Dagur - 14.03.1988, Side 9

Dagur - 14.03.1988, Side 9
14. mars 1988 - DAGUR - 9 er úr leik Mynd: GB Úrslitakeppnin í blaki: Enn vantaði KA herslumuninn - tapaði fyrir ÍS á föstudagskvöld í mjög jöfnum leik KA-menn náðu ekki að leggja Stúdenta að velli á föstudags- kvöld, er liðin áttust við í úrslitakeppninni í blaki. Leikurinn sem fram fór í íþróttahúsi Glerárskóla, var hnífjafn og spennandi og sigur- inn gat Ient hvorum megin sem var. En það vantaði enn einu sinni herslumuninn hjá KA- mönnum og Stúdentar sigruðu 3:2. KA hefur því enn ekki tekist að vinna leik í úrslita- keppninni, nú þegar liðið á aðeins einn leik eftir, gegn HK á sunnudaginn. Stúdentar byrjuðu mun betur í leiknum á föstudaginn og náðu strax 5:0 forystu í fyrstu hrin- unni. KA-menn náðu að minnka muninn í 5:6 og 7:8 en þá dró enn í sundur með liðunum og Stúdent- ar breyttu stöðunni í 14:8 og unnu síðan 15:9. í annarri hrinu voru það KA-menn sem tóku leikinn í sínar hendur í upphafi og skoruðu 6 fyrstu stigin. Þá tóku Stúdentar við sér og jöfn- uðu leikinn 6:6 og 7:7. En KA- menn léku betur í seinni hlutan- um og unnu öruggan sigur. Þeir breyttu stöðunni í 12:7 og unnu 15:9. KA-menn náðu forystu í upp- hafi þriðju hrinunnar en Stúdent- ar jöfnuðu 4:4 og 6:6. Þá tóku KA-menn góðan kipp og breyttu stöðunni í 11:6 og 13:8 og unnu loks 15:9. í fjórðu hrinunni höfðu Stúdentar betur og unnu 15:8. Þeir komust yfir í byrjun 6:2 en KA-menn minnkuðu muninn í 6:7. Pá settu Stúdentar í annan gír, breyttu stöðunni í 13:6 og unnu sem fyrr sagði 15:8. Það þurfti því oddahrinu til þess að fá fram úrslit og þá höfðu Stúdentar betur. KA-menn náðu yfirhöndinni í byrjun og héldu henni lengst af. Þeir höfðu yfir Visa-bikarmót unglinga: Vilhelm óstöðvandi Vilhelm Már Þorsteinsson skíðamaður frá Akureyri hélt uppteknum hætti um helgina og sigraði tvívegis í Visa-bikar- móti SKÍ, Pepsmótinu í flokki unglinga 15-16 ára, sem fram fór í Hlíðarfjalli. Vilhelm hef- ur verið mjög sigursæll í vetur og stendur nú langbest að vígi í bikarkeppninni í þessum flokki. Piltarnir kepptu tvívegis í stór- svigi en stúlkurnar í svigi á laug- ardag og stórsvigi í gær. Á bikar- móti í Ólafsfirði um daginn, kepptu piltarnir tvívegis í svigi og þeir kepptu því tvívegis í stór- svigi um helgina. Vilhelm sigraði í báðum keppnunum í Ólafsfirði og endurtók leikinn um helgina. Anna íris Sigurðardóttir frá Húsavík hefur einnig staðið sig mjög vel í vetur og hún sigraði mjög örugglega í sviginu á laug- ardag og hafnaði í 3. sæti í stór- sviginu í gær. Rúmlega 20 keppendur mættu til leiks í hvor- um flokki og fór keppnin fram við ágætar aðstæður en mjög kalt var í veðri báða dagana. Úrslit urðu þessi: Stórsvig pilta: 1. Vilhelm Þorsteinsson A 1:49,58 2. Haukur Arnórsson Árm. 1:50,73 3. Arnar Bragason H 1:52,07 Svig stúlkna: 1. Anna íris Sigurðard. H 1:30,95 2. Hanna Mjöll Ólafsd. í 1:33,77 3. Ása Þrastardóttir A 1:35,96 Stórsvig pilta: 1. Vilhelm Þorsteinsson A 2:04,35 2. Haukur Arnórsson Árm. 2:04,74 3. Jóhannes Baldursson A 2:04,89 Stórsvig stúlkna: 1. Margrét Rúnarsdóttir í 1:56,32 2. Sara Halldórsdóttir í 1:57,04 3. Anna íris Sigurðard. H 1:58,04 þetta tvö til þrjú stig en þegar staðan var 11:9 fyrir KA, var dæmdur tími á uppgjafara KA og liðið missti boltann. Það voru síðan Stúdentar sem skoruðu 6 síðustu stigin og unnu 15:11 og í leiknum því 3:2. Vilhelm Þorsteinsson á fullri ferð í stórsviginu á laugardag. Mynd: kk Ýmis B vítamín í mjólkstuðla m.a. að eðlilegri starfsemi taugakerfisins, góðri orkunýtingu, fallegri húð og hári, heilbrigðum augum og góðri sjón. Auk þess eru f mjólkinniB vítamín sem eru nauðsynleg fyrirþá sem eru í örum vexti tilþess að geta myndað nýtt erfðaefni fyrir nýjar frumur. Við eðlilegar aðstæður dregur mjólk úr tannskemmdum. Hiðháa hlutfall kalks, fosfórsog erverndandifyrir tennurnar. Námsgeta og athyglisgáfa skerðast verulega efunglingar fá ekkinægilega holla fæðu. Gaman ígær? En hvað með úthaldið? Hvernig verður þú í dag? Stúlkur á vaxtarskeiði þurfa að beina athyglinni að sjálfri sér af og til. Álagið er oftast mikið bæði á sál og líkama og þá er eins gott að gera það sem hægt er til þess að standa undir því. Holl fæða og nægur svefn er algjört skilyrði ef þú vilt njóta þessa viðburðarríka tímabils æfi þinnar án þess að ganga á forða framtíðarinnar. Mjólk er ein fjölbreyttasta fæða sem völ er á frá næringarlegu sjónarmiði. í henni eru efni sem við getum ekki verið án. 3 mjólkurglös á dag er góð regla.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.