Dagur - 23.08.1988, Page 8
8 - DAGUR - 23. ágúst 1988
fþróttir
Knattspyrna 4. deild:
Æskan vann
Neista í
fjöragum leik
Æskan sigraði Neista í miklum markaleik
á laugardaginn. Níu mörk voru skoruð og
gerði Æskan sex af þeim og Neisti þrjú.
Leikurinn var nokkuð opinn eins og úrslit-
in gefa tii kynna. Fyrri háfleikurinn var
nokk'uð jafn en Æskan hafði þó undirtökin.
Liðið komst í 3:0 en Neisti minnkaði muninn
í 3:2 fyrir hlé. í síðari hálfleiknum var Æsk-
an mun sterkari, komst í 6:2 en Neisti
minnkaði muninn á lokamínútunum. Bald-
vin Hallgrímsson skoraði tvívegis fyrir
Æskuna og Arnar Kristinsson, Einar Áskels-
son og Atli Brynjólfsson skoruðu eitt mark
hver. Magnús Jóhannesson skoraði öll mörk
Neista. JHB
Efling burstaði
Vask
Efling vann stórsigur á Vaski í 4. deild-
inni á laugardaginn. Lokatölurnar urðu
5:0 eftir að staðan í leikhléi hafði verið
1:0.
Jafnræði ríkti með liðunum í fyrri hálfleik
en Efling átti þó öllu meira í leiknum og
tókst að skora eitt mark. í síðari hálfleik tók
liðið öll völd á vellinum og sigurinn var
aldrei í hættu. Þórarinn Ulugason skoraði
tvívegis fyrir Eflingu og Þórarinn Jónsson,
Hermann Geirsson og Glúmur Haraldsson
eitt hver.
Pá lék Efling gegn UMSE-b á fimmtudag
en þeim leik hafði verið frestað um nokkurn
tíma. Efling sigraði 1:0 í þeim leik og var það
Guðmundur Jónsson sem skoraði sigurmark-
ið. JHB
Enn einn
sigur Kormáks
Kormákur hélt uppteknum hætti þegar
liðið mætti UMSE-b á laugardaginn. Lið-
ið bætti við enn einum sigrinum, 3:2, en
verður að teljast heppið að hafa farið
með öll stigin úr þessari viðureign.
Staðan i leikhléi var 0:0 en UMSE-b
komst í 2:0 í síðari hálfleik. Kormáksmenn
gáfust þó ekki upp og bættu við þremur
mörkum áður en upp var staðið og tryggðu
sér sigurinn. Grétar Eggertsson, Páll Leó
Jónsson og Bjarki Gunnarsson skoruðu
mörk Kormáks. Ekki tókst að afla upplýs-
inga um hver skoraði fyrsta mark UMSE-b
en síðara mark liðsins var sjálfsmark hjá
Kormáki. JHB
Staðan
- 4. deild, D-riðill
Úrslit í 14. umferð:
Efling-Vaskur
Æskan-Neisti
UMSE-b-Kormákur
Kormákur
HSÞ-b
Neisti
Æskan
Efling
UMSE-b
Vaskur
Markahæstir:
Baldvin Hallgrímsson Æskunni 8
Ari Hallgrímsson HSÞ-b 7
Grétar Eggcrtsson Kormáki 6
Þórarinn Jónsson Eflingu 6
5:0
6:3
2:3
12 8-2-2 22:14 26
11 4-6-1 26:17 18
12 4-4-4 22:23 16
10 4-2-4 25:22 14
12 4-2-6 17:20 14
10 2-3-5 13:18 9
10 2-3-5 13:23 9
SL-deildin:
Valsmenn ekki í vandræðum
með slaka Þórsara
unnu 3:0 á Akureyrarvelli
Þórsarar áttu ekki mikla
möguleika er þeir mættu
Islandsmeisturum Vals á
Akureyrarvelli á sunnudags-
kvöldið. Þórsarar léku vægast
sagt illa, barátta og leikgleði
var engin, og íslandsmeistar-
arnir voru ekki í vandræðum
með að tryggja sér 3:0 sigur.
Evrópudraumur Þórsara virð-
ist úr sögunni enn eina ferðina
og liðið má taka sig á ef það
ætlar ekki að enda í neðri hluta
deildarinnar þegar upp verður
staðið.
Valsmenn voru fljótir að ná
tökum á leiknum á sunnudags-
kvöldið. Þórsarar báru greinilega
virðingu fyrir meisturunum og
gáfu þeim frið til að byggja upp
sóknarleik sinn nánast eins og
þeim sýndist. Þeir fengu dauða-
færi á 22. mínútu þegar Guð-
mundur Baldursson var einn og
óvaldaður í vítateig Þórs en
Baldvin bjargaði vel.
Þrátt fyrir að Valsmenn fengju
að ráða gangi leiksins áttu þeir í
basli framan af með að skapa sér
færi. Það voru Þórsarar sem áttu
næsta færi, Kristján átti þá góða
sendingu á Halldór sem lenti í
kapphlaupi við Sævar en laust
skot hans fór fram hjá markinu.
Valsmenn hófu nýja sókn og
skoruðu fyrst mark leiksins. Send
var stunga inn í vítateig Þórs og
Jón Grétar náði að pota boltan-
um framhjá Baldvin sem hikaði í
markinu en hefði átt að hirða
þennan bolta.
Valsmenn héldu uppteknum
hætti eftir hlé en voru þó öllu
ákveðnari upp við mark Þórs. Á
48. mínútu átti Jón Grétar
hörkuskalla eftir horn en Siguróli
bjargaði á línu. Fáum mínútum
síðar skallaði Atli yfir eftir annað
horn og á 65. mínútu bættu Vals-
menn við öðru marki. Jón Grétar
fékk þá boltann á vítateig Þórs-
ara, lék á einn varnarmann og
skaut þrumuskoti sem Baldvin
hálfvarði en missti undir sig og í
markið.
Þórsarar höfðu vart tekið miðj-
una þegar Valsmenn stálu bolt-
anum og skoruðu þriðja markið.
Sigurjón fékk þá boltann einn og
óvaldaður í miðjum teig Þórsara
og skoraði með föstu skoti.
Eftir þetta voru Valsmenn
áfram meira með boltann og á
lokamínútunum fengu þeir tví-
vegis dauðafæri sem þeim tókst
ekki að nýta og úrslitin því 3:0.
Eins og fyrr segir voru Þórsar-
Knattspyrna 2. deild:
KS-ingar dauflr
gegn UBK
- töpuðu 2:3
Siglfirðingar fengu ekki að sjá
sigur í fyrsta leik KS í 2. deild-
inni á nýja grasvellinum á
Hóli. Mikill fjöldi áhorfenda
var á leiknum í blíðskapar-
veðri. KS tapaði fyrir UBK
með tveimur mörkum gegn
þrem mörkum Blikanna. I
leikhléi var staðan 1:1. Sigur
Breiðabliks verður að teljast
sanngjarn, miðað við gang
leiksins.
Leikurinn byrjaði mjög rólega
og voru fyrstu mínútur hans tíð-
indalitlar, liðin þreifuðu fyrir sér
án þess að skapa sér marktæki-
færi. Á 24. mínútu dró til tíð-
inda. KS fékk hornspyrnu og eft-
ir hana barst boltinn úi þvögu til
Steve Rutter, sem þrumaði
knettinum í marknet Blikanna.
Stórsigur KA
á ísafirði
KA vann stórsigur á ÍBI þegar
liðin mættust í 1. deild kvenna
á Isafirði á fimmtudagskvöld-
ið. Lokatölurnar urðu 6:0 eftir
að staðan í leikhléi hafði verið
4:0.
Tölurnar gefa nokkuð góða
mynd af gangi leiksins. KA-
stúlkurnar náðu strax góðum tök-
um á honum og sigurinn var
aldrei í hættu. Inga Birna
Hákonardóttir skoraði þrjú mörk
fyrir KA, Arndís Ólafsdóttir tvö
og íris Thorleifsdóttir eitt mark.
JHB
Eftir markið dofnaði heldur yfir
leiknum, Blikar þó ögn hressari
ef eitthvað er.
Rétt fyrir leikhlé kom svo
jöfnunarmark Breiðabliks. Þeir
fengu aukaspyrnu rétt fyrir utan
vítateig KS og Jón Þórir Jónsson
skaut úr henni og skoraði með
„bananabolta" í bláhornið. En
dómarinn flautaði markið af þar
sem hann var ekki búinn að
flauta aukaspyrnuna á. Jón Þórir
tók þá spyrnuna aftur og skoraði
á nákvæmlega sama stað aftur.
Sem sagt, 1:1 í hléi.
KS byrjaði seinni hálfleikinn af
krafti og virtist ætla að taka leik-
inn í sínar hendur. En það stóð
stutt yfir því á 54. mínútu kom
annað mark UBK. Það var Jón
Þórir sem það gerði, aftur beint
úr aukaspyrnu. Við markið
hresstust KS-ingar á ný, en það
var eins og vantaði herslumuninn
í leik þeirra þegar nær dró marki
UBK. Helsta færi KS í seinni
hálfleik var skalli Hafþórs Kol-
beinssonar á 58. mínútu, sem
sleikti markstöng Blikanna. Fimm
mínútum síðar kom svo þriðja
mark UBK. Það gerði Þorsteinn
Hilmarsson með þrumuskoti
utan af teig, óverjandi fyrir Ómar
Guðmundsson í marki KS.
KS-ingar náðu að minnka
muninn rétt fyrir leikslok og það
gerði Paul Friar með föstu skoti
af vítateigslínu. Tap blasti við KS
og má liðið fara að bíta meira frá
sér í botnbaráttu 2. deildar. Bestu
menn KS í þessum leik voru
Tómas Kárason og Paul Friar,
aðrir voru langt frá sínu besta.
Ágætur dómari leiksins var
Eyjólfur Ólafsson. -bjb
ar afar daprir og er þetta senni-
lega lélegasti leikur liðsins í sum-
ar að bikarleiknum gegn Víkingi
undanskildum. Allt liðið lék und-
ir getu að Júlíusi undanskildum
sem var frískur og Birgi Skúla-
syni sem átti ágæta spretti. Vals-
Iiðið var jafnt og þurfti lítið að
hafa fyrir hlutunum. Jón Grétar
var mjög frískur í framlínunni og
olli Þórsurum verulegum vand-
ræðum á köflum. JHB
Lið Þórs: Baldvin Guðmundsson, Júlíus
Tryggvason, Birgir Skúlason, Nói Björnsson,
Valdimar Pálsson, Kristján Kristjánsson, Jónas
Róbertsson, Guðmundur Valur Sigurðsson, Sig-
uróli Kristjánsson, Hlynur Birgisson, Halldór
Áskelsson.
Lið Vals: Guðmundur Baldursson, Magni
Blöndal Pétursson, Sævar Jónsson, Guðni
Bergsson, Sigurjón Kristjánsson, Atli Eðvalds-
son, Hilmar Sighvatsson, Valur Valsson, Ingvar
Guðmundsson, Guðmundur Baldursson, Jón
Grétar Jónsson.
Gult spjald: Valur Valsson, Val.
Dómari: Friðgeir Hallgrímsson og var ágætur.
Línuverðir: Bragi V. Bergmann og Árni Ara-
son.
Hlynur Birgisson og Hilmar Sighvatsson í baráttu um knöttinn. Hilmar og
félagar unnu auöveldan sigur að þessu sinni. Mynd: tlv
Knattspyrna 3. deild:
Oruggt hjá Magna
- sigraði Sindra 4:0
Magni vann öruggan sigur á
Sindra í B-riðli 3. deildar
Islandsmótsins á Grenivík um
helgina. Eftir að staðan hafði
verið 1:0 í leikhléi, Magna í vil,
fór liðið af stað í síðari hálfleik
og skoraði þá þrjú mörk og
úrslitin urðu 4:0.
Nokkuð jafnræði var með lið-
unum í fyrri hálfleik en Magna-
menn voru heldur frískari og
sóttu meira. Þeir skoruðu eina
mark hálfleiksins og var þar Þor-
steinn Jónsson að verki.
í síðari hálfleik var nánast um
einstefnu að ræða. Magnaliðið
hreinlega óð í færum og tókst að
bæta við þremur mörkum en þau
hefðu hæglega getað orðið fleiri.
Jónas Baldursson og Hringur
Hreinsson skoruðu sitt markið
hvor 'og Tómas Karlsson innsigl-
aði síðan sigur Magna úr víta-
spyrnu. JHB
Hafþór Kolbeinsson sækir að marki UBK en markvörðurinn grípur örugg-
lega inn í. Mynd: bjb
23. ágúst 1988 - DAGUR - 9
Sem fyrr segir var þátttaka
mjög góð og mættu flestir frá
Golfklúbbi Akureyrar, eða 40
kylfingar, 19 frá heimamönnum,
15 frá Golfklúbbi Húsavíkur, 9
frá Golfklúbbi Ólafsfjarðar, 6 frá
Golfklúbbi Skagastrandar og 5
frá Golfklúbbnum Ósi á Blöndu-
ósi.
Ólafur Gylfason GA vann
m.fl. karla og setti nýtt vallarmet
Hlíðarendavallar fyrri daginn,
lék á 73 höggum, bætti metið um
eitt högg. Sem fyrr segir var
keppni mjög jöfn og sem dæmi
léku þrír kylfingar bráðabana um
3ja sætið í m.fl. karla en Kristján
Gylfason GA, bróðir Ólafs, hafði
það gegn Eggerti Eggertssyni
GA og Kristjáni Hjálmarssyni
GH. í mótslok fór fram verð-
launaafhending og þess má geta
að Sjóvá tryggingarfélagið gaf
glæsilega farandbikara í mótið í
mfl. karla og kvenna, öldunga-
Á efri myndinni má sjá verðlaunahafa á Norðurlandsmótinu samankomna. Á neðri myndinni hampar Ólafur Gylfa- og unglingaflokki.
son verðlaunum sínum en hann varð sigurvegari í karlaflokki. Myndir: bjb Urslit mótsins urðu þessi:
1. fl. kvenna högg
1. Mattý Einarsdóttir GA 221
2. Halla B. Árnadóttir GA 233
3. Bjarnhildur Sigurðard. GSk 236
2. fl. karla högg
1. Júlíus Haraldsson GA 180
2. Hjörtur Geirmundss. GSS 180
3. Guðmundur Gunnarss. GSS 182
3. fl. karla högg
1. Bjarni Sveinsson GH 190
2. Birgir Guðjónsson GSS 197
3. Einar Einarsson GSS 200
Öldungaflokkur (með forgjöf) högg
1. Ásmundur Bjarnason GH 142
2. Friðrik J. Friðrikss. GSS 152
3. Karl Hannesson GH 155
Unglingaflokkur högg
1. Örn Arnarsson GA 158
2. Sigurður O. Sigurðss. GA 162
3. Guðmundur Sverriss. GSS 172
-bjb
Úr leik Dalvíkinga og Reynis. Eins og sjá má er ýmsum brögðum beitt.
Mynd: TLV
Knattspyrna 3. deild:
Reynismenn lágu
fyrir Dalvíkingum
UMFS Dalvík sigraði Reyni
þegar liðin mættust á Dalvík-
urvelli um síðustu helgi með
tveimur mörkum gegn einu.
Það voru gestirnir sem náðu
forystunni en heimamenn gáf-
ust ekki upp og bættu við
tveimur mörkum og tryggðu
sér sigurinn.
Reynismenn byrjuðu mun
betur, voru mun ákveðnari, og
þeir náðu forystunni strax á 10.
mínútu. Tekið var langt innkast
inn í vítateig Dalvíkinga og þar
datt boltinn niður á milli tveggja
varnarmanna og Heimir Braga-
son var á réttum stað og skoraði
af öryggi.
Reynismenn sóttu áfram mun
meira og áttu nokkur góð færi,
m.a. skalla í þverslá en smátt og
smátt komust Dalvíkingar meira
inn í leikinn og á 28. mínútu jafn-
aði Björn Friðþjófsson fyrir þá
með ágætu marki. Ingólfur Krist-
jánsson bætti síðan við öðru
marki rétt fyrir hlé og staðan í
leikhléi var 2:1.
Síðari hálfleikur var nokkuð
jafn. Reynismenn voru öllu
meira með boltann en þeim gekk
illa að skapa sér færi. Dalvíking-
ar fengu hins vegar nokkur ágæt
færi en Eiríkur Eiríksson í marki
Reynis varði vel og mörkin urðu
því ekki fleiri. JHB
SL-deildin:
Vöm Keflvíkinga
gaf sig ekki
- og Leiftur tapaði 1:2
Ekki var að sjá að leikur ÍBK
og Leifturs væri barátta
tveggja liða um sæti í 1. deild-
inni. Hann fór mjög rólega af
stað og það var ekki fyrr en
undir lok leiktímans að leik-
mennirnir fóru virkilega að
spretta úr spori. En Keflvík-
ingar náðu að hanga á forskoti
sínu, sigra 2:1 og þar með
tryggja stöðu sína í deildinni.
Kári konungur heilsaði leik-
mönnum með roki og rigningu
suður með sjó á sunnudagskvöld-
ið. Þetta virtist slá á baráttuand-
ann í leikmönnum og var t.d.
mun minni barátta í Ólafsfirðing-
unum en í flestum öðrum leikjum
liðsins í sumar.
Keflvíkingar voru mun meira
með boltann í fyrri hálfleik og
komust Leiftursmenn varla upp
að vítateig Suðurnesjapiltanna.
Hins vegar létu færin á sér standa
og það var ekki fyrr en um miðjan
fyrri hálfleik að einhver hætta
skapaðist við mark gestanna. Jón
Sveinsson átti þá gott skot að
markinu en Þorvaldur varði vel.
Fyrsta mark leiksins leit dags-
ins ljós á síðustu mínútu fyrir
leikhlé og voru þar heimamenn
að verki. Garðspilturinn Grétar
Einarsson fékk þá góða sendingu
frá hægri frá Gesti Gylfasyni, tók
knöttinn niður á brjóstið og sendi
hann síðan með föstu skoti í
markhornið fjær.
ÍBK hélt uppteknum hætti í
síðari hálfleik og brátt juku þeir
við forskotið. Árni Vilhjálmsson
átti þá sendingu af kantinum á
Óla Þór sem afgreiddi hann
snyrtilega í netið hjá Leiftri. Þor-
valdur hafði hendur á knettinum,
en rennblautur völlurinn gerði
það að verkum að hann náði ekki
að stöðva skotið fullkomlega og
tveggja marka forskot þeirra gul-
klæddu var staðreynd.
Nú var eins og Ólafsfjarðar-
sveinunum hefði verið gefin víta-
mínsprauta í rassinn og fóru þeir
að berjast eins og þeir eiga til.
Halldór Guðmundsson var
hættulegur í framlínunni og var
hann óheppinn að skora ekki í
leiknum. Á 70. mínútu fékk hann
sendingu inn í vítateig heima-
manna, lék á Þorstein í markinu
og renndi knettinum að markinu
úr þröngu færi. Á síðustu stundu
Hafsteinn Jakobsson skoraði ecen
ÍBK.
kom Keflvíkingurinn Einar Á.
Ólafsson, eins og eimreið, og
bjargaði á marklínu.
Áfram hélt Leiftur að sækja og
máttu Keflvíkingar hafa sig alla
við að hreinsa frá marki. Þeir
skoruðu að vísu mark í viðbót en
það var réttilega dæmt af vegna
rangstöðu.
Að lokum tókst Leiftri að rjúfa
„Berlínarmúr" Suðurnesjasvein-
anna og var þar Hafsteinn Jak-
obsson að verki. Lúðvík Berg-
vinsson átti þá góða sendingu fyr-
ir mark ÍBK og þar sneiddi Haf-
steinn boltann skemmtilega með
kollspyrnu í móður jörð og í
mark Keflvíkinga.
Þrátt fyrir þunga sókn síðustu
mínúturnar tókst Leifturspiltun-
um ekki að skora fleiri mörk og
urðu því að sætta sig við tap.
Staðan er því ekki glæsileg hjá
þeim í dcildinni og mega Ölafs-
tirðingar taka sig mikið á ef þeir
ætla ekki að húrra niður um
deild. AP
Liö Lcifturs: Þorvaldur Jónsson. Guömundur
Garðarsson. Árni Stcfánsson, Gústaf Ómars-
son(Lúðvík Bcrgvinsson 69. mín.). Þorstcinn
Gcirsson, Halldór Guömundsson. Höröur Bcn-
onýsson, Friögcir Sigurösson(Róbcrt Gunnars-
son), Sigurbjörn Jakobsson, Óskar Ingimundar-
son, Hafstcinn Jakobsson.
Liö ÍBK: Þorstcinn Bjarnason, Óli Þór Magn-
ússon, Jón Svcinsson(Kjartan Einarsson). Árni
Vilhjálmsson (Gunnar M. Jónsson), Ragnar
Margcirsson. Danícl Einarsson. Siguröur
Björgvinsson, Guömundur Sighvatsson, Einar
Á. Ólafsson, Gcstur Gylfason.
Dómari: Sæmundur Víglundsson og átti hann
ágætan dag cnda lcikurinn auödæmdur.
Áhorfcndur: 350
Norðurlandsmótið í golfi:
Mctþátttaka á vel
heppnuðu móti
- Ólafur Gylfason, GA, setti vallarmet
og varð Norðurlandsmeistari í karlaflokki
Norðurlandsmótið í golfi var
haldið á Hlíðarendavelli Goif-
klúbbs Sauðárkróks um helg-
ina. Metþátttaka var á mótinu,
94 kylflngar mættu til leiks í 8
flokkum, en Norðurlandsmót
var fyrst haldið nú sem flokka-
keppni. Keppendur fengu gott
veður báða mótsdaga og lauk
rnótinu ekki fyrr en á sunnu-
dagskvöld. Keppni var mjög
jöfn og þurfti að útkljá úrslit
með nokkrum bráðabönum í
lokin.
Mfl. karla högg
1. Ólafur Gylfason GA 151
2. Axel Reynisson GH 158
3. Kristján Gylfason GA 161
Mfl. kvenna högg
1. Árný Árnadóttir GA 171
2. Andrea Ásgrímsdóttir GA 179
3. Sigríður B. Ólafsd. GH 189
1. fl. karla högg
1. Kristján Guðjónsson GH 162
2. Örn Sölvi Halldórsson GSS 165
3. Haraldur Friðriksson GSS 169