Dagur - 12.05.1988, Síða 5

Dagur - 12.05.1988, Síða 5
12. maí 1988- DAGUR-5 Waf erlendum vetfvangi il Hætta fyrir geimfara: Himininn fullur af brotajárni Meira er 40.000 aðskotahlutir, allt frá margra metra löngum eldflaugahlutum niður í smáflís- ar, þjóta um gufuhvolfið innan um allar tegundir af geimförum og gervitunglum. Allt þetta rusl flýgur eins og stórskotahríð með 28.000 km hraða á klst., þ.e. 30-földum hljóðhraða, um það svæði sem flest mönnuð og ómönnuð geim- för eiga leið um, þ.e. í 250-1.000 km hæð og þyngdarlausa beltinu 36.000 km yfir miðbaug. Ekki þyrfti að spyrja um örlög þess geimfars sem lenti í árekstri við einhvern af þessum hlutum. Sem stendur er að meðaltali 120 skotið upp árlega. Ef gert er ráð fyrir áframhaldandi aukningu má búast við tvöföldun aðskotahluta í geimnum á næstu 8-10 árum. Hér leitar Labrador retriever að bráð sinni, sem í þetta skiptið er uppstopp- aður fasan með gervilykt, og hann leitar með því að hlaupa fram og aftur yfir lyktarlínuna og síðan í þá áttina sem lyktin er sterkari. Hvernig tekst hundum að rekja slóðina?..... Hvaða tækni er það, sem hundar beita, þegar þeim er sagt að finna ákveðna slóð og fylgja henni? Og hvers vegna hafa menn einmitt valið hundinn til að leysa slík verkefni af hendi en ekki einhver önnur dýr með gott lyktarskyn? Jú, mönnum, sem hafa lítt þróað lyktarskyn, finnst hæfi- leikar hundsins ótrúlegir. Dýrum eins og manninum, þar sem sjón- in hefur náð meiri þroska en öll önnur skilningarvit, er erfitt að ímynda sér veröld, þar sem lyktin skiptir mestu máli, en hjá hundunum er það einmitt lyktarskynið, sem er mikilvægast. Rétt eins og menn geta á ótal vegu lýst útliti einhvers hlutar, svo sem stærð, lit og lögun, geta hundar orðið margs vísari af því að finna lyktina. Lyktarskyn manna er of lélegt til þess að við getum greint milli margra smáatriða, sem mynda ákveðna lykt en lyktarskyn hunda er 2-300 sinnum sterkara og nákvæmara en manna. Telja má, að það sé eins auðvelt fyrir hund að greina á milli tveggja lyktarafbrigða og fyrir mann að sjá mismun fimmeyrings og krónu. Þegar hundur á að leita ein- hvers, verður honum fyrst að vera það ljóst, hvernig lyktin er af því, sem leita skal. Sé hundur látinn leita eiturlyfja, er byrjað á því að láta hann þefa af sams konar efnum og honum er ætlað að finna. Hundurinn gleymir ekki lykt- inni af efninu og þegar honum er sagt að leita, leitar hann sjálf- krafa einhvers, sem lyktar eins. Sé aftur á móti um það að ræða að finna mann, reynir meira á hæfileika hundsins. Fyrst verður hann að kynnast lyktinni af við- komandi manni, til dæmis með því að þefa af fötum, sem hann hefur gengið í, en að því búnu getur hundurinn farið að leita spora, sem gefa frá sér sams konar lykt og þá, sem búið er að kynna honum. Tæknin, sem dýrin nota til að finna ákveðinn hlut, veiðibráð eða mann, er sú sama hjá öllum dýrum, sem beita lvktarskyninu til að leita. Það gildir jafnt um hákarla sem hasshunda og allt þar í milli. Fyrst er að sjálfsögðu að finna slóðina. Það geta leynst lyktar- sameindir í gróðri eða í andrúms- loftinu, og þegar minnst varir geta einhverjar þessara sameinda borist að viðkvæmum frumum í nösum hundsins. Ef það gerist, fer hundurinn að ganga í hringi eða hlaupa eftir hlykkjóttri braut fram og aftur um svæðið. Þá er hann í fyrsta lagi að fullvissa sig um, að það sé rétta lyktin, sem hann hefur fundið, en einnig að kanna í hvaða átt lyktaráhrifin séu mest. Hundurinn heldur síðan áfram eftir slóðinni til þeirrar áttar, sem hann finnur lyktina aukast, og hann heldur áfram þangað til hann annað hvort finnur það, sem hann leitar, eða hann verður af einhverjum ástæðum að gefast upp við leitina. Yfirburðir hundsins liggja í hæfileika hans til að finna margs konar lykt og greina á milli. Það eru til ýmis dýr, sem hafa veru- lega skarpara lyktarskyn en hundar, en þau geta aftur á móti ekki rakið slóð nema eftir einni lykt eða mjög fáum. (Lars Thomas dýrafræðingur. - Pýd. P.J.) Aðskotahlutir í himingeimnum. Þegar fyrir fjórum árum skildi örlítil stálflís, svo lítil að hún mældist alls ekki frá jörðu, eftir sig djúpa rispu í sérsmíðaðan, hertan glugga á amerískri geim- ferju. Það er opinbert leyndar- mál, að bandarísk hernaðaryfir- völd hafa af því miklar áhyggjur, að þessir aðskotahlutir eyðileggi skynjara og spegla geimvarnar- kerfisins, sem samkvæmt Penta- gonáætluninni á að koma upp um miðbik 10. áratugarins. (Spiegel, Magnús Kristinsson þýddi) Samkoma! Nk. laugardag kl. 11.00 verður haldin samkoma í safnaðarsal Aðventista í Verslunarmiðstöðinni Sunnuhlíð. Fjölbreytt tónlist. Æskulýðskór, karlakvartett og hljóðfæraleikarar koma fram. Allir velkomnir. Söfnuður 7. dags Aðventista. Saudárkróksbúar Skagfirðlngar Höfum til útleigu eftir gagngerar endurbætur 50 manna sal að Suðurgötu 3, Sauðárkróki. Boðið er upp á veitingar ef óskað er. Hentugur salur til fundahalda fyrir fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga. Upplýsingar í síma 5586 (Lilja). Stjórnin. íbúðir í fjölbýlishúsi við Melasíðu 3, Akureyri íbúðirnar eru 2ja, 3ja og 4ra herbergja. Verða tilbúnar til afhendingar í júlí 1989, fullfrágengnar.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.