Dagur - 23.08.1988, Blaðsíða 16

Dagur - 23.08.1988, Blaðsíða 16
Akureyri, þriðjudagur 23. ágúst 1988 Stórbætt þjónusta Getum smíðað alla vega púströr Eigum til beygjur 45° og 90° Stóraukið úrval af kútum, pakkningum og festingum í flesta bíla 12 3 4 r~m 'í ísetning á staðnum þÓRSHAMAR HF. Við Tryggvabraut ■ Akureyri ■ Sími 22700 Hegranes SK 2: Mastur bognadi um 30 gráður Það óhapp átti sér stað um borð í Hegranesinu SK 2, togara Útgerðarfélags Skag- fírðinga, sl. laugardag að mast- ur bognaði og skemmdist nokkuð þegar verið var að hífa upp troll til skoðunar. Mastrið bognaði aftur um 30 gráður og að sögn Júlíusar Skúlasonar skipstjóra kom mikill slynkur á skipið þegar þetta gerðist. Hegranesið kom inn til hafnar á sunnudag og var þá mastrið lagað, rétt aftur með krana og logsoðið þannig að skipið er til- búið til veiða á ný. Að þessu sinni var Hegranesið með um 115 tonn af þorski og ýsu, úr viku veiði- ferð. Að sögn Júlíusar skipstjóra fer skipið í einn túr áður en það fer í siglingar á Þýskalandsmark- að með karfa, en Hegranes á 680 tonn eftir af karfakvótanum. Um 300 tonn eru eftir að þorskkvót- anum. í lok september fer Hegranesið í slipp í V.-Þýskalandi, þar sem það verður yfirfarið, sandpússað og málað. -bjb Útafkeyrsla á Sprengisandi - Hjálparsveit send til aðstoðar í fyrrinótt barst lögreglunni á Akureyri beiðni um hjálp frá manni sem var á leið yfír Sprengisand. Hann hafði lent út af og var Hjálparsveit skáta á Akureyri send á staðinn hon- um til aðstoðar. Hringing úr farsíma þar sem tilkynnt var um óhappið barst kl. 00.15 aðfaranótt mánudags og kom hjálparsveitin í bæinn með manninn um kl. 8.00 á mánu- dagsmorgun. Um helgina voru 6 teknir fyrir of hraðan akstur á og við Akur- eyri og 3 árekstrar urðu. Ekki urðu slys á fólki fyrir utan smá meiðsl þegar keyrt var á ungling á hjóli í Geislagötu. Brotist var inn í tískuvöruverslunina Ping Pong aðfaranótt rnánudags. Rúð- ur voru brotnar í húsum við Strandgötu, Brekkugötu og í Ríkissal votta Jehóva. Ekki var mikil ölvun en nokkrir gistu þó fangageymslur lögreglunnar. Helgin hjá lögreglunni á Siglu- firði var róíeg þrátt fyrir að dans- leikir hafi verið fimmtudags-, föstudags- og laugardagskvöld. Tveir sátu þó inni fyrir óspektir. Hjá lögreglunni á Dalvík feng- ust þær upplýsingar að bílvelta hefði orðið í Svarfaðardal og slapp ökumaður merkilega vel með smá skrámur. Að öðru leyti var helgin róleg. Hjá Ólafsfjarðarlögreglunni var sömu sögu að segja allt var Oddeyrin kaupir Þorlák Helga Enn bætist við skipaflota Akureyringa, því Oddeyrin hf. hefur fest kaup á Þorláki Helga frá Siglufírði og verður hann afhentur fljótlega í næsta mánuði. Þorlákur Helgi er 146 tonna stálskip smíðað í Noregi fyrir 28 árum. Fyrri eigendur, útgerðar- félagið Sædór á Siglufirði, seldi Oddeyrinni hf. skipið á 40 millj- ónir króna, en því fylgir 650 tonna þorskkvóti og 200 tonna rækjukvóti. VG þar með kyrrum kjörum um helg- ina fyrir utan árekstur á blindhæð við bæinn Þrasastaði á föstudag. Enginn slasaðist í þeim árekstri. KR Þessi skemmtilega flétta kom upp úr matjurtagarði á Akureyri. Mynd: tlv Þungur rekstur fyrirtækja: „Staða fyrirtækja endur- speglar efnahagsástandið“ - segir Sigurður P. Sigmundsson framkvæmdastjóri Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar „Við erum með tvö erfíð mál í gangi en að öðru leyti er ekki mikið af frétta af fyrirtækjum sem við eigum aðild að,“ sagði Sigurður P. Sigmundsson framkvæmdastjóri Iðnþróun- arfélags Eyjafjarðar hf. í sam- tali við Dag. „Það bendir flest til þess að aðalfundur Sævers hf. í Ólafsfirði verði nú loks haldinn um miðjan næsta mánuð og þá verður tekin ákvörðun um það hvernig gengið verður endanlega frá þessu dæmi. Aðalfundi fyrirtækisins, sem er gjaldþrota, hefur tvívegis verið frestað en þar sem nú er að verða ljóst hvernig þetta liggur, á ég von á að fundurinn verði hald- inn eftir u.þ.b. mánuð,“ sagði Sigurður. Sigurður sagði að Víkurplast á Svalbarðseyri ætti einnig við rekstrarerfiðleika að etja, þó svo að málið væri ekki eins alvarlegt og hjá Sæveri. „Það er helst sölu- tregða sem er þar aðalvandamál- ið og kannski tengist það því að heimamenn hafa ekki gert neitt átak í markaðsmálum. En það má segja það um Víkurplast eins og önnur fyrirtæki, að það árar ekkert vel um þessar mundir. Þessi gífurlegi fjármagnskostnað- ur og dýr aðföng, gera fyrirtækj- um erfitt fyrir og þetta endur- speglar efnahagsástandið. Fyrirtæki eins og Gúmmí- vinnslan sem hefur skilað hagn- aði undanfarin ár, þarf að hafa mun meira fyrir rekstrinum í dag. Það tengist nú líka niðurfellingu tollanna um síðustu áramót og fyrirtækið er því að keppa við innflutninginn. Hjá Sæplasti gengur innheimt- an mun verr en áður og útistand- andi skuldir fyrirtækisins eru mun meiri en áður og þetta er nú það sem manni sýnist að sé vandamál hjá fyrirtækjum á svæðinu,“ sagði Sigurður. Hann sagði einnig að það bitn- aði á mörgunt fyrirtækjum þegar skóinn kreppti í sjávarútvegin- um. Bæði væri eftirspurn eftir vöru og þjónustu minni og að erf- iðara væri að fá borgað. Aðspurður um það hvort eitthvað væri um að ný fyrirtæki væri að líta dagsins ljós á svæðinu sagði Sigurður það ekki vera, enda ekkert vit að stofna fyrir- tæki nema tryggt sé að hlutafé sé nægilegt í upphafi. „Það er ekki hægt að ætía nýju fyrirtæki að skila arði fyrstu tvö árin og því þarf eiginfjárstaðan að vera sterk í byrjun, því annars stendur það á brauðfótum,“ sagði Sigurður P. Sigmundsson. -KK Akureyrin slær metið áný Fyrir helgi kom Akureyrin EA til Akureyrar með 274 tonn af afla að verðmæti um 46 millj- ónir króna eftir aðeins 22 daga veiðiferð. Þar með sló Akureyrin met frystitogarans Haraldar Krist- jánssonar HF 2, sem fyrr í mán- uðinum „stal“ fyrra verðmæta- meti Akureyrarinnar. Afli skipsins samanstóð af frystum þorsk- og ufsaflökum auk ýmissa heilfrystra tegunda. í gær var unnið við uppskipun og stefnt var að því að togarinn héldi á veiðar á ný í nótt. VG 73 kaup- leiguíbúðir á Norður- landi Húsnæðismálastjórn hefur samþykkt að veita lán til bygg- ingar eða kaupa á 187 kaup- leiguíbúðum og auk þess var samþykkt að 44 íbúðir, sem heimilað var að byggja í verka- mannabústöðum, skuli byggð- ar sem kaupleiguíbúðir. Alls var sótt um 472 íbúðir fyrir þetta ár. Samtals er hér um að ræða 231 kaupleiguíbúð, 183 almennar og 48 félagslegar kaupleiguíbúðir. Fyrir Norðurland vestra voru 32 íbúðir samþykktar, þar af 1 félagsleg, en sótt var um 51. Fyrir Norðurland eystra var 41 kaup- leiguíbúð samþykkt, þar af 8 félagslegar, en sótt var um 46 íbúðir. Sem dæmi má nefna að Hólmavík fékk 6 almennar kaupleiguíbúðir samþykktar, Siglufjörður 6, Sauðárkrókur 8, Hvammstangahreppur 4 og Blönduós 4. Á Norðurlandi eystra fékk Akureyri 10 almenn- ar kaupleiguíbúðir og 5 félagsleg- ar, Ólafsfjörður 5 almennar, Dal- vík 10 og Árskógsstrandarhrepp- ur 4. SS Kaupþing Norðurlands: Ummæli Ólafs hafa ekki raskað ró viðskiptavina Ekki hefur orðið vart við aukningu á inniausnum Ein- ingarbréfa hjá Kaupþingi Norðurlands í kjölfar ummæla Olafs Ragnars Grímssonar for- manns Alþýðubandalagsins í síðustu viku þess efnis, að nokkur fjárfestingarfyrirtæki standi höllum fæti. Jón Hallur Pétursson fram- kvæmdastjóri Kaupþings Norð- urlands sagði aðeins örfáar fyrir- spurnir hafa borist til þeirra vegna ummælanna, en enginn hafi leyst skírteini sín út. Hann sagði ummælin aðeins vera órök- studdar staðhæfingar. „Mér hefði fundist eðlilegt og það ætti að krefja Ólaf Ragnar Grímsson um að nefna þau fyrirtæki sem um er að ræða. Fólk tekur yfirleitt eitt- hvert mark á ummælum stjórn- málamanna, þó að það hafi greinilega ekki tekið mark á Ölafi Ragnari." Aðspurður um hvort fullyrð- ingarnar væru algerlega úr lausu lofti gripnar sagðist hann telja það líklegt því ef þær væru sannar, hefði hann vegna nálægð- ar sinnar við verðbréfamarkað- inn, verið búinn að heyra ávæn- ing um slæma stöðu viðkomandi fyrirtækja áður en ummælin féllu. Enn sem komið er, hafa þau því ekki raskað ró viðskiptavina og sagði Jón Hallur eigendur Einingarbréfa a.m.k ekki hafa ástæðu til þess að óttast, þar sem ummælin eigi örugglega ekki við um þau bréf. VG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.