Dagur - 06.08.1988, Síða 7
6. ágúst 1988 - DAGUR - 7
Bikarkeppni FRÍ
á Akureyrar-
velli um helgina
Bikarkeppni FRÍ, 2. deild,
verður haldin á Akureyrarvelli
núna um helgina. Það er
UMSE sem hefur umsjón með
keppninni og hefst hún kl. 14 í
dag og 12 á morgun.
Sex lið eigast við í keppninni.
Tvö komast upp í 1. deild að ári
en tvö falla niður í þriðju deild.
Má búast við mjög tvísýnni og
spennandi keppni.
Þess má geta að meðal kepp-
enda verða spjótkastararnir
Sigurður Einarsson Ármanni og
, Sigurður Matthíasson UMSE.
Sumartónleikar
í þremur kirkjum
Síðustu sumartónleikarnir
verða nú um og eftir helgina.
Arnaldur Arnarsson gítarleik-
ari leikur í Akureyrarkirkju kl.
17.00 á sunnudag, í Húsavík-
urkirkju kl. 20.30 á mánudags-
kvöld. og í Reykjahlíðarkirkju
kl. 20.30 á þriðjudagskvöld.
Arnaldur er fæddur í Reykja-
vík árið 1959. Hann hóf gítarnám
í Svíþjóð tíu ára gamall og hélt
því síðar áfram hjá Gunnari H.
Jónssyni í Tónskóla Sigursveins
D. Kristinssonar. Hann tók loka-
próf frá Royal Northern college
of Music í Manchester árið 1982.
Kennarar hans þar voru Gordon
Crosskey, George Hadjinikos og
John Williams. Hann var eitt ár
við framhaldsnám hjá José Tomás
í Alicante á Spáni og hefur sótt
námskeið hjá Álirio Díaz, Oscar
Ghiglia, David Russel og Hop-
kinson Smith.
Kafflsala í
Tunguseli
Á morgun, sunnudag, verður
Kvenfélagið Tilraun í Svarfað-
ardal með kaffisölu í Tunguseli
við Tungurétt. Félagið hefur
staðið fyrir sams konar kaffisölu
undanfarin ár en kaffi verður selt
næstu þrjá sunnudaga þ.e. 7., 14.
og 21. ágúst. Salan hefst kl. 14 á
sunnudag og verður opið í
Tunguseli til kl. 18. Semsagt upp-
lagt að taka Svarfaðardalshring-
inn næstu sunnudaga og koma
við hjá kvenfélagskonum.
Aftnælismót
Bridgefélags
SigluQarðar
í tilefni af 50 ára afmæli
Bridgefélags Siglufjarðar mun
félagið efna til stórmóts í tví-
menningi helgina 3.-4. sept.
Spillað verður samkvæmt Mit-
ehell-kerfi, líklega þijár 28 spila
lotur. Vegleg verðlaun eru í
boði.
Fyrstu verðlaun nema 120.000
kr., en peningaverðlaun verða
fyrir fimm efstu sætin, alls
280.000 kr. Fyrir hæstu skor í
hverri lotu verða ferðavinningar
frá Samvinnuferðum/Landsýn.
Auk þess verða veittar viður-
kenningar fyrir 6.-10. sæti. Spila-
mennska hefst kl. 10.30 á Hótel
Höfn. Keppnisstjóri verður
Hermann Lárusson.
Tilkynning um þátttöku þarf
að hafa borist fyrir 20. ágúst en
hámarksfjöldi para er 50. Skrán-
ing er hjá Samvinnutryggingum
(96-71228) á skrifstofutíma.
Keppnisgjald er 5000 kr. á par.
Þetta er annað sumarið sem
sumartónleikar í þremur kirkjum
á Norðurlandi eru haldnir og
sagði Björn Steinar Sólbergsson
einn af hvatamönnum þeirra að
vel hefði gengið í sumar og
aðsókn hefði farið fram úr
björtustu vonum. Tilgangur tón-
leikanna var fyrst og fremst sá að
stuðla að fjölbreyttari kynningu á
menningu landsins með flutningi
íslenskrar tónlistar og/eða ís-
lenskum flytjendum. mþþ
Módefflug-
vélar á Mel-
gerðismelum
Áhugamenn um flugvélamódel
halda árlegt mót sitt um helg-
ina. Mótiö verður haldiö á
Melgerðismelum og hefst kl.
9.00 á laugardagsmorgun og
stendur fram á sunnudag.
Á Melgerðismelum er verið að
taka í notkun nýja aðstöðu, og er
þetta í fyrsta sinn sem mótið er
haldið þar. Þátttakendur á mót-
inu koma víða af landinu og
sýna listir sínar. Stærstu vélarnar
eru með tveggja hestafla bensín-
hreyflum og eru um 30 kíló að
þyngd. Þeir sem áhuga hafa á
módelflugvélum ættu ekki að láta
þetta mót framhjá sér fara.
Sigurður Matthíasson, spjótkastari.
Ókcypis söngskemmtun
í Glerárkirkju
Þrjú vestur-íslensk ungmenni í
íslenska landnámsbænum River-
ton í Kanada hafa stofnað söng-
kór sem þau nefna „Fine Country
Kids“. Þau eru nú á ferðalagi hér
á landi og hafa farið víða. Hingað
til Akureyrar koma þau á laugar-
daginn, og um kvöldið ætla þau
að gleðja bæjarbúa og aðra með
söng sínum og undirleik í Glerár-
kirkju. Leikin verða og sungin
íslensk og erlend lög.
Aðgangur er ókeypis, en fólki
er að sjálfsögðu frjálst að greiða
eitthvað, ef það vilí styrkja ferða-
lög þessara ungmenna. Er þess
fastlega vænst, að sem flestir
leggi leið sína í Glerárkirkju
laugardagskvöldið 6. ágúst kl. 9.
afsláttur af
sólhúsgögnum og
viðlegubúnaði til
13. ágúst
E
OpiÖ laugardaga 9-1 2.
111EYFJÖRÐ
Hjalteyrargötu 4 - Sími 22275
SUMARGJALDDAGI
HÚSNÆÐISLÁNA VAR1. MAÍ SL.
sept- 1 á lán með byggingarvísitölu.
FORÐIST ÓÞARFA AUKAKOSTNAÐ
VEGNA DRÁTTARVAXTA
^Húsnæðisstofnun ríkisins
LAUGAVEGI 77 101 REYKJAVIK S: 69 69 00