Dagur - 23.08.1988, Side 3
23. ágúst 1988
DÁGOr '- 3
Ómar og bræðurnir Hilmar Valur og Jóhann Kristinn með snigilinn.
Mynd: IM
Síðuskóli:
Seinagangur við framkvæmdir
mun raska kennslu
Töluverður seinagangur hefur
verið við framkvæmdir í Síðu-
skóla í ár, svo mikill að fyrir-
sjáanlegt er að röskun verði á
kennslu vegna þessa. A fundi
bæjarstjórnar Akureyrar í vik-
unni urðu nokkrar umræður
um þetta mál þar sem m.a.
kom upp, að óljóst er hver
skuli greiða fyrir viðgerð á
bólgnum gólfdúk sem ekki hef-
ur farið fram.
Jón Baldvin Hannesson skóla-
stjóri sagði að framkvæmdir
hefðu gengið fremur rólega í
sumar. Ljúka átti við innréttingar
í kjallara norðurálmu, en þar
eiga að vera salur og ein kennslu-
stofa. Sýnilegt þykir þó að þeim
framkvæmdum takist að ljúka.
Öllu verr lítur út með kennslu-
stofu fyrir heimilisfræði, en þar
hefur ekkert verið gert. „Við vor-
um búnir að ráða kennara í heim-
ilisfræðikennslu og treystum á
eins og til stóð, að aðstaðan yrði
tilbúin. Pá hefur gengið erfiðlega
að fá þá skýr svör um hvort pen-
ingarnir myndu duga til að koma
heimilisfræðistofunni í gagnið
svo við værum ekki að ráða fólk
til kennslu í greinum sem ekki er
hægt að bjóða upp á. Það er
greinilegt að aðstaðan verður
ekki tilbúin þegar skólinn byrjar
og spurning hvenær hægt verður
að taka heimilisfræðistofuna í
notkun,“ sagði Jón.
Flestir nemendur skólans áttu
að læra heimilisfræði í vetur,
bæði verklega og bóklega. Erfitt
yrði að koma tímafjöldanum fyr-
ir í öðrum skóla þó að aðstaða
fengist og þyrfti þá sömuleiðis að
koma nemendum og kennara á
milli skóla. VG
Meðal þess sem tafíst hefur er viðgerð á bólgnum gólfdúk í Síðuskóla.
Mynd: GB
Milljónir á hverjum laugardegi! Upplýsingasími: 685111
Húsavík:
Erlendur snigill
" ferðalagi
a
„Fyrst hélt mamma að hann
væri dauður og kom aðeins við
hann en þá spýttist hann inn í
skelina og henni brá náttúrlega
smá,“ sagði Jóhann Kristinn
Gunnarsson. I síðustu viku
kom hann við á skrifstofu Dags
á Húsavík, og með honum
voru Hilmar Valur, bróðir
hans og frændi þeirra, Ómar
Özcan.
Piltarnir höfðu með sér nokkur
græn vínber í glerkrukku og hjá
vínberjunum var: „Fallegur,
röndóttur, útlenskur snigill. “ Vín-
berin höfðu verið keypt í kaup-
félaginu daginn áður og það var
ekki fyrr en um morguninn sem
innflytjandinn fannst.
„Ég var svo hissa og mamma
sagði að hann væri greinilega frá
útlöndum," sagði Jóhann. „Ég
hef átt heima í Noregi og komið
til Englands, þar sá ég snigil
skríða á gamalli, tómri rusla-
tunnu,“ svaraði Jóhann,
aðspurður um ferðalög erlendis
og kynni af sniglalífi þar. „En ég
var alveg gáttaður á þessu, átti
ekki von á að sniglar kæmu svona
til landsins."
Piltarnir sögðust ekki vita hvað
þeir mundu gera við snigilinn en
þá lá svona einhvern veginn í loft-
inu að vel yrði hugsað um hann
og honum búið vistlegt heimili í
krukkunni. IM
VBjö.ðSoX’
VtSA
Hafnarstræti 88, Akureyri, sími 25250.
Vinningstölur 20. ágúst 1988.
Heildarvinningsupphæð kr. 3.807.289,-
1. vinningur kr. 1.907.557.-
Aðeins einn þátttakandi var með 5 réttar tölur.
2. vinningur kr. 571.332.-
Skiptist á milli 188 vinningshafa kr. 3.039.- á mann.
3. vinningur kr. 1.328.400.-
Skiptist á milli 5400 vinningshafa sem fá 246 kr. hver.
Sölustaðirnir eru opnir frá mánu-
degi til laugardags og loka ekki fyrr
en 15 mínútum fyrir útdrátt.
Stórútsala
í fullum gangi
Jakkar frá kr. 1000.-
Kápur frá kr. 3000.-
Pardus herrafrakkar
frá kr. 4200,-
★
Verslunin hættir
1. september.
★
Verid velkomin