Dagur - 06.08.1988, Síða 4
4 - DAGUR - 6. ágúst 1988
úr hugskotinu
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 800 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 70 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 530 KR.
RITSTJÓRAR:
ÁSKELL ÞÓRISSON (ÁBM.)
BRAGI V. BERGMANN
BLAÐAMENN:
ANDRÉSPÉTURSSON
(Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík),
ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON
(Sauöárkróki vs. 95-5960), EGILL BRAGASON,
FRlMANN HILMARSSON (Blönduósi vs. 95-4070),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavik vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, KRISTJÁN JÓSTEINSSON,
KRISTJÁN KRISTJÁNSSON (íþróttir), STEFÁN SÆMUNDSSON,
VILBORG GUNNARSDÓTTIR,
LJÓSMYNDARAR: GUÐMUNDUR HRAFN BRYNJARSSON,
TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON,
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI:
HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
Efla ber
grundvallar-
atvinnuvegma
Málefni strjálbýlisins hafa verið mikið til
umræðu undanfarin misseri. Svo virðist sem
hægt og bítandi sé að fjara undan ýmsum
byggðarlögum og skiptir ekki máli hvar utan
Faxaflóasvæðisins er borið niður. Valur Arn-
þórsson, kaupfélagsstjóri á Akureyri, ræddi
þessi mál og önnur í viðtali sem blaðið birti
fyrir skömmu. Valur var spurður hvaða aug-
um hann liti þá þróun sem hefur orðið í
byggðamálum landsbyggðarinnar. „Mér
finnst sú þróun mjög alvarleg og mér finnst
ég sjá á henni ýmsar skýringar og jafnframt
ýmis ráð sem þjóðfélagið gæti haft til að snúa
henni við. Ég verð því miður að segja að mér
finnst hafa skort pólitískan vilja til þess að
taka þessa öfugþróun föstum tökum. Það má
nefna í þessu sambandi að með þeirri gífur-
legu samþjöppun stjórnsýslu og valds, sem
er á höfuðborgarsvæðinu, þá hlýtur fólki
óhjákvæmilega að fjölga á því svæði, en
fækka að sama skapi úti um landið eftir því
sem dregið er úr opinberri stjórnsýslu þar. í
annan stað vil ég minna á að þegar svona
mikil miðstýring verður á höfuðborgarsvæð-
inu þá hlýtur miðstjórnarvaldið óhjákvæmi-
lega að draga mikið fjármagn til þess svæðis.
Enn má nefna að þau pólitísku sjónarmið
hafa orðið ofan á í þjóðfélaginu að efla mjög
ýmsa fjármálastarfsemi og þjónustustarfsemi
sem að sjálfsögðu nærist á grundvallarat-
vinnuvegunum. Um leið hafa þau sjónarmið
ríkt að halda skuli afrakstri grundvallarat-
vinnuveganna í algjöru lágmarki þannig að
fjármála- og þjónstugreinar geti haft það sem
allra best og þar með þær atvinnugreinar sem
einkum eru stundaðar á höfuðborgarsvæð-
inu.
Til að snúa þessari öfugþróun við þarf að
sjálfsögðu margt að koma til, en m.a. og alveg
sérstaklega, þarf að dreifa stjórnsýslunni. Hið
pólitíska vald þarf af ásettu ráði og með opn-
um augum að dreifa fjármagninu meira um
þjóðfélagið en gert er í dag. Umfram allt verð-
ur að leiðrétta rekstrargrundvöll grundvallar-
atvinnuveganna og efla þá sem allra mest því
þeir eru einkum stundaðir á landsbyggðinni.
Með því að efla þá eflist landsbyggðin. Fyrir
framtíðarþróun þóðfélagsins og að núverandi
kynslóðir skili grundvallaratvinnuvegunum í
góðu ásigkomulagi til komandi kynslóða þá
hlýtur að vera höfuðviðfangsefni að efla þá. “
ÁÞ
\
Streituvaxtaplágan
„Á síðasta fundi bæjarstjórnar
var einróma samþykkt að í ljósi
góðrar afkomu fyrirtækja
bæjarins, sér í lagi bæjarútgerð-
arinnar og frystihússins, að
bjóða öllum íbúum staðarins, á
kostnað bæjarsjóðs í þriggja
vikna sólarlandaferð, ásamt
með þeim skammti af gjaldeyri
sem hæfilegur þykir að mati
þeirra er til slíkra hluta þekkja.
Þykir við hæfi að launa þannig
íbúum þessa bæjar mikinn
dugnað og ósérhlífni við erfið,
og oft á tíðum hættuleg störf í
þágu byggðarlagsins og þjóðar-
heildarinnar allrar."
Baslað með bankabyrði
Það verður nú að teljast í meira
lagi ósennilegt, að frétt af þessu
tagi gefi að lesa í einhverju hinn
svokölluðu landsmálablaða, svo
sem Múlanum hinu nýja blaði
þeirra í hinum fjölmiðlaríka
Ólafsfirði, svona álíka ótrúlegt
og Hallgrímskirkjan í Haga-
nesvík eða átveisla Afríku-
mannanna sem handboltastrák-
arnir okkar sungu hér um árið
þegar þeir komust í hóp hinna
Sex, af því að Rússarnir mættu
ekki, eða hvort það var seinna,
það skiptir ekki máli. En því
dettur manni þetta í hug, að fyr-
ir fáeinum dögum mátti lesa í
staðarblöðum frétt um það að
eitt tiltekið bæjarfyrirtæki, það
er að segja Hitaveita Reykja-
víkur hefði eytt gjaldeyri, sem
lauslega reiknað myndi duga til
þess að senda alla íbúa í fjórtán
hundruð manna byggðarlagi til
sólarlanda í þrjár vikur með
nokkuð rúmt skammtaðan
gjaldeyri, í hvolfþak yfir skopp-
arakringlu eina sem fyrirtækið
hyggst fagna góðri afkomu með
því að reisa.
Sjálfsagt er fyrirtæki Davíðs
og þegna hans vel að því komið
að halda þannig upp á sína góðu
afkomu, og um það verður ekki
deilt, að fyrirtæki þetta hefur
sparað þjóðarbúinu umtals-
verðan gjaldeyri. Hins vegar
hafa íbúarnir í fjórtán hundruð
manna plássinu ekki aðeins
sparað þjóðarbúinu gjaldeyri,
heldur hafa þeir einnig skapað
hann, eða aflað hans öllu
heldur, en samt sem áður er
sjávarútvegurinn þess á kúp-
unni rétt eina ferðina enn. Hver
man annars eftir öðru en hann
hafi verið á kúpunni, í gær
útgerðin - í dag frystingin.
Mönnum ber ekki alveg sam-
an um það hvort sú kreppa sem
virðist nú ríkja í sjávarútvegin-
um sé bara þessi vanalega, eða
hvort nú sé allt í einu raunveru-
leg alvara á ferðum. Sverrir
„Sturlaði“ landsbankastjóri tal-
ar eitthvað um það í sambandi
við vandamál sjávarútvegsins í
nýja rannsóknarblaðinu sem
þeir á Þjóðviljanum hafa hleypt
af stokkunum, að nú þyrfti að
fara að berja menn til bókarinn-
ar, en ekki kom það nú glögg-
lega fram hverja skuli til bókar-
innar berja, þótt eitthvað sé
ýjað að því að um stjórnvöld sé
við átt. Má vera, að bankastjóri
sé allt í einu farinn að gera sér
grein fyrir því að vaxtafrjáls-
hyggjan hafi mistekist með öllu,
að fyrirtæki, og einstaklingar
raunar líka basli nú í gegnum
þjóðfélagið með bankabyrði
sem enginn Jón Páll ræður við,
hversu mikinn Svala og hversu
mikla Aldingrauta hann inn-
byrðir. Því er ljóst að eitthvað
er að.
Skottulækningar
Það eru semsagt aldrei þessu
vant ekki allt of há laun sem eru
að sliga atvinnulífið í landinu,
heldur vaxtafárið, og þessi
staðreynd er orðin þó nokkuð
viðurkennd, jafnvel innan sam-
taka atvinnurekenda, og maður
er jafnvel farinn að fá það á til-
finninguna, að vandamálið sé
að verða ekki aðeins af efna-
hagslegum eða atvinnumálaleg-
um toga, heldur og einnig jafn-
vel læknisfræðilegum. Að
minnsta kosti birti landlæknir
nýverið skýrslu þar sem meðal
annars kemur fram að streita, á
uppamáli stress, sé býsna
algeng plága meðal atvinnurek-
enda, og vitanlega er ekki hægt
að ganga fram hjá þeirri stað-
reynd að vaxtamálin eru þarna
meðal sökudólga. Að vísu ber
að taka þessum tölum land-
læknisembættisins um háa tíðni
streitu meðal atvinnurekenda
með dálitlum fyrirvara, bæði
vegna þess að líkast til þá hefur
nú láglaunafólkið varla tíma til
þess að velta því fyrir sér hvort
það er stressað, og svo þykir
það líka örlítið „fínt“ að vera
stressaður, rétt eins og það
kvað vera dálítið fínt að hafa
farið á fínar afvötnunarstofnan-
ir, jafnvel fjárhagslega
hagstætt, eins og Helgi Seljan
Reynir
Antonsson
skrifar
benti á í nýlegri DV grein. Allt
um það, þá er ljóst að ný plága,
eins konar „nútímasvartidauði“
virðist vera í burðarliðnum, það
er að segja eins konar „vaxta-
streituplága" sem miklum usla
kann að valda.
Það er ljóst að erfitt verður
að hreinsa til eftir gjaldþrota
frjálshyggjusvallið og lækna þá
sem vaxtaplágan hefur komið
við. Til þess verður Framsókn-
arflokkurinn að sækja enn
meira fram, Alþýðuflokkurinn
að fara að hugsa meira um jafn-
aðarstefnu en bitlinga, Alþýðu-
bandalagið að gera raunveru-
legt bandalag við alþýðu þessa
lands, og Sjálfstæðisflokkurinn
að verða raunverulegur sjálf-
stæðisflokkur, bæði gagnvart
innlendum fjölskylduveldum og
erlendum álkóngum eða flug-
samsteypum. Og Kvennalistinn
þarf einfaldlega að hætta að
vera kvenlegur, og bjóða alla
velkomna á tillits til kyns eða
stöðu. Það hreinlega gengur
ekki lengur að þjóðin fái bara
áttatíu krónur fyrir fiskflak sem
kostar hundrað að framleiða.
En það að gera áttatíu krónurn-
ar að hundrað jafnverðlitlum,
er auðvitað ekkert annað en
sjónhverfing, skottulækning
sem ekkert dugar, rétt eins og
að áfengi læknar ekki timbur-
menn, bara frestar þeim, og
getur í leiðinni oft aukið enn á
vandamálin. Vitanlega verður
heldur að gera áttatíu krónurn-
ar fyrrnefndu ódýrari, og þar
með verðmeiri. í vinsælu ljóði
segir hinn frábæri Leonard
Cohen: „Fyrst tökum við Man-
hattan, síðan tökum við
Berlín.“ Því miður virðast
íslendingar ávallt fara þver-
öfugt að. Þeir byrja á að taka
Berlín áður en þeir snúa sér að
Manhattan. Ráðast fyrst að
krónunni en sleppa milljarðin-
um. Og því rísa hvolfþök í
Davíðsborg, meðan Bolungar-
víkur bíður bankanna vald.