Dagur - 28.07.1988, Qupperneq 13
28. júlí 1988 - DAGUR - 13
Mættir voru fulltrúar frá stjórn Minjasafnsins auk fulltrúa eigenda. Talið frá vinstri: Elías I. Elíasson, Haraldur Sig-
urðsson, Sverrir Pálsson, Hörður Geirsson, Páll Helgason, Valgarður Baldvinsson, Ingólfur Ármannsson og
Jóhannes Sigvaldason. Sitjandi eru: Aðalheiður Steingrímsdóttir og Ólöf Jóhannesdóttir. Mynd: rþb
Minjasaftiið gefur út bók
um tilurð safnsins
Um daginn var haldið kaffi-
samsæti vegna útgáfu bókar
um Minjasafnið á Akureyri.
Þangað voru mættir fulltrúar
eigenda Minjasafnsins, sem
eru Akureyrarbær, KEA og
sýslunefnd Eyjafjarðarsýslu,
auk meðlima úr stjórn
safnsins. Bókina skráði Sverrir
Pálsson skólastjóri Gagn-
fræðaskóla Akureyrar I tilefni
25 ára afmælis safnsins.
Samkvæmt bók Sverris má
rekja stofnun Minjasafnsins til
ársfundar Mjólkursamlags KEA
árið 1949. Á þeim fundi var sam-
þykkt tillaga um „að eyfirskir
bændur stofni til varanlegs
minnismerkis um mjólkuriðnað
og búskaparhætti forfeðra
okkar.“ Um þetta mál var síðan
stofnuð nefnd sem skipuð var
Jakob Frímannssyni kaupfélags-
stjóra,- Jónasi Kristjánssyni
mjólkursamlagsstjóra og Þórarni
Kr. Eldjárn. Þeirskoruðu síðan á
sýslunefnd Eyjafjarðarsýslu og
bæjarstjórn Akureyrar til þess að
vinna ötullega að stofnun alhliða
byggðasafns innan Eyjafjarðar-
sýslu.
Árið 1951 var ráðinn maður til
þess að ferðast um og safna göml-
um munum og sögulegum gögn-
um. Sá maður var Snorri Sigfús-
son og varð hann síðar formaður
byggðasafnsnefndar sem breyttist
í Minjasafnsnefnd árið 1962.
Safnið var síðan opnað árið
1962 á 100 ára afmæli Ákureyrar-
kaupstaðar. Þá var nýbúið að festa
kaup á húseigninni Aðalstræti 58
en þar er Minjasafnið nú til húsa.
Tildrög þess að ákveðið var að
skrá sögu Minjasafnsins voru þau
að Haraldur Sigurðsson og Ingi-
mar Brynjólfsson úr stjórn
Minjasafnsins komu að máli við
Sverri sem hefur verið mikill
áhugamaður um safnið og báðu
hann að skrifa sögu þess.
Handritið lauk Sverrir við vor-
ið 1987 en bókin var ekki gefin út
fyrr en nú í sumar vegna fjár-
magnsskorts.
Sverrir hélt smá tölu í samsæt-
inu og þar kom fram að hann
vildi þakka öllum þeim sem stutt
hafa safnið og þá sérstaklega
frumherjunum sem voru gæddir
hugsjónaeldi um að allt tækist
sem best og hugsuðu aldrei um
neitt til sinna handa.
Vinnslu bókarinnar annaðist
Dagsprent hf. Akureyri.
Bókin verður til sölu í Minja-
safninu í Aðalstræti. KR
Ferðafélag Akureyrar
Skipagötu 13.
Ath. aukaferð.
29. júlí til 1. ágúst: Kverkfjöll,
Askja og Herðubreiðarlindir.
3.-7. ágúst: Arnarvatnsheiði, Borg-
arfjörður og Kjölur.
6. ágúst: Hjaltadalsheiði.
13.-14. ágúst: Ingólfsskáli og Lauga-
fell.
19.-21. ágúst: Dyngjufjalladalur og
Bræðrafeil.
27.-28. ágúst: Fjörður.
3.-4. september: Eyvindarstaða-
heiði.
Ath. Árbókin er komin. Fólk er
vinsamlegast beðið að sækja hana á
skrifstofu Ferðafélagsins.
Skrifstofa félagsins er í Skipagötu
13. Síminn er 22720. Skrifstofan er
opin milli kl. 16 og 19 alla virka
daga nema laugardaga.
Borgarbíó
Fimmtudagur 28. júlí
Kl. 9.00 Space Balls
Kl. 9.10 Best Seller
Kl. 11.00 Space Balls
Kl. 11.10 Best Seller
Akureyrarprestakall.
Fyrirbænaguðsþjónusta verður í
Akureyrarkirkju í dag, fimmtudag
kl. 17.15.
Allir velkomnir.
Sóknarprestarnir.
Safnahúsið Hvoll á Dalvík.
Verður opið í sumar frá 1. júlí til 15.
september frá kl. 14-18
Héraðsskjalasafn Svarfdæla Dalvík.
Opið á mánudögum og föstudögum
frá kl. 13.00-17.00. Fimmtudögum
frá kl. 19.00-21.00.
Nonnahús verður opið daglega kl.
14.00-16.30 frá 12. júní til 1. sept.
Nánari upplýsingar í síma 23555.
Zontaklúbbur Akureyrar.
Sigurhæðir.
Húsið opið daglega kl. 2-4 frá 15.
júní til 1. september.
Náttúrugripasafnið Hafnarstræti 81,
sími 22983.
Sýningarsalurinn er opinn alla daga
nema laugardaga frá kl. 9 til 16.
Minjasafnið á Akureyri,
Aðalstræti 58, sími: 24162.
Opnunartímar: Alla daga frá 1. júní
til 15. sept., kl. 13.30-17.00.
Á sunnudögum frá 15. sept. til 1.
júní, kl. 14-16.
Friðbjarnarhús.
Minjasafn, Aðalstræti 46,
opið á sunnudögum í júlí og ágúst
kl. 2-5.
Allir velkomnir.
Dalvíkurprestakall:
Verð í sumarleyfi dagana 18. júlí til
15. ágúst og 25.-31. ágúst.
Sóknarpresturinn í Hrísey, Hulda
Hrönn Helgadóttir annast þjónustu
í prestakallinu á meðan.
Sími hennar er 61729.
Jón Helgi Þórarinsson.
Guðveldisskóli og Þjónustusamkoma
fimmtudagskvöld kl. 19.30 í Ríkis-
sal votta Jehóva, Sjafnarstíg 1,
Akureyri.
Dagskrá: Biblíuráðleggingar og sýni-
kennslur.
Allt áhugasamt fólk velkomið.
Vottar Jehóva.
AKU REYRARB/tR
Akureyringar
Eigendum þeirra númerslausu bifreiöa sem
fjarlægöar hafa verið, af hálfu Heilbrigöiseftirlits
Eyjafjaröar, af götum og opnum svæöum Akur-
eyrarbæjar aö undanförnu, er hér meö gefinn
lokafrestur til 10. ágúst 1988 til aö leysa þær út
gegn áföllnum kostnaöi. Aö þeim tíma liönum
mun bifreiöunum veröa hent.
Heilbrigðisfulltrúi.
Töboð
-Tilboð
20% afsláttur
af tjöldum
10% afsláttur
(96)21400 af ferðatöskum
AKUREYRARB/éR
auglýsir laust
til umsóknar starf
hagsýslustjóra
Krafist er háskólaprófs í viðskipta- eöa hagfræöi,
auk starfsreynslu.
Helstu verkefni hagsýslustjóra eru:
Hagræn áætlanagerö, úttektir á rekstri deilda og
stofnana, kostnaðareftirlit, fjárhagsleg ráögjöf og
umsjón með erlendum lánum.
Nánari upplýsingar um starfiö veitir bæjarritari.
Upplýsingar um kaup og kjör veitir starfsmanna-
stjóri.
Umsóknir sendist undirrituðum fyrir 1. ágúst nk.
Bæjarstjóri.
Sjúkraliðar - Starfsfólk
Kristnesspítali óskar eftir aö ráða sjúkraliða og
ófaglært starfsfólk á sjúkradeildir spítalans. Um
framtíðarstarf getur veriö aö ræöa.
Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 31100.
Kristnesspítali.
Stundakennari
óskast til afleysinga við starfsdeild Noröurlands-
umdæmis eystra, Löngumýri 15, Akureyri.
Upplýsingar hjá Magna í síma 24248 eöa á
Fræðsluskrifstofu Norðurlandsumdæmis eystra í
síma 24655.
Fræðsluskrifstofa Norðurlandsumdæmis eystra
Furuvöllum 13, Akureyri.