Dagur


Dagur - 14.03.1988, Qupperneq 3

Dagur - 14.03.1988, Qupperneq 3
14. mars 1988 - DAGUR - 3 „Heimamenn hafi fmm- kvæði í búrekstrari(önnun“ -segir Jón Helgason landbúnaðarráðherra „Það er mikilvægt að heima- menn hafí frumkvæði í þessari könnun,“ segir Jón Helgason landbúnaðarráðherra um könnun á búrekstraraðstöðu. Þar vísar hann til sainnings milli stjórnvalda og forsvars- manna bænda sem undirritað- ur var samhliða búvörusamn- ingi 20. mars 1987. Þetta kom fram í svari ráðherra við fyrir- spurn Hjörleifs Guttormsson- ar á Alþingi um framkvæmd þessa samkomulags. Bókunin sem gerð var var svo- hljóðandi: „Aðilar munu beita sér fyrir því, að sá umþóttunar- tími sem landbúnaðurinn fær með samningi þessum til búháttabreyt- inga og hagræðingar í framleiðslu og vinnslu mjólkur og kinda- kjöts, nýtist sem best og að í því skyni verði m.a. lokið sem fyrst úttekt á búrekstraraðstöðu á öll- um jörðum á landinu og áætlun um endurskipulagningu vinnslu- og dreifingarstöðva. Samnings- aðilar munu beita sér fyrir sam- ræmingu á störfum þeirra aðila sem haft geta áhrif á framgang þessara mála.“ í svari ráðherra kom fram að á vegum Ræktunarfélags Norður- lands var unnin búrekstrarkönn- un á árinu 1986. Úrvinnslu vegna þessa verkefnis var lokið snemma á árinu 1987. Mikið af þeim upp- lýsingum er þegar komið út á vegum Framleiðsluráðs og Bún- aðarfélags íslands. Á þessu svæði voru 1407 bújarðir sem könnunin náði til. Heildarkostnaður á veg- um Ræktunarfélagsins vegna þessa verks var 670 þúsund og veitti Framleiðnisjóður landbún- aðarins styrk til verksins, apk fleiri aðila. Búnaðarsamband Vestfjarða hefur látið vinna hliðstæða könnun, einnig með nokkrum til- styrk Framleiðnisjóðs. Það verk var unnið haustið 1986 og vorið 1987. Bújarðir á því svæði sem könnunin náði til töldust vera 229. Búnaðarsamband Austurlands kaus aðra leið, en það fól Byggðastofnun að gera úttekt á búskaparaðstöðu og yfirlit yfir atvinnu- og búsetumöguleika í þremur ystu hreppum á Héraði. Verk þetta vann Kristján Magn- ússon á Vopnafirði, og gaf Byggðastofnun út skýrslu um niðurstöður hans í september sl. í lok ræðu sinnar sagði ráð- herra að: „Á það skal bent að sumir þættir þessara kannana hafa verið unnir á mjög ódýran hátt þannig að óvíst er hvort aðr- ir aðilar munu framkvæma hlið- stætt verk með jafn hagkvæmum hætti. Traust staðþekking starfsmanna áðurnefndra búnað- arsambanda hefur átt mestan þátt í þessu. Það er af fleiri ástæðum mikilvægt að heima- menn hafi forystu í könnun sem þessari. Af hálfu landbúnaðar- ráðuneytisins hefur því verið lögð áhersla á að svo væri. Hefur ráðuneytið hvatt önnur búnaðar- sambönd til þess að ljúka bú- rekstrarkönnun á sínum starfs- svæðum með þeim hætti, sem gert hefur verið á Norðurlandi og Vestfjörðum.“ AP Frá Öngulsstaðahreppi í Eyjafirði. Ræktunarfélag Norðurlands vann bú- rekstrarkönnun á árinu 1986. II Frábært úrval. \ Þýsku stretchbuxurnar frá mobi/ e/asto NÝTT Jakkaföt frá Roy Robson einhneppt og tvíhneppt. Skyrtur í miklu úrvali. Peysur og bolir frá nú fáanlegar í 5 litum. S\°0 eíjkaf‘i- sÖ9u r' SÍMI (96)21400 Rúllukragabolirnir vinsælu verö kr. 750.- Gallabuxur og kakibuxur frá 49 R 49 R utgerðarmenn: sjomenn: ALLT TIL FISKVEIÐA HJÁ ÞJÓNUSTUMIDSTÖÐ SJÁVARÚTVEGSINS. Asiaco hf. hefur þjónaö sjávarútveginum í meira en aldarfjórðung. Við bjóðum úrval veiðarfæra, búnaðar og rekstrarvara til fisk- veiða og fiskiðnaðar. Einnig seljum við fyrir ykkur aflann. Reynið viðskiptin. Hröð afgreiðsla af lager eða beint frá framleiðendum. asiaco Vesturgötu 2 Pósthólf 826 121 Reykjavík Sími (91) 26733

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.