Dagur - 23.08.1988, Side 10

Dagur - 23.08.1988, Side 10
rrfönUí-tóíJ.«söfij[ m -'23.ágústV988 '«? '\\ 1 \';‘r Flugleiðamótið í handknattleik er nú í fullum gangi, en það hófst á laugardag. Þá léku Sovétríkin og ísland B á Akureyri og unnu Sovétmenn stórsigur, 37:16. Á myndinni má sjá Valdimar Grímsson skora eitt marka sinna en hann var besti maður íslands í leiknum. Úrslit í öðrum leikjum um helgina urðu ísland A-Tékkóslóvakía, 23:17, Spánn-Sviss, 20:17, Spánn-Sovétríkin, 28:20, ísland A-Sviss, 19:20, og Tékkóslóvakía-Ísland B, 27:19. Mótinu lýkur á morgun. Mynd; TLV Enska knattspyrnan: Nú haföi Iiverpool betur gegn Wimbledon sigraði 2:1 í F.A. Charity Shield Á laugardaginn fór fram a Wembley hinn árlegi opnunar- leikur ensku knattspyrnunnar. Liverpool, núverandi Eng- landsmeistarar, lék þá gegn bikarmeisturum Wimbledon um góðgerðarskjöldinn að við- stöddum 54.887 áhorfendum. Þessi sömu lið léku einmitt til John Aidridge skoraði bæði mörk Liverpool gegn Wimble- don á laugardaginn. úrslita í bikarkeppninni sl. vor og þá hafði Wimbledon betur, sigraði óvænt með einu marki gegn engu. Almennt var búist við auðveid- um sigri Liverpool að þessu sinni. Ýmsir af bestu leikmönnum Wimbledon hafa verið seldir, eða eru á sölulista og hörkutólið Vince Jones var í leikbanni. En Liverpool varð að hafa fyrir hlutunum og það var reyndar John Fashanu sem náði forystu fyrir Wimbledon á 18. mín. eftir góða sendingu Dennis Wise frá hægri og Fashanu skallaði í markið framhjá Bruce Grobbe- laar. En Liverpool jók hraðann eftir markið og aðeins 6 mín. síð- ar náðu þeir að jafna. Ronnie Whelan sendi þá fram á Steve McMahon, en Simon Tracey sem lék sinn fyrsta leik í marki Wim- bledon kom út úr teignum og skallaði frá. Leikmenn Liverpool náðu boltanum strax og John Aldridge sendi hann í autt markið. Liverpool skoraði síðan sigurmarkið í síðari hálfleik, John Barnes lék þá upp vinstri kantinn, sendi síðan fyrir þar sem Aldridge tók við knettinum og sendi hann í netið með glæsilegu skoti. Sanngjarn sigur meistar- anna var í höfn, en mikil barátta leikmanna Wimbledon kom þeim þó oft í nokkur vandræði. Lið Liverpool í leiknum var þannig skipað: Grobbelaar, Venison, Gillespie, Watson, Ablett, Houghton, McMahon, Whelan, Barnes, Beardsley og Aldridge. Whelan var fyrirliði í stað Alan Hansen sem er meiddur, en í hans stað kom Alex Watson í vörnina. Jan Mplby var varamað- ur og Steve Nicol ásamt Ian Rush meiddur. Aldridge lék mjög vel í leiknum og virðist staðráðinn í að afhenda Rush ekki stöðu sína baráttulaust, en búist er við því að þeir muni berjast um sama sætið. Þrátt fyrir að Liverpool gæti fengið 1 milljón punda fyrir Ald- ridge er ekki talið líklegt að hann verði seldur og hugsanlegt að Kenny Dalglish leysi vandann með því að láta þá báða spila og færa þá Beardsley aftar og setja Whelan í bakvarðarstöðu. Þ.L.A. Knattspyrna 3. deild: Finun mörk F.in- heija gegn Hvöt Einherji vann sanngjarnan og öruggan sigur á Hvöt þegar lið- in mættust á Vopnafirði um helgina. Einherjaliðið skoraði fimm mörk gegn engu marki gestanna og þrátt fyrir að Hvatarmenn hafi á köflum ver- ið óheppnir var sigur heima- manna aldrei í hættu. Hvöt fékk sín færi í leiknum en tókst ekki að nýta þau. Strax á 5. mínútu fékk liðið dauðafæri þeg- ar einn sóknarmanna þess komst einn inn fyrir en skot hans fór í stöngina og út aftur. Einherji lék undan vindi í fyrri hálfleik og náði góðum tökum á leiknum. A 23. mínútu náðu þeir forystunni með marki upp úr hornspyrnu og áður en nokkurn varði höfðu þeir bætt við tveimur slíkum og stað- an allt í einu orðin 3:0. Fjórða markið kom síðan 5 mínútum fyrir hlé. Síðari hálfleikur var kafla- skiptur en Einherjaliðið hafði þó lengst af undirtökin og sigur þess var aldrei í hættu. Því tókst að bæta við einu marki og úrslitin því 5:0. Njáll Eiðsson og Hall- grímur Guðmundsson skoruðu tvö mörk hvor fyrir Einherja og Stefán Guðmundsson eitt. JHB Staðan - 3. deild B-riðill Úrslit í 12. umferð: Huginn-Þróttur 4:2 Magni-Sindri 4:0 UMFS Dalvík-Reynir 2:1 Einherji-Hvöt 5:0 Einherji 11 8-2-1 29: 8 26 Magni 12 5-4-3 18:12 19 Reynir Á. 12 6-1-5 20:17 19 UMFS Dalvík 125-3-4 18:2718 Þróttur N. 11 5-2-4 20:15 17 Huginn 12 4-3-5 23:27 15 Hvöt 12 2-4-6 6:16 10 Sindri 12 1-3-8 17:29 6 Markahæstir: Guðbjartur Magnas. Þrótti N. 11 Sveinbjörn Jóhannsson Hugin 8 Knattspyrna 2. flokkur: Tindastóll tapaði síðasta leiknum - brottrekstur, handleggsbrot og slitið liðband Sl. sunnudag lék 2. flokkur Tindastóls sinn síðasta leik í íslandsmótinu, gegn Leikni í Reykjavík. í hörkuleik varð Tindastóll að sætta sig við tap, 2:1. Öll mörkin voru skoruð í síðari hálfleik. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Tindastóll náði að klúðra nokkrum færum fyrir framan mark Leiknismanna og áttu hæglega að geta verið yfir í leikhléi. Tindastóll skorðaði fyrsta markið í leiknum og það gerði Guðbjartur Haraldsson úr víta- spyrnu. Fljótlega jöfnuðu Leikn- isdrengirnir og þá kom mikil harka í leikinn. Einn leikmaður Leiknis var rekinn út af fyrir gróft brot og tveir leikmenn Tindastóls þurftu að yfirgefa völl- inn vegna meiðsla, einn hand- leggsbrotnaði og annar sleit liðbönd. Þegar liðið var fram yfir venjulegan leiktíma náði Leiknir svo að skora sigurmarkið úr víta- spyrnu. Talsverð umræða hefur verið um 2. flokkinn í knattspyrnu að undanfömu vegna ljótra brota sem þar hafa sést og hvað mikið hefur verið leyft í leikjunum af dómurum. Á fundi aganefndar KSÍ fyrir skömmu voru 8 leik- menn úr 2. flokki dæmdir í leik- bann, og sumir í tveggja eða þriggja leikja bann vegna brota á knattspyrnuvelli. Þetta er þróun sem verður að stöðva áður en í algjört óefni fer. -bjb Úr leik íslands B og Sovétríkianna á Flugleiðamótinu í handknattleik. Mynd: TLV

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.