Dagur - 15.04.1988, Side 24

Dagur - 15.04.1988, Side 24
Akureyri, föstudagur 15. apríl 1988 Haldið veisluna eða fundinn í elsta húsi bæjarins Afmælisveislu ★ Giftingarveislu ★ Fermingarveislu ★ Erfidrykkju ★ Kaffisamsæti ★ Fundi og hvers konar móttökur. Allar nánari upplýsingar gefa Hallgrímur eða Stefán í síma 21818. Blönduós: Verslunar- og skrif- stofufólk samþykkti Iqarasamninginn Verslunarmannafelag Húnvetn- inga sem er stéttarfélag versl- unar- og skrifstofufólks í Aust- ur-Húnavatnssýslu samþykkti, á fundi í fyrrakvöld, kjara- samning sem gerður var þann 8. þ.m. með fyrirvara um sam- þykki aðildarfélaganna. Samningurinn var samþykktur með 14 atkvæðum gegn 11 ög einn seðill var auður. Ekki mun þessi niðurstaða þó lýsa því að fólk sé ánægt með hinn umrædda samning. Hitt mun hafa ráðið meiru að það óttast að ekki náist nema mjög takmarkaðar launa- hækkanir þótt farið verði út i verkfall og telur sig hreinlega ekki þola þann tekjumissi sem því myndi fylgja. fh Aðalfundur STAK: Launaliður samþykktur með 2 atkvæðum - Ásta Sigurðardóttir lét af formannsembættinu „Launaliður kjarasamningsins var samþykktur með tveggja atkvæða mun,“ sagði Asta Sig- urðardóttir, fyrrverandi for- inaður STAK í samtali við Dag, en eftir aðalfund félags- ins sem haldinn var á þriðju- daginn, fór þessi atkvæða- greiðsla fram. Á aðalfundinum fóru fram venjuleg aðalfundarstörf. Eins og lög félagsins gera ráð fyrir, var skipt unt hluta af stjórninni og sömuleiðis var kosinn nýr for- maður. Ásta hefur gengt þessu embætti, en hún gaf ekki kost á sér á ný. í hennar stað var Hulda Harðardóttir hverfisfóstra, sem gegndi embætti varaformánns, kosin formaður. Eftir fundinn var kynnt breyt- ing á kjarasamningi. Naumur meirihluti samþykkti breyting- una, en töluverðar umræður urðu um þetta mál á fundinum. „Menn eru almennt óánægðir, því þeir telja að markmið samningsins, sem er að samræma laun hinum almenna vinnumarkaði, hafi ekki náð nægilega vel fram að ganga. Þar hafa iðnaðarmenn væntan- lega verstan samanburð." Ásta sagði þeirri spurningu einnig hafa verið velt upp, hvort STAK ætti að vera í því samstarfi sem leiði til að semja þarf við launanefnd sveitarfélaganna og þurfa að sækja þá fundi til Reykjavíkur. „Éað eru ekki allir sáttir við það fyrirkomulag því það hefur ekki reynst eins og menn ætluðu. Menn reiknuðu með að það starf myndi dreifast um byggðirnar og menn kæmu víðar við en í Reykjavík. En þar situr launanefndin sem fastast," sagði Ásta að lokum. VG Staðsetning gjaldheimtu a vestursvæðinu: Blönduós réttir fram sáttahönd Hljótt hefur verið um gjald- heimtumál í Norðurlandi vestra undanfarið, enda hafa sveitarstjórnir haft frest fram undir miðjan þennan mánuð að svara tillögum undirbún- ingsnefndar um stofnun gjald- heimtunnar. Nefndin lagði eins og kunnugt er til að gjald- heimtan yrði staðsett á Sauðár- króki, en vitað er til þess að Siglfirðingar geta ekki hugsað sér neitt verra og telja sig hiklaust eiga rétt á henni. Pað var svo nýlega sem hrepps- nefnd Blönduósshrepps rétti fram sáttahönd í málinu, með samþykkt sem hún gerði er hljóð- ar þannig: Hreppsnefndin sam- þykkir að Blönduósshreppur ger- ist aðili að gjaldheimtunni enda náist um liana víðtæk samstaða. Pá beinir hreppsnefndin því til forsvarsmanna þéttbýlissveitar- félaganna að þeir láti ekki inn- byrðisdeilur koma í veg fyrir að gjaldheimta fyrir Norðurland vestra verði að veruleika. Hilmar Kristjánsson oddviti Blönduóshrepps sagði að þessi tillaga þýddi samt ekki að hreppsnefndin væri samþykk til- lögu undirbúningsnefndarinnar um staðsetningu og ekkert hefði verið kveðið úr með hana. Undirbúningsnefndin hefði fallið í sömu gryfjuna og þegar opin- berum þjónustustofnunum væri valinn staður í Reykjavík, á þeim forsendum að auðvitað ættu þær að vera þar sem fólkið er flest. -þá Nýju vélarnar prófaðar í verksmiðjunni. Mynd TLV Akureyri: Skattframtölin skiluðu sér vel Skil einstaklinga og einstakl- inga í sjálfstæðum atvinnu- rekstri á skattskýrslum hafa gengið mjög vel, og jafnvel betur nú en oft áður, að sögn Jóns Dalmanns Armannssonar Plasteinangrun hf.: Tunnuframleiðslan að fara af stað Á næstu dögum hefst fyrir alvöru framleiðsla á plasttunn- um hjá Plasteinangrun á Akur- eyri. Vélar til framleiðslunnar voru keyptar fyrr í vetur frá Þýskalandi og þessa dagana er verið að prufukeyra og stilla vélakostinn. Vélasamstæðan sem tunnurnar sjálíar eru steyptar í er talsvert mikil að vöxtum. Plastmassinn rennur hálfbráðinn í formi eins konar slöngu, niður í mótið. Par er „slangan" blásin úl í hliðar mótsins og tekur þannig á sig endanlega lögun. Þykktin á „slöngunni getur verið mjög breytileg og þannig verða hliðar tunnanna misþykkar. Breytilegri þykkt er stjórnað af sérstakri stjórntölvu eftir að upplýsingar um óskir framleiðandans hafa verið slegnar inn í hana. Loks eru tunnurnar kældar niður með vatni og síðan sér sjálfvirkur bún- aður um að losa þær úr mótinu. Stærð tunnanna er stjórnað með því að stýra „dýpi" mótsins. Hægt er að framleiða tunnur allt frá 50 lítrum að rúmmáH og uppí 150 lítra. Með fullum afköstum allan sólarhringinn má framleiða allt að 500 tunnur á sólarhring. Ketill Guðmundsson ntarkaðs- stjóri Plasteinangrunar er nýkominn af sjávarútvegssýningu í Lofoten í Noröur-Noregi. Þar eru árlega notaðar um 100 þús- und tunnur undir síld. Ketill sagðist ekki útiloka að fyrirtækið gæti náð þessum markaði eða hluta hans. ET hjá Skattstofu Noröurlands- umdæmis eystra. Framtalsfrestur félaga rennur út í maílok, en hlutafélög og slík- ir aðilar hafa talsvert lengri skila- frest en einstaklingar í atvinnu- rekstri, en þeir síðarnefndu þurftu að skila sínum framtölum 15. mars. Þó var hægt að fá frest til 15. apríl til að skila inn skatt- skýrslum þeirra aðila, samkvæmt lögum. „Ég hef gert könnun á skilum framtala hér á Akureyri og þau virðast síst vera verri en áður," sagði Jón Dalmann, en bætti við að drjúgur tími færi í ýrnis mál viðkomandi staðgreiðslukerfinu. Enginn sérstakur eftirlitsmaður staðgreiðslu starfar hjá embætt- inu á Akureyri, annar en starfs- ntenn í skattrannsóknum, sem sinna hvort eð er rannsóknum á skattskilum. EHB Grímsey: Hafnarlíkaniö prófað í sumar Vita og hafnamálastofnun mun hefja tilraunir með líkan af Grímseyjarhöfn í byrjun júnímánaðar, og verður lík- anið hið fyrsta sem prófað er í sérhönnuðu húsi stofnunar- innar, en bygging hússins er nýlega hafin. Endanleg hug- mynd um gerð nýrrar hafnar í Grímsey liggur ekki fyrir en rannsóknir og athuganir standa yfir. Gísli Viggósson, forstöðu- maður rannsóknadeildar Vita og hafnamálastofnunar, sagði að hér væri um svokallaða úthafshöfn að ræða, og því þyrfti að taka sérstakt tillit til þunga úthafsöldunnar á mann- virkjunum. „Við Þorlákur Sigurðsson, oddviti í Grímsey, höfum verið í stöðugu sambandi vegna hönnunar hafnarinnar, og áður en við sýnum öðrum hvernig þetta lítur út förum við vand- lega í gegnum þetta með heima- mönnum. Við fáum alltaf heimamenn til liðs við okkur Frá Grímsey. við könnun sjólags og skoðun fleiri atriða, því aðalsmerki okkar er að vinna ekkert slíkt verkefni nema í fullu samráði við heimamenn," sagði Gísli. Menn hafa velt hafnargerð- inni fyrir sér með tilliti til þess hvort um steinker verði að ræða, sem sökkva á í sjó við gerð hafnarinnar, eða hvort sú leið verði farin að grafa fyrir höfninni inn í landið. Gísli Viggósson sagði að sér þætti lík- legt á þessu stigi að báðar aðferðirnar verði notaðar að hluta við verkið. Ekkert er hægt að gefa upp varðandi fram- kvæmdakostnað fyrr en endan- leg hafngerð liggur fyrir, eftir rannsóknir. EHB

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.