Dagur


Dagur - 06.08.1988, Qupperneq 14

Dagur - 06.08.1988, Qupperneq 14
14 - DAGUR - 6. ágúst 1988 Hesta- áhugafólk Haustsýning kynbótahrossa verður haldin að Einarstöðum í Reykjadal sunnudaginn 7. ágúst. Dómar hefjast kl. 9.00 á 4ra vetra hryssum og síðan framhaldið samkvæmt skrá. Kl. 17.00 dómum lýst og verðlaun afhent. Hrossaræktarsamband Eyfirðinga og Þingeyinga. Iffl Vitaverðir VITASTOFNUN Ö («0 IfO |,1/ ÍTO ÍSLANDS M Vlld Stöður aðal- og aðstoðarvitavarða á Galtarvita eru lausar til umsóknar. Stöðurnar veitast frá 15. september 1988. Laun verða samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Við mat á umsækjendum verður m.a. lögð áhersla á þekkingu og reynslu í meðferð véla- og tækja- búnaðar. Nánari upplýsingar um störfin eru veittar hjá Vitastofnun íslands í síma 27733. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist samgönguráðuneytinu fyrir 19. ágúst 1988. Vitamálastjóri. Síldveiðar við Siglufjörð. Landnám Norðmanna í veiðistöðinni við Dumbshaf. Baráttu fólksins i bænum á umbrotatimum. Hvemig Siglufjörður þróaðist úr hreppnum á eyrinni I kaupstað. Sr. Bjama Þorsteinsson sem róttnefndur er höfundur Siglufjarðar. Þróun kaupstaðarins eftir sildaraBvintýrið. —Æ Saga Siglufjarðar er ævintýri líkust MylluKobbi FORLAG TORFUFELLI34-111 REYKJAVlK - SÍMI: 72020 Bíllinn í lagi — beltin spennt bömin í aftursæti. GÓÐA FERÐ! af erlendum vettvangi Albanía leitar ejtir sam- vinnu við V.-Evrópuríki - gullið veldur enn deilum við Breta Ýmis teikn eru á lofti um að Albanía, sem lengi hefur verið lokað land, ætli sér að taka upp vinsamlegri samskipti við önnur ríki Evrópu. Ramiz Alia leiðtogi landsins, en hann tók við þegar Enver Hoxha féll frá árið 1985, hefur lýst því yfir að landið þurfí á vestrænni tækni að halda til að tryggja betri Iífskjör í landinu. Albanía hefur um nokkurra ára skeið átt góð samskipti við Frakka á tæknisviðinu og síðasta haust tóku V.-Þýskaland og Albanía upp stjórnmálasam- band. Deilur hafa verið milli Bretlands og Albaníu en nú virð- ist knattspyrnuleikur geta orðið vendipunktur í þeirri deilu. Forsaga þessara deilna er gull- forði sem ítalir og síðar Þjóðverj- ar stálu úr Seðlabanka Albaníu í heimsstyrjöldinni síðari. í lok stríðsins komust bandamenn yfir gullið og hvílir það enn í hirslum Englandsbanka. Ástæðan fyrir því að Bretar hafa neitað að skila því eru deilur um skaðabætur vegna Korfu-málsins árið 1946. Korfu-deilurnar voru að mestu leyti gleymdar en að undanförnu hafa málsatvik verið rifjuð upp. Árið 1946 var heitt í kolunum milli Breta og kommúnistastjórn- arinnar í Tirana. Þrjú bresk her- skip sigldu um Korfu-sundið milli Grikklands og Albaníu og fóru inn fyrir 3 mílna landhelgi Alban- íu. Þar sigldu tvö skipanna á tundurdufl og 44 breskir sjóliðar fórust. Bretar kærðu atburðinn til Alþjóðadómstólsins sem dæmdi þeim í hag og ályktaði að Albanir yrðu að greiða skaðabætur til Bretlands. Albanir harðneituðu þessu, kölluðu ferðir herskip- anna ögrun við sjálfstæði landsins, og bentu réttilega á að tundurduflin væru þýsk og Albanir ættu engan flota til að slæða hafsvæðið. Vegna þessa hafa Bretar alltaf neitað að skila gullinu þar til gengið væri frá þessum skaðabótum. Korfusund þar sem bresk herskip sigldu á tundurdufl árið 1946. En nú hafa Bretar og Albanir lent í sama riðli í undankeppni heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu. Frá þessu var sagt á forsíðu málgagns albanska kommúnistaflokksins, en það er stærsta dagblað landsins og gefið út í Tirana. Sagnfræðingar, stjórnmálafræðingar og aðrir hugmyndasmiðir landsins hafa fjallað um þetta sem réttan tíma til að ná sáttum við Breta. Eins og áður sagði tóku V,- Þjóðaverjar og Albanir upp stjórnmáíasamband síðasta haust, en það hafði lengi strand- að á kröfum stjórnvalda í Tirana um skaðabætur vegna heimsstyrj- aldarinnar. En vegna áhuga Alb- ana um nánari tæknisamvinnu létu þeir af öllum kröfum á hend- ur Þjóðverjum og nú spyrja þeir hvers vegna Bretar geti ekki sýnt svipaða afstöðu. í máli albanskra ráðamanna kemur fram að þeir séu tilbúnir að ræða skaðabætur vegna Korfu-málsins, en fyrst þurfi Bretar að skila gullinu. Gullforð- inn sem um ræðir er nú um 900 milljóna króna virði og kæmi sér vel fyrir uppbyggingu tækni og iðnaðar í landinu. Albanía hefur að mestu leyti hingað til verið lokað land. Þeir höfðu töluverða samvinnu við austantjaldslönd þar til Stalín lést. Fljótlega eftir það ákváðu hugmyndafræðingar kommún- istaflokksins í Sovétríkjunum að ekki ætti að reyna að breiða út heimsbyltinguna með valdi og það voru Albanir ekki sáttir við. Þeir slitu stjórnmálasambandinu við Ráðstjórnarríkin og snéru sér að Kínverjum. Þjóðartekjur á mann eru með því lægsta í Evrópu en tekjunum er skipt mun jafnar en í flestum öðrum löndum. Stjórnendum fyrirtækja er bannað með lögum að hafa meira en 1,7 sinnum hærri laun en starfsmennirnir. Húsaleiga er aldrei meira en 2% af tekjum manna og öll heilbrigð- isþjónusta er greidd af ríkinu. Ália leiðtogi Albanía hefúr þó viðurkennt að fólk sé farið að vilja meira en hafa bara í sig og á. Á síðasta ári bar á kjöt- og mjólkurskorti í landinu vegna óhagstæðs veðurfars og þurfti að skammta þessar vörur til fólks. Engar fréttir hafa borist af ókyrrð vegna þessa en stjórnvöld í landinu gera sér grein fyrir því að til að bæta lífskjör þurfa þeir að vestrænni tækni að halda. Því er líklegt að Albanía dragi smám saman úr þeirri leynd sem hvílt hefur yfir landinu og opni landa- mæri sín fyrir erlendum áhrifum. (Byggt á The Christian Science Monitor og Manchester Guardian Weekly) Vlbanskir kolanámumenn í nágrenni Tirana - almenningur farinn að gera meiri kröfur til lífsins.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.