Dagur - 28.07.1988, Side 9
28. júlí 1988 - DAGUR - 9
.<? - öA&íj®* - %\
/
milli steinanna og lands má sjá
hvernig þeir velta til, að því er
virðist eftir sjávarstraumum.
Haldbær skýring er engin til á
þessu fyrirbæri.
Þórshöfn
Það er ekki hægt að skilja við
Færeyjar án þess að geta höfuð-
staðarins, Pórshafnar. Hún er
minnsta höfuðborg Skandinaviu,
íbúar eru aðeins 15.000. Samt
sem áður virkar Pórshöfn risastór
í samanburði við aðra staði í Fær-
eyjum.
Á Tinganesi, sem áður var
minnst á, finnst manni sem tím-
inn hafi verið færður aftur um
nokkur hundruð ár. Gömul frið-
uð hús, halla sér hvert að öðru og
á milli þeirra eru aðeins örmjóir
gangstígar. Hinum megin við
höfnina er Skansinn, virki frá
1580, en frá því var innsiglingin
til Pórshafnar varin.
í Þórshöfn er allt sem fólk
þarfnast, stórt og gott íþróttahús,
stórkostleg sundlaug, verslanir,
hótel og söfn. Eitt fallegasta hús
Þórshafnar er Norðurlandahúsið
og þar er ýmislegt á döfinni á
menningar- og listasviðinu.
Klakksvík er næststærsti staður
Færeyja, með 4500 íbúa. Þar er
stærsta gosdrykkja- og bjórverk-
smiðja Færeyinga. Góður gervi-
grasvöllur er í Klakksvík og ný
og falleg kirkja. Glæsileg versl-
unarmiðstöð er í bænum og gott
veitingahús en hótelið er ennþá á
teikniborðinu.
Barsskor er lítil ferja sem
gengur á milli Klakksvíkur og
Larvíkur. Upphaflega er þessi
bátur ættaður frá Akranesi.
Rétt eins og viö
Hér áður var minnst á uppruna
Færeyinga. En hvernig er þetta
fólk? Allt frá því fyrsta hefur
snyrtimennska verið orð sem ég
hef tengt Færeyingum. Og eftir
ferðalag vítt og breitt um Færeyj-
ar, er sú ímynd enn sterkari. Þeir
eru snyrtimenni fram í fingur-
góma. Mér allt að því létti, þegar
ég sá á einum stað gömul bíla-
hræ.
ingancshellan, en yst á henni sátu þingmennirnir. Eins gott fyrir þá að gleyma sér ekki, því á flóði flæddi yfír jaðra
cnnar og . . .
Göturnar í elsta hluta Þórshafnar eru afar
þröngar eins og sjá má.
Gestrisni er Færeyingum einn-
ig í blóð borin. Þeir veita gestum
sínum allt hið besta sem þeir
geta. En áfengislöggjöfin þeirra
er einstök og á ekki sinn líka í
veröldinni. Þeir fá að kaupa vín,
frá Danmörku, samkvæmt kvóta,
en þeir verða að vera skuldlausir
við skattinn, áður en pöntun er
getð. Vín er því hvergi hægt að fá
með mat, nema í lokuðum einka-
samkvæmum eða ef menn koma
með það sjálfir og borða þá ein-
hvers staðar út af fyrir sig. Þrátt
fyrir þessa ströngu áfengislöggjöf
eru Færeyingar miklir bjórfram-
leiðendur, líkt og íslendingar.
Sjómennska er aðalatvinnu-
vegur Færeyinga, en landbúnað-
ur heldur enn velli, enda er nafn
eyjanna dregið af sauðfé. Þessir
atvinnuvegir hafa mótað fólkið,
gert það opið og hlýlegt. Húmor
eiga Færeyingar til í ríkum mæli
og þeir eiga sína „Hafnarfjarðar-
brandara". Færeyska er eins og
margir vita mjög lík íslensku
a.m.k. á prenti og hafa íslending-
ar oft skemmt sér við að lesa fær-
eysk blöð og Færeyingar íslensk
blöð.
í Klakksvík rákumst við á
nokkuð sem okkur fannst alveg
bráðsniðugt. í miðbænum blasti
allt í einu við okkur „gávubúð".
Við vildum óð og uppvæg fá
umboð og selja gáfur hér heima á
Fróni. Þetta var fært í tal við okk-
ar helsta leiðsögumann í Færeyj-
um, Þórshafnarbúa. „Ja,“ sagði
hann, „við þurfum enga svona
verslun í Þórshöfn, bara þeir í
Klakksvík.“ Minnir þetta ekki
dálítið á sögur sem sendar eru á
milli Akureyrar og Reykjavíkur?
Ferða- og gistimöguleikar
Það er hægt að nýta sér flesta
ferðamáta í Færeyjum. Ferjur af
flestum stærðum ganga á milli
eyjanna og það er tilvalið að taka
bílinn með. Vegakerfið færeyska
er til fyrirmyndar og mættu
íslendingar læra margt af þeim
um vegalagningu og jarðganga-
gerð. Ekkert er því til fyrirstöðu
að hjóla eða jafnvel að ganga um
í Færeyjum. Einnig er hægt fyrir
hópa að leigja sér bíl og leið-
sögumann, sem ferðast þá með
menn til allra þeirra staða sem
skemmtilegast er að skoða.
Þyrlur eru mikið notaðar í
Færeyjum, en þar er enginn flug-
völlur fyrir venjulegar flugvélar,
nema á Vogey. Þar um fer allt
millilandaflug, þangað fljúga
Flugleiðir á Fokker og síðan
áfram til Bergen. Nýstofnað fær-
eyskt flugfélag heldur uppi áætl-
unarflugi til Danmerkur.
Gistingu er hægt að fá í öllum
verðflokkum. Samtals eru um
1300 rúm í öllum færeysku hótel-
unum, síðan eru u.þ.b. 1000 rúm
í gistiheimilum, heimahúsum og
á farfuglaheimilum. Þannig að í
allt er hægt að hýsa á 3000 manns
vítt og breitt um Færeyjar.
Þekktustu hótelin eru m.a. Hótel
Borg og Hótel Hafnia í Þórshöfn,
Hótel Nord á Viðareiði, Hót-
el Vágar á Vogey og Hótel
Eiði á Austurey. Eitt skemmti-
legasta gistiheimilið er að Gjá-
argarði. Þar er hægt að gista í litl-
um klefum, nokkurs konar lok-
rekkjum, sem eru í kvistunum á
húsinu. Tilvalið fyrir þá sem eru
á brúðkaupsferðalagi, eins og
eigandinn sagði.
í þessari frásögn er aðeins fjall-
að um brot af því sem hægt er að
upplifa í Færeyjum, en afganginn
læt ég lesendum eftir að kynna
sér sjálfir.