Dagur


Dagur - 02.09.1988, Qupperneq 2

Dagur - 02.09.1988, Qupperneq 2
2 - DAGUR - 2. september 1988 Mynd: SS Pistilflörður: Hey skemmd og hrakin - hjá þeim sem verst urðu úti vegna rigninganna Heyskapur hefur gengið mjög misjafnlega á austanverðu Norðurlandi í sumar. Hey hafa sums staðar hrakist undanfar- ið, jafnvel vikum saman, og hafa þeir bændur komist best frá heyskapnum sem verka mikið í vothey. Sigfús A. Jóhannsson, bóndi á Gunnarsstöðum í Þistilfirði, sagði að þeir sem síðast byrjuðu heyskap hefðu yfirleitt orðið verst úti og sums staðar væri mik- ið hey eftir á túnum. Túnin væru Þórshafnarhreppur: Lætur byggja leiguíbúðir Um þessar mundir eru að hefj- ast framkvæmdir við byggingu fjögurra lciguíbúða á vegum Þórshafnarhrepps. Leiguíbúð- irnar eiga að mæta brýnni húsnæðisþörf á Þórshöfn og er hér um umtalsverða fjárfest- ingu að ræða fyrir sveitarfélag- ið. Daníel Árnason, sveitarstjóri á Þórshöfn, sagði að um væri að ræða byggingu tveggja parhúsa en hvort parhús kostar um ellefu milljónir króna. Kaupfélag Lang- nesinga er byggingaverktaki að húsunum en á vegum kaupfélags- ins hefur alllengi verið rekin trésmiðja og önnur verktaka- starfsemi á sviði húsbygginga. Stærð parhúsanna er 190 fermetr- ar, hvors fyrir sig. „Sveitarfélagið hefur hugsað sér að losa um eldri leiguíbúðir og koma þeim yfir í eigu einstakl- inga, annað hvort í gegnum verkamannabústaðakerfið eða á annan hátt. Hér eru nokkur hús í eigu hreppsins sem eru farin að fullorðnast og þurfa mikið viðhald. Þeim er betur komið í einstaklingseign,“ sagði sveitar- sjórinn. Áætlað er að bygging parhús- anna taki um fimmtán mánuði en samkvæmt því verður hægt að flytja inn í þau seint á næsta ári. EHB blaut eftir stórrigningar í rúmar þrjár vikur. Þegar Sigfús var spurður að því hvernig ástandið væri hjá þeim sem verst væru staddir sagði hann: „Heyin eru orðin skemmd og túnin blaut. Tíminn er að fara frá okkur því við þurfum í göng- ur upp úr 10. september. Ef stytt- ir upp á næstunni getur þetta bjargast ef vindar verða góðir og ekki regnblotnar á. Það sem þarf er sunnanátt, hlýindi og góður þurrkur.“ Sigfús sagði ástandið mjög mis- jafnt milli bæja, sumir væru búnir eins og gengur en aðrir ekki. Verst væri hversu hrakin heyin væru orðin því þau hefðu legið úti í mánuð. Á sumum bæjum í sjónmáli frá Gunnarsstöðum hefði verið byrjað að binda þegar regn skall ofan í og væru þau hey illa farin. í Öxarfirði og þar vestan við er ástandið mun betra og er heyskap þar víðast hvar lokið. I Þistilfirði vestanverðum tókst betur til með heyskap en á aust- anverðu Langanesi. Seina sprettu í vor má rekja til ísalaga á túnum sem voru óvenju mikil síðari hluta vetrar, einkum á nokkrum bæjum við innanverð- an Lónafjörðinn sunnan Þórs- hafnar. EHB „Nú er komið hrímkalt haust/horfin sumars blíða.“ Unglingalandskeppni í skák: Sjallinn ★ Stöð 2 ★ Stjaman í sumarskapi með liorðlendingum á föstudagskvöld Hljómsveitin PA55 leiKur fyrir dansi föstudags- og laugardagsKvöld Glæ5ilegur matseðill ATh! Matargestir borga ekki aðgangseyri ÐE LÓMLÍ BLÚ BOJ5 í SJALLAMUM 16. og 17. september Kjallarinn opinn öll kvöld Sn&áut Miða- og borðapantanir í súna 22970. Islendingar töpuðu fyrir bandarísku liði - tveir Akureyringar á meðal keppenda Nýlokið er í Bandaríkjunum 14 borða landskcppni á skák, „1988 Chess Saga“, þar sem unglingalið J. Collins og ungl- ingalið íslands leiddu saman hesta sína. Keppnin var haldin á Concord Resort Hotel við Kiamesha Lake, 90 mílur norðan við New York. Keppendur í íslenska liðinu voru á aldrinum 9-15 ára og þeirra á meðal voru tveir Akur- eyringar; Rúnar Sigurpálsson 15 ára og Þórleifur Karlsson 11 ára. Tefldar voru fjórar umferðir á fjórtán borðum. Rúnar tefldi á 1. borði og fékk 1V4 vinninga af 4 mögulegum, en Þórleifur tefldi á í júlímánuði gerði Akureyrar- bær samning við sorphreins- unarmenn. Var hann að mestu leyti endurnýjun á samningi sem verið hafði í gildi í nokkur ár og var verið að samræma hann við kjarasamninga kaup- lega séð. Að sögn Karls Jörundssonar var ákvæðisvinna sorphreinsun- armanna endurskoðuð í vetur. Vinnumagnið var mælt og svo og hvort einhver aukning hefði orð- ið í vinnu frá því yfirferð var síð- ast mæld. „Ókkur ber að gera þetta öðru hvoru til að sjá hvort við erum undirmannaðir. Það kom í ljós núna að svo er ekki þannig að sami starfsmannafjöldi 4. borði og fékk 2 v. af 4. í 1. umferð fékk íslenska liðið 6'/2 vinning en það bandaríska IVi, í 2. umferð fengu bæði liðin 7 vinninga og í 3. umferð tapaði íslenska liðið með 6 vinningum gegn 8. í 4. umferð var staðan lengi vel jöfn, 4:4, og ætluðu íslensku strákarnir að reyna að krækja sér í 9 vinninga og þar með sigur á mótinu. Leikar fóru á annan veg, því íslenska liðið fékk 5 vinninga en það banda- ríska 9. Lokastaðan varð því 3V/z v. gegn 24'/2, bandaríska liðinu í vil. Landskeppni þessi á sér all- langa sögu og er þetta í fyrsta sinn í langan tíma sem íslending- verður hjá okkur og áður,“ sagði Karl. Hann sagði ennfremur að sorp- hreinsunarmenn hefðu náð góð- um árangri og væru þeir fljótari en áður að hreinsa bæinn. „Þeir eru búnir að ná mjög góðri hag- ræðingu,“ sagði Karl. Aðalbreytingin á samningnum var að bónusprósenta sem var 31% af ákveðnu dagvinnukaupi fór upp í 35%. Dagvinnukaupið sem hafði verið miðað við 12 ára starfsaldur var fært niður í 6 ára starfsaldur. „Krónutalan sem bónusinn er miðaður við lækkaði því en prósentan hækkaði á móti. Þetta kemur því svipað út og áður,“ sagði Karl. KR ar tapa keppninni. Næsta keppni verður hugsanlega haldin í Reykjavík í lok ársins, milli jóla og nýárs. SS Réttardagar í Húnaþingi - göngum flýtt í sumum hreppum Nú fer senn að líða að göngum og réttum og hafa nú flestir bændur í Húnaþingi lokið hey- skap og eru búnir að járna gangnahestana og farnir að liðka þá. Nokkuð almennur áhugi virðist vera hjá bændum fyrir því að flýta göngum og réttum þó að ekki hafi náðst um það almenn samstaða. Að þessu sinni verður það Auðkúlurétt sem fyrst verður réttað í, laugardaginn 10. sept. en samstaða náðist um að flýta göngum á Auðkúluheiði. Þann 11. sept. verður svo rétt- að í Skrapatungurétt, Hrúta- tungurétt og Miðfjarðarrétt. Föstudaginn 16. sept. verður réttað í Valdarásrétt og þann 17. í Víðidalstungurétt, Stafnsrétt, Hamarsrétt og Þverárrétt. Síðust í röðinni verður Hlíðarrétt en þar verður réttað sunnudaginn 18. sept. Stóðréttir fara að heyra fortíð- inni til þar sem víða hefur verið bannað að reka hross á afrétti. í fjallgarðinn á milli Húnavatns- og Skagafjarðarsýslna er upp- rekstur hrossa heimill og verður stóðið réttað í Skrapatungurétt sunnudaginn 18 sept. og í Hlíðar- rétt þann 25. fh Akureyrarbær: Samningur við sorp- hreinsimarmenn

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.