Dagur - 21.03.1988, Blaðsíða 16
WBtsm
Akureyri, mánudagur 21. mars 1988
Hafíð þið reynt
okkar þjónustu? <Pedið'mynÆrí
Hafnarstræti 98 - Akureyri Sími 96-23520.
Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar:
Selur hlutabréf í
þrem fyrirtækjum
Séð ofan á afturhluta skrokksins. Fremst á myndinni sést inn í vélarrúmið oj> fyrir ofan það inn á millidekkið.
Efst er svo togþilfarið. Mynd: TLV
Skrokkurinn tekur á sig mynd
Smíði skrokks hins fyrra af
tveimur 200 tonna togskipum
hjá Slippstöðinni á Akureyri,
er nú vef á veg komin. Sam-
setning skrokkhlutanna hófst
fyrir rúmlega hálfum mánuði
og þessa dagana vinna 15
menn við „púsluspilið“. Enn
eru að minnsta kosti 3 vikur í
að búið verði að reisa
skrokkinn.
Eins og áður hefur komið
fram, er stór hluti skrokkhlut-
anna keyptur frá Svíþjóð. Með
því að fara þá leið er að sögn
Sigurðar Ringsted yfirverkfræð-
ings hægt að flýta því mjög að
aðrir hópar iðnaðarmanna en
stálsmiðir fái vinnu við verkefn-
ið.
Búið er að setja saman um 2/3
hluta af botni skipsins og um
helming af síðum þess, allt upp
að efra dekki. Miðhluti
skrokksins er því farinn að taka
á sig verulega skipsmynd en
stefni og skut vantar. Fullsmíð-
að verður skipið um 36 metra
langt.
Um leið og búið er að loka
hinni 240 rúmmetra lest
skipsins, hefjast trésmiðir
handa við að einangra hana og
klæða. Fljótlega eiga vélvirkjar
síðan að geta hafið vinnu í vél-
arrúmi. ET
Hjá Iðnþróunarfélagi Eyja-
fjarðar er verið að vinna að
sölu hlutabréfa félagsins í
þremur fyrirtækjum á Eyja-
fjarðarsvæðinu þ.e. Sæplasti á
Dalvík, Hafspili og Gúmmí-
vinnslunni á Akureyri. Verið
er að kanna hvort aðrir hlut-
Þórshöfn:
Svartolíu-
skortur
úr sögunni
Svartolíuskorts var farið að
gæta á Þórshöfn á undanförn-
um vikum vegna hafíss á sigl-
ingaleiðum og illt í efni fyrir
loðnubræðsluna en það vanda-
mál var leyst með því að flytja
olíu iandleiðina frá Raufar-
höfn.
Olíuflutningaskip kom til Pórs-
hafnar um hádegi sl. miðvikudag
og því nóg af svartolíu þar um
þessar mundir. Enginn hafís var
þá á siglingaleiðinni fyrir Langa-
nes enda hafði austanáttin fært
hann fjær landi. SS
hafar hafa áhuga á að nýta sinn
forkaupsrétt og kaupa hluta-
bréfin.
Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar á
um 7% hlutafjár í Sæplasti eða
650.000 krónur, um 10% í
Gúmmívinnslunni eða 540.000
kr. og stærstan hlut á félagið í
Hafspili eða 20% þ.e. 400.000 af
hlutafé. Þessi fyrirtæki eru öll
búin að starfa í nokkur ár með
góðum árangri og reynsla því
komin á rekstur og starfsemi.
„í>að fer mikið eftir rekstrinum
eftir hve langan tíma við förum
að hugleiða að draga okkur út úr
fyrirtækjum sem við erum í að
stofna en ef ætti að nefna ein-
hvern ákveðinn tíma þá eru þrjú
ár sá tími sem við teljum eðlileg-
an. Fyrirtæki þurfa þann tíma til
að ná sér á strik,“ segir Sigurður
P. Sigmundsson, framkvæmda-
stjóri Iðnþróunarfélags Eyja-
fjarðar.
Iðnþróunarfélagið á hlut í
kavíarverksmiðjunni Sæveri í
Ólafsfirði, Víkurplasti á Sval-
barðseyri, leðuriðjunni Teru á
Grenivík og einnig lítinn hlut í
Óslaxi í Ólafsfirði og ístess á
Akureyri. Einnig á félagið stóran
hlut í fiskeldinu á Hjalteyri auk
hlutabréfa í áðurnefndum þrem-
ur fyrirtækjum. JÓH
Ráðhústorg - Skátagil:
Ekkert tillit tekið
til fatlaðra?
„Þessi samkcppni hefur ekki
verið tekin fyrir í skipulags-
nefnd enn sem komið er, en
hugmyndin er að fjalla um
samkeppnina á fundi á föstu-
daginn. Eg lít svo á að verð-
launahöfum beri skylda til að
halda þessu verki áfram, og
taka tillit til þeirra ábendinga
sem frá skipulagsnefnd
koma,“ sagði Freyr Ofeigsson,
formaður Skipulagsnefndar
Akureyrar.
Á síðasta fundi bæjarstjórnar
kom fram hörð gagnrýni frá
Heimi Ingimarssyni, bæjarfull-
trúa, í þá veru að ekkert tillit
væri tekið til aðgengis fatlaðra
eða þeirra sem þurfa að komast
leiðar sinnar með barnavagna í
verðlaunatillögu að skipulagi
Skátagils og Ráðhústorgs.
Akureyri:
Slæm umgengni í íþróttahöll?
Heimir sagði, að í þeirri tillögu
sem fékk fyrstu verðlaun í sam-
keppninni, væri ekki gefinn
minnsti möguleiki fyrir barna-
vagn, kerru, þríhjól eða reiðhjól,
né heldur fatlaða, í tröppum sem
hindruðu umferð af þessu tagi.
Það væri með ólíkindum að dóm-
nefndin léti þetta henda, því öðr-
um tillögum sem leystu þetta mál
prýðilega, hefði verið kastað fyrir
róða. Taldi Heimir þetta mjög
alvarlegt mál, og beindi því til
formanns skipulagsnefndar að
hafa hönd í bagga með þessu
máli í áframhaldandi umfjöllun
innan bæjarkerfisins. EHB
Skólanefnd Akureyrarbæjar
samþykkti á fundi sínum fyrir
stuttu að fresta um 1 ár til-
færslu unglingadeilda úr Síðu-
skóla í Glerárskóla. Bæjar-
stjórn staðfesti samþykkt
skólanefndar á síðasta fundi
sínum og munu því nemendur
sem eiga að fara í 9. bekk úr
Síöuhverfi verða áfram í Síðu-
skóla næsta skólaár.
„Petta er gert vegna þess að
eindregnar óskir hafa komið
frain um að sérstaklega þessi
Nokkrar umræður urðu á
fundi bæjarstjórnar Akureyrar
á þriðjudag vegna málefna
íþróttahallarinnar í bænum.
Gagnrýndi Sigríður Stefáns-
dóttir, bæjarfulltrúi, ýmislegt
varðandi umgengni, viðhald og
stjórnun í Höllinni, og taldi
bekkur fái að dvelja þarna áfram.
Síðan hafa skólafulltrúi og skóla-
stjórar Glerárskóla og Síðuskóla
kannað möguleika á því að þess-
um tilflutningum verði frestað og
þá kom í ljós að næsta vetur hag-
ar þannig til í þessum skólum að
ekki þykir óhagkvæmt að hafa
fyrirkomulag á þennan veg,“ seg-
ir Björn Jósef Arnviðarson for-
maður skólanefndar Akureyrar-
bæjar.
Næsta vetur verður aðeins ein
bekkjardeild í 9. bekk í Síðu-
mikið vanta upp á að þrifnaður
og eðlilegar viðgerðir á tækj-
um væru í samræmi við lág-
markskröfur.
Sigríður nefndi sem dæmi, að
ef leðuról slitnaði í þrektæki, þá
liði langur tími þar til viðgerð
færi fram, en viðgerð af þessu
um ár
skóla og segir Björn Jósef að sýnt
þyki að hægt verði að ráða við að
hafa bekkinn næsta vetur án
verulegra óþæginda. Um er að
ræða 26 nemendur.
Foreldraráð Síðuskóla hefur
lagt á það áherslu að skólinn
verði hverfisskóli fyrir 0.-9. bekk
en skólanefnd og bæjarstjórn
ákváðu hins vegar fyrir einu ári
að byrjað yrði á komandi skóla-
ári að færa nemendur unglinga-
deilda úr Síðuskóla í Glerár-
skóla. JÓH
tagi kostaði ekki nema örfáar
krónur. Greinilegt væri, að betri
stjórn þyrfti að hafa á mörgu í
Höllinni, og mörg dæmi væru um
slæma umgengni og vanhöld á
þrifum.
Gísli Bragi Hjartarson, sem
sæti á í íþróttanefnd, svaraði og
sagðist því miður geta tekið undir
hvert einasta orð sem Sigríður
segði um þetta mál. Mikið hefði
verið framkvæmt innan dyra í
Höllinni, en varla nokkurn tím-
ann fegnist fjárveiting til að ljúka
neinu verki endanlega. Urelt
íþróttatæki frá Menntaskólanum
hefðu verið sett upp í húsinu, og
á þessum tækjum væri nemend-
um boðið upp á að æfa sig.
„Það má segja, að við séum
stórheppin að enginn skuli vera
búinn að slasa sig á þessu. Að
mínum dómi ætti að henda þessu
út, en eitthvað þurfum við í
staðinn," sagði Gísli Bragi, en
sagði um leið að fjárhagur Hall-
arinnar væri þannig að óvíst væri
hvort hann þyldi meiri manna-
ráðningar í bili.
Unglingadeildir í Síðuskóla:
Tilfærslu frestað