Dagur - 07.07.1988, Side 7

Dagur - 07.07.1988, Side 7
Ö7C' jútíil 9B& -SDAGUR-í 7 j Samkeppni um stækkun Amtsbókasafnsins á Akureyri: Islenskur arkitekt í Noregi hlaut fyrstu verðlaun - sýning á tillögunum 25 stendur nú yfir í Síðuskóla Síðastliðinn föstudag voru kynnt úrslit í samkeppni um stækkun Amtsbókasafnsins á Akureyri. Til þessarar sam- keppni var efnt í kjölfar þeirr- ar ákvörðunar bæjarstjórnar Akureyrar á 125 ára afmæli bæjarins 29. ágúst 1987 að þeirra tímamóta skyldi minnst á þann hátt að reisa nýbygg- ingu við Amtsbókasafnið. Þátttaka í samkeppninni var mjög góð, 25 tillögur bárust og segir um þessa þátttöku í greinargerð dómnefndar að hún sýni þann áhuga sem arki- tektar hafi fyrir þessu viðfangs- efni. í keppnislýsingunni var gert ráð fyrir nýbyggingu á lóð Amts- bókasafnsins sem rúma skyldi tvo sali, myndlistarsal og fjölnýtisal, ásamt rúmgóðum forsal. Æski- legt var talið að sameina mætti alla þessa sali í einn ef þörf krefði. Þá skyldu í tengslum við salina vera málverka- og muna- geymslur, fundaherbergi, vinnu- aðstaða og skrifstofa umsjónar- manns, svo og kaffistofa fyrir gesti. Nettóflatarmál byggingarinnar var áætlað 1225 fermetrar. Dóm- nefndin vakti athygli á núverandi byggingu og mikilvægi þess að nýbygging félli vel að henni, bæði hvað varðar útlit og fyrirkomu- lag. Um tillögurnar 25 segir í grein- argerð dómnefndar: „Yfirlýstur vilji allra höfunda er í samræmi við þá ósk dóm- nefndar að virða núverandi hús, inntak þess og form, eða hvort tveggja. Aðferðir þeirra til þess eru mismunandi, allt frá því að gera nýbyggingu næstum ósýnilega og til þess að hún sé í yfirgnæfandi andstæðu við núverandi hús. Á milli þessara andstæðna liggja þó flestar lausnir. Þær bestu þeirra má flokka á eftirfarandi hátt: 1. Tillögur sem byggjast á því að endurspegla inntak og form núverandi húss í formi nýbygg- ingar án þess að um eftirlíkingu sé að ræða. 2. Tillögur sem losa sig frá núverandi húsi en sýna því tillits- semi í stærðarhlutföllum og stað- setningu nýbyggingar. 3. Tillögur sem innlima núver- andi hús í eitt heilsteypt hús.“ Akureyringur í fyrsta sæti Sú tillaga sem hlaut 1. verðlaun í keppninni er tillaga Guðmundar Jónssonar arkitekts í Noregi. Guðmundur hlaut 726.000 kr. í verðlaunafé og mælir dómnefnd með að honum verði falin fulln- aðarhönnun byggingarinnar. Guðmundur Jónsson er uppal- inn á Akureyri og þekkir því nokkuð til staðhátta. Hann hefur getið sér gott orð sem arkitekt og fengið fjölda viðurkenninga í samkeppnum, bæði hér á landi og í Noregi. Guðmundur vann samkeppni um tónlistarhús í Reykjavík og þá má geta þess að hann vinnur nú að hönnun á Kjarvalssafni. Dómnefnd fór lofsamlegum orðum um tillögu Guðmundar en í niðurstöðum segir: „Megineinkenni þessarar til- lögu er snilldarleg aðlögun að núverandi húsi í hlutföllum, meðferð einstakra flata og efn- isvali. Markmið höfundar, að túlka á stílfærðan hátt megin- hugsun að baki núverandi húsi, skilar sér á sannfærandi hátt í nýbyggingunni. Glæsileiki ein- kennir útlit byggingarinnar í fullu samræmi við núverandi hús. Útsýni frá núverandi húsi og nýbyggingu er eins og best verður á kosið. Form sala er mjög gott, bæði í grunnmynd og sniði, hvort sem þeir eru aðgreindir og sameinað- ir. Innra samhengi er gott og sveigjanleiki í notkun salarkynna í nýbyggingu mikill. Vinnuaðstöðu starfsfólks er vel fyrir komið. Galli á fyrirkomulagi er að sal- ir í núverandi húsi skuli ekki tengjast nýbyggingu nema um starfsaðstöðu. Engin tengsl eru því fyrir almenning milli núver- andi húss og nýbyggingar. Lyfta þjónar almenningi ekki fyllilega til að komast á aðra hæð hvorki í nýbyggingu og núverandi húsi. Lóð austan við hús er vel skipulögð og býður upp á lítlega notkun. „Lesgarður undir próf“ er athyglisverður, en sá ljóður er á, að fyrir almenning er hann eiri- ungis aðgengilegur í gegnum kaffistofu starfsfólks á annarri hæð. Stærð hússins er óhóflega mikil bæði hvað varðar flatarmál og rúmmál. Tillagan er mjög vel unnin og framsetning frábær." Samstarfsmenn Guðmundar við gerð tillögunnar voru: Beate Brunn, Eilert Gabríelson, Tor- unn Lein, Jenny Turesson, Antund Gulden og Viel Bjerkos- ot. „Eitt fegursta og stíl- hreinasta hús bæjarins“ Tillögurnar sem hlutu 2. og 3. verðlaun sýna núverandi húsi fullan sóma, að mati dómnefnd- ar, og eru vel gerðar til þess að þjóna sínu hlutverki. Þrjár tillögur hlutu innkaup og einnig þóttu fjórar tillögur athyglisverðar og fengu viður- kenningu. Hugmyndin með viðbyggingu við Amtsbókasafnið snýst um það tvennt að bæta úr húsnæðis- þörf Amtsbókasafnsins og hér- aðsskjalasafnsins auk þess að eignast húsnæði þar sem aðstaða verði til listsýninga og ýmissar annarrar menningarstarfsemi. Bókhlöðubyggingin í Brekku- götunni á Akureyri er eitt feg- ursta og stílhreinasta hús bæjar- ins, segir í greinargerð dóm- nefndar. Því var talið nauðsyn- legt að efna til samkeppni um hönnun viðbyggingar við þetta hús, tilgangurinn var að fá sem fegurstaog hagkvæmasta lausn á þessu máli. Sýning á tillögunum 25 stendur nú yfir í Síðuskóla á Akureyri. Full ástæða er fyrir bæjarbúa og aðra að kynna sér þær og sjá hvernig Amtsbókasafnið kemur til með að líta út í framtíðinni. Sýningin er opin kl. 18-21 virka daga og 13-18 um helgar. Sýning- unni lýkur þann 10. júlí. JÓH "■Xvý,-. Þannig lítur sigurtillaga Guðmundar Júnssonar út í líkani. Eins og sjá má verður húsið mjög glæsilegt. Myndir: gb Að lokinni kynningu á niðurstöðum dómnefndar var gestum boðið að þiggja veitingar og skoða Amtsbókasafnið sem hefur verið viðfangsefni arkitektanna í keppninni síðustu mánuði. Guðmundur Jónsson, sigurvegari, ásamt norsku samstarfsfólki sínu.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.