Dagur


Dagur - 28.07.1988, Qupperneq 2

Dagur - 28.07.1988, Qupperneq 2
■ 2 - DAGUR - 28. júli 1988 Bæjarráð Siglufjarðar mótmælir: Söluskattur vegna snjómoksturs ekki endurgreiddur Bæjarráð Siglufjarðar sam- þykkti fyrir skömmu tillögu Brynju Svavarsdóttur, bæjar- fulltrúa, þar sem sú ákvörðun fjármálaráðuneytisins að endurgreiða bæjarfélaginu ekki söluskatt af snjómokstri að upphæð 1,4 milljónir króna er hörmuð. Bæjarstjórn Siglufjarðar barst bréf frá fjármálaráðuneytinu í lok júníinánaðar þar sem segir að ráðuneytið geti því miður ekki órðið við tilmælum Siglufjarðar- kaupstaðar um endurgreiðslu söluskatt af snjómokstri, þar sem framlag til slíkrar endurgreiðslu í fjárlögum fyrir árið 1988 hafi ver- ið fellt niður. í tillögunni sem Bæjarráð Siglufjarðar samþykkti segir að rökin fyrir beiðninni um endur- greiðslu söluskatts af snjómokstri séu þau að Siglfirðingar búi við meira vetrarríki en önnur sveitar- félög í kjördæminu. Frá 1. janúar hafi 5,7 milljónum króna verið varið til snjómoksturs en af þeirri upphæð séu 1,4 milljónir sölu- skattur. í lok tillögunnar segir að bæjarráð feli bæjarstjóra að rita þingmönnum kjördæmisins bréf þar sem þess er óskað að þcir beiti sér fyrir því að endur- greiðsluheimild komi á ný inn i fjárlög á næsta ári, svo og að til endurgreiðslu komi í ár. EHB Hverju ætlar þú aö klæöast á Fjöri '88? ÞaÖ er auðvitað fatnaðurinn í felulitunum, og það fæst allt í Eyfjörð: Húfur, hattar, bolir, buxur, jakkar, töskur, tjöld, regnslár, vatnspelar og ótal margt fleira, allt í felulitunum, litnum sem slær í gegn. EYFJORÐ Hjalteyraraötu 4 ■ Sími 22275 VtSA & klippa þeir vélarhlífar af líka? Akureyri: Klippt af óskoðuðum bíluni Aö sögn lögreglunnar og bif- reiðaeftirlitsins á Akureyri hefur verid klippt af á annað hundrað óskoðuðum bílum í bænum í sumar, aðallega síð- ustu vikurnar. Víða má sjá númerslausa bíla vegna þessa, bæði í íbúðagötum og á bíla- sölum. Hjá Bifreiðaeftirliti ríkisins fengust þær upplýsingar að ekki væri meira um að klippt hefði ver- ið af bílum nú en undanfarin ár. Sigurður Indriðason, umdæmis- fulltrúi, sagði að óhemju margir eldri bílar hefðu verið afskráðir, og nýjum bílum liefði fjölgað mikið á árinu. Bílaflotinn hefur yngst vegna þessarar endurnýj- unar og fjöldann allan af nýjum bifreiðum þyrfti ekki að færa til skoðunar. Erlingur Pálmason, yfirlög- regluþjónn, sagði að lögreglu- þjónar hefðu undanfarið við og við klippt númer af óskoðuðum bílum í bænum. Varðandi versl- unarmannahelgina sagði Erlingur að lögreglan myndi hafa vakandi auga með óskoðuðum bílum og klippa af þeim þegar þeirsæjust. EHB Heimsmetstílraim á Melgerðismelum? - Lendir fallhlífarstökkvari mjúkri lendingu á hrossinu Guttormi? Mætti bjóða þér að stökkva í fallhlíf og lenda á hestbaki? Forráðamenn útihátíðarinnar Ein með öllu, sem haldin verð- ur á Melgerðismelum um verslunarmannahelgina aug- lýsa grimmt að heimsmets- tilraun í fallhlífarstökki af þessari gerð eigi að reyna á Melunum. „Þetta er ekkert grín, og engin brella,“ sagði Pétur Bjarnason einn af aðstandendum Fjörs sem stendur að hátíðinni. Hesturinn sem fallhlífar- stökkvarinn reynir að lenda á heitir Guttormur og er frá Mel- gerði í Eyjafirði. Jón Ólafur Sigfússon formaður hestamanna- félagsins Léttis sagðist vona að Guttormur þessi væri mikill kerrujálkur, sem léti sér hvergi bregða og fallhlífarstökkvari úr innsta hring tók í sama streng og nefndi að „blindur og heyrnar- laus“ klár væri ekki slæmur kost- ur í þessu tilfelli. Menn hafa velt vöngum yfir hvort tiltækið sé hættulaust með öllu, bæði fyrir menn og hross, eða eins og formaður Léttis orð- aði það: „Eg vona að stökkvarinn sé þegar búinn að eignast þau börn sem hann ætlar sér!’“ Fallhlífarstökkvari sem rætt var við sagði nýju fallhlífarnar vera orðnar svo góðar að hægt væri að bremsa sig vel af áður en lent væri og höggið í lendingunni væri þar af leiðandi ekki mikið. Þessi sami stökkvari sagði að vandræðalaust ætti að vera að lenda á hrossinu, ef aðstæður væru góðar og vanur maður stjórnaði fallhlífinni. mþþ Ökuleikni íkvöld I kvöld verður keppt í öku- leikni bæði á bifreiðum og reiðhjólum. Það er Bindindis- félag ökumanna sem stendur að ökuleikninni í samvinnu við DV og JC Súlur á Akureyri. Keppnin fer fram við Þórunn- arstræti fyrir ofan Menntaskól- ann á Akureyri. Keppnin hefst kl. 18.30 í kvöld, en keppni sem þessi hefur verið árlegur viðburður til fjölda ára. í ökuleikni verður keppt í karla- og kvennariðli og einnig verður keppt á reiðhjólum. Akureyri: Níu sækja um tvö ný leyfi við BSO - samdráttur í leiguakstri Leigubflstjórum fjölgar á næst- unni úr 25 í 27, en á Akureyri verða bráðlega veitt tvö ný leyfí fyrir leigubfla. Níu manns sóttu um þessi leyfi og er nú verið að fara yfír umsóknir. í sumar var tekið inn í reglugerð um takmörkunm leigubifreiða á Akureyri, að leigubílstjórar hætti akstri við 75 ára aldur, en veittur er þriggja ára aðlögun- artími, þannig að slíkt kemur ekki til framkvæmda fyrr en árið 1991. Jakob Jónsson formaður Bíl- stjórafélags Akureyrar sagði að við úthlutun leyfa væri einkum farið eftir hver hefði mesta reynslu í akstri og að Bílstjóra- félagið hefði augastað á ungum mönnum í starfið, þar sem full þörf væri á endurnýjun f starfs- stéttinni. Bílstjórafélagið er nú með umsóknirnar til skoðunar og sendir þær síðan til úthlutunar- manna sem eru fulltrúar frá félaginu og ráðuneyti. Þessi fjölgun nú er í samræmi við breytingu á reglugerð, en áður var gert ráð fyrir einum bíl fyrir hverja 600 íbúa á Akureyri. Nú hefur höfðatölunni verið breytt og hún lækkuð niður í 500. „Við megum alls ekki vera fleiri,“ sagði Jakob, „það er greinilegur samdráttur í leigu- akstri, t.d. er mun minna að gera hjá okkur nú í júlí en var á sama tíma í fyrra. Mér sýnist að muni vanta um 25% til að við náum inn sömu krónutölu og í júlí fyrir ári.“ mþþ

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.