Dagur - 28.07.1988, Page 3

Dagur - 28.07.1988, Page 3
28. júlí 1988 - DAGUR - 3 Rækjuvinnslan Dögun á Sauðárkróki: Gálgafrestur fyrir starfsfólkið - 20 tonnum af rækju ekið í burtu í viku hverri Flugvclarnar tvær frá Flugskóla Helga Jónssonar tilbúnar fyrir næstu ferð til Meistaravíkur í Grænlandi. Bresku framhaldsskólanemarnir bíða við flugvélamar. Mynd: bjb Alexandersflugvöllur: Breskir skólakrakkar fluttir til Grænlands - fyrsta millilandaflug frá Sauðárkróki Um síðustu helgi flugu tvær vélar frá Flugskóla Helga Jónssonar upp frá Alexanders- flugvelli á Sauðárkróki með breska framhaldsskólanema á leið til Grænlands. Þetta er í fyrsta skipti sem flug á milli tveggja landa er flogið frá Sauðárkróki um Alexanders- flugvöll. Bresku skólakrakk- arnir, uin 60-70 talsins, voru að fara í 6 vikna lciðangur til Grænlands og var lent með hópinn í Meistaravík. Farnar voru margar ferðir, því ekki fóru nema 9 í hvora vél. Aður var búið að fljúga með frakt til Grænlands og það klárað sl. þriðjudag. Fyrst átti að fljúga með Bret- ana frá ísafirði en þar leyfðu aðstæður það ekki, m.a. sökum mikillar fuglamergðar við flug- völlinn og var Alexandersflug- völlur því valinn til að selflytja hópinn til Meistaravíkur. Síðan mun Flugskóli Helga Jónssonar ferja hópinn til baka í gegnum Alexandersflugvöll síðast í ágúst- mánuði. Bresku nemarnir eru úr mörg- um framhaldsskólum víðs vegar á Bretlandseyjum sem fengu Grænlandsleiðangur í verðlaun fyrir góðan námsárangur. Mun hópurinn m.a. stunda ýmsar rannsóknir á eyjunni „grænu" í jarðfræði, veðurfræði og fleiri vísindagreinum. Ekki gátu fróð- leiksfúsir Bretarnir beðið með tækjabúnað sinn þangað til í Grænlandi, heldur komu upp „mini“ veðurtunglastöð á Alex- andersflugvelli með tilheyrandi tölvum og senditækjum. Gátu þeir fylgst með veðurskilyrðum á norður-heimskautssvæðinu og fóru flugmennirnir eftir þessum tækjum hjá „tölvufríkum" Bret- anna, sem höfðu tækin uppi þar til í síðustu ferð. Þeir komu upp loftneti fyrir utan flugskýlið, stungu tölvu og senditækjum í samband og voru þar með komn- ir í samband við hin ýmsu veður- og gervitungl. Að sögn flug- mannanna var mjög gott að hafa þessa þjónustu Bretanna á með- an flogið var til Grænlands, enda veður ekki beint hagstætt til flugs. íbúasamtök í Síðuhverfi: Vilja apótek í úthverfi íbúasamtökin í Síðuhverfí hyggjast á næstunni skrifa bréf til forráðamanna apótekanna tveggja sem eru á Akureyri og spyrjast fyrir um hvort annað þeirra sé tilbúið að flytja starfsemi sína út í hverfið. Ekki þykir ráðlegt að setja á stofn þriðja apótekið í bænum, þar sem þau tvö sem fyrir eru anni vel verkefnum sínum, að sögn Ragnars Steinbergssonar forstjóra Sjúkrasamlags Akur- eyrar. í dag halda íbúasamtökin fund með bæjarráði og þar sem m.a. verða kynntar hugmyndir manna um flutning apóteks úr miðbæjar- kjarnanum, eða að stofnað verði útibú frá þeim í hverfinu. „Við leggjum áherslu á að þjónustan færist út í hverfin. Það er ekki skynsamlegt að öll þjónusta safn- ist saman í Miðbænum, þar sem mjög erfitt getur reynst að fá bílastæði,“ sagði Sigurður Jóns- son félagi í íbúasamtökunum. Staðsetningu apóteks, ef til kæmi sagði hann ekki ákveðna, en verslunarmiðstöðin i Sunnuhlíð væri á margan hátt ágætur kostur. Það sem einkum þykir til fyrir- stöðu varðandi flutning apóteks út í Glerárhverfi er að þar er eng- in læknaþjónusta fyrir hendi, en læknamiðstöð þykir forsenda þess að apótek rísi. mþþ Þar með er visir kominn að millilandaflugi frá Alexanders- flugvelli og vonandi að rneira verði af því í framtíðinni. -bjb Frá rækjuverksmiðjunni Dög- un á Sauðárkróki hefur í júlí- mánuði verið ekið um 20 tonn- um af rækju í viku hverri til vinnslu annars staðar. Þetta er gert til þess að vinnslukvóti verksmiðjunnar endist lengur en ella og uppsagnir komi síðar til. Að sögn Garðars Sveins Árna- sonar framkvæmdastjóra verk- smiðjunnar er gert ráð fyrir að með þessu móti muni vinnslu- kvóti hennar endast fram í sept- ember. Ef ekki hefði komið til þessi ráðstöfun hefði rækjan aðeins enst rétt fram yfir næstu mánaðamót. í rækjuvinnslunni er því aðeins unnið frá átta til sjö á daginn og sú rækja sem þá er eftir hefur verið flutt til vinnslu á Blönduósi og Siglufirði. Þetta hafa að jafnaði verið um 20 tonn á viku. Þegar vinnslukvótinn er búinn verður starfsfólki rækjuvinnsl- unnar sagt upp því Garðar segist ekki ætla að fjárfesta í tækjum til að taka á móti frosinni rækju erlendis frá. í rauninni er því aðeins um gálgafrest að ræða fyr- ir starfsfólkið. Dögun er með fimm báta í við- skiptum, þar af einn sem verk- smiðjan á. Kvóti bátanna er rúm 1000 tonn en vinnslukvóti verk- smiðjunnar var upphaflega 690 tonn. Eitthvað bætist við þá tölu en þó er ljóst að kvóti bátanna endist lengur. ET Skagaströnd: Símalínum fjölgar Á næstu dögum munu hefjast framkvæmdir við stækkun innanbæjarkerfisins á Skaga- strönd. 100 lína strengur verð- ur lagður frá símstöðinni að frystihúsi Hólaness. Að sögn Skúla Pálssonar, símaverkstjóra á Blönduósi, er áætlað að þessi framkvæmd standi yfir í einn mánuð. Hann kvaðst þó telja að verkið muni taka mun lengri tíma því sami mannskapur og vinnur við þetta þurfi einnig að sinna útköllum vegna bilana. Skúli sagði að brýn þörf hefði verið á að fjölga símalínum á Skagaströnd og reyndar hefði þurft að ganga mun lengra í þessu. Ekki hefði fengist fjárveit- ing til meiri framkvæmda að þessu sinni. fh Skoðanakönnun Stöðvar 2 og Skáís: Rfldsstjómin nýtur ekki mikils stuðnings - 35% þeirra sem svara styðja ríkisstjórnina, 65% ekki Ríkisstjórnin sem hélt upp á eins árs afmæli sitt fyrr í sumar á nokkuð í vök að verjast, en um 60% þeirra sem afstöðu tóku í skoðanakönnun Skáís sem gerð var fyrir Stöð 2 um síðustu helgi telja að stjórnin falli nú á næstunni, í haust eða á næsta ári. Um 65% þeirra sem tóku afstöðu er þeir voru inntir eftir stuðningi við ríkis- stjórnina sögðust ekki styðja hana. Af þeim 656 aðilum sem spurð- ir voru sögðust 197 styðja ríkis- stjórnina, eða rétt um 35% af þeim sem afstöðu tóku, en 356 sögðust ekki styðja hana, sem eru um 65% aðspurðra. Tæplega 41% þeirra sem afstöðu tóku töldu að ríkisstjórn- in myndi halda velli og sitja út kjörtímabilið. Aftur á móti töldu 42% aðspurðra að stjórnin myndi falla nú alveg á næstunni og um 11% að hún myndi springa í haust. Rúmlega 6% þeirra sem spurðir voru sögðu stjórnina falla á næsta ári. Samtals eru því rúm- lega 53% þeirra sem svöruðu spurningunni á því að stjórnin eigi eftir að falla, annað hvort fljótlega eða þegar lengra verður komið á annað starfsár hennar. Þeir sem harðastir eru á því að stjórnin sitji út kjörtímabilið eru þeir sem sögðust kjósa Alþýðu- flokk, eða um 60% þeirra. Um 42% þeirra sem sögðust myndu kjósa Sjálfstæðisflokk töldu stjórnina sitja áfram, en einungis 28% kjósenda Framsóknar- flokksins. Helmingur kjósenda Framsóknarflokksins taldi að stjórnin myndi falla nú bráðlega eða á næsta ári. Meira en helm- ingur kjósenda Kvennalistans taldi stjórnina falla nú eða síðar og tæplega helmingur kjósenda Alþýðubandalagsins. Um 30% þeirra sem sögðust myndu kjósa Alþýðuflokkinn telja að stjórnin eigi eftir að falla og um 33% kjósenda Sjálfstæðisflokks telja stjórnina ekki hafa það í gegnum kjörtímabilið. Kvennalistakonur eru vantrúaðastar á setu stjórnar- innar, en tæplega 11% þeirra telja að stjórnin sitji tímabil sitt á enda. Þá var spurt í könnuninni hvort menn vildu láta kjósa aftur, eða reyna stjórnarmyndun án kosninga ef til þess kæmi að sjórnin félli og vildu langflestir, eða um 75% þeirra sem spurðir voru efna til kosninga á ný. Tæp- lega 26% sögðust vilja láta reyna á stjórnarmyndun án kosninga. mþþ Próscnt StucTningur vi& ríkisstjórnina 60 T 50- 40 30- 20- 10- Nóu 87 Jan B8 liars 88 Stuíningur ftpr 88 Júlí

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.