Dagur - 23.08.1988, Blaðsíða 4

Dagur - 23.08.1988, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 23. ágúst 1988 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 800 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 70 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 530 KR. RITSTJÓRAR: ÁSKELL ÞÓRISSON (ÁBM.) BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960), EGILL BRAGASON, FRÍMANN HILMARSSON (Blönduósi vs. 95-4070), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, KRISTJÁN JÓSTEINSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON (íþróttir), STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARAR: GUÐMUNDUR HRAFN BRYNJARSSON, TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. viðtal dagsins Hin nýi alþjóðaforseti Lions, Austin P. Jennings, afhendir Hcrnianni Árnasvni fána sinn á alþjóðaþinginu í suniar. Reykjavíkur- flugvöllur og framtíðin í kjölfar þess hörmulega slyss, sem varð við Reykjavíkurflugvöll nýlega kom upp sú umræða að flytja flugvöllinn út úr Reykjavík og þá jafnvel til Keflavíkur. Ýmsir stjórnmála- menn brugðust skjótt við og lýstu áhuga sín- um á málinu og einn þingmaður Reykvíkinga til- kynnti að hann myndi leggja fram þingsálykt- unartillögu í upphafi næsta þings þar sem far- ið verði fram á athugun á hugsanlegum flutn- ingi á flugvellinum út úr höfuðborginni. Við þessu má í fyrsta lagi segja það, að flugvöllur sem slíkur verður varla fluttur þar sem hann er það landflæmi sem flugvélar lenda á. Hitt er annað mál, að það er hægt að leggja Reykjavíkurflugvöll niður og byggja annan völl utan við borgina eða flytja innan- landsflugið til Keflavíkur, sem teldist senni- lega fýsilegri kostur ef út í þessa breytingu yrði farið. Þeir sem tala um það í alvöru að flytja innanlandsflugið til Keflavíkur hafa litla hug- mynd um skyldur höfuðborgarinnar við landsmenn alla og kosti þess fyrir lands- byggðarmenn að hafa flugvöllinn svo til inni í miðri Reykjavík. Einn borgarfulltrúi lét hafa eftir sér að landið undir flugvöllinn sé illa nýtt og völlurinn slæm fjárfesting. Hvort tveggja er eflaust rétt séð frá sjónarhóli þess sem álítur heiminn enda við Elliðaárnar. Hitt er staðreynd að íslendingar nýta mikið flug- samgöngur, sem eflaust kemur að verulegu leyti til af staðsetningu innanlandsflugvallar höfuðborgarinnar. Norðlendingar myndu eflaust hugsa sig tvisvar um áður þeir settust upp í flugvél til Reykjavíkur ef sú ferð tæki þá 2V2 tíma. Margir teldu þá skynsamlegra að fara landleiðina. Víða erlendis hefur verið lagt verulegt fjár- magn í það á síðustu árum að koma upp aðstöðu fyrir innanlandsflug inni í borgum, þar sem það aðeins á þann hátt þjóni tilgangi sínum. Flugslys eru hörmuleg og að sjálfsögðu þarf að leita leiða til þess að auka öryggi Reykjavíkurflugvallar. í því sambandi getur ýmislegt komið til greina, t.d. það að ferjuflug flytjist til Keflavíkur, en innanlandsflug hlýtur hér eftir sem hingað til að fara um hinn eina sanna Reykjavíkurflugvöll, staðsettan í miðri höfuðborginni. V.S. „Konur nú orðnir liill- gfldir lionsmenn“ - segir Hermann Árnason umdæmisstjóri Lions Hermann Árnason endurskoð- andi á Akureyri, tók í sumar við starfi umdæmisstjóra Lions á svæði 109 B. Það svæði spannar yfir fjögur kjördæmi, Vestfirði, Norðurland vestra og eystra og Austurland. Hermann hefur verið Lions- maður í rúm 15 ár en hann er einn af stofnendum Lions- klúbbsins Hængs á Akureyri og hefur starfað með honum allar götur síðan. Umdæmin á íslandi eru tvö, 109 A og B og er starfstími hvors umdæmis- stjóra eitt ár, frá 1. júlí til 29. júní. Hermann tók formlega við starfi umdæmisstjóra á alþjóða- þingi Lionsmanna sem haldið var í Colorado í Denver í Bandaríkj- unum í sumar. Hann fór á þingið ásamt konu sinni og átta öðrum íslendingum og tók ferðin um hálfan mánuð. Dagur fékk Hermann í viðtal og spurði hann fyrst um alþjóðaþingið í sumar. „Pingið í Denver stóð yfir frá 29. júní til 3. júlí og þetta var jafnframt fjölmennasta þing sem haldið hefur verið í heiminum. Parna voru saman komin um 40.000 manns, þingfulltrúar og þeirra fylgifiskar. Þó að þetta hafi verið í fyrsta sinn sem ég sit alþjóðaþingið, skildist mér að þetta hafi verið nokkuð hefð- bundið, fyrir utan það að þetta var stærsta þingið í sögunni. Engu að síður var það geysileg upplifun fyrir mig að taka þátt í þessu öllu saman. Það má þó segja að þetta þing hafi verið merkilegra en önnur að því leyti að konur áttu þar í fyrsta sinn fullgilda fulltrúa með fullan atkvæðisrétt. Það var samþykkt á alþjóðaþinginu í Taiwan í fyrra að konur gætu nú orðið Lions- félagar en áður höfðu þetta verið hálfgerðir karlrembuklúbbar og konurnar starfað í svokölluðum Lionessuklúbbum. Konur í Lionsklúbbum voru því með jafnan rétt á við karlmenn á þing- um í sumar en Lionessur hafa enn ekki atkvæðisrétt á alþjóða- þinginu. Kannski var nú aðalhasarinn á þinginu í kringum kjörið á þriðja varaforsetanum en tveir Banda- ríkjamenn slógust um það emb- Hermann Árnason og kona hans Guðríður Friðfinnsdóttir á alþjóða- þinginu í Bandaríkjunum í sumar. ætti. Á þessu þingi bættist 163. þjóðin í hópinn en það var Grænland. Alls starfa um ein og hálf milljón manns undir merki Lions í rúmlega 39.000 klúbbum í öllum þessum löndum. Sjálft þingið stóð ekki nema í fjóra daga en áður en það hófst sótti ég skóla ásamt öðrum til- vonandi umdæmisstjórum víðs vegar úr heiminum. Par fengum við almenna fræðslu um starf umdæmisstjóra vítt og breitt og reynt að undirbúa okkur á sem bestan hátt fyrir komandi starfs- tímabil." - í hverju er svo starf þitt sem umdæmisstjóri fólgið? „Það felst í því að vera tengi- liður á milli alþjóðastjórnar og klúbbanna og ég mun heimsækja klúbbana sem eru í umdæmi 109 B í haust. í»ar er um að ræða 35 Lionsklúbba og 9 Lionessu- klúbba. Starfsemi klúbbanna stendur yfir frá því í byrjun sept- ember og fram í maí en liggur að mestu leyti niðri yfir sumartím- ann.“ - Hvernig leggst svo starfið í þig? „Pað er að mörgu leyti ánægju- legt að takast þetta verkefni á hendur en það er ansi mikil vinna í kringum þetta og maður gerir ekki mikið annað á meðan.“ - Hvað eru margir Lionsmenn á íslandi í dag? „Það eru um 3400 Lionsmenn og Lionessur á íslandi í dag og það er að sjálfsögðu heimsmet miðað við höfðatölu. Það lætur nærri að um 1,4% þjóðarinnar starfi í Lions. Það eru til blandaðir klúbbar hér á landi og eftir að konur öðluðust rétt til þess að ganga í Lionsklúbba, hafa einnig tveir Lionessuklúbbar skipt um formerki og eru nú Lionsklúbb- ar.“ - Lionsfélagar á íslandi hafa jafnan verið með sameiginleg verkefni á hverju starfsári. Er eitthvað slíkt á döfinni á kom- andi starfsári? „Já, Lionsfélagar munu næsta vor standa fyrir sölu á rauðu fjöðrinni og því fé sem safnast þá, verður varið til þess að byggja upp heimili fyrir 4-5 ung- menni sem eru mjög fötluð eftir slys. Þetta fólk á nánast hvergi inni og þarf að vera í stöðugri endurhæfingu. Það er stefnt að því að byggja þetta heimili í ná- grenni við Reykjavík, þar sem er mjög öflug endurhæfingardeild. Þá má geta þess að barátta alþjóðasamtakanna að þessu sinni er gegn vímuefnum og í þágu sykursjúkra." - Nú eru margir á þvf að Lionsklúbbar séu bölvaðir snobbklúbbar, er það tilfellið? „Ekki hér á landi en víðast hvar erlendis þykir það mikil upphefð og jafnvel stöðutákn að vera Lionsmaður og það má kannski tala um snobb í því sambandi. En í þessu stéttlausa þjóðfélagi hér er ekki hægt að tala um að þetta séu neinir snobbklúbbar. Markmið Lions- manna er að þjóna og þó að sums staðar úti í heimi sé eitthvert snobb í kringum einstaka klúbba, hefur það engin áhrif á það mark- mið félagsmanna og hugsjónin kemst til skila. Það er alveg á hreinu,“ sagði Hermann Árna- son að lokum. Þess að lokum geta að Her- mann er nú staddur í Gautaborg í Svíþjóð, þar sem hann situr Evrópuþing Lionsmanna. Um þéssar mundir eru einmitt 40 ár síðan fyrsti Lionsklúbburinn hóf starfsemi sína í Evrópu en það var í Svíþjóð. -KK

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.