Dagur - 28.07.1988, Síða 5
28! júíí 1988 - DAGUR - 8
Tveir Sómabátar frá Bátasmiðju Guðmundar í Hafnarfirði verða aflientir á
sýningunni.
Fyrsta sjávarútvegssýning Grænlendinga:
Tæplega 40 íslensk
fyrirtæki taka þátt
Fyrsta sjávarútvegssýning Græn-
lendinga verður haldin dagana
28.-31. júlí í Nuuk. Tæplega 40
íslensk fyrirtæki munu taka þátt í
sýningunni og bjóða þar margvís-
legar vörur og þjónustu fyrir sjáv-
arútveg, allt frá nærfötum og
ýmsum smávörum, upp í flókinn
rafeindabúnað og skip. Er þetta
langöflugasta þátttaka Íslendinga
í vörusýningu erlendis hingað til.
Á þessu ári verður Grænland
að öllum líkindum mikilvægasti
markaður okkar fyrir tæknivörur
í sjávarútvegi og gera menn sér
góðar vonir um sölu á sýning-
unni. Mikill áhugi er fyrir henni á
Grænlandi og reiknað með allt að
400 þátttakendum erlendis frá,
þar á meðal frá Norðurlöndun-
um, meginlandi Evrópu og
Bandaríkjunum. Gera má ráð
fyrir að um 100 íslendingar sæki
sýninguna, þar af stór hópur frá
ísafirði.
íslenska svæðið er alls um 150
fermetrar að stærð og verður
byggt upp sem eyja á miðju sýn-
ingarsvæðinu. Meðal þátttak-
enda verða Fínull og Skipasmiðja
Marsellíusar, Skipasmiðjan
Hörður og Trefjaplast. Báta-
smiðja Guðmundar mun afhenda
tvo Sómabáta á sýningunni og
lögðu þeir af stað 21. júlí. Þetta
er löng sigling og búist við að hún
taki allt að 10 daga. Á leiðinni
verður komið við í nokkrum
grænlenskum höfnum og bátur-
inn kynntur ásamt búnaði.
Plastos, Plastprent og
Umbúðamiðstöðin kynna
umbúðir sínar, Normex, Sæplast
og Plasteinangrun kynna plastker
og kassa, Marel og Pólstækni
sýna tölvuvogir og skráningar-
tæki og Jósafat Hinriksson sýnir,
auk Skipasmiðjunnar Harðar,
íslenska toghlera. Af öðrum þátt-
takendum má nefna DNG, Sjó-
vélar, Gneista, Snartak, Asiaco,
Vélsmiðjuna Klett, Sjöfn, ísco,
Icecon og eins og áður segir,
fjölda þjónustufyrirtækja frá Isa-
firði.
Tannverndarráð:
Harðfískur og
púsluspil
- til þeirra sem spenna beltin!
Um verslunarmannahelgina mun
Tannverndarráð, sem starfar á
vegum heilbrigðis- og trygginga-
málaráðuneytisins, dreifa til
ungra vegfarenda smápokum
með harðfiski, eins og gert var á
sl. ári í samvinnu við Umferðar-
ráð og lögreglu.
Var þetta gert um leið og frætt
var um atriði varðandi umferðina
eins og Umferðarráð og lögregl-
an hafa annast undanfarin ár.
Tekist hefur góð samvinna
með þessum aðilum, sem allir
starfa að forvörnum hver á sínu
sviði.
Oft vill vera erfitt að finna
verkefni fyrir börn og unglinga á
löngum ökuferðum. Þá er oft
gripið til sætinda, sem leiðir til
þess m.a. að tennurnar verða
þaktar sykri, sé það gert stöðugt.
Liggja þær þá í sýrubaði, sem
leysir upp glerunginn.
Harðfiskur er aftur á móti
heppilegur valkostur, sem vert er
að benda á.
Jafnframt mun verða dreift
nokkru magni af púsluspilum til
að stytta yngstu vegfarendunum
stundir, en myndin á púsluspilun-
um sýnir ungling, sem er að
hreinsa tennur sínar með tann-
bursta og fluortannkremi.
Púsluspilinu er ætlað að minna
á mikilvægi þess að hirða tenn-
urnar vel og sérstaklega að sofa
með hreinar tennur.
Sams konar púsluspilum var
dreift á vegum Tannverndarráðs
til allra leikskóla landsins sl. vor.
Sjálfsbjörg skorar
á stjómvöld
Framkvæmdastjórn Sjálfs-
bjargar, landssambands fatl-
aðra, hefur samþykkt og sent
frá sér eftirfarandi ályktun:
„Framkvæmdastjórn Sjálfs-
bjargar l.s.f. skorar á stjórnvöld
að gera stórátak í því að rjúfa nú
þegar félagslega einangrun
heyrnarlausra. Sjálfsbjörg leggur
áherslu á að tölvur, sem koma í
stað textasíma verði almennings-
eign og að heyrnarlausum verði
tryggð þjónusta táknmálstúlka.
Sjálfsbjörg telur eðlilegt að
íslenskt efni í sjónvarpi sé gert
öllum skiljanlegt - einnig heyrn-
arlausum.“ Undir þetta rita for-
maður og framkvæmdastjóri
Sjálfsbjargar.
Vífilfell:
Nýtt Fanta-
appelsín
Verksmiðjan Vífilfell hf. hefur
hafið framleiðslu á nýju Fanta-
appelsíni, þ.e. drykkurinn er
framleiddur eftír annarri upp-
skrift en áður.
í nýja Fanta-appelsíninu eru
engin litarefni og er drykkurinn
að einum tíunda hluta hreinn
ávaxtasafi. Einnig hefúr orðið
nokkur breyting á bragði frá því
sem áður var, en ákvörðun um
bragðtegund var tekin í kjölfar
víðtækrar markaðskönnunar nú
nýverið.
Til þess að koma enn betur á
móts við óskir neytenda er Fanta-
appelsín nú fáanlegt í fleiri teg-
undum umbúða en áður. Má þar
meðal annars nefna nýjar hálfs
lítra plastflöskur, en á þeim er ný
tegund plasttappa sem gerir fólki
kleift að loka flöskunum aftur
mun þéttar en áður.
Ný bók frá AB:
Silunga- og
laxaflugur
AB hefur gefið út bókina
Silunga- og laxaflugur eftir John
Buckland í þýðingu Björns Jóns-
sonar. Bókin kemst vel fyrir í
vasanum á veiðijakkanum og gef-
ur greinagott yfirlit yfir vin-
sælustu flugugerðir sem notaðar
eru við sportveiðar um víða
veröld, útlit þeirra, uppruna og
fiskana sem þær eiga að tæla.
Þetta er handhægur leiðarvísir
fluguveiðimanna hvert sem þeir
fara til að stunda íþrótt sína.
Meira en 1200 flugugerðum er
lýst í máli og myndum í bókinni.
Er þeim skipt í blautflugur og
þurrflugur og skipað saman eftir
lit. Sýndar eru valdar flugur frá
heimsþekktum framleiðendum.
Fjallað er um lifnaðarhætti og æti
sportfiska og áhrif þess á hnýting-
ar gerviflugna. Þá er rætt um
hirðingu og geymslu gerviflugna.
Bókin er 191 bls. að stærð og lit-
prentuð.
Húsnæði
Kristnesspítali óskar eftir aö taka á leigu í eitt ár
rúmgóöa þriggja eöa fjögurra herbergja íbúö handa
aðstoöarlækni.
Upplýsingar gefur framkvæmdastjóri í síma 31100.
Kristnesspítali.
Lokað
vegna sumarleyfa frá 1 .-7. ágúst.
Vélsmiðja Steindórs hf.
Frostagötu 6a, Akureyri.
Felga og dekk á aðeins
kr. 7.500.-
Fyrir: Pajero
Land Cruser
Rocky
HiLux
Nissan
Tilboðsverð meðan birgðir endast
■ ■ Hjólbarðaverkstæði
nöldursf.