrein en auðvitað verður þetta að fara allt eftir aðstæðum hjá hverjum og einum. Það er góður grundvöllur fyrir kanínurækt hér á landi og sem stendur er ekki erfiðleikum bundið að losna við framleiðsl- una.“ Klukkustund í daglega hirðingu Eftir að við Magnús höfum setið yfir kaffibollanum inni í eldhúsi á Syðsta-Samtúni ákveðum við að fara út í kanínuhúsið sjálft og líta á gripina. Kanínuhúsjð er í reynd fyrrverandi fjós sem Magnús hef- ur einangrað og lagað þannig að það henti sem best fyrir kanínu- ræktina. Þarna inni eru núna hátt í tvö hundruð kanínur. Angóra- kanínurnar voru ákaflega spakar þótt forvitinn gestur kæmi inn í húsið og varla heyrðist í þeim hljóð þá stund sem við stöldruð- um við. Magnús segir að um ein klst. fari samanlagt í hirðingu á dag. Farið er í húsið tvisvar á dag og þá gefið hey, kjarnfóður og vatn. Hver kanína þarf um 80 g af kjarnfóðri á dag yfir vetrartím- ann en yfir sumarið má minnka fóðurgjöfina ef kanínunum er gefið nýslegið gras. Af góðu þurrheyi éta þær hins vegar um 200 g á dag. Klipping á 90 daga fresti „Ég klippi á fjórðu kanínu á klukkutíma en þær þurfa klipp- ingu á 90 daga fresti. Hver kan- ína gefur af sér 1100-1200 g af ull sem þarf að flokka eftir gæðum. Ullina þarf að flokka eftir hára- lengd og hreinleika en það er frumskilyrði að ullin sé hrein. Þessi gæðaflokkun skiptir höfuð- máli fyrir afkomu okkar sem í þessu erum og sú fræðsla sem við höfum fengið hjá Þjóðverjum um þetta atriði hefur breytt miklu,“ segir Magnús. Kanínur geta átt allt upp í tólf unga í senn en þegar þeir fæðast eru þeir á stærð við litla kettl- inga, gjörsamlega hárlausir og blindir. „Það er stórkostlegt að fylgjast með háttalaginu hjá þess- um dýrum. Móðirin reytir hárin af sér og býr til hreiður fyrir unga sína líkt og fugl. Ungunum gýtur hún í þetta hreiður og breiðir yfir með hári þannig að ekki verði kalt á ungunum. Ungarnir eru fljótir að stækka af móðurmjólk- inni því eftir um tvo mánuði eru þeir teknir frá móðurinni og klipptir." Magnús sýnir blaðamanni þá aðstöðu sem fyrst var notuð fyrir kanínurnar þ.e. gamlan bílskúr. Þá hefur hann útbúið aðstöðu fyrir klippingarnar enda má sjá snjóhvíta ull í kössum á borðinu. Magnús segir að ekki séu vand- ræði með að klippa kanínurnar vegna þess hve rólegar þær séu. „Þetta eru rólegar skepnur og hreyfa sig varla þótt maður sé að klippa þær. Maður getur jafnvel skilið þær eftir á klippiborðinu ef þarf. Þær fara sjaldnast langt," bætir hann við. Erfitt að skera niður Tal okkar berst nú aftur að þeim búháttabreytingum sem Magnús er búinn að ganga í gegnum. Núna eru aðeins 10-20 kindur á Syðsta-Samtúni þar sem í fyrra- vetur voru hátt í tvö hundruð. „Ég slátraði um 100 tveggja og þriggja vetra kindum í haust og það var ljót jarðarför. Ég óska engum bónda að standa í slíku. Svona breytingar og uppbygg- ingar kosta mikla vinnu og miklar fórnir. Það er erfitt að farga dýr- um vegna svona breytinga en eftirleikurinn er léttari og í okkar tilfelli hefur verið gaman að byggja þetta upp. Við verðum að vera sátt við þetta og það er von- andi að forráðamönnum land- búnaðarins og stjórnmálamönn- um takist ekki að setja ullarverk- smiðjuna Fínull á hausinn. Það yrði sorglegt eftir þá uppbygg- ingu sem búin er að eiga sér stað.“ JÓH Magníís mcð tvær af kanínum sínum. Sú til vinstri er nýklippt en í ullarhnðranum til hægri leynist kanína ef vel er leitað. Þessa kanínu má fara að klippa. Myndir: tlv * „Oréttlœtið í kvótamálunum er auðvitað alveg fram úr hófi. “ „Fundargestir hefðu ekki undrast meira þó að upp hefði staðið negri eða indíáni.u

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.