Dagur


Dagur - 06.06.1988, Qupperneq 16

Dagur - 06.06.1988, Qupperneq 16
Orlofshúsin lllugastöðum: Unnið við sundlaug af fullum Mvnd: hjb Blönduós: Flugvél með leikmenn Hvatar nauðlenti í Keflavík Síðdegis á laugardag varð það óhapp, að flugvél á leið frá Blönduósi til Egilsstaða þurfti að nauðlenda á Keflavíkur- flugvelli. Vélin sem er frá Flugtaki í Reykjavík var í leiguflugi fyrir Arnarflug, en með henni voru knattspyrnumenn í Hvöt á Blönduósi. Er vélin tók sig á loft frá Blönduósflugvelli kom í ljós bil- un í hjólabúnaði og var henni þá þegar snúið til Keflavíkur. Lend- ing þar tókst giftusamlega, en leiknum var frestað og fór hann fram í gær. VG Fomós Miklar framkvæmdir standa nú yfir á svæði strandeldis- stöðvarinnar Fornóss hf. á Sauðárkróki. Verið er að bæta við tveim stórum tönkum, en fyrir eru einn stór og tveir litlir. Tankarnir tveir sem bæt- ast við hafa rými fyrir um 1500 rúmmetra og fyrsta verkefni þeirra er að taka við 3-400 þús- und seiðum frá Hólalaxi til sjóvinnslu. Það tekur um 6 vikur og að því loknu verða seiðin send til Noregs með tankskipum. Þegar því verk- efni er lokið verða sett í tank- ana um 30 þúsund seiði til eldis. Fornós hf. er nýstofnað hluta- félag og hluthafar eru Hólalax krafti - eftirspurn eftir orlofsdvöl aldrei verið eins mikil og í sumar Framkvæmdir við sundlaugar- byggingu við orlofshúsin á Illugastöðum er hafin. Aætl- að er að aðstaðan verði tilbú- in fyrir verslunarmannahelgi svo gestir sem eiga bókaða dvöl um og eftir hana, koma til með að geta notið hennar. Pað var laugardaginn 28. maí sl. sem framkvæmdir hófust er byrjað var að grafa. Daginn eftir var fyllt í grunninn og þann næsta byrjað að smíða. Sökklar hafa verið steyptir og miðar verkinu mjög vel áfram. „Við höfum ver- ið heppnir með veður og aðstað- an þarna virðist koma mjög vel út,“ sagði Hákon Hákonarson formaður Félags málmiðnaðar- manna í samtali við Dag. Laugin verður 8 metra breið og 16,70 metra löng, þarna verður fullkomin búningsaðstaða með steypiböðum, gufubaði og tveim heitum pottum. „Við vonum að þetta verði upplyfting fyrir stað- inn og geri að verkum að nýtingin aukist,“ sagði Hákon. Orlofshúsin eru leigð í um 14 vikur á sumrin. Með tilkomu baðaðstöðunnar, ætti áhugi að aukast og leigutími að lengjast. í sumar er allt fullbókað út ágúst og fram í september. „Frá upp- hafi hefur aldrei verið eins mikil eftirspurn eftir húsum á Illuga- stöðum og nú, og fyrstu gestirnir eru þegar komnir í ein 10-12 hús,“ sagði Hákon að lokum. VG í háloftunum í 33 ár og 3 daga! Þaö var kampakátur flugmað- ur sem lenti á Akureyrarflug- velli eftir hádegið á föstudag- inn var. Fyrir utan að halda upp á afmælisdaginn sinn var hann að fljúga sína síðustu ferð fyrir Flugleiðir. Þarna var á ferðinni Brynjúlfur Thorvalds- son flugmaður sem flogið hef- ur áætlunarflug fyrir Flugleiðir í nákvæmlega 33 ár og 3 daga, en hann hóf störf hjá Flug- félagi íslands þann 1. júní árið 1955. í tilefni dagsins var aðstoðar- flugmaður Brynjúlfs í þessari ferð, sonur hans Þórir, en annars er fyrir því hefð að feðgar fljúgi ekki saman. Brynjúlfur vildi lítið tjá sig um flugmannsferilinn, en við hleruð- um að hann hefði óskað eftir því á sínum tíma að sinna eingöngu innanlandsfluginu ogóhætt er því að segja að þær eru margar ferð- irnar sem hann hefur flogið út um landsbyggðina. Sjálfur hafði hann enga tölu á öllum þeim farþegum sem hann hefur flogið með að heiman og heim. Starfsfólk á Akureyrarflugvelli færði flugmanni Ijósmynd af Akureyrarbæ að gjöf áður en hann steig um borð og þakkaði liðnar stundir. Sigurður Kristins- son afhenti Brynjúlfi myndina og bað hann muna bæinn. Fokker- inn hóf sig til flugs og afmælis- barnið kvaddi bæinn með dýfu og stæl! mþþ Sauðárkrókur: hf. í framkvæmdahug ..... w - 30 þúsund eldisseiði í sumar! hf., Fiskiðja Sauðárkróks, Jón Stefánsson, Jóhann Svavarsson, Jón Jakobsson og Pétur Bjarna- son. Framkvæmdastjóri er Jón Stefánsson. Svæðið sem Fornós hefur til umráða, við úthlaup Göngu- skarðsár, hefur verið leigt af Sauðárkróksbæ og gildir sú leiga fram til ársins 1991. Ekki verða meiri framkvæmdir þar, en Forn- ós er með annað svæði í huga sem framtíðarsvæði. Það er niður við Borgarsand, sunnan við hús- næði Vegagerðarinnar, og að sögn Jóns Stefánssonar er stefnt að því að hefja framkvæmdir þar næsta vor ef lóð fæst. Fornós hf. mun slátra 10 þús- und tonnum í haust og þegar allt er komið á fullt er stefnt að því að geta slátrað 50-60 þúsund tonnum á ári. Það á að geta náðst árið 1990, en á næsta ári verður þeim 30 þúsund löxum slátrað sem settir verða í tankana í sum- ar. bjb FJdistankar strandeldisstöðvarinnar Fornóss hf. á Sauðárkróki. Haröur árekstur tveggja bifreiða við Varmahlíð í gær Harður árekstur tveggja bif- reiða varð laust eftir klukkan 16.00 í gær við Djúpárdalsbrú skammt frá Varmahlíð. Þrír farþegar voru í öðrum bílnum og einn í hinum. Farþegi og ökumaður í öðrum bílnum voru fluttir á sjúkrahúsið á Sauðárkróki en reyndust lítið slasaðir og í öðrum farþega munu hafa brotnað tennur. Að sögn lögreglunnar á Sauð- árkróki mættust bílarnir við brúna og var annar á suðurleið en hinn á leið norður. Annar var að sleppa brúnni þegar hinn kom að og óku þeir „nef í nef“, beint framan á hvor annan. Báðar bifreiðarnar eru taldar ónýtar og mun hafa farið betur en á horfðist í fyrstu miðað við aðstæður. VG Brynjúlfur Thorvaldsson stígur frá borði á Akureyri ■ sinni síðustu ferö sem flugmaöur. Mynd: OB

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.