Dagur - 12.05.1988, Side 8
8 - DAGUR - 12. maí 1988
Alþjóðlegur baráttudagur gegn vímuefnum:
Boðhlaup og skemmtidag skrá grunnskólanna
Hulda Steingrímsdóttir nemandi í
Oddeyrarskóla sýndi timleika.
Á laugardaginn fór fram boð-
hlaup nemenda í 12 grunnskól-
um á Akureyri og í Eyjafiröi.
Hlaupið var liður í dagskrá í
tilefni af alþjóðlegum baráttu-
degi gegn vímuefnum. I hlaup-
inu var keppt í tveimur aldurs-
flokkum stúlkna og pilta, (7.-9..
bekk og 4.-6. bekk). í hverri
boðsveit voru 8 hlauparar en
alls voru keppendurnir 256 að
tölu. Glæsileg verðlaun voru
veitt fyrir sigur í hverjum
flokki og var keppnin mjög
jöfn og spennandi. Það voru
Lionsklúbbarnir á Akureyri og
í Eyjafirði sem sáu um fram-
kvæmdina.
Hlaupiö hót'st viö íþróttahöll-
ina og því lauk þar einnig. Að
hlaupinu loknu fór fram
skemmtidagskrá í Höllinni, þar
sem sigurvegarnir fengu sín verð-
laun og auk þess skemmtu full-
trúar grunnskólanna á Akureyri
gestum. Valgeir Guðjónsson
Stuðmaður var kynnir og söng
hann einnig nokkur lög í lokin.
Dagskráin hófst á því að Ragn-
heiður Guðnadóttir frá foreldra-
samtökunum Vímulaus æska,
flutti stutt ávarp en síðan tóku
við skemmtiatriði frá skólunum.
Frá Oddeyrarskóla sýndi Hulda
Steingrímsdóttir leikfimiæfingar
á gólfi við mikinn fögnuð við-
staddra. Síöan söng Kór Lundar-
skóla nokkur lög við undirleik
Aðalheiðar Þorsteinsdóttur en
stjórnandi kórsins er Elínborg
Loftsdóttir. Frá Barnaskóla
Akureyrar kom leikþáttur, þar
sem nokkrir ungir og efnilegir
leikarar fluttu leikþáttinn Ari og
hinir grislingarnir, í leikstjórn
Birgis Sveinbjörnssonar. Fjórða
atriðið kom frá Gagnfræðaskóla
Akureyrar þar sem þær Ásta
Óskarsdóttir og Kristín Óladóttir
léku saman á fiölu og píanó.
Að því loknu fór fram verð-
launaafhending fyrir hlaupið og
þaö voru þau Halldór Áskelsson
knattspyrnumaður og Guðrún H.
Kristjánsdóttir skíðamaður sem
afhentu sigurvegurunum í hverj-
um flokki, sigurlaunin. Það var
svo Valgeir Guðjónsson sem átti
síðasta orðið en hann flutti nokk-
ur þekkt lög á þann hátt sem hon-
um einum er lagið.
En úrslit í hlaupinu urðu þessi:
Eldri flokkur pilta: mín
1. Hrafnagilsskóli 7,50
2. Gagnfræðaskói Akureyrar 8,07
3. Síðuskóli 8,18
Eldri tlokkur stúlkna:
1. Gagnfræðaskóli Akureyrar 8,56
2. Glerárskóli 9,18
Barnaskóli Akureyrar sigraði í boðhlaupinu í yngri flokki stúlkna.
Valgeir Guðjónsson var kynnir á
skemmtidagskránni og flutti auk
þess nokkur lög.
Nemendur í Barnaskóla Akureyrar fluttu leikþáttinn Ari og hinir grisling- Ásta Óskarsdóttir og Kristín Óladóttir nemendur í Gagnfræðaskóla Akur-
arnir, í leikstjórn Birgis Sveinbjörnssonar. eyrar, léku saman á fiðlu og píanó. Myndir: kk
Kór Lundarskóla undir stjórn Elínborgar Loftsdóttur söng nokkur lög.
3. Grenivíkurskóli
Yngri flokkur pilta:
1. Glerárskóli
2. Lundarskóli 9,07
3. Barnaskóli Akureyrar 9,19
Yngri flokkur stúlkna:
1. Barnaskóli Akureyrar 9,17
2. Dalvíkurskóli 9,44
3. Síðuskóli 9,48
Gagnfræðaskóli Akureyrar sigraði í boðhlaupinu í eldri flokki stúlkna.