Dagur


Dagur - 07.07.1988, Qupperneq 5

Dagur - 07.07.1988, Qupperneq 5
lesendahornið 7. júlí 1988- DAGUR-5 Þær Helga og Jónína vinna báðar í saltfiski hálfan daginn, en eftir hádegið er Helga í bæjarvinnunni, en Jónína gætir barns. Mynd: mþþ Skemmtilegast að mála - spjallað við tvær Krakkarnir í Olafsfírði eru duglegir mjög. Þegar Dagur var á ferðinni þar fyrir skömmu mátti hvarvetna sjá unglinga að fegra og prýða bæinn sinn, ruslið var tínt í plastpoka, grasið slegið og kantsteinar málaðir. Við hitt- um þær stöllur Helgu Stefáns- dóttur og Jónínu Björnsdóttur önnum kafnar að sinna störf- um sínum. Báðar vinna stelpurnar hjá Salthúsi Sigvalda Þorleifssonar í Ólafsíjarðardömur Ólafsfirði þar sem þær stafla salt- fiski fyrir hádegið, en eftir að hafa borðað hádegismat skipta þær um atvinnu. Helga fer í bæjarvinnuna og Jóhanna að passa barn. „Það er skemmtileg- ast að mála,“ sagði Helga þegar hún var um það spurð. Hún sagði að mikið væri af krökkum í bæjarvinnunni og hún væri mjög skemmtileg. Báðum þótti ágætt að vera í Olafsfirði og létu vel af sér yfirleitt, enda mannlífið gott á staðnum. I Dalvík: Athugasemd við ummælí Júlíusar Snorrasonar í Degi þann 6. júní sl. er viðtal við Júlíus Snorráson undir fyrir- sögninni „Víkurröst leigð Júlíusi Snorrasyni." Þar stendur orðrétt: „Júlíus sagði að undanfarin tvö ár hefði ákveðinn aðili á Dalvík séð um rekstur Víkurrastar fyrir Dalvíkurbæ. Reksturinn hefði nokkurn veginn staðið á núllinu DAGUR Blönduósi S 954070 Norðlenskt dagblað og eitthvað fengist upp í viðhald, eins og hann komst að orði.“ Undirritaður leyfir sér hér með að gera athugasemd við þessi ummæli Júlíusar sem eru undar- leg og mér er ekki ljóst hver til- gangur þeirra er. Rekstur Vík- urrastar var í mínum höndum umrætt tímabil og vil ég því nefna hér tölur sem Júlíus þorir greinilega ekki að nefna af ein- hverjum ástæðum, þótt hann hafi haft rekstrarreikning Víkurrastar rfyrir árið 1987 til aflestrar. Rekstrarhagnaður var 15.487 krónur, viðhald áhalda og innan- stokksmuna 50.944 kr., viðhald húss og lóðar 181.920 kr. Samtals 248.351 króna. Ég geri mér fulla grein fyrir að þetta er ekki mikill ágóði af rekstri Víkurrastar en ágóði samt þar sem rekstrarágóði fyrir árið 1987 gerði ráð fyrir að bæjarsjóð- ur greiddi 170.000 krónur með rekstrinum en til þess kom þó ekki. Ummælum Júlíusar vísa ég til föðurhúsanna og tel þau sett fram af einhverjum annarlegum ástæðum. „Ákveðinn aðili á Dalvík“, Valdimar Snorrason. Geysiskvartettinn söng á Hlíð - við mikla hrifningu Fyrir nokkru söng Geys- iskvartettinn á Dvalarheimil- inu Hlíð við mikla hrifningu og aðdáun. Undirleik annaðist Jakob Tryggvason, en lögin sem kvartettinn flutti voru öll með íslenskum texta, þótt sum lögin væru erlend. Söngurinn var ákaflega góður og hlaut mikla hrifningu. Áheyr- endur biðja Geysismönnum blessunar, en þeir eru nú að hefja ferð til að skemmta fólki og þá bregðast þeir áreiðanlega ekki hlustendum sínum. Við í Hlíð erum innilega þakklát og óskum þeim góðrar ferðar. L.S.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.