Dagur - 15.04.1988, Blaðsíða 1

Dagur - 15.04.1988, Blaðsíða 1
71. árgangur Akureyri, föstudagur 15. apríl 1988 72. tölublaö Græddi Suðurveifc milljónir á vegagerð yfir Víkurskarð? Skagaströnd: Rekstrar- erfiðleikar hjá Marska - starfsemi liggur að mestu niðri Marska hf. á Skagaströnd á nú í verulegum rekstrarerfiðleik- um og liggur starfsemi þar að mestu niðri. Fyrirtækið var stofnað á árinu 1985 og hefur framleitt margskonar fiskrétti. Mikið fjármagn er komið í að byggja fyrirtækið upp og búa það tækjum, þó enn hafi ekki tekist að ná markaðssetningu fyrir framleiðsluna erlendis. Skagstrendingar eru ekki þekktir fyrir að láta deigan síga þó á móti blási og er nú unnið að endurskipulagningu og endur- fjármögnun á fyrirtækinu. Einnig er unnið að því að markaðssetja væntanlega framleiðslu á erlend- um mörkuðum í samstarfi við fyrirtæki sem annast útflutning á fiskafurðum. Ekki liggur enn fyrir hvort næst að endurreisa starfsemi Marska en Skagstrendingar munu standa fast saman um að láta það takast. Rekstur Rækjuvinnslunnar á Skagaströnd gekk heldur ekki vel á síðasta ári en Hólanes hf. hefur nú keypt 92% af hlutafé hennar. Atvinna hefur verið næg á Skagaströnd og íbúum fjölgað þar á undanförnum árum fh Menntaskólinn á Akureyri: Hægt miðar í húsnæðismálum Af húsnæðismálum Mennfa- skólans á Akureyri er það að frétta að í athugun er að hefja undirbúningsvinnu við fyrsta áfanga að kennsluhúsnæði í sumar en það mun skýrast síð- ar hvort fjármagn fáist til þessa verkefnis. Jóhann Sigurjónsson skóla- meistari sagði að húsnæðismálum Menntaskólans miðaði hægt áfram því nú væri höfuðáhersla lögð á framkvæmdir við Verkmennta- skólann. „Verkmenntaskólinn er kom- inn langt á eftir áætlun. Hefði hann verið búinn árið 1990 eins og gert hafði verið ráð fyrir hefði verið upplagt að byrja á húsnæði fyrir Menntaskólann. Eins og útlitið er í dag verður fram- kvæmdum við skólann frestað en þetta mun væntanlega skýrast í sumar er fagráðuneytin skila til- lögum sínum til hagsýslunnar," sagði Jóhann. Hann sagði að í vetur hefði verið unnið við viðhald í heima- vistinni og í sumar yrði ráðist í endurbætur á gamla skólanum. Hann sagði að sú fjárveiting sem skólinn fékk til viðhalds hefði nýst ágætlega þótt ekki hefði hún verið há. SS „Þaö er óskaplega eðlilegt að menn séu óánægðir sem missa af verkum og þessi mál hafa komið alla leið til Alþingis í fyrirspurnarformi. En við telj- um okkur ekki vanbúna til að rannsaka námur o.fl. í sam- bandi við útboð,“ sagði Helgi Hallgrímsson, forstjóri tækni- deildar Vegagerðar ríkisins í Reykjavík, en þær raddir hafa heyrst hjá verktökum að ein- stakir menn hafi stórgrætt á útboöum Vegagerðarinnar vegna ónógrar upplýsinga- öflunar þeirra síðarnefndu. Heigi sagði að það væri ekkert nýtt að slíkar sögur færu af stað. Einnig hefði borið talsvert á sög- um í þá veru að verktökum væru reiknaðar alls konar bætur eftir á vegna breyttra aðstæðna á verkstað, breyttra forsenda, ónákvæmni í gögnum og annað slíkt. „Þetta eru meira sögur en sannindi og við höfum nokkrum sinnum gert úttektir á þessu. All- ar breytingar sem falla til í verkum, en verkefni eins og vegagerð verður aldrei skilgreind og magnsett til hlítar fyrirfram, slíkt er ekki vinnandi vegur eru óverulegur hluti heildarsamnings- upphæðar verka," sagði Helgi og bætti því við að vissulega gætu tæknimenn Vegagerðarinnar gert mistök eins og aðrir við útreikn- ing verka. Víkingur Guðmundsson, for- maður bílstjórafélagsins Vals í Eyjafirði, er ekki sömu skoðunar og Helgi. „Þetta er blekking sem Vegagerðin hefur haft í frammi til að slá ryki í augun á fólki og vopnin úr höndum okkar sem erum að reyna að halda á rétti okkar. En eitt gleggsta dæmið um þetta er vegarlagningin frá Svalbarðseyri út að Víkurskarði. Suðurverk bauð í þetta verk og fékk það samkvæmt þeirri verk- lýsingu frá Vegagerðinni að náman, sem undirlagið átti að taka úr, var rétt norðan og austan Leiruvegar. Suðurverksmenn komu norður og skoðuðu námuna sem notuð var til efnisöflunar í veginn yfir Víkurskarð. Þeir sáu strax að þarna var miklu hentugra að taka efnið en í sjónum og miðuðu sitt tilboð við það. Þeir fóru aldrei með neina einustu vél í sjóinn og þurftu ekki nema tiltölulega þunnt burðarlag af vatnsþveginni möl úr Fnjóskáreyrum. Þetta var stórgróðaverk fyrir Suðurverk og þeir sögðu eftirá að þeir hefðu aldrei boöið í verkið eins og Vegagerðin lýsti því, slíkt hefði ekki verið framkvæmanlegt fyrir þennan pening,“ sagði Víkingur. EHB

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.