Dagur - 12.05.1988, Page 4
4 - DAGUR - 12. maí 1988
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 660 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 60 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 465 KR.
RITSTJÓRAR:
ÁSKELL ÞÓRISSON (ÁBM.)
BRAGI V. BERGMANN
BLAÐAMENN:
ANDRÉSPÉTURSSON
(Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík),
ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERT TRYGGVASON, EGILL BRAGASON,
FRlMANN HILMARSSON (Blönduósi vs. 95-4070),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, KRISTJÁN JÓSTEINSSON,
KRISTJÁN KRISTJÁNSSON (fþróttir), STEFÁN SÆMUNDSSON,
VILBORG GUNNARSDÓTTIR,
ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960),
LJÓSMYNDARAR: GUÐMUNDUR HRAFN BRYNJARSSON,
TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON,
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI:
HAFDIS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASIMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
Útgerðarfélag
Akureyringa
Aðalfundur Útgerðarfélags Akureyringa var hald-
inn nú í vikunni. Þar kom fram að hagnaður af
rekstri fyrirtækisins á síðasta ári var 131,5 milljónir
króna en veltan um 922 milljónir króna. Eigið fé
Útgerðarfélagsins jókst um 61,9% á milli ára og
nemur nú 476,5 milljónum króna. Þetta eru mjög
ánægjulegar fréttir og reyndar mun betri en hægt
var að búast við, þar sem svo mjög hefur harðnað á
dalnum hjá fyrirtækjum í útgerð og fiskvinnslu á
síðustu misserum. Þessi ágæta afkoma ÚA er enn
ein staðfesting á því að fyrirtækið er tvímælalaust
eitt allra best rekna fyrirtæki landsins. Stjórnendur
fyrirtækisins hafa staðið skynsamlega að öllum
fjárfestingum og gætt fyllstu hagkvæmni í rekstri.
Afkoma fyrirtækisins á síðasta ári ber þess ljósan
vott.
Er Gísli Konráðsson, framkvæmdastjóri fyrir-
tækisins, var eftir aðalfundinn inntur skýringa á
þessari góðu afkomu félagsins, var svar hans stutt
og laggott: „Við rekum eigin skipaflota og vinn-
um sjálfir allan þann fisk sem af þeim skipum
kemur. Þetta gefur okkur góða nýtingu á okkar
vinnslustöðvum og það er það sem skiptir máli,
ásamt því að við höfum ekki sent einn einasta
ferskan fisk úr landi." Þessi orð framkvæmda-
stjórans eru allrar athygli verð. Á sama tíma og
mörg útgerðarfyrirtæki, jafnvel þau sem reka eigin
fiskvinnslu, hafa keppst við að flytja ferskan fisk úr
landi í stórum stíl og með því valdið verðhruni á
helstu ferskfiskmörkuðum okkar, hefur Útgerðar-
félag Akureyringa unnið allan afla eigin skipa
heima fyrir. Afrakstur þessarar skynsamlegu
stefnu er smám saman að koma í ljós og ættu
stjórnendur útgerðarfyrirtækja víða um land að
taka Ú.A. sér til fyrirmyndar að þessu leyti.
En það er ekki einungis rekstarafkoma Ú.A. sem
er til fyrirmyndar. Undanfarin tíu ár hefur Coldwat-
er Seafood samsteypan verðlaunað þau frystihús
og frystiskip sem fengið hafa 95 stig eða fleiri af 100
mögulegum fyrir framleiðslu sínu. Þetta gæðaeftir-
lit nær frá 1. maí til 30. apríl ár hvert. Að þessu sinni
fengu 20 fyrirtæki afhent viðurkenningarskjöl af
þessu tilefni og auk þess fengu 7 fyrirtæki skjöld
fyrir framúrskarandi framléiðslu. Útgerðarfélag
Akureyringa var í síðarnefnda hópnum og reyndar
eina fyrirtækið sem á síðustu 12 mánuðum var með
algerlega óaðfinnanlega framleiðslu og hlaut 100
stig af 100 mögulegum. Það er athyglisvert að fyrir-
tækið hefur verið í þessum hópi öll þau tíu ár sem
slíkar viðurkenningar hafa verið veittar. Árangur-
inn er enn glæstari í ljósi þess að Útgerðarfélagið er
langstærsti framleiðandinn innan Sölumiðstöðvar
hraðfrystihúsanna. Betri vitnisburð getur fisk-
vinnslufyrirtæki naumast fengið.
Það er full ástæða til að óska starfsfólki og stjórn-
endum Útgerðarfélags Akureyringa til hamingju
með þennan árangur. Hann er óneitanlega glæsi-
legur. BB.
Krabbameinsfelag Akureyrar og nágrennis:
Öflugt starf á síðasta ári
Veigamiklar breytingar urðu á
sl. ári í starfsemi Krabbameins-
félags Akureyrar og nágrennis.
Ber þar fyrst að geta, að á
stjórnarfundi í apríl á sl. ári var
ákveðið að halda aðalfund í
maílok og leggja þá fyrir aðal-
fundinn ályktun stjórnar þess
eðlis að lögum félagsins skyldi
breytt, og Krabbameinsfélag
Akureyrar yrði framvegis kall-
að Krabbameinsfélag Akur-
eyrar og nágrennis. Var það
gert til þess að sameina sveitar-
félögin við Eyjafjörð og veita
Olafsfirðingum, Dalvíkingum
og Grenvíkingum inngöngu í
félagið. Þá var jafnframt
ákveðið að aðalfundur Krabba-
meinsfélags Akureyrar og ná-
grennis, skyldi haldinn í októ-
ber ár hvert og næsti aðalfund-
ur yrði því haldinn í október
1988. Þessar breytingartillögur
voru samþykktar á aðalfundin-
um.
Þá var og samþykkt ályktun
stjórnar þess eðlis að Krabba-
meinsfélag Akureyrar og ná-
grennis myndi beita sér fyrir því
að hefja söfnun fyrir brjóst-
myndatökutæki og því til stað-
festingar var samþykkt að
Krabbameinsfélag Akureyrar og
nágrennis stofnaði reikning við
Búnaðarbanka íslands, útibú á
Akureyri og leggði þar inn
300.000 krónur.
í lok júní á sl. ári barst svo
Krabbameinsfélagi Akureyrar og
nágrennis, minningargjöf frá frú
Margréti Halldórsdóttur, til
minningar um eiginmann hennar
Tryggva Jónsson, kr. 500.000.
Með hennar samþykki var ákveð-
ið að þeim peningum skyldi varið
til fyrrnefndrar söfnunar. Sl.
haust var svo ákveðið á stjórnar-
fundi Krabbameinsfélags Akur-
eyrar og nágrennis að veita
sjúkrahúsinu tækið að gjöf, svo
fremi sem sjúkrahúsið tæki að sér
rekstur tækisins með fullu sam-
þykki stjórnar Krabbameinsfé-
lags íslands. í framhaldi af því
hófust svo síðan viðræður við
stjórn F.S.A. og Krabbameins-
félags íslands og í lok desembcr
1987 fékkst samþykki sjúkrahús-
stjórnar fyrir gjöfinni.
Góð aðsókn
á kynningarfundi
I janúar á þessu ári var svo boðað
til blaðamannafundar þar sem
sjúkrahúsinu var formlega afhent
gjafabréf fyrir fyrrnefndu tæki og
má þá segja að hin raunverulega
söfnun hafi hafist. Síðan þá hafa
formaður félagsins Jónas Franklín
og gjaldkeri félagsins Halldóra
Bjarnadóttir, haldið fjáröflunar-
og kynningarfundi víðs vegar um
héraðið og eru fundirnir nú alls
11 talsins. Hefur fundarsókn yfir-
leitt verið mjög góð. í upphafi
fundar hefur Hálldóra Bjarna-
dóttir kynnt starfsemi og sögu
Krabbameinsfélags íslands og
Krabbameinsfélags Akureyrar og
nágrennis, síðan hefur Jónas
Franklín kynnt starfsemi leitar-
stöðvanna og sagt frá fyrirhug-
aðri hópskoðun kvenna með
brjóstmyndatöku og í lok fund-
anna hefur Jónas haldið erindi
um breytingarskeið kvenna og
svarað fyrirspurnum. Eins og
áður segir hafa fundirnir verið
mjög líflegir. Fyrsti fundurinn
var haldinn í Ólafsfirði 27. janúar
1988 og mættu þar 102 á fundinn.
10. febrúar var haldinn fundur á
Dalvík og mættu þar 177. Síðan
27. febrúar var haldinn fundur
með sjúkraliðum á Hótel KEA á
Akureyri og þar voru 52 á fundi,
3. mars var fundur á Grenivík, 50
mættu. Þann 7. og 8. mars voru
haldnir fundir á Akureyri í Lóni
og mættu þar alls 195. 16. apríl
var haldinn fundur að Hlíðarbæ í
Glæsibæjarhreppi og mættu þar
32, 6. apríl fundur í Laugarborg,
Eyjafirði og mættu 47 á fundinn.
13. apríl haldinn fundur á
Árskógsströnd þar sem mættu
53. Síðan var haldinn fundur 19.
apríl á Akureyri og mættu 53 og
að lokum fóru formaður og gjald-
keri félagsins ásamt mökum í
matarboð í Lionsklúbbinn
HÆNG á Akureyri þar sem
félagið var kynnt og gjaldkeri
veitti viðtöku 200.000 króna gjöf
frá Lionsklúbbnum.
Fjáröflun gengur vel
Fjáröflun félagsins fyrir tækja-
kaupunum, hefur gengið mjög
vel. Það síðasta sem Krabba-
meinsfélagi Akureyrar og ná-
grennis hefur borist, er bréf frá
Verkstjórasambandi íslands, þar
sem Krabbameinsfélagi Akureyr-
ar og nágrennis er heitið 500.000
kr. gjöf og er ætlunin að veita
þeirri fjárupphæð viðtöku í byrj-
un maí. Samhliða því sem for-
maður og gjaldkeri félagsins hafa
haldið þessa kynningarfundi, hef-
ur verið í gangi söfnun á nýjum
félögum og hafa allir fundargestir
á fyrrnefndum kynningarfundum
skráð sig í Krabbameinsfélag
Akureyrar og nágrennis og hefur
félagatal Krabbameinsfélags
Akureyrar og nágrennis stórlega
aukist, svo í dag má ætla að um
1350 manns séu skráðir í félagið.
Þá hefur Krabbameinsfélag
Akureyrar og nágrennis fest
kaup á tölvuforriti fyrir félaga-
skráningu og er búið að skrá alla
þá er hafa óskað eftir að gerast
félagar, fram til dagsins í dag.
Þetta léttir mjög störf gjaldkera
félagsins, því framvegis verður
hægt að innheimta félagsgjaldið
með gíró-seðli og hægt er að láta
tölvuna annast útskrift gíró-seðla
og límmiða, þannig að það verð-
ur einnig auðvelt'að.spnda upp-
lýsingabæklinga til allra sem í
félaginu eru. Á fyrrnefndum
fræðslu- og kynningarfundum
höfðum við meðferðis alla bækl-
inga sem Krabbameinsfélagið
hefur gefið út og var fundar-
mönnum frjálst að taka sér þessi
kynningarrit, og var það vel
þegið. Höfum við því gengið
mjög á birgðir aðalskrifstofu
félagsins því í tvígang síðan um
áramót höfum við þurft að fá við-
bótarsendingu til að geta annað
eftirspurn.
Bjóstmyndatæki
innan tíðar
Á þessum kynningarfundum hafa
verið líflegar umræður í lok fund-
anna og mikið spurt um starfsemi
Krabbameinsfélagsins, krabba-
meinsleitina og um breytingar-
skeið kvenna, jafnframt hefur
mikið verið spurt um áframhald-
andi fræðslu og fram komið
sterkar raddir um að Krabba-
meinsfélagið stæði áfram fyrir
kynningu og fræðslu á starfsemi
félagsins og leitaði næsta vetur á
mið karlaklúbba hér í bænum
með fræðslu um breytingarskeið
karla og kenna. Þá hafa og komið
fram raddir um það að Krabba-
meinsfélag Akureyrar og ná-
grennis beitti sér fyrir því að sam-
keyrsla brjóstmyndatöku og leg-
hálsskoðunar kæmist á hið fyrsta
hér á Akureyri, þ.e.a.s. Krabba-
meinsfélag Akureyrar og ná-
grennis beitti sér fyrir því að
sköpuð yrði aðstaða á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu fyrir leghálsleitina
þannig að öll starfsemi leitarinn-
ar gæti farið þar fram. Á framan-
sögðu má sjá að Krabbameinsfé-
lag Akureyrar og nágrennis hefur
næg verkefni framundan og mun
stjórn þess gera sitt besta í því að
búa í haginn fyrir krabbameins-
leitina og er það ætlun okkar að
hefja starfsemi næsta árs með
aðalfundi sem væntanlega verður
haldinn í byrjun október á þessu
ári.
Að lokum ber svo að geta þess
að Krabbameinsfélag íslands hef-
ur fyrir hönd Krabbameinsfélags
Akureyrar og nágrennis, pantað
brjóstmyndatökutæki, sem
Krabbameinsfélag Akureyrar og
nágrennis hefur ánafnað Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á Akureyri og
er búist við að tækið komi til
landsins í næsta mánuði. Gert er
ráð fyrir að reglubundin krabba-
meinsleit í brjóstum kvenna með
röntgenmyndatöku geti hafist hér
á Akureyri á miðju þessu ári.
Lionsklúbburinn Hængur á Akureyri afhenti Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis 200 þúsund króna pen-
ingagjöf til kaupa á brjóstmyndatökutæki á dögunum. Hér má sjá er Rafn Benediktsson formaöur Hængs afhendir
Halldóru Bjarnadóttur gjaldkera ávísunina. Henni á hægri hönd er Jónas Franklín formaður Krabbameinsfélags
Akureyrar og nágrennis. Mynd: kk