Dagur - 23.08.1988, Page 5
23. ágúst 1988 - DAGUR - 5
Kötturínn vill físk
en dýfir ekki kló í vatn
Húskötturinn hefur fylgt mannin-
um óralengi. Saga og útbreiðsla
hans er nokkuð óljós og spilar
þar nokkuð inn í að höfundar
fyrri alda skrifuðu ekki mikið um
ketti. Það er ekki fyrr en á 19. öld
að kettir verða vinsælir og þá er
byrjað að glugga í feril þeirra og
gefa sér forsendur til þess að geta
í eyðurnar. Um 1500 f. Kr. eru
kettir tamdir meðal kanverskra
þjóða Palestínu og bárust þá
einnig sem tískufyrirbrigði til
Krítverja. Hjá Egyptum voru
kettir m.a. notaðir til varnar nag-
dýrum og til fuglaveiða. Um
landnám berast kettir til íslands.
í Vatnsdælasögu segir frá Pórólfi
sleggju sem átti tuttugu ketti sem
voru ákaflega stórir og allir svart-
ir og mjög trylltir. Segir sagan að
Þórólfur hafi notað ketti sína sér
til varnar, setti þá í dyr út er
menn réðust til inngöngu, magn-
aði þá mjög og urðu þeir þá illi-
legir með emjum og augnaskot-
um.
Stefán Aðalsteinsson hefur
skrifað mjög fróðlega greinar-
gerð um uppruna húsdýranna í
Islenska þjóðmenningu I sem
gefin er út af bókaútgáfunni
Þjóðsögu 1987. Þar segir hann að
leiða megi að því getum að kettir
hafi oft borist til landsins eftir
landnám. Til sé alþjóðasamning-
ur um siglingar, II Consolato del
Mare, sem þýddur var á sænsku
Lengi hafa síamskettirnir verið eftir-
sóttir og fornlcifafræðingar hafa
fundið merkilegar bronsstyttur af
þessari tegund katta í Egyptalandi
frá dögum Faraóanna.
árið 1522 og samkvæmt honum
bar skipstjóri á farmskipi ábyrgð
á því tjóni sem rottur og mýs ollu
á farmi ef ekki var köttur á skip-
inu og því líklegt að kettir væru
hafðir í skipum. Skipstjórinn gat
þó firrt sig ábyrgð ef hann gat
sannað að kötturinn hefði drepist
í hafi. Stefán segir ennfremur að
samkvæmt rannsóknum séu kett-
ir hér skyldir köttum í Svíþjóð,
Færeyjum, Orkneyjum og Hjalt-
landi, en fjarskyldir köttum á
írlandi og Suður-Englandi.
Bostonkettirnir
í ljós kom að í tengslum við rann-
sóknirnar á uppruna íslensku
kattanna að köttum í Boston í
Bandaríkjunum svipaði mjög til
katta á íslandi. Stefán Aðal-
steinsson segir frá þessu í
umfjöllun sinni um köttinn og að
á þessu hafi verið gerð sérstök og
umfangsmikil rannsókn þar sem
það fékkst staðfest að kettir í
Boston væru svo líkir íslenskum
og norrænum köttum að þeir
sýndust náskyldir. Einfaldasta
túlkunin á þeim skyldleika var
sú að Bostonkettirnir væru af
norrænum uppruna. Sú tilgáta
var þá sett fram að kettirnir í
Boston ættu rætur að rekja til
landnámstilrauna norrænna
manna í Norður-Ameríku á dög-
Umsjón:
Atli
Vigfússon
um Leifs heppna. Þeir hefðu
lagst þar út eftir að norrænni
búsetu lauk en hefðu síðan mót-
að kattastofninn sem óx upp í
Boston eftir að engilsaxneskt
landnám hófst þar. í lokin segir
Stefán að rétt sé að geta þess að
Boston liggi stuttu norðan við
suðurmörk laxgengdar í ár á
austurströnd Norður-Ameríku
og stuttu sunnan við norðurmörk
villtra vfnberja en í frásögnum af
fundi Vínlands sé einnig getið um
hvort tveggja laxveiðar og
vínber.
Kattahóteliö er aö verða
að veruleika
í sumar er verið að steypa efri
hæð hússins að Stangarhyl 2 á
Ártúnshöfða í Reykjavík sem
nefnt hefur verið Kattholt og
mun þar í framtíðinni verða katta-
hótel þar sem hægt verður að
koma köttum í vist unt lengri eða
skemmri tíma. Byrjað var að
steypa 1983 en verkið hefur geng-
ið seint vegna peningaleysis.
Byggingin er ófrágengin en félag-
ar í Kattavinafélaginu vonast til
að geta farið að gera átak í að
klára húsið svo hægt verði að
hefja þar starfsemi.
Dýraspítalinn hefur vistað
ketti en einnig hefur Guðlaug
Snæfells í Mosfellsbæ haft ketti
fyrir fólk og er þetta annað
sumarið hennar. Um verslunar-
mannahelgina dvöldu hjá henni
25 kettir en að meðaltali eru 15
kettir flesta daga sumarsins.
Stundum eru þeir allt upp í þrjá
mánuði. Að hafa kött í vist kost-
ar 215 kr. á sólarhring.
Kattavinafélagið gerði tilraun
til þess að fá hundaeigendur með
sér í starfsemi í þessu húsi svo
reka mætti þar hundahótel líka
en fengu litlar undirtektir.
Reykjavíkurborg veitti 200.000
kr. í þetta málefni á þessu ári en
frjáls framlög einstaklinga eiga
stærstan þátt í framkvæmd þess-
ari.
Kötturinn á okkur, við
ekki hann
Kötturinn gegnir misjöfnum hlut-
verkurn hjá eigendum sínum.
Víða er hann til mikils gagns til
þess að veiða mýs í híbýlum og
útihúsum en annars staðar er
hann hafður sem gæludýr og jafn-
vel hafður sem einn fjölskyldu-
meðlima. Kötturinn tengist
manninum almennt ekki jafn
nánum vináttuböndum eins og
hundurinn þó að til séu undan-
tekningar. Hjá köttum skortir
undirgefni og vill hann ekki láta
þvinga sig. Hann er sjálfstæður
persónuleiki.
Hér á landi er talið að séu um
10-12 þús. kettir og þar af 3-4
þús. í Reykjavík. Tölum um
þetta ber þó ekki alveg saman og
sumir vilja halda því fram að hér
á landi séu þeir um 20 þús. og
nær 10 þús. í Reykjavík. Furðu-
lítið hefur verið um kattaræktun
hér á landi og það er ekki fyrr en
1977 sem haldin er sýning á
köttum. Nú nýverið höfðu norsk-
ir kattaáhugamenn samband við
Kattavinafélagið og óskuðu eftir
að halda sýningu á köttum hér en
ekki getur orðið af slíku vegna
þess að ekki má flytja ketti inn
frá öðrum löndum.
Stutt er síðan hreinræktun
katta hófst í heiminum og
aðskilnaður kynja því ekki eins
mikill og hjá hundum. í katta-
ræktun er mest stefnt að því að
fá fram ákveðna liti, munstur og
háralengd. Munstur katta er
breytilegt eftir löndum en hér á
landi eru makríl- eða tígurrákir
algengastar.
Gagn það scm kötturinn gerir
er óumdeilanlegt og fundist hafa
allt að 26 smá-nagdýr í einum
kattarmaga. En eitt er víst að þótt
kötturinn sé gefinn fyrir fisk þá
kunna þeir ekki að veiða hann í
náttúrunni, hann þiggja þeir úr
hendi mannsins.
Margir lögðu hönd á plöginn svo „Nor-físhing“-sýningin í Þrándheiini yrði
árangursrík. Á myndinni eru, talið frá vinstri: Bogi Sigurðsson markaðs-
stjóri Útflutningsráðs Islands, Jens lngólfsson inarkaðsstjóri Útflutnings-
ráðs, Halldór Ásgrínisson sjávarútvegsráðherra, Jakob Jakobsson forstjóri
Hafrannsóknastofnunar, Árni Kolbeinsson ráðuneytisstjóri sjávarútvcgs-
ráðuneytisins og Björn Guðmundsson viðskiptafulltrúi Útflutningsráðs.
Tæknivöruframleiðendur:
Góður árangur á
sjávarútvegssýningum
mikla athygli og einnig keðjulás-
inn Snari sem kynntur var í fyrsta
sinn í Noregi. J. Hinriksson hf.
náði verulega góðum árangri í
sölu toghlera.
Þrjú íslensk fyrirtæki standa
ásamt norsku og dönsku fyrirtæki
að samnorrænum útflutningshópi
sem nefnist Quality Fish Handl-
ing, og vakti sýningarbás þessa
hóps mikla athygli. Islensku
fyrirtækin eru öll frá Akureyri,
Plasteinangrun, Vélsmiðjan
Oddi og Slippstöðin. Forráða-
menn þessara fyrirtækja kváðust
ánægðir með árangurinn á sýn-
ingunni.
Útflutningshópur 2, sent kallar
sig Icelandic Quality, og í eru
fimm fyrirtæki, Normex, Vél-
smiðjan Klettur, Bátasmiðja
Guðntundar, Sjóvélar og DNG,
byrjaði markaðsátak sitt í Noregi
á þessari sýningu. Flest þcssara
fyrirtækja gerðu umboðsmanna-
samning á sýningunni. Fengu
fyrirtækin margar fyrirspurnir og
eru vongóð um markaðsárangur í
framtíðinni.
Undanfarnar vikur hafa verið
erilsamar hjá markaðsmönn-
um íslenskra tæknivörufyrir-
tækja því fjöldi þeirra hefur
tekið þátt í tveimur sjávarút-
vegssýningum með stuttu milli-
bili. Sú fyrri var haldin í Nuuk
í Grænlandi 28.-31. júlí og sú
seinni í Þrándheimi í Noregi
8.-13. ágúst.
Alls tóku 14 íslenskir fram-
leiðendur þátt í sjávarútvegssýn-
ingunni NOR-FISHING í Þránd-
heimi, þar af tíu fyrirtæki á sam-
eiginlegu íslensku sýningarsvæði,
sem var um 150 fermetrar að
stærð.
Árangur fyrirtækjanna var
mjög góður, gengið var frá mikil-
vægum samningum á sýningunni
sjálfri og lögð drög að enn frekari
viðskiptum. Það vakti athygli og
ánægju íslensku þátttakendanna
að Halldór Ásgrímsson sjávarút-
vegsráðherra gerði sér ferð á sýn-
inguna og átti viöræður viö full-
trúa fyrirtækjanna.
Sjávarútvegsráðhcrra Sovét-
ríkjanna heimsótti einnig sýning-
una með fríðu föruneyti og fylgd-
ist m.a. með kynningu á notkun
hausaklofningarvélar frá Kvikk
sf., en nú þegar hefur verið samið
um sölu tveggja slíkra véla til
Sovétríkjanna. Kvikk seldi öll
sýningartækin og Bjarni Elíasson
framkvæmdastjóri fyrirtækisins
segist vera vongóður um sölu allt
að 18 véla í kjölfar sýningarinn-
ar.
Pólstækni hefur nú vaxandi
markaðshlutdeild í Noregi og
fékk fyrirtækið nokkrar pantanir
á sýningunni. Traust hf. hefur um
árabil verið stór útflytjandi á
Noregsmarkað og gengið var frá
mikilvægum samningum í Þránd-
heimi.
Björgunarnetið Markús vakti
Tæplega 40 íslensk fyrirtæki
tóku þátt í sjávarútvegssýning-
unni í Græniandi um sl. mánaða-
mót.
Þessi sýning var fyrsta sjávar-
útvegssýning sem haldin er á
Grænlandi og miðað við aðstæö-
ur tókst sýningin vel í alla staði.
Flest íslcnsku fyrirtækjanna
voru mjög ánægð með útkomu
sýningarinnar. íslenski sýningar-
básinn vakti mikla athygli. For-
ráðamenn fyrirtækjanna sögðu,
að megin markmiðið með þátt-
tökunni væri að kynna vörur sín-
ar og tókst það með miklum
ágætum. Þessi sýning á væntan-
lega eftir að skila sér í framtíð-
inni með auknum útflutningi til
Grænlands.
HEILSURÆKT
í Endurhæfingastöðinni Glerárgötu 20
Ungmennafélag Akureyrar (UFA) býður upp á
fjölbreytta Iíkamsþjálfun í vetur.
★ Leikfimi konur I (rólegt)
★ Leikfimi konur II
★ Trimm karla -^(Hlaup úti, styrkjandi
★ Trimm konur"æfingar og teygjur inni)
★ Aerobic
★ Námskeið í sjálfsvörn
Nýjung á íslandi
Alhliða þjálfun (Total Fitness).
(Tæki-skokk-hjóla-skíðaganga-sund).
Kennsla hefst 1. september.
Leiðbeinandi: Cees Van de Ven.
Lögö verdur áhersla á persónulega
tilsögn í litlum 10-15 manna hópum.
Innritun og frekari upplýsingar í síma 2561 6.