Dagur - 14.03.1988, Síða 2
2 - DAGUR - 14. mars 1988
Formaður Loðdýra-
ræktarfélags Eyjafjarðar:
„Verðum að
fá fýrir
framleiðslu-
kostnaði"
„Ég er ánægður með þessa
stefnu, nú er það spurningin
hvernig þessu verður fylgt
eftir. Það er af því góða að
stjórnvöld brugðust við mál-
inu, nefndin hefur starfað í sex
vikur en hugsanlega hefði
þurft að skipa í hana fyrr,“
sagði Magnús Matthíasson,
formaður Loðdýraræktarfé-
lags Eyjafjarðar, þegar hann
var spurður álits á fyrirhuguð-
um aðgerðum stjórnvalda til
hjálpar refabændum.
Magnús sagði, að þar sem ekki
hefðu borist fréttir af því hvernig
tillögur stjórnskipuðu þriggja
manna nefndarinnar um aðstoð
við refabændur væru í smáatrið-
um, væri erfitt að segja nákvæm-
lega til um hvernig þær verkuðu.
Þó væri Ijóst að þessar aðgerðir,
sem m.a. beinast að því að rétta
við fjárhag fóðurstöðvanna, yrðu
mörgum til hjálpar.
í tillögum nefndarinnar er
mælt með því að refabændum
veröi greitt framleiðsluverð fyrir
skinnin þetta árið fram á næsta
haust, en þá geti menn frekar
skipt yfir í minkinn og keypt sér
betri lífdýr en fást á þessum
árstíma. Magnús sagði, að ef fullt
framleiðslukostnaðarverð væri
greitt þá bjargaði það þessu ári,
svo framarlega sem rekstrar-
grundvöllur fóðurstöðva yrði
bættur samhliða. Þá ætti þokka-
legur rekstrargrundvöllur að
skapast næsta haust.
„Ástandið er slæmt hjá mörg-
um refabændum, þeir hafa rekið
búin með tapi undanfarin þrjú ár.
Sumir bændur eru komnir svo
langt niður að þeim verður ekki
bjargað þótt þeir fái framleiðslu-
kostnað greiddan þetta árið. Ef
fóðurstöðvarnar verða settar á
betri grundvöll þannig að þær
þurfi ekki að hækka verð nema til
samræmis við verðlag innanlands
þá kemur slíkt minkabændum til
góða,“ sagði Magnús. EHB
DAGUR
Húsavík
S 9641585
Norðlenskt dagblað
Friðrik Sophusson iðnaðarráðherra ávarpar gesti er Íausullarbúnaðurinn var tekinn í notkun.
Mynd: -þá
Steinullarverksmiðjan:
Vinnur lausull úr af-
skurði sem áður var hent
Sl. þriðjudag var tekinn í notk-
un í Steinullarvcrksmiöjunni
búnaður sem vinnur lausull úr
afskurði frá framleiðslu verk-
smiðjunnar. Með tilkomu laus-
ullarbúnaðarins verða 7-8%
af framleiðslunni sem áður var
hent komið í verð. Fram til
þessa hefur þurft að urða
þennan úrgang með ærnum til-
kostnaði á öskuhaugum bæjar-
ins. Gert er ráð fyrir að lausull-
arbúnaðurinn borgi sig upp á
skömmum tíma.
í tilefni þessa tímamóta var
iðnaðarráðherra, ráðuneytis-
mönnum, þingmönnum kjör-
dæmisins, bæjarfulltrúum og
forráðamönnum fyrirtækja á
Sauðárkróki boðið í verksmiðj-
una. Áður en Friðrik Sophusson
iðnaðarráðherra ræsti búnaðinn
gat hann þess að tilkoma Stein-
ullarverksmiðjunnar hefði orðið
til þess að verð á einangrunarefn-
um hér á landi hafi lækkað. Taldi
hann að með breyttri rekstrar-
stöðu fyrirtækisins, að lokinni
fjárhagslegri endurskipulagningu,
hafi verksmiðjan sannað tilveru-
rétt sinn.
Áður en lausullarbúnaðurinn
var vígður var gestum sýnd verk-
smiðjan. Einar Einarsson fram-
leiðslustjóri skýrði vinnslurásina
í stjórnherbergi verksmiðjunnar
og Þórður H. Hilmarsson fram-
kvæmdastjóri ávarpaði gestina. í
máli hans kom fram að nokkuð
bjart virðist framundan í rekstr-
inum og fyrir dyrum stæði og
fjölga þeim vöruflokkum sem
verksmiðjan framleiðir. Neyt-
endum virðist líka framleiðslan
vel og allt útlit er fyrir aukningu í
sölu bæði innanlands og utan.
T.d. verður í næsta mánuði farið
að flytja steinull til Englands til
viðskiptaaðila sem nýbúið er að
gera samning við.
Sala á lausullinni hefur þegar
verið tryggð. Gerður hefur verið
samningur við fyrirtækið Húsein-
angrun og er reiknað með að
notkun þeirra á innanlandsmark-
aðnum verði um fjórðungur árs-
framleiðslunnar. Og finnski
samstarfsaðilinn Partek, sem
einnig er hluthafi í Steinullar-
verksmiðjunni, hefur gefið fyrir-
heit um að kaupa þann hluta
framleiðslunnar sem ekki fer til
notkunar hér heima. Árlega falla
til um 350-400 tonn af steinulla-
rafskurði sem nú verður notaður
til lausullarvinnslu. -þá
Húsavík:
Notkun Ijósa og belta
gengur nokkuð vel
Bflstjórum á Húsavík hefur
gengið nokkuð vel að tileinka
sér notkun ökuljósa og örygg-
isbelta að sögn lögreglunnar á
Húsavík.
Frá því ný umferðarlög tóku
gildi um mánaðamót hefur lög-
reglan fylgst daglega með notkun
ljósa og belta. Lögreglan blikkar
ljósum lögreglubifreiðanna til
þeirra sem gleyma ökuljósunum
sínum eða ræðir við þá. Ekki er
fyrirhugað að grípa til harðari
aðgerða alveg á næstunni gagn-
vart þeim gleymnu. „Við vonum
að þetta komi með góðu,“ sagði
Daníel Guðjónsson lögreglu-
maður. IM
Hitaveita Dalvíkur:
Hækkun á
heitu vatni
Verðhækkun á heitu vatni frá
Hitaveitu Dalvíkur sem veitu-
stjórn samþykkti fyrr í vetur
kom til framkvæmda um síð-
ustu mánaðamót. Verðhækk-
unin nemur 10%.
Samkvæmt þessu er verð á
rúmmetra af heitu vatni nú 23,08
kr. eftir hækkunina. Veitustjórn
ákvað einnig að fastagjald taki
sömu hækkun eða 10%. frá 1.
mars. JÓH
Bridds:
Opið
sveita-
mót á
Húsavík
Helgina 8.-10. apríl n.k. verð-
ur haldið opið sveitamót í
bridds á Húsavík. Spilaðar
verða 9 umferðir 16 spila
leikja, eftir Monrad-kerfi.
Auk þess sem keppt verður um
silfurstig, eru vegleg verðlaun
veitt fyrir efstu sætin. Sú sveit
sem hreppir fyrsta sætið fær að
launum fjóra farseðla, Reykjavík
- Gautaborg - Reykjavík, á opið
sveitamót í Tylösasandur. Verð-
laun fyrir 2. sætið eru helgarferð,
flug og gisting í tvær nætur fyrir
fjóra, til einhvers af áfangastöð-
um Flugleiða innanlands. Þetta
boð nýtist fyrir næstu áramót og
lýtur reglugerðum Flugleiða þar
um. Fyrir 3. sætið verða veitt 20
þúsund króna peningaverðlaun.
Keppnisgjald er 8 þúsund
krónur á sveit. Mótið verður sett
kl. 20.00 föstudaginn 8. apríl en
því lýkur kl. 17.00 sunnudaginn
10. apríl. í tengslum við mótið
verður boðið upp á sérstakar
pakkaferðir til Húsavíkur. Ann-
ars vegar er flugferð Reykjavík -
Húsavík - Reykjavík með gist-
ingu í tvíbýli í tvær nætur, morg-
unverður innifalinn. Verð kr.
7.700 á mann. Fyrir þá sem koma
annars staðar frá er boðið upp á
gistingu í tvíbýli í tvær nætur,
morgunverður innifalinn. Verð
kr. 2.268 á mann.
Þátttaka tilkynnist fyrir 29.
mars til Ævars á Ferðaskrifstofu
Húsavíkur í síma 96-42100 eða til
Björgvins Leifssonar hs: 96-
42076, vs: 96-41344, og veita
þessir aðilar nánari upplýsingar.
Austur-Húnavatnssýsla:
Sauðfé fækkar
Sauðfé fækkaði mjög mikið í
Austur-Húnavatnssýslu á síð-
asta ári og nam fækkunin 5716
kindum, sem er 13,2% af því
sauðfé sem var á fóðrum í sýsl-
unni veturinn áður. Stór hluti
af fækkuninni er vegna niður-
skurðar fjár frá bæjum þar sem
riðuveiki hefur herjað á hjarð-
irnar.
Vegna riðuveikinnar var allt
sauðfé skorið niður á 14 bæjum í
sýslunni og þar að auki gerðu
fjórir bændur samning við fram-
leiðnisjóð um fækkun sauðfjár,
þ.e.a.s. seldu eða leigðu fullvirð-
isrétt jarðanna. Áður var búið að
skera niður fé af nokkrum bæjum
..vegna.xiðuveikinnar .sv.o. þet.ta e.r
ekki fyrsta haustið sem sauðfé
hefur verið fækkað af þeim
orsökum í Húnavatnssýslu.
I Vatnsdal hefur riðan verið
viðloðandi í áratugi og var niður-
skurðurinn mestur þar. Paðan
var slátrað 2500 ám frá sex bæj-
um vegna veikinnar. Vitað er um
riðu á þremur bæjum til viðbótar,
og stefnt er að niðurskurði á
þeim hjörðum á komandi hausti.
Að sögn Sigurðar H. Péturs-
sonar, héraðsdýralæknis voru
4900 ær skornar niður á sl. hausti
vegna riðuveikinnar. Hann sagði
að veikin gæti víða leynst og
kæmi þar einkanlega tvennt til.
Bæði væri féð mismundi sterkt
gagnyart, vejkjnni og eins væri ,
mikiö
riðusýkillinn af fleiri en einum
stofni, missterkum.
Sigurður sagði að tilraunir
hefðu verið gerðar í Englandi
með því að sprauta heilbrigðar
kindur með riðusýkli. Hefði sumt
af fénu veikst eftir 13 til 18 mán-
uði, en hluti þess hefði verið lif-
andi og ekki orðið veikt sjö árum
síðar, þegar niðurstöður tilraun-
arinnar voru birtar.
Hann sagði að dýralæknar
teldu að taka muni 20 til 30 ár að
útrýma riðuveikinni og það sé
útilokað nema í mjög góðri sam-
vinnu við bændur.
Ekki er vitað til að riðuveiki
hafi komið upp á áður ósýktum
bæjum í Húnaþingi, það sem af
er þessum vetri. fh
gsrrrr., 2 - —
Sauðfé í Austur-Húnavatnssýslu fækkaði um 13,2% á síðasta ári.
............................................................