Dagur - 14.03.1988, Side 5

Dagur - 14.03.1988, Side 5
14. mars 1988 - DAGUR - 5 Mikil spenna var á fundinum vegna deilna eyfirskra hestamanna og stjórnar LH. í lok fundar voru eyfirsku fulltrúarnir kvaddir með virktum og hér sést einn fundarmanna kveðja Jónas Vigfússon formann Funa. Mynd: jóh ályktun og hún fyrst lesin fyrir eyfirsku fulltrúana fjóra áöur en hún var borin upp fyrir fundar- menn. Það lýsir kannski best andrúmsloftinu á fundinum og þeim vilja sem menn virtust hafa til að fá sættir í þessu deilumáli að fundargestir risu úr sætum og klöppuðu er Leifur Kr. Jóhannes- son formaður LH las ályktun fundarins. Fara félögin í LH aö nýju? Að loknum þessum fundi standa menn frammi fyrir þeirri spurn- ingu hvort þessi ályktun verði til að eyfirsku hestamannafélögin gangi í Landssamband hesta- mannafélaga á ný. Hvert er álit formanna félaganna fjögurra á því? „Mér finnst þetta þó nokkuð mikil viðurkenning sem við fáum á okkar málstað. í>ó stendur það auðvitað eftir að upphaf þessa máls er að mótið skuli haldið í Skagafirði og sú ákvörðun stend- ur enn. En það er búið að viður- kenna að rangt hafi verið að ganga fram hjá okkar mótsstað og samþykkt fundarins í Varma- hlíð 1980. En það er langur vegur frá að með þessu séu eyfirsku félögin komin inn í LH. Til þess þarf aðalfund til að skera úr um inngöngu á ný,“ sagði Jónas Vigfússon formaður hestamanna- félagsins Funa í Eyjafirði. „Eg er nokkuð ánægður með niðurstöðu fundarins. Eftir því sem mál voru að þróast þá tel ég að okkur hafi tekist að ná fram ákveðnum þáttum sem við vorum búnir að leita eftir. Þetta er ekki neinn sigur en sennilega það skásta í stöðunni eins og hún var orðin. Þetta er það fyrsta sem við getum hugsað okkur til þess að af inngöngu megi verða,“ sagði Jón Ólafur Sigfússon formaður Léttis. Jón Ólafur sagði að aðalfundur félagsins á næsta ári þurfi að taka fyrir hvort aftur verði sótt um inngöngu í LH og of snemmt sé enn að spá fyrir um slíkt. „Það er með þessu búið að stíga fyrsta skrefið en spurningin er hins veg- ar sú hvort þetta skref er nógu stórt. En í heild held ég að við Eyfirðingar höfum komið mjög sterkir út úr þessum fundi,“ bætti Jón Ólafur við. Samkvæmt lögum hestamanna- félagsins Hrings á Dalvík þarf ekki að bíða aðalfundar til að ákveða hvort sótt verður um inn- göngu í LH að nýju. Ákvörðun um slíkt liggur því hjá félags- mannafundi. „Mér líst vel á þessa niður- stöðu., Þetta er mjög jákvætt, hvað sem framtíðin á eftir að bera í skauti sér varðandi inn- göngu í LH að nýju. Slíkt þarf að ræða á félagsmannafundi sem væntanlega verður haldinn á næstunni," sagði Þorsteinn Hólm Stefánsson formaður Hrings á Dalvík. „Ég er ánægður með að stjórn LH skuli senda þetta frá sér en það er engin innganga á dagskrá hjá okkur á næstunni. Við mun- um ekki halda sérstakan fund um stöðuna í málunum heldur verð- ur slíkt að bíða aðalfundar á næsta ári,“ sagði Bergvin Jóhannsson formaður Þráins. Sameining sjáanleg? „Það var mjög gagnlegt að fá umræður um framtíðarskipulag landsmóta. Þessi fundur var að mínu viti mjög góður og umræð- ur góðar. Það fer ekki milli mála að við vorum búnir að reyna að finna út ýmsar hugmyndir sem mættu verða til þess að leysa ágreiningsmálin. Fundurinn var boðaður til að kanna stöðu LH og stjórnar samtakanna og ég er ánægður með að leið finnst sem vonandi verður lausn á þessu deilumáli. Vonandi verður þetta til að samtökin sameinast á ný,“ sagði Leifur Kr. Jóhannesson formaður LH eftir fundinn á laugardaginn. í sama streng tók Guðrún Gunnarsdóttir meðstjórnandi í stjórn LH eftir fundinn. „Málin eru núna á þeim punkti að erfitt er að segja til um framhaldið. Þetta mál er ein stór lexía fyrir okkur öll innan sambandsins því mörg sjónarmið eru innan þess. Þetta gæti komið í veg fyrir að mistök eins og gerð voru í þessu máli verði gerð aftur. En ég vona að Eyfirðingar komi aftur og þeir geti sætt sig við að vinna innan samtakanna,“ sagði Guðrún. Akureyrarkirkja: Biblíulestrar í dag mánudaginn 14. mars hefjast biblíulestrarnámskeið í Akureyrarkirkju sem öllum stendur til boða að kostnaðar- Iausu. Björgvin Jörgensson, kennari, verður leiðbeinandi á þessu námskeiði og mun hann hefja hverja samveru með fyrir- lestri og síðan svara fyrirspurnum og leiða umræðu. Björgvin mun taka fyrir boðorðin 10 og munu þátttakendur fá fyrirlestrana fjöl- ritaða í hendur. Hins vegar eru þeir beðnir að taka með sér rit- föng auk Biblíunnar. Fyrirhugað er að hafa námskeið á mánudagskvöldum milli kl. 20.30 og 22.00 og vera í kap- ellunni ef húsrúm leyfir. Borgarbíó Alltaf / • nyjar myndir Aðalfundur Félagar í styrktarfélagi vangefinna á Norður- landi. Munið aðalfundinn miðvikudaginn 16. mars kl. 20.30 í Iðjulundi Hrísalundi 1b. Stjórnin. Tilboð! Gefjunar\römr verða á tilboðsverði fram til páska. Þær fást í kaupfélögum víða uin land. Tifboðsverð á sængum er 2.430 og á svefnpokum 3.960. Tilvalið til fermingargjafa. Saumastofan Ylrún sími 95-5726. Akureyríngar: Lukkutríómiðarnir fást í Esso nestunum Mercedes Benz fólksbíll að verðgildi 1,2 milljónir króna kom á miða sem var seldur í Veganesti miðvikudaginn 2. mars sl. 6 Benzar eru eftir. NESTIN Björgunarsveitirnar Schiesser'T’ suTxjvoaira I Verslunin þar sem úrvalið er

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.