Dagur - 30.08.1988, Blaðsíða 8

Dagur - 30.08.1988, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 30. ágúst 1988 íþróttir í Knattspyrna 2. deild: Annað jafiitefli Tindastóls Ausandi rigning og rennblaut- ur knattspyrnuvöllur. Ekki gefur það tilefni til góðrar knattspyrnu en þó fengu áhorf- endur á Sauðárkróksvelli sl. föstudagskvöld að sjá ágæta knattspyrnu hjá Tindastól og Fylki í 2. deild íslandsmótsins. Leiknum lyktaði með jafn- tefli, 2:2, eftir baráttuviður- eign. í leikhléi var staðan 2:1 fyrir Tindastól. Leikurinn fór hægt af stað og þreifuðu liðin fyrir sér á blautum vellinum. Fyrsta marktækifærið kom á 11. mínútu þegar Guð- brandur Guðbrandsson Tindastól var nálægt því að skora eftir að markvörður Fylkis missti blautan boltann frá sér, en Guðbrandur rann á æðri endann. Ef völlurinn hefði verið þurr hefði Guðbrand- ur ekki átt í erfiðleikum með að skora. Sex mínútum síðar, eða á 17. mínútu skoraði Fylkir fyrsta markið. Það var Guðjón Reynis- son sem það gerði, nýkominn inn á, með þrumuskoti utan af teig. Við markið hresstust Tindstæl- ingar og-'á 24. mínútu gerði Hólmar Ástvaldsson sér lítið fyr- ir og jafnaði leikinn, komst inn í sendingu hjá varnarmanni Fylkis, lék áfram og skaut föstum jarðarbolta í mark Árbæinga. Aðeins mínútu síðar kom annað ntark Tindastóls og það var Eyjólfur Sverrisson sem kom heimamönnum yfir í leiknum, eftir að Stefán Pétursson hafði leikið Fylkisvörnina grátt og gef- ið á Eyjólf. Eftir markið gerði Fylkir harða hríð að marki Tindastóls, átti m.a. skot í stöng, en staðan hélst óbreytt út fyrri hálfleikinn. Sts 2. iðan deild Úrslit í 4 fyrstu lcikjum 14. umferðar: Selfoss-KS 3:1 UBK-Víðir 0:2 FH-Þróttur 3:0 Tindastóll-Fylkir 2:2 FH 14 12-1-1 41:13 37 Fylkir 14 9-5-0 34:20 32 Víðir 14 6-2-6 29:24 20 Selfoss 14 5-4-5 20:20 19 Tindastóll 14 5-2-7 21:26 17 ÍR 13 5-2-6 20:29 17 ÍBV 13 5-1-7 26:26 16 KS 14 3-4-7 30:40 13 UBK 14 34-7 19:29 13 Þróttur 14 1-5-8 19:32 8 3. deild B-riðill LJrslit í 13. umferð: Huginn-Einherji 1:1 Sindri-UMFS Dalvík 2:0 Þróttur-Magni 1:1 Reynir-Hvöt Frestað Einherji 13 9-3-1 32: 9 30 Magni 13 5-5-3 19:13 20 Reynir Á. 12 6-1-5 20:17 19 Þróttur N. 13 5-3-5 21:18 18 UMFS Dalvík 13 5-3-518:2918 Huginn 13 4-4-5 24:28 16 Hvöt 12 24-6 6:16 10 Sindri 13 2-3-8 19:29 9 Markahæstir: Guðbjartur Magnason Þrótti N. 12 Garðar Jónsson UMFS Dalvík 8 Sveinbjörn Jóhannsson Hugin 8 Þrándur Sigurðsson Sindra 8 Grétar Karlsson Reyni 7 - nú 2:2 gegn Fylki Menn voru varla búnir að koma sér fyrir eftir leikhléið þeg- ar Fylkir jafnaði leikinn strax í upphafi seinni hálfleiks. Par var Guðjón Reynisson aftur á ferð, eftir mistök í vörn Tindastóls. Afar klaufalegt mark og ótíma- bært. Seinni hálfleikur var í járn- um eftir jöfnunarmarkið og voru Árbæingar nær því að bæta við þriðja markinu, heldur en heima- menn sem áttu þó ágætar rispur stöku sinnum. Á heildina litið var KS reið ekki feitum hesti frá viðureign sinni við Selfyssinga á heimavelli þeirra síðar- nefndu á föstudaginn. Selfoss sigraði í jöfnum og spennandi leik 3:1 og er nú staða KS á botninum í 2. deiid orðin mjög erfið. Selfyssingar hafa alltaf verið erfiðir heim að sækja og fengu KS-menn að kenna á því í þetta skiptið. Þeir hófu leikinn af mikl- um krafti og áttu varnarmenn KS oft í miklum erfiðleikum með sókndjarfa framherja Selfyss- inga. Hins vegar vildi boltinn ekki í netið svona snemma og brátt fóru norðanmenn að koma meira inn í leikinn. Það kom því gegn þróun leiks- ins að Selfoss skoraði fyrsta mark leiksins. Þar var að verki Sævar Sverrisson með skoti úr þvögu í vítateignum eftir að varnarmönn- um KS mistókst að hreinsa tuðr- una úr vörninni. Leikurinn jafnaðist mjög eftir þetta og skiptust liðin á um að sækja. Ekki gekk þó hinum sókn- djörfu framherjum KS vel í þetta skiptið og brotnuðu flestar sókn- arloturnar á fyrirliða Selfossliðs- ins Þórarni Ingóifssyni í vörninni. Selfoss náði síðan að auka við Þróttur og Magni skildu jöfn í 13. og næst síöustu umferð B- riðils 3. deildar Islandsmótsins í knattspyrnu í Neskaupstað á sunnudag. Lokatölurnar urðu 1:1 í leik sem ekki bauð upp á mikla knattspyrnu, enda aðstæður allar slæmar, renn- andi blautur malarvöllur sem í raun var ekki annað en svað. Magni byrjaði heldur betur í Ieiknum og sótti öllu meira. Þeir fengu tvö mjög góð marktækifæri sem ekki nýttust og það voru heimamenn sem náðu forystunni á 25. mínútu með marki Guð- bjarts Magnasonar. Þorsteinn Jónsson jafnaði fyrir Magna 5 mínútum síðar og þegar skammt var til leikhlés fengu Þróttarar 2:2 jafntefli sanngjörn úrslit í þessum leik. Gísli Sigurðsson var góður í marki Tindastóls, auk þess sem Eyjólfur Sverrisson átti ágætan leik. Einnig voru Árni Ólason og Björn Sverrisson góðir, en Björn lék að þessu sinni sinn 150. leik fyrir mfl. Tindastóls. Bestir í liði Fylkis voru Guðjón Reynisson og Örn Valdimarsson. Ágætur dómari leiksins var Óli P. Olsen. -bjb forskot sitt fyrir leikhlé og var þar Jón Birgir Kristjánsson að verki. Magnús markvörður KS náði þá ekki að halda föstu skoti Heimis Bergssonar og fylgdi Jón, Birgir vel á eftir og renndi bolt- ’ anum í markið. Síðari hálfleikur hófst mjög svipað og sá fyrri og sóttu Selfyss- ingar stíft að marki KS. En Tóm- as Kárason og hans menn létu sig ekki í þetta skiptið og KS var allt- af hættulegt í skyndisóknum sínum. Úr einni þeirra skoraði Steve Rutter ágætt mark eftir sendingu frá Óla Agnarssyni. Hljóp nú norðanmönnum kapp í kinn og fóru þeirra að sækja meira til að freista þess að jafna leikinn. En þá gleymdu þeir vörninni og úr skyndisókn heima- manna skoraði Gunnar Garðars- son öruggt mark, enda var vörn KS fjarri góðu gamni. Bestu leikmenn Selfoss voru þeir Heimir Bergsson, sem sífellt var að á miðjunni og Þórarinn Ingólfsson í vörninni. Einnig átti Guðmundur Magnússon ágætan leik. Hjá KS bar mest á Steve Rutter, en sóknarmenn KS voru óvenjulega daprir að þessu sinni. AP vítaspyrnu. Hún fór liins vegar framhjá marki Magna og staðan í leikhléi var 1:1. Síðari hálfleikur einkenndist aðallega af baráttu leikmanna við völlinn og var ekki skemmtilegur á að horfa. Magnamenn voru áfram heldur sterkari aðilinn en það voru þó heimamenn sem fengu besta tækifæri hálfleiksins er dæmd var önnur vítaspyrna á Magna. Nú hittu þeir markið en ísak Oddgeirsson, markvörður Magna, varði meistaralega. Und- ir lokin fékk Þorsteinn Jónsson dauðafæri en tókst ekki að nýta það og lokatölurnar því 1:1. Þess má geta að markverði Þróttar var vísað af leikvelli fyrir glímu- brögð. JHB Knattspyrna 2. deild: KS-ingar lágu á Selfossi - Staða liðsins orðin slæm Knattspyrna 3. deild: Þróttarar misnotuðu p tvær vítaspymur - er þeir gerðu jafntefli við Magna, 1:1 l Á laugardag léku KA og ÍR í útslitakeppni 2. flokks um sæti í 2. riðli. Leikur- inn fór fram á KA-velli og sigruðu KA-menn 5:1. Nánar verður sagt frá leikn- um á morgun. Mynd: TLV Úrslitakeppni 3. ílokks: Þór og KA í neðstu sætuniim Þór og KA hittust enn einu sinni í úrslitum 3. flokks sem fram fóru í Kópavogi og Garðabæ um helgina. Liðin léku um 7.-8. sætið og unnu Þórsarar óvæntan en sann- gjarnan sigur 3:2. Þórsarar fóru ekki mjög vel út úr undanúrslitunum og töpuðu öllum leikjum sínum þar. KA- menn hins vegar stóðu sig vel og unnu m.a. Fylki 3:2 og varð það til þess að Fylkismenn misstu af úrslitaleiknum. En markatala KA var slakari en hinna liðanna í riðlinum og þeir urðu því að sætta sig við neðsta sætið. Það voru því Þór og KA sem léku um 7.-8. sætin í úrslita- keppninni. Mikið rok var í Garðabænum er leikurinn fór fram og setti það sinn svip á leik- inn. Varamennirnir og stjórnend- ur KA urðu einnig mikið fyrir barðinu á Kára því hann feykti varamannaskýlinu með öllum innanborðs um koll með miklum látum. Sem betur fer sluppu KA- mennirnir með skrekkinn og nokkra marbletti. Þórsarar komu mun ákveðnari til leiks og var eins og KA-liðið teldi leikinn unninn fyrirfram. Aðalsteinn Pálsson náði foryst- unni fyrir Þór með fallegu skoti utarlega úr vítateignum um miðj- an fyrri hálfleik. Þá var eins og KA menn vökn- uðu af værum draumi og fóru að sækja af krafti. Rétt fyrir leikhlé jafnaði síðan Sigurður Ólason sem marki af stuttu færi og sváfu varnarmenn Þórs þar á verðin- um. En Aðalsteinn Pálsson var ekki af baki dottinn og skoraði annað mark fyrir Þór og staðan var því 2:1 fyrir þá rauðklæddu. í síðari hálfleik herti vindinn en það hafði ekki áhrif á Karl Karlsson sem jafnaði leikinn 2:2 fyrir KA með marki beint úr aukaspyrnu. Nú stormaði hins vegar Rúnar Sigtryggsson í sókn- ina og skoraði glæsilegt mark með skalla fyrir Þórsara og reyndist það vera sigurmark leiksins. Til úrslita í 3. flokki léku lið Breiðabliks og Fram og endaði leikurinn með jafntefli 1:1. Rík- harður Daðason náði forystunni fyrir Fram en Arnar Grétarsson jafnaði fyrir Breiðablik úr víta- spyrnu. Liðið munu reyna aftur með sér á sunnudaginn. AP Úrslit leikja liðanna: Þór-UBK 1:12 Þór-Stjarnan 1:4 Þór-ÍA 0:3 KA-Fylkir 3:2 KA-ÍBK 1:2 KA-Fram 1:3 Tindastóll: Firmakeppni í knattspyrau UMF Tindustóll mun gangast fyrir firmakeppni í knattspyrnu dagana 2.-4. september nk. Firmakeppni þessi er orðin árlegur viðburður í starfi félagsins og hefur verið góð þátttaka í henni hingað til. Leikið verður á þrem völlum á Nöfunum og leiktími verður 2x15 mínútur. Sjö leikmenn verða í hverju liði, einn í marki og sex útileik- menn. Mest má hvert lið hafa 12 leikmönnum á að skipa. Liðið má samanstanda af starfsmönnum frá þremur fyrirtækjum, hámark. Enda hafi þeir starfað hjá fyrir- tækinu í júní-ágúst 1988. Leikmenn eru ekki gjaldgengir í firmakeppnina hafi þeir verið á leikskýrslu hjá meistaraflokki ein- hvers liðs í íslandsmótum KSÍ, í 1.-4. deild sumarið 1988. Sem fyrr segir hefst firmakeppnin föstudaginn 2. september og stendur fram á sunnudag nk. -bjb 30. ágúst 1988 - DAGUR - 9 Enska knattspyrnan: Mikið skorað í 1. deildiimi - Draumabyrjun Tony Cottee hjá Everton - Aldridge óstöðvandi með Liverpool - Arsenal í ham Leikmenn Liverpool munu ekki sleppa taki sínu á Englandsbikarnum baráttu- laust. Þessir þrír, Aldridge, Barnes og McMahon, léku allir með gegn Charlton og skoraði Aldridge öll þrjú mörk liðsins. Á laugardaginn hófst keppni í ensku knattspyrnunni. Ekki vantaði á að sóknarmenn í 1. deild stæðu undir nafni í þess- um fyrstu leikjum, því 26 mörk voru skoruð í 9 leikjum í 1. deild. Einum leik varð að fresta, leik Tottenham og Coventry þar sem leikvangur Tottenham var ekki í leikhæfu ástandi vegna framkvæmda þar. Þúsundir áhorfenda sem ætluðu að sjá leikinn urðu fyrir miklum óþægindum þar sem frestunin var ekki tilkynnt fyrr en nokkrum klst. áður en leikurinn átti að hefjast. Knattspyrnusambandið hefur farið fram á rannsókn vegna þessa máls sem þykir vera Tottenham til skammar. En snúum okkur þá að þeim leikj- um sem fram fóru. Tony Cottee hinn nýi miðherji Everton og dýrasti leikmaðurinn í Englandi lýsti því yfir eftir komu sína til Everton að hann ætlaði að skora 30 mörk fyrir Everton í vetur. Mörguni þótti þetta ekki viturleg yfirlýsing af hans hálfu, en það tók hann að- eins 30 sek. að skora sitt fyrsta mark í leik Everton á heimavelli gegn Newcastle. Graeme Sharp átti þá skot að marki sem hinum nýja markverði Newcastle David Beasant tókst ekki að halda og hinn eldsnöggi Cottee skaust fram og setti boltann í netið. Hann bætti sínu öðru marki við eftir 30 mín. leik eftir undirbún- ing Peter Reid. Og hann hafði ekki sagt sitt síðasta orð því að 62. mín. fullkomnaði hann þrennu sína er Pat Nevin sem átti ntjög góðan leik hjá Everton sendi fyrir frá hægri og Cottee komst í boltann á undan Béasant og skoraði. Sharp bætti síðan 4. marki liðsins við 5 mín. fyrir leikslok, eftir undirbúning Cottee. sem ef til vill tekst að standa við stóru orðin. Wimbledon hóf leik sinn heima gegn Arsenal af miklum krafti og náði forystu strax á 8. mín. er John Fashanu skallaði inn eftir aukaspyrnu. En vörn og markvarsla Wimbledon voru allt annað en sannfærandi í leiknum og leikmenn Arsenal nýttu sér það til fullnustu. Mistök hins unga ntarkvarðar Simon Tracey urðu til þess að Arsenal jafnaði skönimu síðar, Brian Marwood átti þá lúmskt skot sem stefndi upp í hornið, Tracey handsamaði knöttinn, en féll síðan inn í markið með boltann. Eftir mark- ið náði Arsenal algerum tökum á leiknum og Alan Srnith kom Arsenal 3:1 yfir fyrir lok fyrri hálfleiks með tveim mörkunt eftir sendingar frá hægri frá Lee Dix- on og Paul Merson. Eftir hálfleik skoraði Smith síðan sitt þriðja mark og fjórða mark Arsenal eft- ir undirbúning David Rocastle og 4 mín. fyrir leikslok bætti Merson við fimmta markinu eftir mistök í vörn Wimbledon. Arsenal setti tvo landsliðsmenn úr liði sínu fyr- ir þennan leik, þá David O’Leary og Kenny Sansom, en frammi- staða Smith í framlínunni gæti orðið til þess að George Graham framkvæmdastjóri Arsenal hætti leit sinni að nýjum sóknarleik- manni. Þrátt fyrir allt markaregnið í 1. deild var þó ekkert skorað á Old Trafford í Manchester. Heima- mönnum tókst ekki að brjóta á bak aftur sterka vörn Q.P.R. þar sem Paul Parker átti stórleik og Alan McDonald hélt Mark Hughes algerlega niðri. Raunar fékk Q.P.R. þau markfæri sem umtalsverð voru í leiknum, á 25. mín. komst Martin Allen í gegn, en skot hans fór framhjá. 15 mín. fyrir ieikslok varði Jim Leighton sem var öruggur í marki Utd. mjög vel frá Mark Falco og 10 mín. síðar skallaði Falco framhjá úr góðu færi. Besta færi Utd. var þegar Clayton Blackmore átti hörkuskot af löngu færi á síðustu mín. leiksins, en David Seaman markvörður O.P.R. varði vel. Brian McClair lék sem miðvallar- leikmaður að þessu sinni, en leik- ur liðsins var slakur og hinir 47.000 áhorfendur bauluðu á sína rnenn í lokin. Englandsmeistarar Liverpool hófu titilvörn sína í London gegn Charlton og áttu ekki í miklum vandræðum með mótherja sína að þessu sinni. Leikmenn Charl- ton sýndu hinum frægu mótherj- um sínum þó enga virðingu, en mættu einfaldlega ofjörlum sínum. John Aldridge sem skor- aði bæði mörk Liverpool gegn Wimbledon á Wembley um síð- ustu helgi hélt uppteknum hætti og skoraði öll þrjú mörk Liver- pool á laugardag. Það fyrsta kom á 24. mín. eftir samleik hans við Steve Nicol og John Barnes sem lauk með því að hann skallaði í netið. Aldridge bætti síðan við tveim mörkum í síðari hálfleik, fyrst á 6. mín. eftir langa send- ingu frá Barry Venison inn fyrir vörn Charlton. Bob Bolder markvörður Charlton varði skot hans, en hélt ekki boltanum sem barst aftur út til Aldridge sem þá urðu engin mistök á. Tveim mín. síðar léku Peter Beardsley og Barnes í gegnum vörn Charlton, lögðu síðan boltann fyrir fætur Aldridge sem ekki átti í vandræð- um með að skora sitt þriðja mark. Eina færi Charlton kont í upphafi síðari hálfleiks. Robert Lee fékk þá færi á að jafna, en skot hans fór framhjá. 20 mín. fyrir leikslok kom Ian Rush inn á sent varamaður í stað Beardsley og var nærri að skora, en fyrrum félagi hans í Liverpool, Bolder í marki Charlton sá við honum. Kenny Dalglish gerði tvær breyt- ingar á liði sínu frá leiknum um síðustu helgi, Steve Nicol kom inn sent vinstri bakvörður í stað Gary Ablett og Jan Mplby var miðvörður í stað Alex Watson. Millwall lék sinn fyrsta leik í 1. deild frá upphafi er liðið mætti Aston Villa á útivelli. Fyrri hálf- leikurinn var mjög opinn og fjörugur. Tony Cascarino skoraði tvívegis fyrir Millwall um miðjan hálfleikinn, fyrst með skalla og síðan hörkuskoti. En Villa gafst ekki upp og Stuart Gray minnk- aði muninn með marki úr víta- spyrnu eftir að brotið var Andy Gray og Alan Mclnally jafnaði síðan tveim mín. fyrir hlé. Síðari hálfleikurinn var gerólíkur þeim fyrri og fátt um marktækifæri. Sanngjörn úrslit, Millwall gæti komið á óvart í deildinni, en Ast- on Villa ætti ekki að lenda í vandræðum eftir að Derek Mountfield kemur inn í liðið cftir meiðsli sem hann hrjá. Derby lék vel gegn Middles- brough og hinir nýju leikmenn Paul Goddard og Jahn Chiedozie voru í miklum ham. Chiedozie komst inn fyrir á 22. mín., en skot hans var laust og því var bjargað á línu af varnarmanni. Aðeins 5 mín. eftir leikhlé kom eina mark leiksins, hár bolti kom fyrir mark Boro, Steve Pears markvörður sló frá, en þar tók Goddard við boltanum og skall- aði til baka í autt markið. Sigur Derby var sanngjarn, en Peter Shilton þurfti þó að sýna sitt besta er hann varði frá Trevor Senior í fyrri hálfleik. Southampton vann góðan sigur á heimavelli gegn West Ham. Paul Rideout nýkeyptur frá Bari á Italíu skoraði tvö mörk í sínum fyrsta leik fyrir félagið og þeir Glen Cockerill og Matthew le Tissier sáu um hin mörkin. Norwich vann óvæntan sigur á heimavelli gegn Nottingham For. sent margir spá miklum frarna í vetur. Robert Fleck og Mark Bowen náðu tveggja marka for- ystu fyrir Norwich snemma í leiknum. Leikmönnum Forest tóksl ekki að jafna þann mun þrátt fyrir að Steve Chettle tækist að laga stöðuna aðeins í síðari hálfleik. Sigurður Jónsson og félagar hans hjá Sheffield Wed. hirtu öll þrjú stigin á heimavelli sínum gegn Luton, Mel Sterland skor- aði eina mark leiksins. 2. deild Chelsea tapaði óvænt á heima- velli gegn Blackburn, en getur kennt um eigin klaufaskap í varn- arleiknum. Howard Gayle skor- aði bæði mörk Blackburn, annað úr víti, en eina mark Chelsea skoraði Kevin Wilson er hann jafnaði 1:1. Garry Nelson konr Brighton yfir gegn Bradford, en það dugði skammt og gestirnir skoruðu þrí- vegis. Manchester City varð að lúta í Paul Gruddard skoraði í sínum fvrsla leik með Derby. lægra haldi gegn Hull City þar sem Keitli Edwards skoraði eina mark leiksins. Martin Foyle skor- aði fyrir Oxford á 15. mín. gegn Leeds Utd., en Glynn Snodin náði að jafna fyrir leikhlé. Ekk- ert var skorað í síðari hálfleiknum, en á síðustu mín. leiksins var Dean Saunders rekinn af leikvelli fyrir röfl við dómarann, en það var of seint til að Leeds Utd. gæti fært sér það í nyt. Portsmouth sigraði Shrewsbury á útivelli með mörkum Terry Connor og Mark Kelly. Watford sem féll niður í vor sigraði í sínum fyrsta leik, Dave Bamber skoraði eina mark- ið í leiknum, gegn Birmingham. Þ.L.A. Úrslit helgarinnar: 1. deild Aston Villa-Millvall 2:2 Charlton-Liverpool 0:3 Derby-Middlesbrough 1:0 E ve rton-N e wcast 1 e 4:0 Manchcster Utd.-O.P.R. 0:0 Norwich-Nottingham For. 2:1 Sheffield Wed.-Luton 1:0 Southampton-West Ham 4:0 Tottenham-Coventrv Frestað Wimbledon-Arsenal 1:5 2. deild Brighton-Bradford 1:3 Chclsea-Blackburn 1:2 Hull-Manchester City 1:0 Ledds-Oxford 1:1 Leicester-W.B.A. 1:1 Oldham-Barnsley 1:1 Shrewsbury-Portsmouth 1:2 Stoke City-lpswich Town 1:1 Sunderland-Bournemouth 1:1 Swindon-Crystal Palacc ;restað Walsall-PIymouth 9.9 Watford-Birmingham 1:0 3. deild Brentford-Huddersfield 1:0 Bristol Rovers-Wigan 3:2 Bury-Wolverhampton 3:1 Cardiff-Fulham 1:2 Chester-Blackpool 1:1 Chesterfield-Aldershot 2:1 Gillingham-Swansea 2:3 Mansfield-Northampton 1:1 Notts County-Bristol City 0:0 Preston-Port Vale 1:3 Reading-Sheffield Utd. 1:3 Southcnd Utd.-Bolton 1:0 4. deild Burnley-Rochdale 2:1 Cambridgc-Grimsby 4:1 Carlisle-Peterborough 2:2 Colchester-York City 1:0 Darlington-Stockport 1:4 Exeter-Wrexham 0:2 Leyton-Crewe 0:0 Lincoln-Hartlepool 0:1 Rotherham-Doncaster 3:0 Scarborough-Tranmere 0:0 Scunthorpe-Hereford 3:1 Torquay-Halifax 0:2 Alan Smith skoraði þrjú af mörkum Arsenal gegn Wimbledon.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.