Dagur - 07.07.1988, Page 6
6 - DAGUR - 7. júlí 1988
Jafnréttisnefnd
Neskaupstaðar:
Mótmælir
ráðningu
Jafnréttisnefnd vill vekja
athygli á því að hún telur að
við stöðuveitingu sparisjóðs-
stjóra Sparisjóðs Norðfjarðar
hafi verið brotin 5. gr. jafnrétt-
islaga nr. 65/1985, en hún
hljóðar þannig:
„Atvinnurekendum er óheimilt
að mismuna starfsfólki eftir kyn-
ferði og gildir þ.m.a. varðandi:
1. Laun, launatengd fríðindi og
hvers konar aðra þóknun fyrir
vinnu.
2. Ráðningu, setningu eða skipun
í starf.
3. Stöðuhækkun og stöðubreyt-
ingar.
4. Uppsögn úr starfi.
5. Vinnuaðstæður og vinnuskil-
yrði.
6. Veitingu hvers konar hlunn-
inda.“
Klara ívarsdóttir settur spari-
sjóðsstjóri gaf kost á sér í stöðu
sparisjóðsstjóra ásamt Sveini
Arnasyni fyrrverandi fjármála-
stjóra Neskaupstaðar.
Hún hefur starfað í Sparisjóði
Norðfjarðar frá 1973 þar af skrif-
stofustjóri frá 1980 og verið stað-
gengill sparisjóðsstjóra þann
tíma og nú síðast samfellt frá
febrúar á þessu ári.
Jafnréttisnefnd harmar þessa
stöðuveitingu, sem nefndin telur
vera skýlaust brot á jafnréttis-
lögunum og viljum við taka undir
orð Ásdísar Rafnar á ráðstefnu í
Norræna húsinu 6. febrúar 1988.
„Það er hagur þjóðfélagsins,
ekki síður en kvenna að hæfileik-
ar þeirra fái notið sín. Afleiðing-
ar þeirrar óánægju sem safnast
hefur upp meðal kvenna eru
ófyrirséðar. Lýðræðislegt þjóð-
félug er reist á jafnrétti og frelsi
til að velja sér lífsstarf og mat á
hæfileikum verður að byggjast á
rökum en ekki fordómum eða til-
finningum.
Húsmæðravika Sambandsins og kaupfélaganna
Hin árlega húsmæðravika
Sambandsins og kaupfélag-
anna var haldin á Bifröst í
Borgarfirði dagana 11. til 18.
júní sl. 33 konur sóttu hús-
mæðravikuna að þessu sinni,
frá 7 kaupfélögum. Hús-
mæðravikur hafa verið fastur
liður í fræðslustarfi sam-
vinnuhreyfingarinnar allt frá
árinu 1960. Dagskrá hús-
mæðravikunnar var mjög
fjölbreytt. Fyrirlestrar voru
um jafnréttismál, samvinnu-
mál, tryggingarmál, fræðslu-
mál o.fl. Sérstakt snyrti-
námskeið var haldið, ferðast
um Borgarfjörð, kvöldvökur
voru haldnar o.m.fl.
Á meðfylgjandi mynd má sjá þátttakendur ásamt umsjónarmanni hús-
mæðravikunnar ísólfi Gylfa Pálmasyni. Fremsta röð frá vinstri: Kristín
Þórarinsdóttir, Fáskrúðsfirði, Ingibjörg Bergmann, A.-Húnavatnssýslu,
Berta Karlsdóttir, Sauðárkróki, Elísabet Stefánsdóttir, Sauðárkróki,
Valborg Hjálmarsdóttir, Sauðárkróki, Herdís Sigurjónsdóttir, Sauðár-
króki, Helga Erlendsdóttir, Skagafirði, Svanborg Sveinsdóttir, Akureyri,
Kristbjörg Eiðsdóttir, Dalvík, Fríða Eðvarðsdóttir, Skagafirði, Helga
Valdimarsdóttir, Blönduósi. Miðröð frá vinstri: Guðrún Kristjánsdóttir,
Hofsósi, Ágústa Viggósdóttir, Höfn, Jódís Benediktsdóttir, Skagafirði,
Svandís Helgadóttir, Fáskrúðsfirði, Álfheiður Magnúsdóttir, Höfn,
Hulda Valdimarsdóttir, Bárðardal, Kristín Óskarsdóttir, Svarfaðardal,
Guðlaug Jónsdóttir, Húsavfk, Sigurlaug Valdimarsdóttir, Blönduósi, Sig-
urveig Níelsdóttir, Fáskrúðsfirði, Sigríður Gunnarsdóttir, Reyðarfirði,
fsólfur Gylfi Pálmason, umsjónarmaður. Efsta röð frá vinstri: Vilborg
Valgeirsdóttir, Höfn, Hafdís Hilmarsdóttir, Grindavík, Ingibjörg Sveins-
dóttir, Skagafirði, Friðrika Ármannsdóttir, Dalvík, María Kristjánsdótt-
ir, Bárðardal, Ingibjörg Sveinbjörnsdóttir, Siglufirði, Þórveig Hallgríms-
dóttir, Akureyri, Sonja Andresdóttir, Fáskrúðsfirði, Rannveig Bogadótt-
ir, Siglufirði, Sigríður Jónsdóttir, Svarfaðardalshreppi, Þorbjörg Beck,
Reyðarfirði.
Bestu bílakaupin
í dag! BMU3B
★ Fíat bílarnir eru á besta verðinu!
★ Skoðaðu úrvalið!
★ Kynntu þér kjörin!
Verð frá kr. 369.000,-
Einstök lánakjör:
9,9% ársvextir - engin verðtrygging. Mánaðarlcgar greiðslur.
Egilsstaðir:
Sótt nm lán fyrir
10 kaupleiginbúðuin
Meðal umsækjenda um lán til
byggingar kaupleiguíbúða er
Egilsstaðabær. Sótt hefur ver-
ið um lán til byggingar tíu
íbúða og er gert ráð fyrir að
helmingur þeirra verði félags-
legar íbúðir en hinn helming-
urinn verði seldur á almennum
markaði.
Lítið framboð er af húsnæði á
Egilsstöðum og á það við bæði
um leigumarkaðinn og sölumark-
aðinn. Að sögn Guðmundar
Pálssonar bæjartæknifræðings
standa vonir til að bygging íbúð-
anna geti hafist í haust og taki að
minnsta kosti eitt og hálft ár.
Svars frá Húsnæðisstofnun ætti
að mega vænta í lok þessa mán-
aðar. Þá verður að sögn Guð-
mundar kannað hver þörfin er,
með tilliti til félagslega hlutans.
Fyrir liggja teikningar að 10
íbúða blokk og er kostnaður
áætlaður um 35 milljónir.
Kaupleigukerfið er talið henta
mjög vel á Egilsstöðum þar sem
mikil hreyfing er á íbúum staðar-
ins. Árlega má gera ráð fyrir að
100-150 manns flytji til og frá
staðnum eða að meðaltali um
10% af íbúum staðarins. Þetta
hefur að sögn Guðmundar haml-
að mjög allri uppbyggingu og
kann að vera að lausnin á þeim
vanda felist í þessari nýju leið.
ET
E
ITJV
mrn
Nýr bíll. Verð 400.000 kr. Útborgun
(eða eldri bíll uppí) 200.000 kr. Lán
200.000 kr. með 9,9% ársvöxtum,
án verðtryggingar.
Endanlegt verð bílsins 411.926 kr.
LÁNSUPPHÆÐ 200.000
MÁNUÐUR AFBORGUN VEXTIR ÁÆTL. BANKA PÓKNUN MÁNAÐAR GREIÐSLA
1. afb. 16.667 1.650,00 100 18.417
2. afb. 16.667 1.512,50 100 18.279
3. afb. 16.667 1.375,00 100 18.142
4. afb. 16.667 1.237,50 100 18.004
5. afb. 16.667 1.100,00 100 17.867
6. aíb. 16.667 962,50 100 17.729
7. afb. 16.667 825,00 100 17.592
8. afb. 16.667 687,50 100 17.454
9. alb. 16.667 550,00 100 17.317
10. alb. 16.667 412,50 100 17.179
11. alb. 16.667 275,00 100 17.042
12. afb. 16.667 137,50 100 16.904
Samtals: 211.926
Hafið samband við söludefld okkar
Höldursf.
Sýningarsalur Tryggvabraut 10.
Símar 27015 - 27385 - 21715.
Nökkvi félag siglingamanna:
Pepsi-Fiðlaramót
á AkureyrarpoUi
Dagana 9. og 10. júlí nk. mun
Nökkvi félag siglingamanna á
Akureyri standa fyrir árlegu
Pepsi-Fiðlaramóti á Ákureyrarp-
olli.
Keppni hefst þann 9. júlí kl. 10
f.h. og verður keppt í Optimist-
og Topperflokki.
Keppnisgjald er kr. 1.500.-
Skráning keppenda fór fram 28,-
30. júní. Nánari upplýsingar í
síma 96-27103.
Styrkaraðilar mótsins eru Veit-
ingastaðurinn Fiðlarinn og Sanit-
as.