Dagur - 21.03.1988, Blaðsíða 11

Dagur - 21.03.1988, Blaðsíða 11
21. mars 1988 - DAGUR - 11 Iðnaðarráðuneytið og Landsvirkjun: Boðorðin tíu - fyrirlestrar í kapellu Akureyrarkirkju í dag, mánudaginn 21. mars, mun Björgvin Jörgensson, kennari, halda annan fyrirlest- ur sinn í fyrirlestraröð um boð- orðin tíu. Fyrirlestrar Björgv- ins um boðorðin eru haldnir á mánudagskvöldum í kapellu Akureyrarkirkju milli kl. 20.30 og 22.00. Björgvin Jörgensson er þekkt- ur fyrir störf sín að kristilegum málefnum á Akureyri, og hefur hann helgað KFUM á Akureyri krafta sína um áratuga skeið auk starfa á sviði uppeldis- og skóla- mála, en hann var kennari við Barnaskóla Akureyrar þar til hann lét af störfum vegna aldurs árið 1985. Þátttakendur á biblíulestrar- námskeiðinu fá fyrirlestrana um boðorðin tíu í hendur, og mun Björgvin halda fyrirlestur um hvert boðorð fyrir sig, þannig að fyrirlestrarnir verða tíu talsins. Námskeiðið fer þannig fram, að eftir fyrirlesturinn leiðir Björgvin umræðu um efni hans og svarar fyrirspurnum fundargesta. Nám- skeiðið er öllum opið meðan húsrúm leyfir. Anna Pála Guðmundsdóttir og aðstoðarmaður hennar Ásdís Hermanns- dóttir. Mynd: -þá Sjóvá opnar umboös- skrifstofu á Sauðárkróki Nýlega opnaði Sjóvátrygginga- félag íslands umboðsskrifstofu á Sauðárkróki. Skrifstofan er til húsa að Skagfirðingabraut 9a, þar sem bókabúðin var áður til húsa. Þar.getur fólk framvegis fengið alla almenna try ggingaþj ónustu. Sjóvá hefur verið með umboð á Sauðárkróki frá árinu 1942 og það er nú á 70 ára afmælisári félagsins sem það eykur þjónust- una á Sauðárkróki. Umboðs- menn Sjóvá á Sauðárkróki hafa verið frá upphafi hjónin Anna Pála Guðmundsdóttir og maður hennar Ragnar Pálsson, sem lést á síðasta hausti. Skrifstofan verð- ur opin alla virka daga frá kl. 10- 17. Ætla að afla mark- aðar fyrir raforku Iðnaðarráðherra hefur lagt til við stjórn Landsvirkjunar að sett verði á fót sérstök mark- aðsskrifstofa, sem rekin verði sameiginlega af iðnaðarráðu- neytinu og Landsvirkjun. Hlutverk markaðsskrifstof- unnar verði að afla markaðar fyrir raforku til stóriðju eða útflutnings á orku. Þá hefur iðnaðarráðherra farið þess á leit við Útflutningsráð að það taki að sér almennt kynning- arstarf til að vekja áhuga erlendra fyrirtækja á samstarfi við íslensk fyrirtæki og fjárfest- ingu hér á landi. Jafnframt verði leitað samstarfs við önnur ráðu- neyti og stofnanir til að tryggja samræmingu þessa starfs. í október sl. skipaði iðnaðar- ráðherra sérstaka nefnd til að athuga á hvern hátt iðnaðarráðu- neytið geti best stuðlað að almennu samstarfi innlendra og erlendra fyrirtækja og aukinni erlendri fjárfestingu hér á landi, í því skyni að draga úr viðskipta- halla og þörf fyrir erlent lánsfé. í nefndinni áttu sæti Valur Valsson bankastj., sem var for- maður nefndarinnar, Geir H. Haarde, alþm., Geir A. Gunn- laugsson, frkvstj., Guðmundur G. Þórarinsson, alþm. og Vil- hjálmur Egilsson, frkvstj. Hall- dór J. Kristjánsson, yfirlög- fræðingur iðnaðarráðuneytisins, starfaði með nefndinni. Nefndin hefur nú lokið störf- um og hefur skilað áliti sínu til iðnaðarráðherra. í áliti sínu bendir nefndin á, að undanfarna þrjá áratugi hafi við- leitni stjórnvalda til að fá erlend fyrirtæki til samstarfs eða fjár- festingar snúið nær eingöngu að orkufrekum iðnaði. Árangur á því sviði virðist fyrst og fremst ráðast af ytri skilyrðum en stjórnmálalegar áherslur hafi einnig ráðið nokkru um árangur- inn, en þær hafa oft tekið veru- legum breytingum á þessu tíma- bili. Nefndin telur að skort hafi samfellt grunnstarf við að safna upplýsingum og fylgjast með þróun orkufreks iðnaðar í heim- inum og til að laða erlenda aðila til þátttöku í uppbyggingu stór- iðju hér á landi. Nefndin bendir á, að með lög- um frá 1983 hafi Landsvirkjun verið falið það hlutverk að vera megin orkuöflunarfyrirtæki landsmanna. Eðlilegt sé að fyrir- tækið taki virkari þátt í markaðs- öflun fyrir raforku en verið hefur. í áliti nefndarinnar kemur fram að margt mæli með því að gert verði átak til að leita eftir erlendri fjárfestingu og samstarfi við erlend fyrirtæki. Með því mætti draga úr erlendum lántök- um enda gæti erlent áhættufé komið í stað lánsfjár. Slíkt gæti jafnframt verið til að skjóta fleiri stoðum undir efnahagslífið og auka. útflutningstekjur. Þetta gildir bæði um orkufrekan iðnað og almennan iðnað. Því leggur nefndin til, að iðnaðarráðuneytið beiti sér fyrir auknu starfi á þessu sviði. Til þess að ná fram samræm- ingu í störfum þeirra aðila sem hagsmuna hafa að gæta og til að nýta fjármuni sem best, leggur nefndin til að ráðuneytið skipti þessu viðfangsefni í tvennt. 1. Orkusala - stóriðja. Að því er varðar orkusölu og stóriðju gerir nefndin þá til- lögu að iðnaðarráðherra leiti eftir samningum við Lands- virkjun um að sett verði á stofn sérstök markaðsskrif- stofa, sem rekin verði sameig- inlega af iðnaðarráðuneytinu og Landsvirkjun. Hlutverk markaðsskrifstofunnar felst í söfnun upplýsinga um allt sem varðar markaðsmöguleika á orku, fyrir utan almennan markað Landsvirkjunar, og að fylgjast með þróun iðn- greina, sem til greina koma sem notendur innlendrar orku í framtíðinni. Markaðsskrif- stofan annist ennfremur hag- kvæmniathuganir og léti í té alla nauðsynlega aðstoð við samningagerð ríkisins og Landsvirkjunar um sölu á orku til stóriðjufyrirtækja eða beina sölu til útlanda. 2. Almennt samstarf innlendra og erlendra fyrirtækja. Nefndin telur mikilvægt að leit að erlendum samstarfsað- ilum einskorðist ekki við orkufrekan iðnað. Æskilegt sé að kanna möguleika á sam- starfi á öðrum sviðum iðnað- ar, bæði í stærri og minni fyrirtækjum. Því leggur nefndin til að ráðuneytið hefji skipulagt starf á þessu sviði og semji við Útflutningsráð um framkvæmd sérstaks kynning- arátaks. Iðnaðarráðherra hefur jafn- framt ákveðið að efla starfsemi iðnaðarráðuneytisins við að greiða fyrir auknu samstarfi inn- lendra og erlendra fyrirtækja bæði í orkufrekum iðnaði og almennum iðnaði og aukinni erlendri fjárfestingu hér á landi. Af hálfu iðnaðarráðuneytisins mun Halldór J. Kristjánsson, yfirlögfræðingur, fara með þessi mál. Rekstrartap hjá Flugleiðum Afkoma Flugleiða á síöasta ári versnaði um 420 milljónir frá árinu á undan, og varð hagn- aður nú 14,5 milljónir kr. Rekstrartap án fjármunatekna og gjalda var 194 milljónir kr. en hins vegar var hagnaður upp á tæpar 277 milljónir árið áður. Brcytingin milli ára er því neikvæð um 544 milljónir kr. I árslok var bókfært eigið fé Flugleiða 1.184 milljónir kr. Hcildarvelta Flugleiða á síð- 'asta ári nam 8,2 milljörðum króna og varð veltuaukning milli ára 19,8%. Heildarfarþegafjöldi í áætlunarflugi var 872.774 far- þegar eða 13,6% fleiri en 1986. Alls voru flutt 9.504 tonn af frakt sem er 25% aukning frá árinu áður. Á árinu störfuðu að meðaltali 1.716 starfsmenn hjá félaginu, og launagreiðslur námu samtals 1.926 milljónum kr. Á aðalfundi Flugleiða, sem haldinn verður á morgun, mun stjórnin leggja til að greiddur verði 10% arður, og að hlutafé verði aukið um 50% með útgáfu jöfnunarhlutabréfa, þannig að hlutafé félagsins hækki úr 315 í 472,5 milljónir kr. Alþjóðlega skákmótíð Síðasta umferð verður í dag og hefst kl. 14.00 í Alþýðuhúsinu. Hvað gerir Jóhann Hjartarson við Dolmatov? Spennan verður í hámarki á milli kl. 16.30 og 18.00. Friðrik Ólafsson stórmeistari verður á staðnum. Skákskýringar verða á Fiðlaranum. Fjölmennum á síðustu umferðina. Skákfélag Akureyrar. Nauðungaruppboð á fasteigninni Skarðshlíð 32f, Akureyri, þingl. eigandi Trausti Haraldsson, fer fram í dómsal embættisins Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri föstud. 25. mars ’88 kl. 14.15. Uppboðsbeiðandi er Iðnlánasjóður. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaru ppboð á fasteigninni Lönguhlíð 22, Akureyri, þingl. eigandi Kristján Árnason, fer fram í dómsal embættisins Hafnarstræti 107, 3. hæö, Akureyri föstud. 25. mars '88 kl. 14.00. Uppboðsbeiðandi er Iðnlánasjóður. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð á fasteigninni Draupnisgötu 3, M-N-O, hl. Akureyri, talinn eig- andi Valgeir A. Þórisson, fer fram í dómsal embættisins Hafn- arstræti 107,3. hæð, Akureyri föstud. 25. mars '88 kl. 13.30. Uppboðsbeiðandi er Iðnlánasjóður. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð annað og síðara, á fasteigninni Grundargerði 5a, Akureyri, þingl. eigandi Guðni Jónsson, fer fram I dómsal embættisins Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri föstud. 25. mars ’88 kl. 13.45. Uppboðsbeiðendur eru: Gunnar Sólnes hrl. og Veðdeild Landsbanka Islands. Bæjarfógetinn á Akureyri. Afsöl og sölutilkynningar Afsöl og sölutilkynningar vegna biiavióskipta __________a atgreiöslu Dags. ____

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.