Dagur - 14.03.1988, Page 16

Dagur - 14.03.1988, Page 16
Noack rafgeymar í bílinn, bátinn og vinnuvélina. Noack er viðhaldsfrír. P0R5HAMAR HF. Varahlutaverslun Við Tryggvabraut • Akureyri • Sími 22700 Fjöldi farsíma þrítugfaldaðist - frá því í júlí 86 Síðan sjálfvirka farsímakerfið var opinberlega tekið í notkun 3. júlí 1986 hefur notendum fjölgað úr 170 í 5.300. Saman- borið við nágrannalönd okkar er þessi þróun einstæð. I far- símaþjónustunni eru nú 40 móðurstöðvar um allt land, með samtals um 230 rásir. í því skyni að koma til móts við farsímanotendur hefur Póst- og símamálastofnunin hafið útgáfu blaðs sem nefnist Farsímafréttir. Hlutverk blaðsins er að koma upplýsingum og ráðleggingum til notenda sjálfvirka farsímakerfis- ins. Fyrsta tölublað Farsíma- frétta er nýkomið út, en stefnt er að því að blaðið komi út eftir því sem þörf krefur. Eining setur löndunarbann - á afla togara frá Vestmannaeyjum „Við höfum verið að koma þessari samþykkt okkar á framfæri til félagsmanna okkar í öllum deildum þar sem hugs- anlegt er að bátar eða skip komi með afla sinn að landi,“ sagði Sævar Frímannsson í samtali við Dag, en Eining hef- ur sent frá sér yfirlýsingu um löndunarbann á afla togara og báta frá Vestmannaeyjum. Vegna þessa sendi Eining frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu: „Verkalýðsfélaginu Einingu hef- ur borist ósk um það frá Verka- kvennafélaginu Snót í Vestmanna- eyjum sem nú á í verkfallí, að á meðan verkfallið standi, vinni Einingarfélagar ekki við löndun afla frá skipum eða bátum sem kynnu að leita hingað til að losna við afla sinn. Er óskað eftir þessu til að knýja á um gerð nýs kjara- samnings fyrir verkakonur í Eyj- um. Stjórn félagsins hefur einróma samþykkt að verða við þessari eðlilegu beiðni Verkakvennafé- lagsins Snótar. Munu félagar í Verkalýðsfélaginu Einingu því ekki vinna við löndun afla úr fiskiskipum frá Eyjum á meðan verkfall Snótar stendur og ekki leyfa að slík löndun fari fram á félagssvæðinu." VG Lögreglan á Akureyri: Átakalítil helgi Lögreglan á Akureyri hafði að vanda í ýmsu að snúast um helgina þótt ekki hafi verið mikið um skakkaföll í umferð- inni. í gær þurfti lögreglan að stjórna umferð í Hlíðarfjalli, enda veður fagurt og fjöldi fólks sem vildi komast á skíði. Nokkur minniháttar óhöpp urðu í umferðinni, m.a. var ekið á kyrrstæðan bíl á föstudag og stakk sá er tjóninu olli af. Oku- menn á fjórhjólum voru staðnir að ólöglegum innanbæjarakstri, nokkrir voru teknir fyrir of hrað- an akstur svo og meintan ölvunar- akstur, en ölvun var nokkur á Akureyri aðfaranótt sunnudags. SS Er allt komið í hnút? Mynd: tlv Yfirvinnustopp og hægagangur í löndun hjá ÚA: „Það má ekki ofreyna kranagreyið" - segja löndunarmenn sem eru óánægðir með bónusgreiðsiur Á miðvikudaginn verða liðnar tvær vikur síðan starfsmenn við löndun hjá Útgerðarfélagi Akureyringa hættu að vinna yfirvinnu. Undanfarna daga hafa þeir farið sér hægt við vinnu og hvort tveggja veldur þetta töfum á afgreiðslu togara félagsins, nú þegar mjög vel fískast. teknir fleiri en sex og oft færri. „Það má ekki ofreyna kranagrey- ið,“ sögðu mennirnir. Hrímbakur átti að fara á veið- ar síðastliðinn þriðjudag en tafð- ist um sólarhring. Lokið var við að landa úr Sólbak á fimmtudag en þar sem ekki var búið að ísa skipið kemst það ekki á veiðar fyrr en í fyrsta lagi í dag. Á föstu- daginn var svo „dundað“ við að landa úr Sléttbak. Vilhelm Porsteinsson fram- kvæmdastjóri ÚA sagði að mál þetta væri hluti af þeim kjara- samningum sem nú væru í gangi en vildi að öðru leyti engar upp- lýsingar gefa um málið. ET Halldór með aðgerðir í sjávarútvegi - endurgreiðsla sölu- skatts og gjald á ísfisk Halldór Ásgrímsson lagði fram frumvarp til laga um aðgerðir í sjávarútvegi á Alþingi á þriðjudaginn. Frumvarpið fjallar um endurgreiðslu á söluskatti í sjávarútvegi og sérstakt gjald af ísfiski sem fluttur er óunninn á erlendan markað. í lögunum segir að fjárveitingu ársins 1987 vegna endurgreiðslu söluskatts í sjávarútvegi skuli þannig varið að í fyrsta lagi skulu 455 m.kr. renna til fiskvinnslufyr- irtækja, í hlutfalli við áætlaða uppsöfnun söluskatts í hverri vinnslugrein og í hlutfalli við fob- verðmæti útfluttra sjávarafurða hvers fyrirtækis eftir reglum sem sjávarútvegsráðherra setur. í öðru lagi að helmingur þeirra 220 m.kr., sem skyldu renna til Fiskveiðasjóðs íslands árið 1987 skal lagður inn á sérstakan bund- inn reikning í vörslu sjóðsins. Ráðherra getur að fengnum til- lögum sjóðstjórnar sett reglur um ráðstöfun fjár af þessum reikn- ingi til niðurgreiðslu vaxta vegna stofnfjárlána fiskiskipa. Og í þriðja lagi skulu á árinu 1987 renna 25 m.kr. til Útflutnings- ráðs íslands. í lögunum er gert ráð fyrir sérstöku gjaldi á ísfisk sem flutt- ur er óunninn á erlendan markað og rennur það í Verðjöfnunar- sjóð fiskiðnaðarins. Ef skip flytja eigin afla á erlendan markað er sá afli undanþeginn þessu gjaldi. AP Ástæðan fyrir þessu er óánægja með lækkaðar bónus- greiðslur undanfarin ár. Pá eru mennirnir óánægðir með að bón- usgreiðslur skuli aðeins vera fyrir löndunina sjálfa en ekki aðra vinnu þeirra. Ákvörðun „löndunargengis- ins“ var tilkynnt forráðamönnum ÚA miðvikudaginn 2. mars, um tveimur tímum áður en yfirvinna átti að hefjast. Á föstudaginn settu forráðamenn ÚA fram til- boð um 5% hækkun á bónus- greiðslum en því var hafnað. Ekki er gert ráð fyrir að neitt ger- ist í málinu fyrr en línur skýrast í kjarasamningum almennt. Á meðan verður ekki unnin eftir- vinna í löndun. Fimmtudaginn 3. mars kom frystitogarinn Sléttbakur til hafn- ar með um 190 tonn af frystum afurðum og neituðu mennirnir þá að landa úr skipinu. Ástæðuna segja þeir vera að aðeins hafi ver- ið samið um tvær landanir úr Sléttbak en þetta hafi verið sú þriðja. Skipið fór því aftur á veiðar eftir að skipverjar höfðu sjálfir séð urn að taka olíu, kost og umbúðir. Á meðan deilan stendur fara mennirnir sér mjög hægt við að landa úr skipum og gera þau klár á veiðar. í stað þess að hífa átta kassa í einu úr lest, eru aldrei Verkmenntaskólinn á Akureyri: Hlýtur fullkomin kæli- og fiystitæki að gjöf Síðastliðinn fímmtudag voru Verkmenntaskólanum á Akur- eyri afhent mjög fullkomin frysti- og kælitæki sem nota á til kennslu á vélstjórnarbraut skólans. Að sögn Bernharðs Haraldssonar skólameistara eru tækin sennilega þau full- komnustu sinnar tegundar á landinu. Það voru hjónin Sigurlaug Sveinsdóttir og Bragi Þ. Sigurðs- son sem gáfu fé til kaupa á tækj- unum til minningar um son sinn Sigurð Ölvir Bragason sem fórst með MS Suðurlandi. Bernharð Haraldsson tók við og þakkaði þessa höfðinglegu gjöf. Tækin voru hönnuð og smíðuð af starfsmönnum Vélsmiðjunnar Odda og gáfu þeir alla vinnu sína. í ávarpi sem Torfi Guð- mundsson framkvæmdastjóri Odda flutti, kom fram að í verkið hefðu farið um 280 klukkustundir og samkvæmt reikningi myndi slíkt tæki ekki kosta undir 800 þúsundum. Eins og áður segir er um að ræða kæli- og frystitæki til kennslu. Kennarinn getur með því að ýta á einn takka valið um 15 mismunandi einkenni um bil- anir á búnaðinum. Þessar bilanir á nemandinn síðan að greina og bregðast við á réttan hátt. Tæki sams konar þessum er að finna í frystihúsum og frystiskipum landsins og bilanir í þeim geta verið dýrkeyptar. Það er því mikilvægt að tilvonandi vélstjór- ar læri að bregðast við hvers kon- ar vandamálum. ET Hjónin Sigurlaug Sveinsdóttir og Bragi Þ. Sigurðsson ósamt Bernharð Haraldssyni skólameistara við afhendingu tækjanna. Mynd: TLV

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.