Dagur - 21.03.1988, Blaðsíða 15
21. mars 1988 - DAGUR - 15
Piltarnir við stoltið sitt, sem er forláta tæki fyrir „standandi bekkpressu“. Frá vinstri: Þorgils Guðmundsson, Björn
Sveinsson, Ingi Garðarsson, Vagn Sigtryggsson, Muggur Matthíasson, Gunnar Óli Vignisson, Bergur Gunnarsson,
Ingvar Stefánsson, Bessi Vésteinsson, Sigurður Tryggvason og Garðar Ingjaldsson leiðbeinandi. Myndír: gb
Nemendur á 2. ári málmiðnaðar í VMA:
Smíða þrektæki fyrir skólann
í kjallara Verkmenntaskólans
á Eyrarlandsholti er þreksalur
sem um nokkurt skeið hefur
stadið fullbúinn, með gólfdúk,,
speglum, rimlum og öðru til-
heyrandi, nema þrektækjun-
um sjálfum. Úr þessu hefur
vitanlega þótt þörf að bæta.
Fyrir um tveimur árum hafði
Hinrik Þórhallsson íþrótta-
kennari skólans orð á þessu við
Gunnlaug Björnsson kennara
á málmiðnabraut skólans og
þessa dagana er árangurinn að
koma í Ijós. Ellefu piltar á
öðru ári brautarinnar hafa síð-
an í haust unnið að smíði tækj-
anna í samstarfi við nemendur
annarra iðnbrauta skólans, og
þessa dagana er verið að leggja
lokahönd á verkið. í salnum
góða verður því fljótlega hægt
að stunda eitthvað annað en
það sem piltarnir kalla „frúar-
leikfími“.
Verklegt nám í málmsmíði
hefur í vetur snúist um þetta
verkefni auk skylduverkefnis sem
allir verða að taka og er skrúf-
stykki. Að sögn Björns Sveins-
sonar, eins nemandans, kemur
þetta ágætlega út fyrir þá því í
staðinn fyrir vinnuna sem þeir
leggja í þennan búnað fyrir
skólann, fá þeir lækkun á efnis-
gjaldi sem þeir þurfa að greiða.
Þrektækin eru ekki það eina
sem piltarnir hafa smíðað fyrir
skólann því þeir hafa líka smíðað
festingar fyrir bita og ljós svo
eitthvað sé nefnt. „Það er mun
skemmtilegra að vinna að ein-
hverjum verkefnum sem hafa
eitthvert notagildi í stað þess að
sjóða bara saman tvær plötur,“
sagði Björn.
Gunnlaugur útvegaði í haust
bæklinga um tæki þeirrar gerðar
sem óskað var eftir. Upp úr þess-
um bæklingum unnu piltarnir
teikningar sem síðan var farið að
smíða eftir. „Það var heilmikil
vinna að gera þessar teikningar
því það var auðvitað ekkert mál-
sett á myndunum þar,“ sagði
Björn Sveinsson í samtali við
Dag.
Þegar blaðamenn komu á stað-
inn var allur hópurinn í óða önn
að pússa og snurfusa gripina,
undir leiðsögn Garðars Ingjalds-
sonar leiðbeinanda í rafsuðu.
Ætlunin er svo að nemendur á
rafiðnabraut máli tækin en sess-
ur og púðar eru unnin af
nemendum á tréiðnabraut. Öll
lóð voru keypt tilbúin að sunnan.
Piltarnir á öðru ári málmiðna-
brautar VMA hafa því þegar
svitnað talsvert við tækin en vafa-
laust eiga svitadroparnir við þau
eftir að verða mun fleiri í fram-
tíðinni.
ET
Hópferð
áleikKAogÍR
er fer fram í Seljaskóla
í Reykjavík þriðjudaginn
22. mars kl. 20.00.
Verð aðeins kr. 3.520
Brottför kl. 17.30. Heimför strax eftir leik.
Fjölmennum og hvetjum KA til sigurs
AUar nánari upplýsingar gefur
Ferðaskrifstofa
Akureyrar h/f
RÁÐHÚSTORGI 3 SfMI 96-25000
Nátturulækningafélag
Akureyrar
Aöalfundur félagsins verður haldinn í Laxdalshúsi
þriöjudaginn 22. mars 1988 kl. 20.00.
Félagar fjölmennið. Takið með nýja félaga.
Stjórn N.L.F.A.
SÖLUHR0SS
Skráning söluhrossa fer fram í Hestasporti á Akur-
eyri, sími 21872.
Ný skrá mun birtast þar mánaðarlega.
Skráning fyrir fyrstu skrá lýkur 25. mars.
þeir sem hafa áhuga á myndbandsupptöku tilkynni
þaö á sama staö.
Félag hrossabænda í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum.
Hvammstangahlaup
Hlaupið verður laugardaginn 26. mars og hefst
það kl. 14.00 við félagsheimilið á Hvamms-
tanga.
Keppt verður í eftirtöldum flokkum:
Flokkum drengja og stúlkna 12 ára og yngri.
Flokkum drengja og stúlkna 13-14 ára.
Flokki drengja 15-18 ára,
og flokkum fullorðinna karla og kvenna.
Þátttaka tilkynnist Flemming í síma 95-1367 eða
1368.
Þátttökugjald kr. 50 greiðist við skráningu.
U.S.V.H.
gjjj Laus staða
Staða bókara er laus til umsóknar
V/ hjá Siglufjarðarkaupstað.
Krafist er góðrar bókhaldskunnáttu og reynslu í notkun
tölvu við bókhald.
Laun samkvæmt kjarasamningi Siglufjarðarkaupstaðar við
S.M.S.
Umsóknarfrestur er til 28. mars n.k.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem allra fyrst.
Umsóknum sé skilað á bæjarskrifstofuna, Gránugötu 24,
580 Siglufirði.
Bæjarstjórinn Siglufirði.
—
AKUREYRARB/íR
Starfsfólk
Dagvistin Pálmholt auglýsir eftir starfs-
fólki í eftirtaldar stöður:
50% starf fóstru eða starfskrafts í sal, þarf að geta
unnið sjálfstætt.
Heíl staða fóstru eða starfskrafts á deild með
börnum 2ja til 6 ára.
Einnig vantar starfsfólk í afleysingar á deildir á
Pálmholti og Flúðum.
Við óskum eftir þroskuðu fólki. Húsmæður
sem vilja komast aftur út á vinnumarkaðinn
eru velkomnar.
Allar nánari upplýsingar veittar á dagvistardeild í
síma 24600, virka daga milli kl. 10 og 12.
Dagvistarfulltrúi.