Dagur


Dagur - 28.07.1988, Qupperneq 1

Dagur - 28.07.1988, Qupperneq 1
ttmíF 71. árgangur Akureyri, fímmtudagur 28. júlí 1988 140. tölublao Miðnœtursigling. Mynd: HG Óhemju vatnavextir á Norðurlandi: Vegir illa farnir vegna grjóthruns og aurskriða! - Flæddi inn í loðdýrabú á Svínabökkum í Vopnafirði Ólafsfjaröarmúli er enn lokað- ur og verður þar til upp styttir, Ríkisstjórnin: Lítill stuðningur Ríkisstjórnin á ekki stuðn- ing nema um 35% kjósenda, ef marka má skoðanakönn- um sem Skáís gerði fyrir Stöð 2 um síðustu helgi. Um 65% þeirra sem afstöðu tóku sögðust ekki styðja ríkisstjórnina og um 60% aðspurðra töldu að ríkis- stjórnin myndi falla annað hvort nú bráðiega eða á næsta ári. Þeir sem sögðust kjósa Alþýðuflokk voru einna trúaðastir á að stjórn- in héldi velli, en helmingur þeirra sem kjósa Framsókn- arllokk telja að dagar stjórnarinnar verði senn taldir. Sjá nánar á bls. 3 en honum var lokað þar sem grjóthnullungar féllu í stórum stfl niður á veginn í fyrradag og lokuðu honum. Vatnavextir hafa verið miklir á Norður- landi að undanförnu og var veginum til Siglufjarðar lokað um tíma vegna grjóthruns og einnig féllu á hann aurskriður. Vegurinn um Vopnafjarðar- heiði var einnig illfær nema jeppum í gær. Flóð í Selá ein- angraði tvo bæi við Vopna- Ijörð um tíma og gróf hún sig undir vegg við loðdýrabú að Svínabökkum. Pétur Valdimarsson hjá Vega- gerðinni í Ólafsfjarðarmúia sagði að ástandið í Múlanum hefði ver- ið skuggalegt í fyrradag, en í gær var vatnsveðrið heldur að ganga niður. Pétur sagði að mestu hætt að hrynja úr fjallinu, en vegurinn væri mikið skemmdur og viðgerð hæfist ekki fyrr en veðrið yrði skaplegt. Vegurinn um Mánárskriður er illa farinn sem og aðrir vegir á leið til Siglufjarðar, en grjót og aurskriður féllu á vegi í nágrenni bæjarins. Vegurinn var þó opn- aður fyrir umferð í gær, en Björn Brynjólfsson hjá vegaeftirlitinu sagði mikla vinnu fyrir höndum svo vegirnir kæmust í samt lag og gerðu menn lítið annað en halda vegum opnum. Vegagerðarmenn unnu í gær að viðgerðum á veginum um Vopnafjarðarheiði, en sá vegur fór í sundur á tveimur stöðum vegna vatnavaxta. Selá við Vopna- fjörð flæddi yfir bakka sína með þeim afleiðingum að bæirnir Refsstaðir og Egilsstaðir einangr- uðust um tíma, en viðmælandi okkar á Refsstað sagði að það hefði staðið stutt yfir. Við flóðið í Selá ruddi hún varnargarða við loðdýrabú á bænum Svínabökk- um og gróf sig um einn og hálfan metra undir húsið og inn í það. „Þetta fór betur en á horfðist,“ sagði Jóhanna Jörgensdóttir á Svínabökkum, en þegar flóðið varð voru tvær ýtur á staðnum á leið í vegaviðgerðir. Um 3000 minkar voru í húsinu, en þeir kipptu sér ekki upp við það þó að flæddi inn í hús þeirra. mþþ Siglufjörður: Tveggja saknað Leit stóð yfír í allan gærdag að tveimur ungum mönnum sem farið höfðu á gúmmíbát frá Siglufírði í fyrradag. Báturinn fannst mannlaus í fjörunni undir Strákafjalli í gærmorg- un. Síðast sást til ferða mann- anna út af Sauðanesi og var veður þá mjög farið að versna. Félagar úr Björgunarsveitinni Strákum og þyrla Landhelgis- gæslunnar tóku þátt í leitinni og var leitað úr bátum og fjörur gengnar. Þyrla Landhelgisgæsl- unnar hætti leit um miðjan dag og leit var hætt af sjó seinni part- inn í gær sökum vonskuveðurs. Leitin hafði engan árangur borið í gærkvöld. mþþ Ásbyrgi: Ferðafólk flýr rigningu „Það er hundleiðinlegt veður,“ sagði Sigrún Barkar- dóttir, landvörður í þjóðgarð- inum við Asbyrgi í gær. Þá hafði úrkoman við Garð í Kelduhverfí mælst 50,5 milli- metrar síðasta sólarhringinn og er það þriðja mesta úrkoma sem mælst hefur þar, síðan mælingar hófust fyrir 25 árum. Aðfaranótt mánudags gistu 80 manns í tjöldum í Ásbyrgi en í gær voru fáir eftir á tjaldstæðinu, þó þraukaði fólk í tveimur tjöld- um og beið betra veðurs. Þeir sem höfðu ætlað að gista í tjöld- um á svæðinu fengu inni í skólun- um í Lundi og Skúlagarði. Sigurgeir ísaksson, verslunar- stjóri útibús KNP í Ásbyrgi sagði að ótrúlega mikið væri hringt í verslunina til að spyrja um veður- horfur um helgina, starfsfólk vís- aði á veðurfræðinga í því sam- bandi en samkvæmt spá væri útlit fyrir veðrabrigði á föstudag eða laugardag. IM Aðaldalur: Skotið á bifreið með tveimur mönnum Skotárás var kærð til lögregl- unnar á Húsavík aðfaranótt laugardags. Kæran bafet frá tveim mönnum eftir að riffíl- kúlu var skotið gegnum fram- rúðu á bifreið þeirra sem stóð á hlaði við bæ í Aðaldal. Riffíl- kúlan fór út um hliðarrúðu á bifreiðinni og mennina sakaði ekki að öðru leyti en því að flísar úr rúðunni stungust í annan þeirra. Á laugardagsmorgun handtók Húsavíkurlögreglan þann sem ákærður var fyrir að hafa hleypt af skotinu og síðar um daginn var hann dæmdur í gæsluvarðhald meðan á rannsókn málsins stóð. Á þriðjudagskvöld var maðurinn látinn íaus en þá taldi lögreglan rannsókn málsins lokið, a.m.k. þannig að sakargögnum yrði ekki frekar spillt. Hjá lögreglunni fengust ekki upplýsingar um hvort sá ákærði hefði viðurkennt verknaðinn. Ekkert virðist hafa kom fram um orsakir málsins en Bakkus mun hafa verið með í spilinu. IM

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.