Dagur - 07.07.1988, Síða 4

Dagur - 07.07.1988, Síða 4
4 - DAGUR - 7. júlí 1988 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRi, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 800 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 70 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 530 KR. RITSTJÓRAR: ÁSKELL ÞÓRISSON (ÁBM.) BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960), EGGERT TRYGGVASON, EGILL BRAGASON, FRlMANN HILMARSSON (Blönduósi vs. 95-4070), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, KRISTJÁN JÓSTEINSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON (íþróttir), STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARAR: GUÐMUNDUR HRAFN BRYNJARSSON, TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASIMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Þorsteinn gerist „hvassyrtur“ Nú er svo komið að DV sá sérstaka ástæðu til að taka saman greinarkorn um Þorstein Pálsson forsætisráðherra, þar sem sýnt er fram á og sannað með dæmum að forsætisráðherra gerist nú æ hvassyrtari. Þessi greinarstúfur, sem birt- ur var á áberandi stað í DV fyrr í þessari viku, er verulega skemmtilegur. Þarna fær maður á einu bretti staðfestingu á því að forsætisráðherra er orðinn maður ákveðinn og sterkur. Þessi nýi forsætisráðherra kemur jafnvel samflokksmönn- um sínum á óvart. Þannig kemst Matthías Bjarnason að orði: „Hann er ólíkt hvassyrtari en verið hefur, sérstaklega síðustu dagana. Ég get ekki skýrt hvers vegna en þetta er nýtt fyrir mér. “ Og hverju eiga landsmenn það að þakka að Þorsteinn Pálsson er nýr og breyttur maður. DV virðist hafa fundið svarið. Haft er eftir „stjórnar- sinna“ að það séu framsóknarmenn sem hafi loks gengið fram af Þorsteini með „stöðugum árásum á forystu hans í ríkisstjórninni, “ svo not- uð séu orð stjórnarsinnans. Sé það rétt að fram- sóknarmenn beri ábyrgð á hamskiptum Þor- steins verður að telja það hin merkustu tíðindi. Sjaldan eða aldrei í þingsögunni hefur það gerst að þingmaður - í þessu tilviki ráðherra - eigi samstarfsflokki það að þakka að hann nær því að fylla út í stólinn. Sjálfstæðismenn eiga fram- sóknarmaddömunni skuld að gjalda. A næsta landsfundi sjálfstæðismanna verður t.d. tekið eftir því sem Þorsteinn kann að segja. Vel mætti hugsa sér að framsóknarmenn tækju aðra ráðherra Sjálfstæðisflokksins fyrir og reyndu að hrista svolítið upp í þeim. Hver veit nema mætti ná iðnaðarráðherra úr þeim dvala sem hann hefur verið í undanfarna mánuði. Dagur minnist þess að aðeins einu sinni hefur iðnaðarráðherra risið upp við dogg svo brakað hefur í beddanum. Þetta gerðist þegar álvers- umræðurnar komust á flug hér um daginn. Menntamálaráðherra hefur a.m.k. tvisvar sinn- um látið á sér kræla. í fyrra skiptið veitti hann skólastjóraembætti í Reykjavík og svo var það staða við háskólann. Hvorugur ráðherranna var neitt sérstaklega hvassyrtur við umrædd tækifæri - þó skal viðurkennt að menntamálaráðherra gerði tilraun öðru hvoru. En ekki komust þeir félagar Friðrik og Birgir með tærnar þar sem Þorsteinn hefur hælana. Þeir náðu ekki þeim eina sanna hvassa tón sem forsætisráðherra hefur tamið sér. En vel má vera að Þorsteinn Pálsson vilji sitja einn að honum. Ef til vill fer líka best á því. ÁÞ. „Allir landsmenn eiga rétt á sömu þjónustu“ - segir Guðmundur Einarsson forstjóri Skipaútgerðar ríkisins ar fyrir u.þ.b. 10 árum voru aðal- lega tvö markmið höfð í huga. í fyrsta lagi að bæta þjónustuna við hina einstöku staði úti á landi í því skyni að auðvelda atvinnu- þróun og framfarir á þeim stöðum. í öðru lagi var tilgangur- inn að gera samgöngukerfið í landinu þjóðhagslega hagkvæm- ara, meðal annars með því að létta mestu þungaflutningunum af vegakerfinu. Pað er ljóst að eigi þjóðin að standast samanburð við aðrar þjóðir í lífskjörum verður að nýta alla landkosti hverjir sem þeir eru og hvar sem þeir eru á landinu eða í kringum það. Hag- kvæmt og ódýrt samgöngukerfi er höfuðforsenda þess að það sé mögulegt." - Er þá Ríkisskip þjóðhags- lega arðbært fyrirtæki? „Pað er enginn vafi á því og það er auðvelt að sýna fram á, að þótt aðeins sé tekinn sá beini sparnaður, sem náðst hefur vegna eflingar strandferðanna, nemur hann mun hærri fjárhæð- um en því sem ríkissjóður greiðir með rekstrinum.“ - Sérðu fram á miklar breyt- ingar á flutningakerfi og sam- göngukerfi þjóðarinnar í náinni framtíð? „Þetta er að hluta til pólitísk spurning. Hvað eru stjórnmála- mennirnir tilbúnir að leggja mik- ið fé til að bæta samgöngur og í hvaða samgöngur verður fjár- mununum eytt? Pað er oft talað um að vegakerfið sé að batna hér á landi og það er alveg rétt, en það má ekki gleyma því að tækn- inni og hagkvæmninni fleygir líka fram í sjóflutningum. Einnig ger- ir veðráttan hér á landi að erfitt er að treysta á samgöngur á landi og í lofti, sérstaklega á veturna. Flutningar á landi eiga samt fullan rétt á sér á styttri leiðum og einnig að vissu marki á löng- um vegum, því strandferðaskipin geta aldrei orðið eins fljót í för- um og flutningabílar eða flugvél- ar. Hins vegar má ekki gleyma þeirri staðreynd að ísland er eyja og allir stærri verslunarstaðir eru því við ströndina eða stutt frá henni. Flutningar sjóleiðina munu því áfram vera hagkvæm- astir í náinni framtíð,“ sagði Guðmundur Einarsson forstjóri Skipaútgerðar ríkisins að lokum. AP Elva Björk Gylfadóttir, Hildur Ösp Gylfadóttir, Lilja Dóra Jóhannesdóttir, Anna María Ingþórsdóttir og Þóra Þorleifsdóttir héldu hlutaveltu til styrktar Hjúkrunarheimilinu Seli. Alls söfnuðu þær kr. 3.600.- Skipaútgerð ríkisins er mikil- vægur aðili í því að halda mörgum af smærri stöðum landsins inni í samgöngukerf- inu. Fyrirtækið þjónar áætlun á 36 höfnum og flytur árlega um 130 tonn af vörum til og frá þessum stöðum. Guðmundur Einarsson hefur verið forstjóri Ríkisskips frá árinu 1976. Dag- ur leit inn á skrifstofu hans nú fyrir skömmu og ræddi við hann um starfsemi fyrirtækis- ins. - Nú er mikið talað um að selja fyrirtæki í ríkiseign. Þetta leiðir hugann að því hvort ríkið eigi að vasast í útgerð. Er ekki einfaldara að selja fyrirtækið til einkaaðila? „Það er nú hægara sagt en gert, því ólíklegt er að einhver vilji kaupa það. Skipaútgerðin þjónar í fastri áætlun 36 höfnum víðs vegar um landið. Margir þessara staða ættu enga möguleika á hag- kvæmri flutningaþjónustu, ef ekki væri þetta fyrirtæki. Árið 1982 skipaði Steingrímur Hermannsson, þáverandi sam- göngumálaráðherra, nefnd til að koma á viðræðum milli þeirra þriggja fyrirtækja sem stunda strandflutninga, þ.e. Ríkisskips- Eimskips og Sambandsins, með það í huga að sameina strand- flutninga þessara aðila. Nefndin skilaði áliti ári síðar til þáverandi samgönguráðherra, Matthíasar Bjarnasonar, og höfðu viðræðurnar reynst árang- urslausar. Of mikið bar í milli hjá þessum fyrirtækjum og ekki hef- ur verið rætt um þetta mál alvar- lega síðan. Hin fyrirtækin sigla á stærri hafnirnar, en siglingar á marga smærri staðina geta aldrei. frá hreinu fjárhagslegu sjónarmiði, staðið undir sér og því er fyrir- tæki eins og Ríkisskip nauðsyn til þess að það fólk geti verið inn í samgöngukerfi þjóðarinnar. Allir landsmenn eiga rétt á sömu þjónustu og Ríkisskip er þjóðareign. Takmark útgerðar- innar er að búseta manna breyti engu um lífskjör þeirra. Flutn- ingar með skipum Ríkisskips eru stuðningur við þetta megin- markmið. Það má ekki heldur gleyma því að margir af þessum smærri stöð- um eru mikilvægir útgerðarstaðir og leggja margfalt meira til þjóð- arbúsins en þessi þjónusta kostar. Það er einnig ágætt að muna að þetta fyrirtæki var stofn- að fyrir rúmri hálfri öld vegna þess að strandferðaþjónustan, eins og hún var þá rekin, þótti allt of dýr og krefjast of mikilla styrkja úr ríkissjóði.“ - Hvað starfa margir hjá fyrir- tækinu og hvað kostar að reka svona þjónustu? „Hjá Skipaútgerð ríkisins starfa rúmlega 100 manns. Þar eru ekki meðtaldir umboðsmenn okkar víðs vegar um landið, én lögum samkvæmt megum við ekki vera með rekstur afgreiðslna úti á landi. Við þurfum því að ráða umboðsmann í hverri höfn og sjá þeir um afgreiðslu skipa okkar og öll önnur samskipti við viðskiptavini okkar. Á Akureyri er t.d. Skipaafgreiðsla KEA umboðsmaður okkar. Áætluð velta fyrirtækisins í ár er um 450 milljónir og á fjárlög- um er gert ráð fyrir að við fáum - 155 milljónir. Einhverjum finnst þetta e.t.v. há fjárhæð sem greidd er með þessum siglingum, en þetta er hluti af því að gera fólki jafn hátt undir höfði hvar sem er á landinu. Það má minna á það að ferjur eins og t.d. Herj- ólfur, Baldur í Breiðafirði og Djúpbáturinn á ísafirði njóta einnig töluverðra ríkisstyrkja." - Starfsemi fyrirtækisins var stokkuð töluvert upp skömmu eftir að þú tókst við. Hver var til- gangurinn með þeirri endur- skipulagningu? „Þegar við hófum endurskipu- lagningu strandferðaþjónustunn-

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.