Dagur - 06.06.1988, Blaðsíða 13
6. júní 1988 - DAGUR - 13
„Og enn er vormeð angan hvítra blóma
og ævintýraljóma um dal og fell. “
Vorið er komið með söng fugl-
anna og gróðurangan í lofti. Pá
barst okkur fréttin. - Hún Helga
er dáin. - Alltaf finnst okkur
örlögin grimm þegar vinir okkar
hverfa á braut í blóma lífsins, en
guð ræður.
Sá, sem komið hefur í Siglu-
fjörð í blæjalogni og séð fjöllin
speglast í haffletinum gleymir því
aldrei.
Pannig hygg ég að Helga hafi
hugsað til staðarins, þar sem hún
átti sín æskuár ásamt bróður sín-
um Hákoni á heimili ástríkra for-
eldra. Þau studdu hana alla tíð
með ráðum og dáð.
Foreldrar hennar eru Ólafur
Þorsteinsson læknir og kona hans
Kristine, norskrar ættar.
Helga varð stúdent frá Mennta-
skólanum á Akureyri 1958. í
skólanum kynntist hún Páli
Péturssyni frá Höllustöðum. Þau
felldu hugi saman og giftu sig 26.
júlí 1959, þá flutti Helga í sveit-
ina. Börnin urðu þrjú: Kristín
bóndi á Höllustöðum, Ólafur
Pétur við verkfræðinám í Kaup-
mannahöfn og Páll Gunnar við
háskólanám. Dóttursonur þeirra
Helgi Páll hefur verið þeim sam-
tíða og mikill sólargeisli á heimil-
inu. Allt eru þetta mannvænleg
og elskuleg börn.
Frjálst framtak
tekur við
útgáfu
Sjónvarps-
vísis Stöðvar 2
Fyrir skömmu var gengið frá
samningum milli útgáfufyrir-
tækisins Frjáls framtaks hf. og
íslenska sjónvarpsfélagsins hf.
um útgáfu Sjónvarpsvísis Stöðvar
2. Mun Frjálst framtak taka við
útgáfu blaðsins sem kemur út
einu sinni í mánuði. Hingað til
hefur meginefni blaðsins verið
sjónvarpsdagskrá Stöðvar 2 og
umfjöllun um einstök dagskrár-
atriði en nú hefur verið ákveðið
að breyta blaðinu verulega,
stækka það og bjóða lesendum
upp á fjölbreytt efni. Má segja að
með breytingunni verði Sjón-
varpsvísir Stöðvar 2 gerður að.
tímariti. Eftir sem áður verður
ítarleg umfjöllun um sjónvarps-
dagskrá stöðvarinnar í blaðinu.
Sjónvarpsvísir Stöðvar 2 er nú
útbreiddasta tímarit á landinu en
það verður prentað í um 40 þús-
und eintökum og verður eftir sem
áður dreift ókeypis til áskrifenda
Stöðvar 2.
Jafnframt hafa verið gerðar
nokkrar aðrar breytingar á út-
gáfustarfsemi Frjáls framtaks hf.
Ákveðið hefur verið að auka út-
gáfutíðni Frjálsrar verslunar úr 8
blöðum á ári í 12 blöð á ári og
gerðar verða töluverðar breyting-
ar á blaðinu. Þá hefur verið
ákveðið að fella útgáfu tveggja
tímarita sem Frjálst framtak hf.
hefur gefið út: Iðnaðarblaðsins
og Viðskipta&Tölvublaðsins inn
í Frjálsa verslun og er stefnt að
því að Frjáls verslun verði eftir-
leiðis enn öflugra atvinnulífs-
tímarit sem tekur til sem flestra
þátta atvinnulífsins. Frjáls versl-
un kom fyrst út í janúarmánuði
1939 og á blaðið því fimmtíu ára
afmæli á næsta;ári.
Þegar Páll varð alþingismaður
og fleiri félagsmálastörf tóku
mikið af tíma hans, varð Helga
að taka meiri þátt í stjórn búsins.
Fórst henni það vel úr hendi, því
hún var harðdugleg, stjórnsöm
og fljót að átta sig á hlutunum.
Hún hafði líka ánægju aF að
umgangast dýrin, einkum hest-
ana. Þeir urðu margir vinir henn-
ar og hún naut þess að taka
hnakk sinn og hest og létta af sér
striti dagsins.
Helga var náttúruunnandi og
hafði gaman af allri ræktun. Fór
með gesti sína út í garð og hafði
ánægju af að ræða um blómin og
jurtirnar. Helga var líka trúuð
kona. Það kom fram í umhyggju
hennar fyrir sóknarkirkjunni að
Svínavatni'. Hún var formaður
sóknarnefndar og stjórnaði
endurbótum á kirkju og kirkju-
garði af röggsemi. Eflaust hefur
trú hennar líka veitt henni sálar-
styrk, en hún þurfti á því að
halda.
Við hjónin kynntumst Helgu
eftir að hún flutti hingað í sýsl-
una, þau kynni voru góð. Það var
ekki aðeins gott að koma heim til
þeirra hjóna. Það var líka
gaman. Þar ríkti bæði glaðværð
og gestrisni, sest niður yfir góð-
um veitingum og spjallað um
það, sem efst var á baugi hverju
sinni. Helga tók þátt í umræð-
unni á sinn hreinskipta og heiðar-
lega hátt og átti létt með að koma
skoðunum sínum á framfæri án
þess að særa neinn. Hún var vin-
ur vina sinna.
Sambýlið á Höllustöðum var
gott, í hugum okkar, sem þekkj-
um þau öll, var heimilið sem eitt
þótt húsin væru tvö. Þegar við
komum vorum við alltaf hvött til
að hitta fólkið, sem bjó í hinu
húsinu.
í nokkur síðustu ár barðist
Helga hetjulegri baráttu við ill-
vígan sjúkdóm og þó að hún vissi
að baráttan væri vonlítil var
aldrei hægt að sjá það á Helgu
fram til þess síðasta, annað en
allt væri í lagi. Þannig vildi hún
vera, það var hennar lífsstíll, að
láta það bitna sem minnst á
öðrum, þótt hún væri oft sárþjáð.
Eg vil að lokum gera orð
skáldsins að mínum:
„Eg sakna þín. ég syrgi farinn vin,
í sálu þinni fann ég dýpsta hljóminn,
er hóf sig yfir heimsins dægurglys. “
Við Guðný sendum öllum
þeim, sem voru henni kærir, inni-
legustu' samúðarkveðjur.
Kristinn Pálsson.
Þeir Brynjar Tryggvason og Kjartan Sveinarsson héidu hlutaveltu uni dag-
inn til styrktar Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri. Þeir afhentu 3.235 krónur
til Hlíðar. Kærar þakkir. Mymi: cb
I ísi oan hf.
auglýsir
'i k Einangrunargler k ísetningarefni k Hamrað gler k Vírgler k Öryggisgler k Plastgler k Speglar
AHt á sama sfað
ö ISPAN HF.
Norðurgötu 55. Sími 96-22333.
Aðalfundur KDE
Aðalfundur Knattspyrnudómarafélags Eyjafjarð-
ar verður haldinn í Þelamerkurskóla þriðjudag-
inn 7. júní kl. 20.30.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Fyrirhuguð dómaranámskeið.
Önnur mál.
Félagar fjölmennið
Stjórnin.
Ræstingakona óskast
Ca. tveir tímar á dag.
Umsóknum skal skila í pósthólf 87, Akureyri fyrir
8. júní.
Starfsmaður óskast
til afgreiðslustarfa.
Þarf að geta hafið störf sem fyrst.
BIFREIÐASTÖÐ ODDEYRAR
Starfsfólk óskast
Leitum eftir fólki til starfa við veitingasölu á úti-
hátíð á Melgerðismelum um verslunarmanna-
helgi.
Hentugt fyrir kvenfélög, íþróttafélög eða önnur
félagasamtök í fjáröflunarskyni. Þeir sem hafa
áhuga hafi samband við Ómar Pétursson í síma
26611 eða að Brekkugötu 3, Akureyri milli kl. 9 og 12
á daginn.
Fjör hf.
raðgjöfog fadninönr
Natinn starfsmaður
óskast strax til að annast hádegisverð, síðdegiskaffi,
innkaup og ræstingu í mötuneyti.
Til greina kemur að ráða tvo, sem skipti með sér
starfinu. Vinnutími kl. 10-16.
Sjálfstætt starf, góð laun.
Nánari upplýsingar á skrifstofunni aö Brekkugötu 1.
Sími 27577. Opið kl. 13-16 í sumar.
Stefanía Arnórsdóttir Valgerður Magnúsdóttir