Dagur - 06.08.1988, Síða 9

Dagur - 06.08.1988, Síða 9
8 - DAGUR - 6. ágúst 1988 6. ágúst 1988 - DAGUR - 9 Ég hringi bjöllunni á annarri hœð í verslunar- húsi við Laugaveginn. Eftir smá tíma kemur snaggaralegur maður til dyra og segir á íslensku, með skemmtilegum norskum hreim: „ Vel- kominn, Mats Wibe Lund heiti ég. Gœtir þú beðið eitt augnablik, síminn hringir. “Að þessum orð- um loknum snýst hann á hœl, hleypur inn í annað herbergi og grípur sím- ann sem emjar á athygli á borðinu. Á meðan Mats talar í símann, tek ég mér bessaleyfi að skoða vinnustofuna. Á veggj- unum eru landslags- myndir og þá sérstak- lega myndir af þéttbýlis- kjörnum víðs vegar af landinu. Þarna eru mynd- ir af Akureyri, Húsavík, Dalvík og sveitabœjum undir Eyjajjöllum. Eftir smá tíma leggur Mats símtólið niður, dæsir og segir: „Fyrirgeföu, það er alltaf eitt- hvað sem kemur upp á. Þú kem- ur frá Degi, ekki satt. Heldurðu að ég hafi frá nógu að segja í heilt blaðaviðtal?“ Þetta segir Mats í svo miklum alvörutón, að ég get ekki annað en brosað. Eftir smá tíma er ég síðan búinn að sann- færa Ijósmyndarann um að að hann hafi frá miklu að segja. Hann býður mér sæti frammi í forstofu: „Þetta eru bestu stól- arnir sem ég hef,“ segir hann af- sakandi. Ég segi honum að þetta sé í fínu lagi, svo lengi sem mér takist að draga eitthvað upp úr honum. Mats hefur greinilega lagt sig mikið fram um að tala vandað mál og íslenskan hjá honum er mjög góð. Auðvitað slæðast inn hjá honum málfræðiviilur, en syngjandi norski hreimurinn í röddinni gefur henni skemmtileg- an og öðruvísi blæ. „Það er gott að vera Norðmað- ur á íslandi," segir hann kankvís- lega, þegar ég spyr út í uppruna hans. „Það er líklegast jafn gott og að vera íslendingur í Noregi," bætir hann síðan við hlæjandi. „Áhugi minn á íslandi vaknaði strax á unga aldri. Faðir minn var Mat.s með Hasselblad myndavélina sína áður en hann fer í loftið. Til gamans má geta þess að svona tæki með allra nauðsynlegustu fylgihlutum kostar yfir hálfa milljón króna. „Lít á ísland sem heimaland mitt.“ með skrifstofu í sömu byggingu og íslenski ræðismaðurinn, en þá var ekkert íslenskt sendiráð í Osló. Ég safnaði frímerkjum og ráfaði því oft inn á ræðis- mannsskrifstofuna og fékk gefins íslensk frímerki." Mats þagnar hér, verður hugsi á svip og segir: „Þeir voru mjög þolinmóðir við mig á skrifstof- unni, því ég var alltaf spyrjandi um ísland. Það var síðan nokkr- um árum eftir þetta að ég frétti af ferð norskra ungmenna til forn- leifauppgraftar í Skálholti. Ég var ekki rónni fyrr en ég hafði skrifað til Kristjáns Eldjárn, þáverandi þjóðminjavarðar, og spurt hvort ég mætti koma. — Mats Wibe Lund ljósmyndari í helgarviðtali stofu á stofn í Lágmúlanum hjá kunningja mínum, Gísla B. Björnssyni, sem nú rekur Auglýsingaþjónustuna GBB. Þetta gekk mjög vel og fyrirtækið óx og óx. Nokkrum árum síðar flutti ég stofuna í stærra húsnæði. Þá setti ég líka á stofn verslun, samhliða Ijósmyndastofunni, og umsvifin urðu alltaf meiri og meiri. Ég fór að flytja inn ljósmyndavörur og brátt var ég orðinn týpískur stressaður, vinnubrjálaður ís- lendingur,“ Nú rekur Mats upp rokna hláturroku og hristir haus- inn yfir sjálfum sér á þessum tíma. „Það er rétt þegar sagt er að mikið vill meira,“ bætir hann við. „Brátt sá ég að það væri ekk- ert vit að standa í þessu einn, þannig að ég fékk meðeiganda inn í reksturinn. Lagerinn óx hins vegar jafnt og þétt og áhyggj- urnar jafnhliða. Loksins settist ég niður einn daginn og sagði við mig: Mats Wibe Lund, ætlar þú, rúmlega fertugur maðurinn, að drepa þig á vinnu. Svar mitt var neikvætt. Ég seldi því meðeig- anda mínum verslunina og sagði upp flestu starfsfólkinu á ljós- myndastofunni. Nú nokkrum árum síðar sé ég að þetta er ein skynsamlegasta ákvörðun sem ég hef tekið um ævina.“ Flestir ljósmyndarar eiga sér draum - Nú einbeitir þú þér að átthaga- myndum af bæjum og stöðum víðs vegar um land. Hver er ástæðan fyrir því að þú tekur þessar myndir? „Eins og ég sagði áðan þá hreifst ég snemma af íslensku Mats Wibe Lund ásamt konu sinni Arndísi Ellertsdóttur með átthagamynd af Grundarfírði. landslagi. Flestir ljósmyndarar eiga sér draum að geta einbeitt sér að þröngu sviði þessarar greinar og það sem ég er að gera er að láta þennan draum rætast. Ég fer upp í háloftin, tek myndir og kem svo aftur og fullvinn myndirnar sjálfur, þ.e. fram- kalla, stækka og sel þær sjálfur. Ég fór hægt af stað í byrjun, en fólki líkaði myndirnar vel, og sal- an hefur verið jöfn og góð síð- ustu árin. Það er alls konar fólk sem kaupir þessar myndir hjá mér. Mikið er um að fólk utan af landi, sem flutt hefur á mölina, kaupi myndir af bænum, þar sem það er uppalið. Það er líka vin- sælt að senda slíkar myndir til vina og kunningja erlendis. Bæj- ar- og sveitarstjómir sækjast einn- ig eftir átthagamyndum frá mér í heimildaskyni.“ - Getur fólk pantað hjá þér mynd af vissum bæ eða stað á landinu? „Já, fólk getur komið með sér- stakar óskir og það án skuldbind- inga. Ástæðan er sú að fólk getur haft sitt uppáhalds sjónarhorn og það er allskostar óvíst hvort mér tekst að ná því. Á móti kemur að ég vil hafa nokkuð frjálsar hendur í sam- bandi við tíma sem þarf til að ná góðri mynd. Það er ekki sama á hvaða árstíma myndir eru teknar og svo eru óskir viðskiptavinanna mismunandi. Ef einhver pantar t.d. mynd úr Svarfaðardalnum Slys í Mývatnssveit Kristján var mikið ljúfmenni og hann svaraði mér um hæl og sagði að ég væri velkominn. Hins vegar gæti Þjóðminjasafnið ekki greitt fargjaldið fyrir mig og ekki gætu þeir lofað neinum launum. Á móti sagði hann að fæði og uppihald yrði mér að kostnaðar- lausu. Ég var ekkert að tvínóna í þessu máli, seldi frímerkjasafnið mitt og sigldi með skipi frá Kris- tjánssandi til íslands. Það var mikið „upplifelsi" að komast loksins til Islands og dvaldi ég í nokkurn tíma þarna við uppgröft í Skálholti. Ég var þá þegar byrjaður að taka dálítið af myndum og íslenskt landslag var mér ótæmandi uppspretta myndefnis. Það voru sérstaklega náttúrumyndir sem vöktu áhuga minn og seldi ég blöðum heima myndir frá íslandi.“ - Var það strax þá að þú gast hugsað þér að setjast að á ís- landi? „Það er dálítið kátbroslegt, að það var slys sem ég lenti í árið 1956, sem varð þess valdandi að ég gat alveg hugsað mér að setj- ast að á Islandi. Ég var þá á ferðalagi um Norðurland og kom við í Mývatnssveit. Þar gleymdi ég mér við ljósmyndun og lenti ofan í leirhver. Ég brenndist illa á löppunum og var fluttur með ofboði til Húsavíkur í sjúkraskýl- ið þar. Þar kynntist ég Birni lækni á Húsavík og hann er einn skemmtilegasti maður sem ég hef þekkt. Hann var mikil frásagna- persóna og leikari af guðs náð. Batinn var hægur, en Björn gerði dvölina í sjúkraskýlinu þolan- lega. Eftir að ég gat byrjað að Akureyri séð með augum Mats úr lofti. brölta um fór ég að Reynihlíð og dvaldi þar í nokkra mánuði með- an ég var að jafna mig í fótunum. Þá kviknaði fyrst sú hugmynd hjá mér að setjast hér að. Næstu árin var ég alltaf með annan fótinn hér á íslandi. Ég kom á hverju ári og viðaði að mér efni, bæði í máli og myndum, sem ég seldi síðan til blaða um allan heim. Einnig var ég duglegur að sýna myndir frá íslandi á ýmsum samkomum í Noregi. Síðar samdi ég við Ósvald Knudsen um að sýna myndir hans, Sveitin milli Sanda og Surtur fór sunnan, fyrir norska áhorfendur. Árið 1960 fór ég í ljósmynda- nám til Þýskalands og var þar í tvö ár. Eftir að því námi lauk kom ég til íslands og starfaði fyrir fyrirtækið Sólarfilmu í rúmt ]/i ár. Þá var ég farinn að líta á mig sem hálfgerðan íslending og ekki skemmdi það fyrir að ég hafði kynnst tilvonandi konu minni, Arndísi Ellertsdóttur. Reyndar kynntist ég henni í Noregi, þar sem hún var við hjúkrunarnám í Ósló. Árið 1966 ákváðum við að taka stóra stökkið og flytja til íslands. Ég hafði starfað mikið fyrir utan- ríkisráðuneytið, Flugfélag íslands, Loftleiðir og aðra aðila sem höfðu með landkynningar- mál að gera. Þannig hafði ég kynnst mörgum aðilum og þessi sambönd sem ég hafði náð mér í hafa dugað mér allt til dagsins í dag. Eftir að við hjónin komum til íslands hélt ég áfram að starfa við það sama og ég hafði gert áður, þ.e. að taka myndir og skrifa texta fyrir erlend blöð. Síðan kom að því að ég setti ljósmynda- eða Aðaldalnum og ég á ekki mynd af viðkomandi stað, þá reyni ég yfirleitt að sameina það öðrum verkefnum, því hver flugtími er dýr.“ „Auðvitað þarf hann að fljúga til að taka þessar myndir," hugs- aði ég og skammaðist mín eigin- lega að viðurkenna fyrir Mats að ég hefði orðið flugveikur síðast þegar ég sveif ofar skýjum á leið til Akureyrar. „Flugveiki er eitthvað sem ég hugsa aldrei um í háloftunum," sagði Mats, þegar ég spyr hann hvort það sé ekki óþægilegt að fljúga í alls konar hlykkjum og sveigjum til að ná sem bestum myndum. Það birtir yfir andliti Mats þeg- ar við tölum um flugið: „Að fljúga er dásamleg tilfinning og sjónarhornið sem maður hefur til að taka rnyndir er frábært. Ég hef ekki flugpróf sjálfur, enda er nóg verk að taka myndir, þó svo að maður þurfi ekki að hugsa um að stjórna rellunni líka. Ég finn ekki til þreytu, hræðslu, eða flugveiki á meöan ég er að vinna. Ljósmyndunin cr mikið nákvæmnisverk og ég hrein- lega gleymi mér við verkefnin, þótt ég verði að viðurkenna aö eftir 10-11 tíma í loftinu er maður orðinn dálitið ringlaður í höfð- inu. Stundum hef ég boðiö vinum og kunningjum aö koma með mér í þessi flug, en þeir biðja aldrei um að koma aftur með! Konan mín fór einu sinni með mér og hefur harðneitað að endurtaka það. Ég veit hreinlega ekki af hverju,“ scgir Mats með prakkarasvip á andlitinu. Komu eins og litabók í myndatöku Ég ákveð nú að beina viðtalinu inn á aðrar brautir og spyr Mats Wibe Lund um ljósmyndir og ljósmyndara á íslandi. Hann tók sér smá tíma til að svara þessari spurningu, leit hugsandi á myndir á veggjunum og sagði svo:„ Ég ákvað fyrir nokkrum árum að hætta algjör- lega að viðra skoðanir mínar á öðrum ljósmyndurum, út af leið- indamáli sem kom upp vegna réttindamáls í ljósmyndun. Hins vegar get ég alveg sagt að mér finnst faglegur og fagurfræðilegur metnaður íslenskra ljósmyndara hafa aukist mikið frá því sem var. Þegar ég hóf störf hér á landi fyrir rúmum tuttugu árum, þá var Ljósmyndarafélag íslands mest vettvangur til að ræða verðlags- mál og annað sem viðkom við- skiptalegum hagsmunum stéttar- innar. Þetta hefur sem betur fer breyst og nú hittast menn til að ræða fagleg málefni. Félagið hef- ur m.a. staðið fyrir því að fá erlenda ljósmyndara og aðra fag- menn til þess að halda fyrirlestra um ljósmyndun. Þú spyrð hver er besti íslenski Ijósmyndarinn? Því er erfitt að svara, vegna þess að menn geta vera mjög góðir á einu sviði ljósmyndunar en aftur lakari á öðru. Þó held ég að ég geti sagt með góðri samvisku, án þess að halla á nokkurn mann, að Jón Kaldal hafi verið besti „portrait“ Ijósmyndari sem íslendingar hafi átt. Hann vann einkum í svart- hvítum myndum og þar komst enginn með tærnar sem hann hafði hælana. Það er hrein unun að sjá sumar mynda hans. Talandi um svarthvítar myndir þá er það skoðun mín að þannig myndir eigi eftir að ryðja sér aft- ur til rúms í Ijósmyndum. Nú eru um 90% af myndum, sem teknar eru á Ijósmyndastofum, í lit, en ég gæti trúað því að eftir nokkur ár verði sú tala komin niður í 50%.“ Þegar Mats segir þetta þá kem- ur grallarasvipur á andlit lians og ég spyr hvað hlægi hann. „Jú, þetta minnir mig á að skömmu eftir að litmyndir fóru að verða algengar, þá kom fólk stundum í ævintýralega skrautlegum fötum í myndatökur. Mér er sérstaklega minnisstætt eitt par sem kom til myndatöku í það ofboðslega skrautlegum fötum að mér datt í hug að setja upp sólgleraugu! Litasamsetningin var ekkert slæm hjá þeim, en litirnir voru gulur, rauður og blár, eins og í litabók. Ég er sannfærður urn að þetta fólk hefur þessa mynd ekki uppi á kommóðunni í stofunni heima hjá sér núna! Svarthvítt er mjög skemmtilegt tjáningarform í Ijósmyndum. Samspil Ijóss og skugga er áber- andi í þannig myndum og þá reynir mjög á færni og hug- myndaflug Ijósmyndarans. Svart- hvítar myndir eru mikið kröftugri miðill, sérstaklega þegar er verið að taka myndir af fólki.“ - Nú hefur þú búið á íslandi í rúm tuttugu ár. Hvað er þér efst í huga þegar þú hugsar til baka? „Það er fyrst og fremst þakk- læti til þess fólks sem ég hef unn- ið með. Fólk í sveitum landsins er frábært. Stundum gleymi ég mér í rnarga tíma í samræðum við bændur um sögu staða og kennileiti. Þetta, öðru fremur, gerir það að verkum að ég lít á Island sem heimaland mitt en ekki Noreg, þar sem ég er nú samt fæddur og uppalinn." Nú er komið að opnunartíma hjá Mats og ekki má ég verða þess valdandi að hann missi spón úr askinum. Síminn er líka byrj- aður að hrópa á athygli og dyra- bjallan farin að væla. Eg kveð því Mats Wibe Lund með virktum og þakka honum fyrir spjallið. A gangstéttinni fyrir utan húsið horfi ég á gráa skýjaflóka yfir Esjunni og hugsa: „Ætli Mats komist f loftið í svona veðri?“ AP

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.