Dagur - 02.09.1988, Page 13
hvað er að gerast?
I
Vinningsbíllinn í happdrætti Bílaklúbbs Akureyrar.
Bílaklúbbur Akureyrar:
Fer af stað með
happdrætti
- safnar peningum til húsakaupa
Bílaklúbbur Akureyrar var stofn-
aður árið 1974 og ári síðar, 1975,
tók klúbburinn á leigu húsnæði
við Kaldbaksgötu þar sem rekin
var sjálfstæð þjónusta fyrir
félagsmenn. Upp úr þessu byrj-
uðu félagarnir í klúbbnum fljót-
lega að hugsa um að eignast eigið
húsnæði og árið 1977 rættist sá
draumur, því það ár keypti félag-
ið húseign við Hafnarstræti 19. í
því húsi var komið upp viðgerða-
og félagsaðstöðu.
Árið 1981 seldi B.A. þetta
húsnæði og festi kaup á 107 fer-
metra húsnæði að Öseyri 6 c.
Nýlega komu upp raddir um að
bílaklúbburinn stækkaði enn við
sig þar sem þetta húsnæði væri
orðið allt of lítið. Þá var ráðist á
kaup á húsinu Frostagata 6 b
(norðurendi húss Hellusteypunn-
ar). Þar sem þetta var mikið
stökk og erfitt fjárhagslega fór
klúbburinn af stað með happ-
drætti til að reyna að afla fjár-
muna upp í kaupverðið. .
1. vinningur í happdrættinu er
stórglæsileg Toyota Corolla árg.
’89, bíll með öllu, að verðmæti
um ein milljón króna. 2.-6. vinn-
ingur er stereótæki í bíla frá
Audioline, hvert að verðmæti 19
þúsund krónur. Ákveðið var að
selja hvern miða á 1000 krónur
og gefa þess í stað út færri miða,
aðeins 3000 stk. Vinningsmögu-
leikar eru því með því besta sem
gerist í happdrættum.
Þess skal að lokum getið að
mönnum standa til boða afnot af
húsnæði bílaklúbbsins til þrifa og
smáviðgerða gegn vægu gjaldi.
Miðar verða seldir í göngugöt-
unni, við Hagkaup, verslun KEA
Hrísalundi, á bensínsölum, bíla-
sölum og einnig verður gengið í
hús.
Háskólinn á Akureyri:
Fundað um
framtíðarsvæði
á morgun kl. 14.00
Háskólinn á Akureyri og
Skjöldur, félag áhugamanna um
Háskólann á Akureyri, boða til
almenns fundar um framtíðar-
svæði Háskólans laugardaginn 3.
september. klukkan 14.00 í húsi
Verkmenntaskólans við Þórunn-
arstræti (gamla Iðnskólahúsinu).
Sérfræðingar í skipulagsmálum
flytja erindi á fundinum. Að
þeim loknum verða almennar
umræður. Fjölsækið þennan
fund. Skjöldur - félag áhuga-
manna um Háskólann á Akur-
eyri - Háskólinn á Akureyri.
KA-félagar:
Hreinsunarferð
til Ólafsfjarðar
KA hefur ákveðið að efna til
félagsferðar til Ólafsfjarðar í því
Skákfélag Akureyrar:
Sumarhrað-
skákmót
Sumarhraðskákmót Skákfélags
Akureyrar verður haldið í félags-
heimili Skákfélagsins, Þingvalla-
stræti 18, föstudaginn 2. sept-
ember næstkomandi. Mótið hefst
kl. 20 og má búast við spennandi
keppni.
skyni að taka þátt í hreinsunar-
starfi í bænum. Félagsmenn eru
hvattir til að taka þátt í ferðinni
og tilkynna þátttöku í félags-
heimilinu í síma 2 34 82. Brottför
verður kl. 8 á sunnudagsmorgun.
Farið verður á einkabílum frá fé-
lagsheimilinu til Dalvíkur og
þaðan með skipi til Ólafsfjarðar.
Þátttakendur eru beðnir að taka
með sér hlífðarföt, stígvél, skóflu
og handverkfæri. Auk þess þurfa
þeir að taka með sér nesti til
dagsins.
Lifuni orð
Hann kom til eignar sinnar, en
hans eigin menn tóku ekki við
honum. En öllum þeim, sem
tóku við honum, gaf hann rétt
til að verða Guðs börn, þeim,
er trúa á nafn hans." Jóh. 1.
11-12.
Jesús kom til ísraelsþjóðar-
innar sem kölluð hefur verið
Guðs útvalda þjóö. „En hans
eigin menn tóku ekki við
honum." Honum var ekki tekið
eins og vænta mátti; hann var
ekki viðurkenndur af yfirvöld-
um þess tíma né ríkjandi trú-
arskoðunum. Hann kom sem
frelsari til að lækna hin and-
legu mein. En væntingar
þeirra voru bundnar við sterk-
an veraldlegan leiðtoga, sigur-
sælan stjórnanda sem reist
gæti þjóðina úr stjórnmálalegri
niðurlægingu. Hann sagði:
„Mitt ríki er ekki af þessum
heimi." Jóh. 18. 36. Kenning
hans fékk ekki rúm hjá þeim,
þegar á heildina er litið. Þeir
voru ekki reiðubúnir að hlýða
á hinn auðmjúka fræðara sem
kenndi Guðs vegu, reyndar á
nýjan og byltingarkenndan
hátt. Jesús sagðist hafa vald
til að fyrirgefa syndir. Hann
boðaði iðrunar- og afturhvarfs-'
boðskap. Hann kenndi fólkinu
að elska jafnvel óvini sína. En
þessi boðskapur fékk ekki
hljómgrunn hjá fjöldanum.
„En öllum þeim, sem tóku
við honum.“ Það voru þeir ein-
staklingar sem létu sannfær-
ast, að hann væri heilagur
sonur Guðs. Máttarverk hans
og kenning báru því vitni. Þeir
sem tóku viö honum, eignuð-
ust lífið í Guöi, sem er lifandi
samfélag við hann. Þeir fengu
rétt til að kallast Guðs börn;
rétt til að tilheyra Guði og
ávarpa hann sem sinn himn-
eska föður. Þessi réttindi eign-
aðist sérhver fyrir trúna á Krist
Jesú og fyrir milligöngu hans.
Hver einstaklingur þurfti að
taka afstöðu til hans. Eins
þurfum við að taka afstöðu til
hans, annaðhvort tökum við á
móti honum sem frelsara og
leiðtoga, eða við höfnum
honum. í Biblíunni er Kristur
m.a. nefndur „hrösunarhella"
eða „ásteytingarsteinn", það
er einmitt í afstöðunni til Krists
sem svo márgir hrasa. Því svo
stendur í Ritningunni: „Sjá, ég
set hornstein í Síon, valinn og
dýrmætan. Sá sem trúir á
hann mun alls eigi verða til
skammar. Yður sem trúið er
hann dýrmætur, en hinum
vantrúuðu er steinninn, sem
smiðirnir höfnuðu, orðinn aö
hyrningarsteini og: Ásteyting-
arsteini og hrösunarhellu." 1.
Pét. 2. 6-8.
Sí iseptember Í98á - BkóOR - fá
Kennsla á hljómborð
og rafmagnsorgel
Innritun í síma 24769
eftir kiukkan 17.00.
Orgelskóli Gígju.
Frá Ólafsfirði
S M Þ M F 19.30 8.30 8.30 F 8.30
Frá Dalvík
20.00 9.00 9.00 9.00 9.00 9.00 15.00
Frá Akureyri
21.00 12.30 12.30 12.30 12.30 12.30 17.00
Ferðir á mánud., miðvikud. og kl. 12.30 á föstudögum aðeins til Dalvíkur.
ÆVAR KLEMENSSON.
Nýr sölutími kjörbúða KEA
frá 1. september 1988
Hrísalundur 5
Mánud., þriðjud. og miðvikud........................... kl. 09-18
Fimmtud................................................ kl. 09-19
Föstud................................................. kl. 09-19
Laugard................................................ kl. 10-16
Byggðavegur 98
Mánud., þriðjud., miðvikud., fimmtud. og föstud........ kl. 09-20
Laugard. og sunnud..................................... kl. 10-20
Sunnuhlíð 12
Mánud., þriðjud., miðvikud., fimmtud. og föstud....... kl. 09-20
Laugard............................................... kl. 10-20
Höfðahlíð 1
Mánud., þriðjud., miðvikud., fimmtud. og föstud. kl. 09-18
Brekkugata 1
Mánud., þriðjud., miðvikud., fimmtud. og föstud. kl. 09-18
Ath. Aðrar kjörbúðir hafa óbreyttan opnunartíma
Kjövbúðir KEA
Allar auglýsingar sem þarf að vinna sérstak-
lega, þurfa að berast til auglýsingadeildar
tveimur til þremur dögum fyrir birtingu.
Auglýsingadeild Dags.
Illl framsóknarmenn I|éI
AKUREYRI I
Bæjarmálafundur
mánudaginn 5. september kl. 20.30 aö Hafnar-
stræti 90.
Fundarefni:
Dagskrá næsta bæjarstjórnarfundar.
Önnur mál.