Dagur


Dagur - 07.07.1988, Qupperneq 2

Dagur - 07.07.1988, Qupperneq 2
2- DAGUR'- 7. juíí 1988 Listsýning í Randers: Fjórir Akureyringar meðal þátttakenda Kringlumýri 11, Akureyri. Eigandi hússins er óhress með það sem hann hallar afskiptaleysi bæjaryfirvalda. Kringlumýri 11 á Akureyri: Bærinn sinni því sem hann ber ábyrgð á Ingólfur Jónsson í Kringlumýri 11 á Akureyri segist vera orð- inn langþreyttur á afskiptaleysi bæjaryfírvalda af óræktar- svæði sem þau bera ábyrgð á. Svæðið er fyrir norðan og vest- an lóð Ingólfs og hefur verið afskiptalaust árum saman. „Við eru hér með stóra lóð með gróðurhúsi og matjurtagarði sem mikil vinna er við að halda hreinu. Síðan fýkur allt inn á lóð- ina til okkar af óræktarsvæðinu, aðallega blaðkan og biðukollan sem síðan dreifir úr sér um lóð- ina. Maður er plokkandi fífla- blöðkur alla daga og gengur illa.“ Ingólfur segir að bærinn hafi aldrei hirt um þetta svæði, hann hafi áfcamt nágrönnum lengi reynt að ýta við bæjarverkstjóra, varðandi það að hreinsa og slá svæðið, en það hefur ekkert gengið til þessa, þrátt fyrir ítrek- aðar kvartanir. „Mér finnst andstæðurnar vera orðnar ansi miklar, við hjónin eigum hér sannkallaðan unaðs- reit, hér er mikið skjól og mikið útilíf í þessu horni, mér finnst vera tími til kominn að grynnka Tveir piltar frá Akureyri hafa verið valdir í unglingalandslið- ið í skák, en það fer til Dan- merkur nú á næstunni, en þar tekur liðið þátt í keppni sem fram fer dagana 20.-27. júlí næstkomandi. Þetta eru þeir Tómas Hermannsson og Rún- ar Sigurpálsson. í mótinu taka þátt aðilar frá eitthvað á þessum óhroða hér fyrir norðan og bæjaryfirvöld sinni því sem þau bera ábyrgð á.“ kjó fjórum þjóðum og verður teflt á 10 borðum. Skákfélag Akureyrar hefur undanfarið. staðið fyrir þremur mótum og var Kári Elís- son afar sigursæll, en hann vann þau öll. Kári fékk 6 og 1/2 vinn- ing af 7 mögulegum í 10 mínútna móti sem haldið var um daginn. í öðru sæti varð Rúnar Sigurpálsson með 6 vinninga, Jón Arni Jóns- son í þriðja sæti með 5 vinninga, Fjórum akureyrskum lista- mönnum hefur verið boðið að taka þátt í listsýningu á vina- bæjamóti sem haldið verður í Randers í Danmörku. Mótið hefst í ágúst og verður sýningin opnuð þá, en hún stendur fram í október. Listamennirnir eru feðginin Jón Geir Ágústsson og Margrét Jónsdóttir, en Jón vinnur verk úr leðri og Marg- rét úr leir. Þá eru gullsmiður- inn FIosi Jónsson og gull- smíðaneminn Ásdís Frímanns- dóttir einnig með í sýningunni. Frá Akureyri fara rúmlega 50 manns á vinabæjamótið, stærsti hlutinn er úr Tónlistarskólanum, auk þess sem þrír hópar barna og unglinga munu taka þátt í mót- inu, en þeir fást við mismunandi tegundir myndlistar. Margrét Jónsdóttir sagði ekki víst hvort akureyrsku listamennirnir færu sjálfir til Randers, „en það væri óneitanlega ánægjulegt að hitta Þór Valtýsson með 4 og 1/2 vinn- ing í fjórða sæti. Næsta föstudag verður haldið 10 mínútna mót í félagsheimili skákmanna að Þingvallastræti og hefst það klukkan 20.30. Þá verð- ur haldið hraðskákmót í göngu- götunni föstudaginn 15. júlí og er það haldið í samvinnu við Hljóð- bylgjuna. mþþ listamenn frá hinum Norður- löndunum," sagði hún. Tildrög þess að listamönnun- um var boðið að taka þátt í sýn- ingunni voru þau að þrír aðilar ,em að henni standa komu í heimsókn til Akureyrar og skoð- uðu það sem í boði var hvað list- iðnað varðar. Þau fjögur urðu síðan fyrir valinu og var boðið að taka þátt. Margrét sagði listiðn- aði ekki hafa verið gert hátt undir höfði á íslandi, en á síðustu árum hefði orðið nokkur viðhorfsbreyt- ing þar á og væri ánægjulegt til þess að vita. mþþ Vitni vantar að árekstri Rannsóknarlögreglan á Akur- eyri lýsir eftir vitnum að árekstri sem varð á mótum Glerárgötu og Þórunnarstrætis þann 29. júní síðastliðinn. Áreksturinn átti sér stað um kl. 15.00 síðasta miðvikudag á fyrrnefndum gatnamótum þegar tvær japanskar bifreiðar skullu saman. Bifreiðinni A-12468 var ekið suður Glerárgötu, bifreiðin A-8423 kom niður Þórunnar- stræti og beygði til norðurs inn á Glerárgötuna. Þarna eru umferð-' arljós og telja ökuménn beggja bifreiðanna að þeir hafi ekið á grænu ljósi. Þeir sem vitni urðu að árekstrinum eru beðnir að hafa samband við rannsóknarlög- reglu svo úr málinu fái skorist. mþþ Akureyri: Tveir píltar valdir í ungUngalandsliðið í skák Niðursuðuverksmiðja K. Jónssonar & Co. hf.: Reksturiim gekk vel á síðasta ári Heildarvelta fyrirtækisins var 622 milljónir Rekstur Niðursuðuverksmiðju K. Jónssonar & Co. hf. gekk vel á síðasta ári en velta fyrir- tækisins var 622 milljónir og þar af var rekstrarafgangur upp á 45,4 milljónir. Þetta var m.a. það sem kom fram á aðalfundi fyrirtækisins sem haldinn var fyrir skömmu. Fyrirtækið sem er það langstærsta sinnar teg- undar hér á landi, er nú á sínu 41. aldursári og segja má að reksturinn hali alla tíð gengið nokkuð vel. í fyrra unnu 84 starfsmenn hjá K. Jónssyni í heilsársstörfum en oftast eru um og yfir 100 manns og upp í 140 manns í heils- og hálfs- dagsstörfum hjá fyrirtækinu, sem greiddi 63,7 milljónir í laun á síðasta ári. Eins og kom fram í Degi fyrir skömmu hefur K. Jónsson nýver- ið gert samninga um sölu á rækju til Þýskalands fyrir yfir 350 millj- ónir íslenskra króna, sem eiga að afgreiðast fram á næsta ár. Þá hefur fyrirtækið einnig gert samning við Sovétmenn um sölu á síldarafurðum fyrir um 120 milljónir íslenskra króna og eru þetta með stærri samningum sem fyrirtækið hefur gert. Afgreiðslu á samningnum við Sovétmenn á að vera lokið fyrir 1. desember á þessu ári og nýlega sendi K. Jóns- son frá sér 250 tonn af síldaraf- urðum, upp í þann samning að verðmæti 40 milljóna íslenskra króna en það er stærsta afskipun sem farið hefur frá fyrirtækinu á einu bretti. Niðursuðuverksmiðjan sauð og lagði niður í um 12,5 milljón eininga, (dósir og glös) á síðasta ári og notaði í þá framleiðslu um 4200 tonn af hráefni. Rækju, síld og grásleppuhrogn en þar af er rækja stærsti hlutinn. Niðurlagn- ing á grásleppuhrognum hefur aukist mikið síðuðstu tvö ár og eru Frakkar, ítalir og Þjóðverjar stærstir kaupenda á þeirri vöru. í ár horfir þó ekki mjög vel með sölu á grásleppuhrognum. Grá- sleppuveiði í ár hefur gengið frekar illa en miklar birgðir eru til frá því í fyrra en þá var met- veiði. I ár er reiknað með að fáist um 25.000 tunnur af grásleppu- hrognum í heiminum en í metár- inu í fyrra fengust um 60.000 tunnur. Stærstan hluta gráslepp- unar veiða íslendingar, Kanada- menn og Norðmenn. „Við erum aðilar að Sölustofnun lagmetis og allt sem fer frá okkur, fer í gegn- um þá stofnun. Alls eiga 11 fyrir- tæki aðild að sölustofnuninni en þar erum við langstærstir með um 65% hlutdeild en það er mjög nálægt því sem það hefur verið í gegnum árin,“ sagði Kristján Jónsson verksmiðjustjóri í sam- tali við Dag er blaðamaður heim- sótti hann og Gísla Má Ólafsson skrifstofustjóra fyrir skömmu. Aðspurður um hvort fyrirhug- aðar væru einhverjar breytingar á rekstrinum sagði Kristján svo ekki vera að neinu marki. „Það er stöðugt verið að endurnýja vélakostinn og eina stærstu ástæðuna fyrir góðu gengi fyrir- tækisins, tel ég vera þá, að við höfum lagt mikið upp úr góðum vélakosti. Við reynum eins og hægt er að nota vélar í stað fólks en það er mjög dýrt að vera með margt fólk í vinnu. Það er ekki bara iaunakostnaðurinn heldur kemur ýmislegt annað til. En engu að síður höfum við hér mjög gott fólk í vinnu. Ég tel það fyrirtækinu til góðs að vera stað- sett á Akureyri. Hér býr býr gott fólk og kröfurnar skikkanlegar. Hér er einnig góð hafnaraðstaða og reglulegar skipakomur.“ Eins og fyrr sagði er fyrirtækið á sínu 41. aldursári og sagði Kristján að áfram ríkti bjartsýni hjá forsvarsmönnum þess eins og hefði reyndar gert alla tíð. „Við höfum hreinlega ekki tíma til þess að kvarta,“ sagði Kristján ennfremur. -KK Hluti starf'sfólks Niðursuðuverksmiðju K. Jónssonar sólar sig í kaffihléinu. Mynd: kk

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.