Dagur - 28.07.1988, Blaðsíða 6

Dagur - 28.07.1988, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 28. júlí 1988 Vigfús Jóhannesson skipstjórí ásamt eiginkonu og dætrum við heimkomuna. Á milliþilfari er mikið af tækjum og vinnuaðstaða öll hin besta. Hér líta gestir á blóðgunarborðið. Þrátt fyrir norðan strekking og rigningu í fyrradag var fjöldi manns saman kominn á bryggj- unni á Dalvík til að fagna nýj- um togara Útgerðarfélags Dal- víkinga. Skipið kemur í stað- inn fyrir 14 ára gamlan togara, fyrsta skuttogara Dalvíkinga sem bar sama nafn, Biörgvin EA 311. Nýja skipið er búið öllum bestu fiskileitar- og siglingatækj- um. Stærð þess er 499 tonn sem er 50 tonnum meira en gamla skipið. í skipinu er svokallað auto-troll sem er sjálfvirkur bún- aður á hífingu og slökun, auk þess er einnig data-troll sem er sjálfvirkt eftirlit með átaki tog- víra, lengd og fleira. í skipinu eru tvær lestar sem báðar geta notast sem frysti- eða kælilestar. Skipið er búið tækjum fyrir lausfrystingu sem fyrst og fremst notast við vinnslu á karfa og grálúðu svo og undirmálsfiski. í skipinu er 2500 hestafla Deutz vél og aðstæður allar í vélarrúmi mjög góðar. Þá eru vistarverur skipverja hinar glæsilegustu. Á skipinu verður 16 manna áhöfn en fleiri þegar ein- göngu verður veitt fyrir lausfryst- inguna. Merk tímamót Við móttökuathöfnina síðastlið- inn miðvikudag blessaði séra Pálmi Matthíasson nýja skipið en því næst flutti Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri stutt ávarp. Hann sagði m.a.: „Þegar við gleðjumst yfir komu þessa skips þá gerum við okkur um leið grein fyrir því að þratt fyrir fullkomna smíði verður skipið ekki rekið af sjálfs- dáðum. í fyrsta lagi mun þessi mikla fjárfesting útgerðarfélags- ins kalla á það að gaumgæft sé vel hvert það spor sem tekið verður á næstunni varðandi arðsemi fjár- festingarinnar og hagsmuni eig- enda. f annan stað þá þarf á skip- ið áhöfn og það er mikil ábyrgð sem skipstjóra og mannskap hans er ætlað að axla um borð i þessu skipi. Af góðri reynslu veit ég að þessum mönnum öllum er treyst- andi í hvívetna. Fyrir hönd Dal- víkurbæjar vil ég þakka öllum þeim sem lagt hafa lóð sitt á vog- arskálarnar og unnið hafa að því að þetta skip er nú í heimahöfn." Valdimar Bragason, fram- kvæmdastjóri Útgerðarfélags Dalvíkinga tók næst til máls og þakkaði hlý orð í garð félagsins, skips og áhafnar. Ennfremur sagði hann: „Þetta er stór dagur í sögu Útgerðarfélags Dalvíkinga. Þaö vitum við öll, sem hér erum saman komin, að atvinnusaga er gildur þáttur í samspunninni sögu hvers byggðarlags og á stað eins og Dalvík finnum við fljótt fyrir því hvernig atvinnufyrirtækin ganga, svo nærri erum við upp- hafi verðmætasköpunarinnar að minnstu sveiflur merkjast í dag- legu lífi okkar. Á þann hátt má segja að með hverjum degi séum við að tvinna sameiginlega þráð þar sem hver leggur sitt af mörk- um til að ekki myndist hnökri og að þráðurinn myndi sterka heild. Með þessum skipakaupum Útgerðarfélags Dalvíkinga er vissulega stigið djarft spor. Spor sem við vonum öll og trúum að eigi eftir að skila okkur fram á veginn en jafnframt spor sem leggur á okkur auknar kröfur og skyldur varðandi skuldbindingar sem gerðar eru jafnframt þessum skipakaupum." Með nýjan Björgvin í þriðja sinn Björgvin Jónsson, stjórnarfor- maður Útgerðarfélags Dalvík- inga hf., var skipstjóri á fyrsta fiskiskipi ÚD sem keypt var árið 1958. Björgvin var framkvæmda- stjóri félagsins og aðal baráttu- maður fyrir skipakaupunum 1974 og nú er hann enn við stjórnvöl- inn þegar fimmti togari félagsins og þriðja skipið með sama nafni, er keypt. „Jú, ég man nokkurn veginn eftir heimkomunni með fyrsta Björgvin EA 311 árið 1958. Við komum með skipið til Dalvíkur á Þorláksmessu og fengum ágætt veður alla leið. Skipið var smíðað í Stralsund í Þýskalandi og það er einna helst eftirminnilegt úr heimferðinni að á kortið sem við fengum vantaði svo mikið að þegar við komum á Kattegat þurftum við að leggjast á gólfið til að teikna okkur betra kort. Við höfðum náttúrlega aldrei far- ið þetta áður og þekktum leiðina þess vegna lítið,“ segir Björgvin hlæjandi. Skipasmíðastöðin í Flekke- fjord í Noregi hefur nú fullsmíð- að tvö skip fyrir ÚD, þ.e. Björgvin árið 1974 og síðan þetta nýja skip nú. Sama stöð smíðaði einnig skrokkinn af Björgúlfi sem Slippstöðin á Akureyri fullsmíð- aði árið 1977. Ólýsanleg tilfinning Vigfús Jóhannesson skipstjóri var að vonum kátur við heim- komuna. Hann var fyrst spurður hver væri helsti munurinn á nýja skipinu og því gamla. „Fyrst og fremst er það stærðin. Þetta skip fer á allan hátt betur með mannskapinn auk þess sem allur búnaður er sá besti sem völ er á. Þetta er allt saman nýtt fyrir mér og gjörbylting frá því sem var,“ segir Vigfús og bætir við að togkraftur skipsins sé mun meiri en var á gamla Björgvin sem gerir að verkum að hægt er að toga við erfiðari skilyrði. Stór dagur í sögu Útgeröarfélags Dalvíkinga Björgvin Jónsson núverandi stjórnarformaður Útgerðarfélags Dalvíkinga við brúna á nýja togaranum. Myndír: jóh í heimahöfn „Ég veit ekki hvort maður get- ur sagt að skipið sé mun afkasta- meira. Við gátum fiskað ágætlega á gamla skipið en það kom líka oft fyrir að maður þurfti að stoppa einmitt þegar mest veidd- ist.“ - Hvernig tilfinning er það að koma í heimahöfn með nýtt og glæsilegt skip? „Þetta er ólýsanleg tilfinning,“ segir Vigfús og horfir yfir höfnina. „Manni finnst eiginlega skrýtið að maður skuli eiga þetta skilið og sé treyst fyrir þessu. En þetta er annarra mat. Ábyrgðin á skipstjórann og áhöfnina að taka við nýju skipi er vissulega mikil en þegar menn eru búnir að vera lengi til sjós, eins og ég, þá er þetta ekki eins og margir halda. Fyrir mér er þetta eins og hvert annað verkefni sem maður leysir eftir bestu samvisku. Þetta er hluti af starfinu," segir Vigfús að lokum. JÓH - bæjarbúar fagna nýjum togara Bæjarbúum gafst kostur á að skoða nýja skipið og njóta veitinga um borð. Hinir eldri voru mest uppteknir af tækj- um og tólum í skipinu en gosið og snitturnar hcilluðu yngri gestina.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.