Dagur - 07.07.1988, Page 14
14-DAGUR-7. júlí 1988
Ævintýraferð á hestum
Farið verður 3ja daga ferð í Fjörður og
heim um Látraströnd, 14., 15. og 16. júlí nk.
Gist á Þönglabakka og á Látrum.
Útvega hesta fyrir þá sem vilja. Fjöldi 8-10 manns.
Upplýsingar gefur Stefán Kristjánsson,
Grýtubakka II, Höföahverfi. Sími 33179.
r
Veiðimenn!
Taka skal pöntuð veiðileyfi í Eyjafjarðará
fyrir 10. júlí, annars seld öðrum.
Ópið laugardaga kl. 9-12.
liIEYKJÖRÐ
Hjalteyrargötu 4 • Sími 22275
J
Einnig nýjar þýskar mottur.
Stærðir 1x0,70m - 1x1,40 - 1x1,65.
Leitið upplýsinga. Mjög hagstætt verð.
Oskum eftir starfsfólki
í glerframleiðslu og speglagerð.
Upplýsingar á staðnum.
ISPAN HF
Norðurgötu 55.
AKUREYRARB/ER wB/
Lausar stöður
við grunnskólana á Akureyri
Hlutastöður við kaffihitun og mötuneyti og við gæslu
6-8 ára barna í Barnaskóla Akureyrar.
Hálf staða gangavarðar við Síðuskóla.
Heil staða gangavarðar og hálf staða ritara við
Gagnfræðaskóla Akureyrar.
Umsóknarfrestur er til 20. júlí nk.
Nánari upplýsingar hjá viðkomandi skólastjórum eða
skólafulltrúa og starfsmannastjóra bæjarins.
Bæjarstjórinn á Akureyri.
Minning:
Ý Guðbjörg Kristín
Sveinbjamardóttir
Kær frænka mín, Guðbjörg
Kristín Sveinbjarnardóttir and-
aðist 25. maí síðastliðinn á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á Akureyri.
Hafði hún dvalið þar um eitt ár
oft þungt haldin. Fögnum við
með henni, að mega nú næðis
njóta í skauti móður jarðar á
gróanda vori. Það veit ég að var
henni hugþekk gjöf. Aldrei naut
hún sín betur en er hún hlúði að
litlu blómi eða gróðursetti viðar-
grein. Öll sú fegurð er þessum
gróðri fylgdi brosti til hennar
með litskrúðugum krónum, er
fylling vaxtar hafði náð hámarki.
Gullregnið í garði Guðbjargar
var mjög fagurt, en sjaldgæft í
íslenskum görðum. En yfir höfuð
var blómríki hennar ríkulegt af
yndislegum gróðri, svo segja má
að gróðurinn óx í sporin hennar.
Guðbjörg var fædd á óðali
móður sinnar að Nikhól í
Mýrdal. Móðir hennar var dóttir
merkishjónanna Vilborgar Sig-
urðardóttur og Gríms Sigurðs-
sonar. Þau áttu saman mörg
mannvænleg börn. Voru synir
þeirra vaskir sjómenn, en dæt-
urnar skipstjórakonur, nema
móðir Guðbjargar, Sigurlína, er
giftist móðurbróður mínum
Sveinbirni Kjartanssyni prófasts
frá Holti undir Eyjafjöllum.
Þeirra fyrsta barn var Guðbjörg.
Örlögin höguðu því svo að for-
eldra sinna naut hún ekki. Föður
sinn sá hún aldrei og móður sína
ei að heldur fyrr en hún var sjálf
orðin fulltíða kona.
Guðbjörg mun hafa verið á
fyrsta ári, er þau yfirgáfu hana og
héldu til Vesturheims. Þá trúðu
margir á bjartari framtíð í því
fjarlæga landi. Víst var að ekki
þótti fýsilegt, að byrja búskap á
íslandi fyrir þá menn, er ei höfðu
löngun til að hokra með lítið bú á
illa hýstu koti. Mun móðurbróðir
minn hafa haft trú á, að gæfan
biði þeirra hjóna í Kanada.
Svo sannarlega ætlaði hann að
sækja dóttur sína þegar gullinu
væri safnað. Þann sjóð sá hann
aldrei, og andaðist lítt fjáður á
miðjum aldri fjarri heimaslóðum.
Litla dóttirin á íslandi átti ástúð-
legt athvarf á prófastsheimilinu,
hún var sólargeisli aldraðra fóst-
urforeldra og alls heimilisfólks-
ins. En eftir fjögurra ára samvist-
ir dó fóstri hennar. Leystist þá
upp þessi gróni friðsæli reitur og
ekkjan, frú Kristín Sveinbjarnar-
dóttir, flutti þá til Reykjavíkur
með fósturdóttur sína og bjó þar
til æviloka.
Guðbjörg var gjörvuleg og
greind, gædd miklu listnæmi.
Hún naut gagnfræðamenntunar
frá Menntaskólanum í Reykja-
vík. Á þeim tíma var það nota-
drjúgt nám. Að því loknu starf-
aði hún hjá Natan og Ólsen þar
sem henni líkaði afar vel. En hin
listræna þörf leitaði eftir farvegi
þekkingar. Þá var enginn lista-
skóli í Reykjavík, sem hægt var
að nema við. En hún var svo lán-
söm að kynnast konu, sem
kenndi postulínsmálningu og
nam hún hjá henni. Kom sér upp
sérstaklega fallegum hlutum, svo
sem stellum og blómavösum.
Sem eldri kona sótti hún lista-
námskeið og vann sérstaklega
fallega muni, sem varðveittir
verða um ókomna tíma meðal
niðja hennar.
Eins og um er getið ólst Guð-
björg upp í Reykjavík og unni
borginni sinni, en örlög manna
fara ýmsar leiðir. Er Guðbjörg
var um tvítugs aldur andaðist frú
Kristín eftir stutta sjúkdómslegu.
Var það Guðbjörgu mikið
harmsefni, og nú stöð hún ein
eftir með aldraða, lamaða konu,
sem var ömmusystir hennar, og
frú Kristín hafði tekið að sér sem
var henni þó vandalaus. Aðeins
göfugt hjarta hafði knúið hana til
þess. Frú Kristín var seinni kona
séra Kjartans væn kona og merk,
enda unni Guðbjörg henni ein-
læglega.
Um þetta leyti kynnist Guð-
björg ungum manni ættuðum frá
Seyðisfirði. Var það Arnþór Þor-
steinsson síðar forstjóri Gefjunar
á Akureyri. Á þessum árum voru
engar tryggingar svo að einstæð-
ingar urðu að dvelja meðal ætt-
ingja eða verða sveitarlimir.
Þeim örlögum gat enginn hugsað
sér að una. Beið nú ömmusystur
Guðbjargar, eftir ljúft atlæti hjá
húsmóður sinni, flutningur á
fæðingarhrepp. Kom þá Arnþór
hinn drengilegi fjölskyldumeð-
limur gömlu konunni á Elliheim-
ilið Grund í Reykjavík, sem þá
var nýstofnað og greiddi sjálfur
meðlagið með henni til hinsta
dags. Honum sé að eilífu vottað
þakklæti fjölskyldu minnar.
Minning hans er okkur öllum
kær.
Eftir nokkur ár í hjúskap fluttu
þau til Akureyrar. Þar hlaut hann
góða stöðu, enda harðduglegur
og víðsýnn maður. Fjölskylda
mín saknaði þeirra. Þá var Akur-
eyri svo fjarlæg, vegakerfið lélegt
og vetur þungir í augum okkar
Sunnlendinga, og fannst okkur
Guðbjörg vera töpuð fyrir fullt
og allt. En hún undi sér vel á
Akureyri og eftir að samgöngur
bötnuðu áttum við frændfólk
hennar margar ánægjustundir á
hinu fallega heimili þeirra hjóna.
Var aldrei neitt til sparað, er
okkur mætti til gleði verða. Fyrir
það skal þeim báðum tjáðar
hjartans þakkir.
Arnþór og Guðbjörg eignuð-
ust þrjú börn. Þau eru: Jón
Sveinbjörn fulltrúi hjá SÍS á
Akureyri, Kristinn ullarfræðing-
ur hjá Álafossi á Akureyri og Sig-
ríður húsfreyja á Grenivík. Hjá
henni dvaldi Guðbjörg síðustu
árin.
Nú hafa börnin kvatt góða
móður, og geyma í minningunni
samverustundir með henni, sem
gæddar voru trausti og trú á hið
góða hér og annars heims.
Frænka mín ræktaði trú sína og
sáði hinu góða sæði meðal sam-
ferðamanna sinna.
Ég kveð hana með orðum
skáldsins Steingríms Thorsteins-
sonar:
„Ó hvíl með friði góða víf ígarði
sem gaf og tók hans náðin veiti þér,
að endurvakna í sælum samfögnuði
til samfunda meðþví, sem kærast er. “
Ég sendi börnum hennar ein-
lægar samúðarkveðjur.
G.Jak.
Náttúrulækningafélögin
sækja í sig veðrið
- gefa út nýtt og glæsilegt tímarit
Náttúrulækningafélag íslands
átti 50 ára afmæli í fyrra.
Frumkvöðull að stofnun
félagsins var Jónas Kristjáns-
son læknir og var hann aðal-
hvatamaðurinn að því að Nátt-
úrulækningahælið í Hvera-
gerði var sett á laggirnar. Ekki
var mikið um hátíðarhöld
vegna afmælisins í fyrra, en nú
hefur NLFÍ hleypt af stokkun-
um herferð til að kynna starf-
semi félagsins.
NLFÍ hefur látið gera 20 mínútna
mynd um þau grundvallarsjón-
armið sem náttúrulækningafélög-
in starfa eftir og nefnist myndin
„Verksmiðja lífsins." í þessari
mynd er kynnt starfsemi heilsu-
hælisins í Hveragerði og einnig
fjallað um byggingu Náttúru-
lækningafélags Akureyrar í
Kjarnaskógi.
í tilefni af afmælinu hefur
hreyfingin hleypt af stokkunum
tímaritinu, Heilsuvernd. Blaðið
fjallar um heilbrigt líferni, hreyf-
ingu og hollt mataræði í takt við
tíðarandann. Hollir lífshættir eru
lífsstíll sem meirihluti fólks vill
tileinka sér og því þykir tímabært
að efla útgáfu tímarits sem eink-
um sérhæfir sig í umfjöllun um
heilbrigða lífshætti, birtir fróð-
leik og skemmtileg viðtöl um allt
sem nöfnum tjáir að nefna og
varðar heilsuvernd.
Reyndar er Heilsuvernd byggt
á gömlum grunni, en blað undir
þessu nafni hefur verið gefið út á
vegum NLFÍ í 43 ár. Ritstjóri er
Anna Ólafsdóttir Björnsson og
útlitsteiknari Björgvin Ólafsson.
í frétt frá samtökunum segir að
blaðið sé málsvari; „öfgalausrar
umfjöllunar um heilbrigði allra
og leitast sé við að fá álit færustu
sérfræðinga og um leið að fjalla á
ferskan og hressan hátt um
efnið.“ AP