Dagur - 28.07.1988, Side 10

Dagur - 28.07.1988, Side 10
1Ö - DÁGO'R - 28. júlí 1988 Lyngholt: 5 herb. e.h. í tvíbýlis- húsi, geymsla og herb. í kjallara mjög rúmgóð. Ásamt bílskúr. Sólvellir: 4ra herb. íbúð á neðri haeð. Stórholt: 4ra herb. neðri hæð I tvlbýlishúsi. Sólvellir: 137 fm efri hæð I tví- býlishúsi, ásamt bílskúr. Sólvellir: 3ja herb. íbúð I fjölbýl- ishúsi. Afhendist fljótlega. Hlíðargata: 176 fm einbýlishús m/bílskúr. Góð eign á besta stað I bænum. Langamýri: Efri hæð I tvíbýlis- húsi, góð eign á góðum stað. Ca. 120 fm. Rimasíða: 135 fm raðhúsíbúð ásamt bílskúr. Tjarnarlundur: 2ja herb. fbúð á 4. hæð, skipti á stærri eign I Glerárhverfi. Bakkahlíð: Einbýlishús á VÆ hæð ásamt innb. bílskúr. Ýmis skipti möguleg. Sunnuhlíð: Einbýlishús á 11/2 hæð ásamt innbyggöum bílskúr. Ýmis skipti möguleg. Bakkasíða: Gott einbýlishús með innbyggðum bílskúr. Víðilundur: 3ja herb. íbúð á þriðju hæð. Skipti á hæð I rað- húsi eða einbýlishúsi á Brekk- unni. Smárahlíð: 3ja herb. fbúð I fjöl- býlishúsi. Skipti á góðri hæð eða einbýlishúsi í Þorpinu. Sunnuhlíð: 249 fm einbýlishús á tveimur hæðum m/bílskúr. Lítil íbúð ca. 60 fm í kjallara. Grænamýri: Einbýlishús á tveimur hæðum ásamt bflskúr. Skipti á minni eign möguleg. Langahlíð: Til sölu góð hæð í þribýlishúsi ásamt bílskúr, laus eftir samkomulagi. Hafnarstræti: 120 fm e.h. m/bíl- skúr, gott útsýni, allt sér. Laus strax. Hrafnagilsstræti: Einbýlishús á tveimur hæðum með innb. bíl- skúr ásamt lítilli íbúð í kjallara. Melasíða: 4ra herb. íbúð á 4. hæð í fjölbýlishúsi, góð eign. Frábært útsýni. Stapasíða: í byggingu 5 íbúðir ca. 161 fm hver íbúð, með bílskúr. Seljast á ýmsum bygging- arstigum. Múlasíða 30-38: í byggingu 5 raðhúsíbúðir ca. 108 fm hver fbúð ásamt 26,6 fm bílskúr. Seljast á ýmsum byggingar- stigum. Melasíða: Ný 2ja herb. 60 fm blokkaríbúð, fullbúin. Til afhend- ingar fljótlega. Tjarnarlundur: 2ja herb. íbúð á 3. hæð ca. 57 fm í skiptum fyrir 3ja-4ra herb. stærri eign. Tjarnarlundur: 3ja herb. íbúð á 3. hæð. Laus 20. júní ’88. Grenivellir: 140 fm hæð og ris. Nýtt þak. Nýir gluggar á efri hæð. Ýmis skipti möguleg. Eyrarvegur: 195 fm hæð ásamt bílskúr. Góð eign á góðum stað. Strandgata: Rúmgóð hæð og ris, hentugt fyrir stóra fjölskyldu. Einbýlishús í útjaðri bæjarins. Fasteigna-Torgiö Geislagötu 12, Akureyri Sími: 21967 Opið frá kl. 13-19 F.F. Félag Fasteignasala Lögmaður Asmundur S. Jöhannsson. Sauðárkrókur: Fundur með ungum ökumönnum - fámennur en góðmennur Lögreglan á Sauðárkróki hélt í síðustu viku fund með ungum ökumönnum. Á fundinn mætti Sigurður Helgason frá Umferðarráði og frá lögregl- unni Björn Mikaelsson yfírlög- regluþjónn. Tilefnið var hin aukna slysatíðni hjá ungum ökumönnum og var fundinum ætlað að ná fram gagnlegum umræðum á milli ökumanna og „yfírvaldsins“. Heldur fámennt var á fundinum en engu að síður var hann fróð- legur fyrir þá fáu sem mættu. Sigurður Helgason hóf fundinn og ræddi m.a. um aukna tíðni umferðarslysa. í máli hans kom fram að á síðasta ári slösuðust um 1000 manns í umferðinni og mestur hluti þeirra var ungt fólk á aldrinum 17-24 ára. Slysakostn- aður, þ.e. eignatjón, slys á fólki og bætur, nam á síðasta ári um 4 milljörðum króna, sem má teljast dágóð upphæð. Að meðaltali deyja um 24 íslendingar á ári hverju í umferðinni og er ungt fólk þar í meirihluta. Þá kom fram að meðaleignatjón í slysum getur numið frá 300 þúsund krónum upp í margar milljónir. Af öllum þessum tölum má sjá að miklu er fórnað í umferðinni og Allt í útileguna 10% J afsláttur af öllum viðlegu- búnaoi, garð- og sólhúsgögnum fram að verslunarmannahelgi eitt er ljóst að banaslysin verða ekki metin til fjár. Sigurður hvatti fundarmenn til að koma af stað umræðu í vina- hópum sínum um umferðina þar sem menn tækju afstöðu og sýndu ábyrgð í umferðinni. Hann spurði ungu ökumennina um álit þeirra á þeim mikla hraðakstri sem á sér stað í umferðinni og einn þeirra kom með stutta setn- ingu sem sjálfsagt segir nóg: „Algjör geðveiki.“ Það má taka undir þau orð. Pá voru miklar umræður um slæma vegi hér og þar um landið, hraðatakmarkanir og ölvunarakstur. Á fundinum var ökukennsla talsvert rædd og hvemig bæta mætti hana og auka. Sigurður Helgason sagði að fyrirkomulag á ökukennslu væri ekki nógu gott og þar þyrfti einhvern laga- ramma. I því sambandi benti hann á að framtíðin væri að setja ökukennslu inn í skólakerfið og koma upp sérstökum ökuskólum. Honum fannst vera stórt gap í umferðarfræðslu í landinu, frá því börn eru í umferðarskóla 6 ára og fá blöð send heim til sín, þar til þau fara í bílpróf 11 árum seinna. Á þessum 11 árum vildi Sigurður að fræðsla yrði aukin. Einn ökukennari var á fundin- um og sagði frá sinni reynslu sem slíkur. Hann talaði um hve mis- jafnir nemendur gætu verið, þyrftu frá 13 upp í 40 tíma áður en farið væri í prófið. Hann efað- ist um að orsökin fyrir aukinni slysatíðni hjá ungum ökumönn- um væri ónóg ökukennsla, heldur væru það auknar kröfur í þjóð- félaginu með meiri fjölda kraft- mikilla bíla og bílaeign ungs fólks. Þá taldi ökukennarinn að það væri varhugavert að auka skriflega þáttinn í ökukennsl- unni, hann gæti komið niður á verklega þættinum sem ekki síð- ur þyrfti að leggja áherslu á. Björn Mikaelsson yfirlögreglu- þjónn sagði frá reynslu sinni í lögreglunni og var með ófagrar lýsingar frá aðkomu að mörgum slæmum slysum, sem ekki verða tíundaðar hér. Björn sagði að frá því í vor hafi margir eyðilagt bíla sína í árekstrum á Sauðárkróki og nágrenni og hafði hann áhyggjur af miklum hraða- og glannaakstri á götum bæjarins. Bað hann fundarmenn að fara varlega í umferðinni og gæta fyllstu varúðar. Sem fyrr segir var fámennt á fundinum og hefðu margir ungir ökumenn haft gagn og gaman af að mæta á hann, því margt fróð- legt kom fram í máli þeirra Sigurðar og Björns. -bjb Sérstæð mynd- bandasýning Snemma í ágúst mun Árný Hjaltadóttir sem búsett er í Winnepeg í Canada sýna mynd- band (á ensku) þar sem kynntar verða Kenningar hinna uppstignu meistara og Hið mikla hvíta bræðralag. Leiðbeint verður um hvernig nota má vísindi hins tal- aða orðs til að létta erfiðleika daglegs lífs og hvernig kalla má fram fjólubláa logann sem hreins- ar og brennir allt það sem nei- kvætt er í lífi okkar. Á eftir svar- ar hún fyrirspurnum (á íslensku). Staður og tími verður auglýst síðar. (Fréttatilkynning)

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.