Dagur - 06.06.1988, Side 8
8 - DAGUR - 6. júní 1988
6. júní 1988 - DAGUR - 9
Knattspyrna 4. deild:
Þórariim
skoraði 3
fyrir Eflingu
Eding sigraði Æskuna þegar liðin mættust á
Laugavelli á laugardaginn í D-riðli 4. deildar
íslandsmótsins í knattspyrnu. Leikurinn
þótti fremur illa leikinn, einkenndist einkum
af lönguin spörkum og hlaupum. Lokatölur
urðu 3:2 eftir að staðan í leikliléi hafði verið
1:1.
Efling hafði lengst af undirtökin í þessum
leik. Það var þó Æskan sem skoraði fyrsta
mark leiksins en Efling jafnaði fyrir leikhlé.
Leikmenn Eflingar voru síðan mun frískari í
síðari hálfleik og skoruðu tvö mörk í röð en
Æskan náði að rninnka muninn með marki
rétt fyrir leikslok. Úrslitin urðu því 3:2 og
verður sá sigur að teljast sanngjarn. Þórar-
inn Jónsson skoraði öll mörk Eflingar í þess-
um leik en Atli Brynjólfsson og Baldvin Hall-
grímsson skoruðu mörk Æskunnar. JHB
Jafntefli
hjá Neista
og HSÞ-b
Á laugardag inættust Neisti og HSÞ-b á
Hofsósvelli í D-riöli 4. deildar. Leikurinn var
frekar jafn allan tímann og honum lauk með
sanngjörnu jafntefli, 2:2. Staðan í leikhléi
var 0:1, HSÞ-b í vil.
Það var Ari Hallgrímsson sem skoraði
fyrsta mark leiksins fyrir HSÞ-b. Hann var
síðan aftur á ferðinni í síöari hálfleik og kom
HSÞ-b tveimur mörkum yfir, 2:0. Ari virðist
ætla að gera það gott í sumar en hann skor-
aði einnig tvö mörk fyrir HSÞ-b í síðasta leik
liðsins. Þess má geta að hann er bróðir knatt-
spyrnumannsins kunna Jónasar Hallgríms-
sonar hjá Völsungi.
En leikmenn Neista gáfust ekki upp þrátt
fyrir að vera komnir tveimur mörkum undir
og náðu að jafna leikinn með mörkum
Kristjáns Jónssonar og Hauks Þórðarsonar.
Þá átti Oddur Jónsson þrumuskot í þverslá
fyrir Neista. En eins og fyrr segir urðu úrslit
leiksins sanngjamt jafntefli, 2:2. JHB
Aftur frestað
hjá Vaski
Fresta varð leik Vasks og UMSE-b í D-riðli
4. deildar, sem fara átti fram á Akureyri á
laugardag þar sem enginn dómari og engir
línuverðir létu sjá sig. Leikurinn er liöur í 2
umferð deildarinnar. Leik Vasks við
Æskuna úr 1. umferð var einnig frestað
þannig að Vaskur hefur enn ekki leikið í
Islandsmótinu á þessu tímabili. JHB
íslandsmótið í knattspyrnu 2. deild:
ÍR náði jafntefli á Siglufirði
- Liðið jafnaði skömmu fyrir leikslok og fór með eitt stig
og tryggðí liði sínu eitt stig. Eftir
mikinn barning í vítateig KS,
barst boltinn til Eggerts og hann
sendi hann af öryggi í netið.
Steve Rutter sem lék sinn
fyrsta leik með KS á þessu
keppnistímabili, stóð sig mjög
vel og á örugglega eftir að gera
góða hluti með liðinu. Rutter
sem er stór og sterkur, lék í
fremstu víglínu ásamt Hafþóri
Kolbeinssyni og náðu þeir ágæt-
lega saman. Varnarmenn liðsins
áttu ekki góðan dag og söknuðu
greinilega þeirra Baldurs
Benónýssonar og Ólafs Ólafsson-
ar sem ekki gátu leikið vegna
meiðsla.
ÍR-ingar léku ágætlega úti á
vellinum í þessum leik en tókst
ekki að skapa sér nein afgerandi
færi.
Bragi Bergmann dæmdi leik-
inn og gerði það vel. BÞ/KK
Knattspyrna 1. deild kvenna:
Heppnismark Vals gegn KA
Kvennaliö KA lék síðari leik
sinn í Reykjavíkurferö sinni
þegar liðið mætti Val á nýjum
grasvelli þeirra síðarnefndu að
Hlíðarenda í gær. Þetta var
vígsluleikur vallarins og áður
en hann hófst fór fram athöfn
þar sem vöilurinn var formlega
vígður. Leikurinn, sem var lið-
ur í annarri umferð 1. deildar
kvenna í knattspyrnu, gat þó
ekki hafíst strax að lokinni
athöfninni þar sem dómara-
tríóið vantaði eins og fram
kemur hér á öðrum stað. Það
er auðvitað til skammar að
slíkt skuli gerast yfírleitt, hvað
þá þegar um er að ræða leik í
1. deild.
KA-liðið byrjaði á móti mjög
sterkum vindi í fyrri hálfleik.
Leikurinn einkenndist strax af
mikilli baráttu og fór að mestu
leyti fram á miðjum vellinum en
h'tið var um færi. Valsstúlkurnar
voru öllu meira með boltann en
náðu þó ekki að ógna KA-liðinu
neitt verulega. Síðari hálfleikur
var svipaður þeim fyrri allt fram á
20. mínútu en þá fór að draga til
tíðinda. Þá náði KA-liðið foryst-
unni þegar Inga Birna Hákonar-
dóttir skoraði með glæsilegum
skalla eftir hornspyrnu frá Hjör-
dísi Úlfarsdóttur, staðan orðin
1:0.
5 mínútum síðar fengu Vals-
stúlkurnar aukaspyrnu rétt fyrir
utan vítateig KA og í framhaldi
af henni skoruðu þær glæsilegt
mark og jöfnuðu leikinn. Þegar
örfáar mínútur voru til leiksloka
skoruðu Valsstúlkurnar sitt ann-
að mark. Þá kom sending inn fyr-
ir vörn KA-liðsins og einn sókn-
armaður Vals var þar á auðum
sjó og átti ekki í erfiðleikum með
að skora. Mikil rangstöðulykt var
af þessu marki en einn af stjórn-
armönnum knattspyrnudeildar
Vals, sem var á línunni, sá ekki
ástæðu til að veifa. „Þetta var
á Reyni
Leikurinn fór fram á malarvelli
og bar þess öll merki því knatt-
spyrnan var ekki mikið fyrir aug-
að. Eins og fyrr segir var lið
Þróttar mun sterkara mest allan
tímann án þess að nokkur stæði
þar upp úr, þetta var fyrst og
fremst sigur liðsheildarinnar. Það
var Guðbjartur Magnason sem
skoraði öll mörk liðsins.
Hjá Reyni stóð heldur enginn
upp úr að þessu sinni. Flestir
leikmenn liðsins voru langt frá
sínu besta. JHB
færði liðinu sigur á síðustu stundu
dálítið furðulegt. Hún var langt
fyrir innan, alveg kolrangstæð,
en línuvörðurinn sá ekkert
athugavert við þetta og sleppti
því alveg að veifa. Það má segja
að þær hafi fengið sigurinn á silf-
urfati," sagði Gunnlaugur
Björnsson, þjálfari KA-liðsins í
samtali viö Dag.
Þrátt fyrir að Valsstúlkurnar
hafi fengið síðara mark sitt á silf-
urfati sagöi Gunnlaugur að þegar
á heildina væri litið þá hefði sigur
þeirra scnnilega verið sanngjarn.
„En það var gremjulegt að fá
þetta mark á sig úr því sem kom-
ið var," sagði Gunnlaugur
Björnsson. JHB
Enginn dómari mætti á
leik í 1. deild kvenna
- Fyrirkomulag á boðun dómara til skammar fyrir KSÍ
Þegar leikur Vals og KA í
fyrstu deild kvenna átti að
hefjast á hinum nýja grasvelli
Valsmanna að Hlíðarenda í
gær kom í Ijós að enginn dóm-
ari né línuvörður hafði enn lát-
ið sjá sig. Upphófst þá mikil
leit sem endaði með því að nýr
dómari var fenginn á svæðið
og tveir línuverðir voru settir
honum til aðstoðar. Svo illa
vildi til að annar þeirra var
stjórnarmaður í knattspyrnu-
deild Vals.
Að þetta skuli gerast á 1. deild-
ar leik er auðvitað til háborinnar
skammar fyrir KSÍ. Og reyndar
er þetta til skammar í hvert sinn
sem þetta gerist, hvaða lið sem
eiga í hlut. Boðun dómara og
línuvarða hefur alltaf verið mikið
vandræðamál á íslandi, einkum í
yngri flokkum og neðri deildum,
en eins og fram kemur á öðrum
stað í blaðinu varð að fresta leik
Vasks og UMSE-b sem fram átti
að fara á Akureyri á laugardag
þar sem enginn dómari lét sjá sig.
Fleiri dæmi mætti auðvitað nefna
en þess ætti ekki að gerast þörf.
Allir þeir sem komið hafa nálægt
störfum knattspyrnufélaga kann-
ast við þetta vandamál.
Þótt svo slysalega hafi viljað til
að Valsmaður hafi þurft að
standa á línunni í leik KA og
Vals í gær er auðvitað ekki viö
Valsmenn að sakast. Sökin liggur
alfarið hjá KSÍ. Þetta er óþolandi
ástand og sérstaklega er þetta
slæmt þegar í hlut eiga lið sem
hafa ferðast langar leiðir til að
spila leikina eins og KA í þessu
tilfelli. Hér með er skorað á KSÍ
að kippa þessum málum í lag í
eitt skipti fyrir öll - það er víst
tími til kominn. JHB
Knattspyrna 3. deild:
Markalaust á Seyðisfirði
- í leik Hugins og Hvatar í gær
Huginn og Hvöt skildu jöfn á
Seyðisfirði í gær, er liðin áttust
við í B-riðli 3. deildar í knatt-
spyrnu. Hvorugt liðið skoraði
mark í leiknum sem fram fór
við hinar erfíðustu aðstæður.
Hífandi rok var lengst af á
meðan leikurinn stóð yfír og
fór hann að mestu fram á miðj-
um vellinum.
Leikurinn átti að fara fram á
laugardag en honum varð að
fresta þá, þar sem flugvélin er átti
að flytja hluta Hvatarliðsins frá
Blönduósi til Egilsstaða bilaði á
miðri leið og þurfti að nauðlenda
í Keflavík. Þó að sennilega hafi far-
ið um einhverja leikmenn Hvatar
í þessari flugferð, varð þó engum
meint af og þeir héldu galvaskir
til Seyðisfjarðar í gær.
Þeim tókst þó ekki að koma
boltanum í netið frekar en heima-
mönnum og markalaust jafntefli
því staðreynd. Hvatarmenn eru
þá komnir á blað í deildinni en
leikmenn liðsins hafa þó ekki
fundið skotskóna ennþá.
Ásgeir Valgarðsson og félagar hans
í Hvöt gerðu jafntefli á Seyðisfirði í
gær.
Staðan
3. deild
Úrslit leikja í B-riðli 3. deildar
á íslandsmótinu í knattspyrnu
um helgina urðu þessi:
Einherji-Sindri: Frestað
Magni-UMFS Dalvík: Frestað
Huginn-Hvöt: 0:0
Þróttur N.-Reynir Á: 3:0
Staðan í riðlinum er þessi:
Þróttur N.
Reynir Á.
Huginn
UMFS Dalvík
Hvöt
Sindri
Einherji
Magni
2 2-0-0
2 1-0-1
1 0-1-0
1 0-1-0
1 0-0-1
1 0-0-1
0 0-0-0
0 0-0-0
4:0 6
3:4 3
2:21
2:2 1
0:10
1:3 0
0:0 0
0:0 0
Fyrstu mörkin í Ólafsfirði
er Leiftur og Þór gerðu jafntefli 1:1
Kristján Kristjánsson og Einar Arason sækja að marki Leifturs. Kristján olli nokkrum sinnum usla upp við mark Leifturs í leiknum á laugardaginn.
Mynd: TLV
KS-ingar voru klaufar að hirða
ekki öll þrjú stigin er þeir
fengu ÍR-inga í heimsókn til
Siglufjarðar á laugardag í 2.
deildinni í knattspyrnu. Þeir
áttu mun hættulegri færi í
leiknum en urðu að gera sér
jafntefli að góðu. Úrslit leiks-
ins urðu 2:2 en ÍR-ingum tókst
að jafna tveimur mín. fyrir
leikslok, eftir að hafa átt í vök
að verjast lengst af.
Leikurinn á laugardag fór fram
við ágætar aðstæður, þurrt veður
og logn og að venju voru fjöl-
margir áhorfendur á vellinum.
Það voru gestirnir sem tóku foryst-
una á 20. mín. er Sigurfinnur
Sigurjónsson skoraði með föstu
skoti. Boltinn fór utan í varnar-
mann KS, breytti um stefnu og
hafnaði í markinu án þess að
Magnús Jónsson markvörður
kæmi vörnum við. En Englend-
ingurinn Steve Rutter sem lék
sinn fyrsta leik með KS, jafnaði
skömmu síðar. Róbert Haralds-
son tók langt innkast og Rutter
stökk hæst allra í vítateig ÍR og
skallaði boltann í fjærhornið. í
hálfleik var staðan 1:1.
Strax í upphafi síðari hálfleiks
bætti Jónas Björnsson við öðru
marki fyrir KS með góðu skoti úr
vítateignum. Heimamenn fengu
síðan noklcur góð færi til viðbótar
til þess að bæta við mörkum en
tókst ekki að nýta þau. Þegar um
2 mín. voru til leiksloka jafnaði
Eggert Sverrisson leikinn fyrir ÍR
SL-mótið 1. deild:
Leiftur komst í hann krappann
á laugardaginn er liðið fékk
Þór í heimsókn ■ Sl-deild
íslandsmótsins í knattspyrnu.
Leikurinn var býsna hraður og
skemmtilegur en Þórsarar
voru hættulegri og geta Leift-
ursmenn verið sáttir við sitt
þriðja jafntefli í jafn mörgum
leikjum. Úrslitin urðu 1:1 og
eru þetta fyrstu mörkin í Ólafs-
firði í sumar og jafnframt
fyrstu mörk beggja liða í deild-
inni.
Þórsarar byrjuðu leikinn af
krafti og strax á 2. mínútu komst
Jónas Róbertsson í gott færi eftir
sendingu frá Guðmundi Val en
skot hans fór yfir Leiftursmarkið.
Þórsarar héldu sóknaraðgerðum
sínum áfram án árangurs og á 15.
mín. snerust vopnin úr höndum
þeirra er Hörður Benónýsson óð
í gegnum Þórsvörnina en skot
hans fór yfir markið.
Ekki vildu Þórsarar láta leik-
inn þróast á þennan veg og blésu
því enn til sóknar og á 17. mín.
voru þeir hársbreidd frá marki.
Kristján Kristjánsson fékk bolt-
ann á vinstri kanti, lék honum
eilítið til hægri og með hægri fæti
lét hann knöttinn vaða að mark-
inu. Þorvaldur virtist frosinn en
náði þó að fálma í boltann sem
small í þverslánni og niður fyrir
fætur Hlyns Birgissonar sem var
of seinn að vinna úr færinu.
Nú voru áhorfendur, a.m.k.
þeir sem komu frá Akureyri, á
þeirri skoðun að markið lægi í
loftinu og á 28. mín. dró til tíð-
inda. Júlíus Tryggvason tók eitt
af sínum löngu innköstum inn í
vítateig Ólafsfirðinga og Ólafur
Sveinsson dómari dæmi umsvifa-
laust vítaspyrnu, sennilega á
Árna Stefánsson fyrir að hindra
Halldór Áskelsson. Júlíus tók
vítaspyrnuna og skoraði með
föstu skoti í mitt markið, LO fyrir
Þór og þannig var staðan í hálf-
leik.
Seinni hálfleikur var nokkuð
keimlíkur hinum fyrri, nokkur
færi hjá báðum liðum en Þórsarar
meira með boltann, enda réðu
þeir miðjunni að mestu. Á 48.
mín. greip Kristján enn til hægri
fótarins en skot hans fór framhjá.
Einni mínútu síðar átti Hafsteinn
Jakobsson gott skot úr auka-
spyrnu en rétt yfir Þórsmarkið.
Á 51. mín. barst boltinn inn í
vítateig Þórsara eftir aukaspyrnu
sem dæmd var á Birgi Skúlason.
Þórsarar voru í basli með að
hreinsa frá og Steinar Ingimund-
arson potaði boltanum í markið.
Staðan 1:1.
Þórsarar sóttu stíft eftir
markið. Einar Arason skaut
framhjá á 65. mín. og Guðmund-
ur Valur gerði slíkt hið sama á
69. mín. A 87. mín. kemst Hlyn-
ur inn fyrir vörn Leifturs og leik-
ur að markinu en þá kemur Árni
Stefánsson aðvífandi og hindrar
Hlyn og vildu þá margir fá víta-
spyrnu en dómarinn lét þetta
afskiptalaust. Á 89. mín. sækja
Kristján og Guðmundur Valur
stíft að Leiftursmarkinu og Þor-
valdur bjargar skoti hins síöar-
nefnda í horn. Úrslitin því 1:1 og
voru Þórsarar ekki alveg sáttir
við þá niðurstöðu.
Enginn skaraði fram úr í þess-
um leik en einna bestir Þórsara
voru þeir Jónas Róbertsson,
Guðmundur Valur, Júlíus
Tryggvason og Hlynur var spræk-
ur frammi. Þá skilaði Kristján
sínu vel en Halldór sást lítið. Hjá
Leiftri má nefna Þorvald mark-
vörð og Árna Stefánsson sem
hélt Halldóri í skefjum þótt ekki
hafi þar ávallt verið löglega að
verki staðið.
Lið Leifturs: Þorvaldur Jónsson,
Gústav Ómarsson, Árni Stefánsson,
Sigurbjörn Jakobsson, Guðmundur
Garðarsson, Friðgeir Sigurðsson (Róbert
Gunnarsson 72. mín.), Hafsteinn
Jakobsson, Halldór Guðmundsson,
Lúðvík Bergvinsson, Hörður Benónýs-
son. Steinar Ingimundarson (Óskar Ingi-
mundarson 81. mín.).
Lið Þórs: Baldvin Guðmundsson,
Júlíus Tryggvason, Birgir Skúlason, Nói
Björnsson, Einar Arason, Kristján
Kristjánsson, Jónas Róbertsson, Guð-
mundur Valur Sigurðsson, Siguróli
Kristjánsson, Hlynur Birgisson, Halldór
Áskelsson.
Gul spjöld: Hörður Benónýsson og
Guðmundur Garðarsson. Leiftri.
Dómari: Ólafur Sveinsson
Línuverðir: Haukur Torfason og Árni
Arason. SS
Jónas Björnsson skoraði annað
mark KS gegn ÍR.
Knattspyrna 3. deild:
Sanngjam sigur Þróttar
Þróttur Neskaupstað sigraði
Reyni frá Árskógsströnd í
B-riðli 3. deildar þegar liðin
mættust á Neskaupstað á
laugardaginn. Leikurinn var
liður í 2. umferð riðilsins.
Honum lauk með sigri Þrótt-
ara sem skoruðu 3 mörk án
þess að Reynismönnum tækist
að svara fyrir sig. Staðan í hálf-
leik var 1:0.
Óhætt er að segja að sigur
Þróttara hafi verið sanngjarn.
Þeir byrjuðu strax mun betur og
eftir aðeins 10 mínútur var stað-
an orðin 1:0. Þróttarar sóttu síð-
an öllu meira það sem eftir lifði
hálfleiksins og fengu nokkur
sæmileg færi en leikmenn Reynis
virtust aldrei komast almennilega
inn í leikinn. Þó áttu þeir einu
sinni gott skot að marki Þróttar
utan af velli en það fór naumlega
framhjá. Eins og fyrr segir var
staðan í hálfleik 1:0.
Engin veruleg breyting varð á
leik liðanna í seinni hálfleik.
Þróttarar voru mun frískari og
skoruðu sitt annað mark fljótlega
eftir leikhlé. Þeir bættu síðan
þriðja markinu við þegar 25
mínútur voru liðnar af síðari
hálfleik og það var ekki fyrr en
þá, þegar staðan var orðin 3:0,
sem leikmenn Reynis fóru að
komast inn í leikinn. Þeir fóru að
sækja meira og áttu m.a. gott
skot í stöng en ekkert gekk.
Þróttarar fengu einnig fleiri færi,
áttu t.d. skot í þverslá og annað í
stöng.