Dagur - 14.03.1988, Side 8
8 - DAGUR - 14. mars 1988
Körfubolti úrvalsdeild:
f/ íþróttir 1
Bj<>rn Sveinsson í baráttu undir körfunni í leiknum gegn UBK á föstudags-
kvöld. Bjöm átti sennilega sinn besta leik með Þór í vetur. Mynd: tlv
Kalk er nauðsynlegttil þess að bein og
tennurnái fullri lengd, þéttleika og styrk. Kalk í
mjólknýtist vel vegna annarra efna í mjólkinni
sem vinna með kalkinu.
- er Þórsarar lögðu Blikana að velli 97:95 í framlengdum leik
„Þetta var mikill baráttuleikur
og hann einkcnndist af því en
við eigum að geta gert mun
betur,“ sagði Þröstur Guð-
jónsson þjálfari Þórs í körfu-
bolta eftir leikinn við Breiða-
blik á föstudagskvöld. „Við
stefndum að því í upphafi að
komast í þessa stöðu en þetta
er alls ekki búið ennþá. Þetta
var mjög móralskur sigur fyrir
okkur en ég hefði viljað sjá
fleiri áhorfendur í Höllinni,“
sagði Þröstur ennfremur.
Þær voru aldeilis dramatískar
lokamínúturnar í leik liðanna á
föstudagskvöld. Þegar 50 sek.
voru eftir af venjulegum leik-
tíma, var staðan 87:84 fyrir UBK
og allt stefndi í sigur liðsins. En
Bjarni Össurarson náði strax að
minnka muninn í 86:87 og 14 sek.
fyrir leiksiok jafnaði Eiríkur
Sigurðsson fyrir Þór 87:87 úr
vítakasti. Það þurfti því að fram-
lengja leikinn um 5 mín. og þá
hélt æsingurinn áfram.
Þegar 2 mín. voru eftir af fram-
lengingunni, var staðan enn jöfn,
93:93 en skömmu síðar skoraði
Eiríkur Sigurðsson glæsilega
þriggja stiga körfu og breytti
stöðunni í 96:93. Blikarnir
minnkuðu muninn í 95:96 og
fengu auk þess vítaskot þegar 48
sek. voru eftir. Þeim mistókst að
skora, Þórsarar náðu boltanum
og þegar 9 sek. voru eftir, fékk
Eiríkur Sigurðsson tvö vítaskot.
Kalk, sem beinin taka upp
á unglingsárunum, nýtist velseinna
t.d. á meðgöngutíma og á efriárum.
Hann skoraði úr fyrra skotinu en
ekki því seinna og staðan þá
97:95. Tíminn sem eftir var,
dugði Blikunum ekki og Þórsarar
fögnuðu sigri bæði lengi og inni-
lega.
Leikur liðanna var sem fyrr
sagði hnífjafn og spennandi en
ekki að sama skapi vel leikinn.
Jafnt var 6:6 en sfðan komust
Blikarnir yfir 14:9. Þá skoruðu
Þórsarar 12 stig í röð og brettu
stöðunni í 21:14 um miðjan hálf-
leikinn. Blikarnir jöfnuðu á ný
29:29 og síðan var jafnt 37:37 og
40:40. Undir lok hálfleiksins var
staðan 44:40 Blikum í vil en
Bjami Össurarson minnkaði mun-
inn í eitt með þriggja stiga körfu
frá eigin vallarhelmingi fyrir
leikhlé.
Sama jafnræðið var með liðun-
um í síðari hálfleik og munurinn
aldrei meiri en 6 stig. Undir lokin
var síðan mikil spenna en Þórsar-
ar höfðu betur í framlengingunni
eins og áður segir.
Þórsarar áttu sem fyrr f mikl-
um villuvandræðum og hefði það
getað reynst þeim dýrkeypt í
leiknum. Konráð Óskarsson fékk
4 villur strax á fyrstu 15 mín. og
var þá tekinn útaf. Hann kom
síðan inná í síðari háifleik en
fékk þá strax sína 5. villu. Síðan
fóru þeir Jóhann Sigurðsson, Jón
Már Héðinsson og Björn Sveins-
son útaf með 5 villur og loks
Guðmundur Björnsson í upphafi
framlengingarinnar.
Eiríkur Sigurðsson var bestur
Þórsara í þessum leik og reyndist
gífurlega vel í lokabaráttu leiks-
ins. Einnig áttu þeir Jón Már,
Björn og Bjarni góða kafla í
leiknum. Hjá UBK var Kristján
Rafnsson skástur.
Stig Þórs: Guðmundur Björns-
son 20, Eiríkur Sigurðsson 17,
Björn Sveinsson 17, Bjarni
Össurarson 12, Ágúst Guðmunds-
son 9, Jón Már Héðinsson 8,
Jóhann Sigurðsson 6, Konráð
Óskarsson 6 og Einar Karlsson 2.
Stig UBK: Kristján Rafnsson
21, Kristinn Albertsson 19,
Guðbrandur Stefánsson 17,
Sigurður Björnsson 12, Hannes
Nesley 11, Ólafur Adolfsson 10
og Óskar Baldursson 5.
Leikinn dæmdu þeir Gunnar
og Sigurður Valgeirssynir og
voru þeir frekar mistækir.
„Hvar er boltinn eiginlega,“ gætu KA-mennirnir á myndinni verið að hugsa. Myndin
Iiðsins gegn ÍS á föstudagskvöld.
WOgrafléttmjólkinnihalda aðeins 46
hitaeiningar. Ogþað eru verðmætar
hitaeiningar, því aðþeim fylgja
lífsnauðsynleg næringarefni. Efþú vilt
grennast, þá erbetra að draga úröðrum og
þýðingarminni hitaeiningum.
Æsispennandi loka-
mínútur í Höllinni