Dagur - 07.07.1988, Side 15

Dagur - 07.07.1988, Side 15
7: jtfl'í 1988 - DAGUfi '- 15 Bæjakeppni í golfi: Ólafsfirðingar sigruðu - Sauðkrækingar hirtu flest verðlaun Bæjakeppni í golfi fór fram á Hlíðarendavelli Golfklúbbs Sauðárkróks sl. sunnudag. Heimamenn, golfklúbbar Ólafsfjarðar, Skagastrandar og Blönduóss leiddu saman hesta sína í 18 holu keppni í karla-, kvenna- og unglingaflokki, með og án forgjafar. Bæja- keppni sem þessi hefur mörg undanfarin ár tíðkast á milli Sauðárkróks og Ólafsfjarðar, en hinir sívaxandi klúbbar á Blönduósi og Skagaströnd bættust í hópinn í fyrsta skiptið 1987. Keppni var hörð að þessu sinni og spiluðu menn ágætlega í þokkalegu veðri. Aukaverðlaun voru veitt fyrir að vera næst holu og fæst pútt. Næstur holu á 3. braut var Magnús Rögnvaldsson GSS með 3,44 m og á 6. braut var Páll Þorsteinsson GSS 4,07 m frá því að hitta holuna í fyrsta höggi. Fæst pútt, eða 28 talsins, notaði Hjörtur Geirmundsson GSS. í keppninni um glæsilegan Bæjakeppnis-skjöld unnu Ólafs- firðingar, en tekið var mið af árangri 6 efstu manna með for- gjöf í öllum flokkum. Golfklúbb- ur Ólafsfjarðar var því með 417 högg, Golfklúbbur Sauðárkróks kom næstur með 437 högg, Golf- klúbburinn Ós Blönduósi með 469 högg og Golfklúbbur Skaga- strandar með 488 högg. Úrslit í einstaklingskeppni urðu þessi: Kvennaflokkur: 1. BjarnhildurSigurðardóttirG.Sk. lSOhögg. 2. Valgerður Sverrisdóttir GSS 141 högg. Unglingaflokkur með forgjöf: 1. Þröstur Sigvaldason G.Ó. 63 högg. 2. Skúli Hjartarson G.Sk. 68 högg. 3. Guðmundur Sverrisson GSS 80 högg. Án forgjafar: 1. Þröstur Sigvaldason G.Ó. 89 högg. 2. Guðmundur Sverrisson GSS 93 högg. 3. Skúli Hjartarson G.Sk. 96 högg. Karlaflokkur með forgjöf: 1. Hafsteinn Jakobsson G.Ó. 67 högg. 2. Steinar Skarphéðinsson GSS 68 högg. 3. Matthías Sigvaldason G.Ó. 71 högg. Án forgjafar: 1. Steinar Skarphéðinsson GSS 81 högg. 2. Magnús Rögnvaldsson GSS 86 högg. 3. Örn Sölvi Halldórsson GSS 87 högg. Eftir bráðabana um 3. sæti án forgjafar við Þorvald Jónsson G.Ö. (markvörð Leifturs) og Matthías Sigvaldason G.Ó. á 9. braut, og á 1. og 5. braut við Matthías, náði Örn Sölvi að merja bronsið. -bjb Verðlaunahafar og hluti af keppendum ■ bæjakeppninni. Sigvaldi Einarsson, formaður Golfklúbbs Ólafsfjarðar, fyrir miðju með sigurlaunin, glæsilegan skjöld. Mynd: bjb Knattspyrna 2. flokkur: KA burstaði Ármann 2. flokkur KA gersigraði Ár- mann þegar liðin mættust í Reykjavík um síðustu helgi. Leikurinn var liður í C-riðli Islandsmótsins í knattspyrnu og lauk honum 8:1 fyrir KA. Staðan í hálfleik var 4:1. KA menn yfirspiluðu Ármenn- inga algerlega í þessum leik og miðað við gang leiksins og mark- tækifæri hefði sigurinn getað orð- ið enn stærri. Björn Pálmason og Tveir Norðlendingar í drengjalandsliðið Lárus Loftsson, þjálfari drengjalandsliðsins, hefur val- ið þá 16 Ieikmenn sem keppa munu fyrir Islands hönd á Norðurlandamóti drengja- 'landsliöa sem firam fer í Váster- ás í Svíþjóð dagana 31. júlí - 7. ágúst nk. Tveir Norðlending- ar, Steingrímur Örn Eiðsson KS og Ægir Þormar Dagsson KA, voru valdir í hópinn sem skipaður er eftirtöldum leik- mönnum: Arnar B. Gunnlaugsson ÍA Bjarki B. Gunnlaugsson ÍA Friðrik Ingi Þorsteinss. Fram Guðmundur Páll Gíslas. Fram Gunnar Þór Pétursson Fylki J. Ásgeir Baldurs UBK Kjartan Páll Magnúss. Stjömunni Kristinn Ingi Láruss. Stjörnunni Lárus Orri Sigurðsson ÍA Nökkvi Sveinsson Tý Pétur Hafliði Marteinss. Fram Sigurður Fr. Gylfason Tý Sigurður Ómarsson KR Steingrímur Örn Eiðsson KS Þórhallur Dan Jóhannss. Fylki Ægir Þormar Dagsson KA Sex þjóðir taka nú þátt í Norðurlandamótinu, íslending- Knattspyrna yngri flokka: Tindastóll lá fyrir Völsungi Tindastóll og Völsungur áttust við í 4. og 3. flokki á Sauðár- króksvelli sl. sunnudag. Húsvíkingar höfðu betur í báð- um leikjunum, unnu 2:1 og 6:2, og voru þetta sanngjörn úrslit. 4. flokkur lék fyrst. Þar var jafnræði fyrst í leiknum, í leik- hléi var staðan 1:1. í síðari hálf- leik tóku Völsungar leikinn í sín- ar hendur og óðu í færum, en Ingvar Ormarsson markvörður Tindastóls sá svo um að þeir gerðu bara'eitt mark. Fyrir Völs- ung skoruðu Árni Guðmundsson og Þorvaldur Guðmundsson og Jón Óskar Júlíusson skoraði fyrir Tindastól. Völsungar áttu ekki í erfiðleik- um með slaka Tindstælinga í 3. flokki, gerðu sex mörk gegn tyeimur mörkum heimamanna. Fyrir Völsunga skoruðu Ásmundur Arnarsson 2, Þór Stefánsson, Arnar Bragason, Baldvin Viðarsson og Jónas Garðarsson eitt hver. Orri Hreinsson skoraði annað mark Tindastóls en hitt var sjálfsmark að hálfu Völsunga. -bjb Birgir Arnarson skoruðu tvö mörk hvor fyrir KA en þeir Þór- arinn V. Árnason, Árni Her- mannsson, Helgi Jóhannsson og Svanur Valgeirsson skoruðu eitt mark hver. Þá léku KA menn einnig við FH-inga í sömu ferð og lauk þeim leik með jafntefli, 2:2. KA- menn voru betri aðilinn í leikn- um og þegar 10 mínútur voru til leiksloka höfðu þeir forystu 2:0. Þá var Jóhannes Baldursson hjá KA rekinn af leikvelli og FH-ing- ar náðu að skora tvö mörk á lokamínútunum. Það voru þeir Björn Pálmason og Birgir Arn- arson sem skoruðu mörk KA. JHB Árni Hermannsson skoraði í stór- sigri KA á Ármanni. ar, Danir, Svíar, Norðmenn og Finnar auk Englendinga. Verður keppninni þannig háttað að allir keppa við alla. Knattspyma 2. flokkur: Þórsarar töpuðu tvívegis 2. flokkur Þórs hafði ekki heppnina með sér um síðustu helgi. Þá lék liðið tvo leiki í íslandsmótinu í knattspyrnu, á laugardaginn gegn KR í Reykjavík og á sunnudag gegn ÍA á Akranesi, og tapaði báðum, 1:0 í Reykjavík og 4:1 á Akranesi. Leikurinn gegn KR var sann- kallaður hörkuleikur. KR-ingar voru heldur meira með boltann en náðu þó aldrei yfirhöndinni. Leikurinn hefði getað farið á hvorn veginn sem var en Þórsarar urðu að sætta sig við tap eftir að KR-ingar náðu að ~skora um miðjan síðari hálfleik. í leiknum á Akranesi náðu heimamenn að skora 3 mörk á fyrstu 20 mínútum leiksins og það réði úrslitum. Þórsarar áttu góðan leik en gekk illa að skora og Skagamenn náðu að bæta einu marki við fyrir leikhlé. Þórsarar áttu síðari hálfleikinn algerlega og fengu fjölda marktækifæra en náðu aðeins að nýta eitt þeirra. Það var Páll Gíslason sem skor- aði eina mark Þórs í leiknum. JHB Þór sigraði Leiftur 14:0 - í 4. Þórsarar unnu örugga sigra á Leiftri þegar yngri flokkar félaganna mættust á Þórsvell- inum á Akureyri á sunnudag. Leikiö var í 3. og 4. flokki og sigruðu Þórsarar 14:0 í 4. flokki og 6:1 í 3. flokki. Guðmundur Benediktsson skoraði 7 mörk fyrir 4. flokk Þórs, þar af eitt úr víti. Jóhann flokki Bessason skoraði 3 mörk, Elmar Eiríksson 2 og Ágúst Bjarnason og Arnar Bill Gunnarsson 1 hvor. Aðalsteinn Pálsson skoraði 3 mörk fyrir 3. flokk og þeir Rúnar Sigtryggsson, Steindór Gíslason og Ingólfur Guðmundsson skor- uðu 1 mark hver. Jónmundur Gunnarsson skoraði mark Leift- urs. JHB ÞJALFARI Sunddeild Völsungs óskar eftir þjálfara fyrir næsta keppnistímabil, sem hefst 1. september 1988. Vinnutími a.m.k. 25 klst. á viku auk undirbúnings og keppnisferða. Æskileg menntun, reynsla og eiginleikar: ★ Áhugi ★ Metnaður ★ Gleði í starfi ★ Gott lag á börnum ★ A-stigs námskeið eða meira ★ Fyrri reynsla eða menntun í sundkennslu eða sundþjálfun ★ íþróttakennara- eða sjúkraþjálfamenntun ★ Tölvukunnátta Skriflegar umsóknir sendist Gunnari Rafni Jónssyni, Skálabrekku 17, 640 Húsavík. Heimasími 96- 41668, vinnusími 96-41333 og veitir hann jafnframt frekari upplýsingar. Umsóknarfrestur er til 1. ágúst 1988. Sundráð Völsungs.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.